Þjóðviljinn - 13.05.1979, Blaðsíða 16
16 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 13. mai 1979
Danmörk
Kvikmyndastofnunin
Arið 1966 tók til starfa kvik-
myndasjóður og haföi hann til
ráðstöfunar gjald af aðgöngumiö-
um kvikmyndahilsa. 1972 var
skipulaginu breytt og komið á
laggirnar kvikmyndastofnun
(Detdanske filminstitut) sem fær
til ráðstöfunar úr rlkissjóði u.þ.b.
1300miljónirkróna á ári. Af verk-
efnum stofnunarinnar má nefna
meðal annars:
1) Styrki til kvikmynda og ým-
issa kvikmyndamálefna (hand-
ritsstyrki, tapjöfnun, innflutn-
ing á vönduðum kvikmyndum,
styrki til kvikmyndahátiða,
timarita, barnakvikmynda
o.fl.)
2) Lán til kvikmynda og kvik-
myndahúsa. Greiösla ábyrgða.
3) Abyrgðir til kvikmynda.
4) Rekstur kvikmyndastofnunar,
kvikmyndaskóla o.fl.
5) Stofnunin styrkir dreifingar-
fyrirtæki fyrir kvikmyndir,
Skipan kvikmyndagerðar
á Norðurlöndum
Þegar rætt er um betri
skipan kvikmyndamála hér
á landi er gjarnan vlsað til
hinna Norðurlandanna um
fyrirmyndir, en þar hafa
menn komist aft þeirri niftur-
■ sem ekki eru gerðar i ágóða-
skyni, og stofnunin hefur til
skamms tima rekið í samvinnu
við Danska sjónvarpiö kvik-
myndagerö (Workshop), en sú
starfsemi lá niðri fjárhagsárið
1976-77 vegna skipulagsbreyt-
■ inga.
Kvikmyndastofnunin styrkir
" aðeins leiknar kvikmyndir.
■ Framleiðsla og aðstoð við gerö
heimildakvikmynda er á vegum
sérstakrar stofnunar, Statens
I Filmcentral. A fjárhagsárinu
■ 1976-77 fengu 30kvikmyndir styrk
■ til gerðar handrita, að meðaltali
700 þúsund krónur hver. 23 kvik-
m myndir fengu framleiðsluaðstoö
I að meðaltali 15 miljónir hver.
5 Takist ekki aö greiða lánin af sýn-
ingarhagnaði kvikmyndar tekur
■ kvikmyndastofiiunin á sig tapið i
hlutfalli við veröleika kvikmynd-
B arinnar.
A fjárhagsárinu 1976-77 voru
m aðeins tvær kvikmyndir i fram-
leiðslu án styrkja eða lána frá
I stofnuninni, ein létt gamanmynd
■ og ein klámmynd.
I Kvikmyndaráðgjafar
| (Filmukonsulenter)
■ Ráönir eru tveir kvikmynda-
I ráðgjafar og auk þess sérstakur
barnakvikmyndaráðgjafi til
tveggja ára I senn. Val þeirra
miðast við, aö fulltrúar sem
flestra hópa komist einhverntíma
I að við að velja kvikmyndir til
■ framleiðslu. Ráðgjafarnir velja
úr umsóknum ogfylgjast með og
■ fylgja eftir framleiðslu hinna
L—............
völdu kvikmynda. Auk þess
starfa þeir sem ráðgjafar varð-
andi endanlegt útlit kvikmynd-
anna. Kvikmyndaráðgjafarnir
vinna óháðir hvor öðrum, þannig
að f ramleiðandi/kvikmyndastjóri
getur snúið sér til þess ráðgjafa
sem hann treystir best, og hafni
annar ráðgjafinn verkefninu get-
ur hann snúiö sér til hins. 1 sam-
vinnu við skrifstofu kvikmynda-
stofnunarinnar er gengið úr
skugga um, að fjármálalegar,
lögfræöilegar og verklegar hliðar
verkefnisins séu á föstum grunni,
og gerð er fjármögnunaráætlun
og verkáætlun áöur en viðkom-
andi kvikmynd getur hlotið styrk.
Framleiðslustyrkur
Framleiðslustyrkur er annað-
hvort veittur sem vaxtalaust lán
eða sem lánsábyrgð. Skilyrði fyr-
ir styrk er trygging fyrir tilvist
einkafjármagnsins sem til þarf,
þar með talið samningar við
dreifiaðila og kvikmyndavinnslu.
Hlutfall styrksins hefur undan-
farin ár verið um það bil 40-50%
og fjármögnun fyrir kvikmynd
gæti til dæmis verið svona miðað
vift verðlag i byrjun árs 1977.
1. Abyrgft D.kr.
dreifiaftila.. 225.000 15%
2. Lánfilmuvinnslu 225.000 15%
3. Einkafjármagn . 300.000 20%
4. Styrkur....... 750.000 50%
1.500.000 100%
(Stór hluti einkafjármagnsins
er oft i formi fjárfestra launa,
eigin tækja o.s.frv.).
Danska sjónvarpið
Enginn samningur er i gildi
milli Kvikmyndastofiiunarinnar
ogDanska sjónvarpsins. Þó hefur
Danska sjónvarpift undanfarin ár
tekið þátt i framleiðslu tveggja
kvikmynda með 500.000 d.kr.
framlagi til hvorrar.
Statens Filmcentral
Statens Filmcentral fær á fjár-
lögum u.þ.b. 760 miljónir á ári.
Hlutverk stofnunarinnar er að
framleiða og kaupa stuttar kvik-
myndir sem hafa upplýsinga- eða
fræöslúgildiogstuttar kvikmynd-
ir með listræn markmið, einnig
að dreifa slikum kvikmyndum
séu þær ekki i dreifingu á vegum
annarra aðila. A stofnuninni eru
1300 kvikmyndir i 12000 afritum.
Noregur
Noregur hefur sérstööu meöal
Noröurlandanna vegna þess að
næstum öll kvikmyndahús eru
rdcin af sveitarfélögum. Upphaf-
lega ástæðan fyrir þvi var viö-
skiptalegs eðlis, en nú vilja sveit-
arfélögin gera kvikmyndahúsin
að menningarstofnunum.
Kvikmyndamálefni (nema rit-
skoðun) heyra undir kirkju- og
fræðslumálaráðuneytið. A vegum
þess starfar kvikmyndaráð
(Norsk Filmrád), sem mótar
stefnu rikisins gagnvart öllum
kvikmyndamálefnum. Kvik-
myndir njóta samskonar aðstöðu
og aðrar listgreinar, og sér i lagi
hefur rikisvaldið tekið á sig
ábyrgð á framleiðslu kvikmynda.
Rikið rekur Statens Filmsentr-
al, sem auk þess að dreifa kvik-
myndum til skóla og annarra
fræðslustofnana rekur framköll-
unarverkstæöi og sendir kvik-
myndasýningarmenn með filmur
til aö sýna i afskekktum héruðum
þar sem ekki starfa kvikmynda-
hús.
Rikift rekur kvikmyndasafn og
upplýsingastarf um kvikmynda-
mál I Noregi.
Fjármögnun kvik-
mynda og styrkir
Styrkir til framleiðslu kvik-
mynda eru tvenns konar. 1 fyrsta
lagi er um að ræða styrk til allra
norskra kvikmynda, án tillits til
gæða eða tegundar. Styrkurinn er
55% af verði seldra aðgöngumiöa
að norskum kvikmyndum.
Þ.e.a.s. þegar greiddar eru 20
n.kr. fyrir biómiöa aö norskri
kvikmynd greiðir rikið 11 n.kr.
ofan á. Þetta gerist þangað til
tekjur af viðkomandi kvikmynd
+55% hafa náð framleiðsluverði
kvikmyndarinnar. Þá byrjar end-
urgreiðsla styrksins og nemur
hún 50% af nettó sýningarhagnaöi
þar til styrksupphæðin hefur ver-
iö endurgreidd.
Kvikmynd sem er likleg til vin-
sælda fær sjálfkrafa styrk, en þvi
vinsælli sem hún er, þeim mun
meiri likindi eru á þvi að hún end-
urgreiöi styrkinn.
1 öðru lagi setur rikiö (kirkju-
og menntamálaráðuneytið)
Þegar rætt er um betri
skipan kvikmyndamáia hér
á landi er gjarnan vlsaft til
hinna Norfturlandanna um
fyrirmyndir, en þar hafa
menn komist aft þeirri niður-
stöftu aft kvikmyndin sé svo
mikilvægur miðil! fyrir
menningu hverrar þjöftar, aft
ekki sé hægt aft láta fjár-
brallsfélögum (oft erlend-
um) eftir umráft yfir henni.
Þess vegna langar mig til
aft gera hér stutta grein fyrir
þvi hvernig kvikmyndamál-
um er háttaft á Norfturlönd-
um, og vissulega er þar sitt-
hvaft nýtilegt fyrir tslend-
inga.
ábyrgðir fyrir lánum til fjár-
mögnunar allt að 10 kvikmynda á
ári.
Norsk Film A/S
Norsk Film A/S er kvikmynda-
verog framleiðslufélag isameign
rikis og sveitarfélaga (70% og
30%). Auk þess að þjóna öðrum
framleiðslufyrirtækjum hefur
Norsk Film fjármagn til þess aö
kosta framleiöslu 2 leikinna kvik-
mynda á ári og ber alla listræna,
fjárhagslega og skipulagsábyrg)
á þeim.
Óháðir framleiðslu
hópar
1 áætluninni fyrir 1978 var gert
ráð fyrir þvi að stofna tvo óháða
framleiösluhópa (frie grupper).
Gert varráð fyrir 30 miljónkróna
stofnframlagi og siðan að kostn-
aður greiðist úr almenna styrkja-
kerfinu. Þessir hópar eiga að
njóta fulls frelsis við val kvik-
mynda og framleiðsluaöferð.
i