Þjóðviljinn - 07.07.1979, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 07.07.1979, Blaðsíða 1
DJÚÐVHHNN Laugardagur 7. júli 1979 —152. tbl. 44. árg. Utanríkisráðherra dregur í land Alfreð ýtt til hliðar Alfreö Eliassyni fyrrum for- stjóra Flugieiöa hefur verið ýtt til hliðar með öllu i þvl valdatafli sem farið hefur fram innan félagsins. Alfreð hefur eingöngu haft meö stjórnun Bilaleigu Loft- leiða að geraog fyrir nokkrum dögum gerði hann athuga- semd viðfrétt Morgunblaðsins um aö Erling Aspelund væri yfirmaður bilaleigunnar. Kvaðst Alfreð vera forstjóri hennar ennþá. I fréttabréfi Flugleiöa, sem út kom i gær segir orðrétt: „Erling Aspelund, sem und- anfarin ár hefur verið hótel- stjóri Hotel Loftleiða og Hótel Esju, verður nii fram- kvæmdastjóri ogsinnir áfram yfirstjórn hótelanna, en ann- ast einnig yfirstiórn BUaleiEu Loftteiða.” Viröist Alfreð pvi endanlega orðinn undir og hafa misst sitt síðasta vigi. eng. Herinn inn fyrir aftur Einsog Þjóðviljinn sýndi fram á skapaðist mjög sterk andstaða gegn því leyfi/ sem Benedikt Grön- dal utanríkisráðherra veitti hermönnum banda- riska hersins á Keflavíkur- flugvelli tilótakmarkaðrar útivistar. Þessi harða and- staða varðtil þess, að i gær ákvað Benedikt að aftur- kalla leyfið, og það hlýtur að teljast mikill sigur fyrir herná msa ndstæðinga. 1 viötali við Þjóðviljann sagði Benedikt að hann hefði orðið var við andstöðu nokkurra þing- manna I Alþýðuflokknum við málið. Þaðsem réð á hinn bóginn úrslitum um afturköllun leyfisins var að honum þótti ljóst, að meirihltui utanrikisnefndar Alþingis var leyfisveitingunni andvigur. Nefndin hafði að visu ekki haldið fund en Benedikt Gröndal kvaðst hafa öruggar heimildir fyrir þvi, og það kvaö utanrikisráöherra vera hina formlegu meginástæðu. Hann kvaöst hafa litið á leyfis- veitinguna sem framkvæmdaat- riði milli ráðuneytisins og hers- ins, og raunar allir fyrirrennarar hans litið þeim augum á reglu- gerðarbreytingar af þessu tæi. Þvihafðihann hvorki lagt málið undir rikisstjórnina né utanrikis- nefhdina. Hún gæti hins vegar tekið málið upp og ályktað um það. Meö tilliti til þess og þeirrar afstöðu sem hann kvaðst vita um hjá nefndinni hefði hann þvi á- kveðið aö afturkalla leyfið. 1 fréttatilkynningu utanrikis- ráðuneytisins um málið koma fyrrgreind atriði fram, en auk þess er þess getiö að bandariska hernum hafi þegar verið tilkynnt þessi ákvörðun. ÖS Norðmenn cetla á loðnu og gefa ekki upp kvóta Norska stjórnin hefur ákveöið að fiskveiðiyfiívöld i Noregi muni fylgjast ná- kvæmlega með veiðum Norðmanna við Jan Mayen og mun ekki vera heimilað aðhefja veiðarnar fyrr en 23. júlí. Engar tölur voru nefnd- ar um veiðimagn. Samþykkt var að koma á fót is- lensk-norskri fiskveiðinefnd. I UfíARI MORGIINBI,ADSINS: Aðför aö viöskipta- hagsmunum okkar Morgunblaðið heldur upptckn- um hætti i skrifum sinum um oliumálin. Þrátt fyrir norskt til- boð um oliu sem er bæði verri og dýrari en hin sovéska, hvetur blaðið ákaft til þess I leiðara i gær, að islendingar beini oliu- kaupum sinum til annarra þjóöa en Sovétrikjanna. Orsökin er sú, að Morgunblaðið telur að oliukaup frá Rússum tryggi þeim ákveðin pólitisk áhrif hér á landi, og þvi sé það öryggi sem oliuviðskipti við Sovétmenn feli i sér, afar takmarkað. Það virðist þvi Morgunblaðinu með öllu gleymt, hver voru hin raunverulegu upptök að oliu- kaupum frá Sovétmönnum. Rit- stjórar Morgunblaðsins muna ekki lengur þegar Bjarni heitinn Benediktsson fór i miðju kalda striðinu til Sovétrikjanna til að freista þess að selja Sovétmönn- um fiskafurðir, sem enginn annar vildi kaupa. Honum tókst það, 1 staðinn keyptu tslendingar oliu frá Rússlandi. Astandið i dag er engu betra. Utan Rússlands höfum við bók- staflega talað enga markaöi fyrir veigamikinn hluta af fiskfram- leiöslu okkar. Sökum rányrkju á helstu fisktegundum okkar hefur reynst nauðsynlegt aö beina sókninni i vannýttar tegundir einsog karfa og grálúðu. Utan Sovétrikjanna er nánast enginn markaður fyrir þessar tegundir. Þegar Morgunblaðið hvetur til þess að oliuviðskiptum viö Sovét- menn sé hætt, hvetur það um leið til þess að fótum sé kippt undan veigamiklum þætti i fiskút- flutningi okkar, þvi það er á allra vitorði að milli fisksölu okkar til Sovétmanna og oliukaupa frá þeim eru bein tengsl. Skrif Morgunblaðsins eru þvi aðför að viðskiptahagsmunum islendinga. Og það er öllum hollt aö ihuga hvert Morgunblaðið vill beina oliuviðskiptum okkar. Til Noregs, Bretlandsog Bandarikjanna. Rök Morgunblaðsins eru þau, að mun meira öryggi sé fólgiö i samning- um við þessar þjóðir en Sovétrik- in, sökum þeirra tengsla sem við höfum við þær. Þessi tengsl eru auðvitað vera okkar með þeim i Atlantshafsbandalaginu. Gleymd virðast nú harðvitug þorskastrið við Bretland. Gleymd er nú óbil- girni Norðmanna sem vilja bæði hafa af okkur hluta af islenska loðnustofninum og að auki rétt- indi við Jan Mayen, sem viö eig- um mun meiri kröfu á en þeir. Það er að visu ekki nýmæli að leiðarar Morgunblaðsins hvetji til lágkúrulegrar þjónustu við hags- muni Atlantshafsbandalagsins eins og nú er gert, en það er vissu- lega fréttnæmt þegar blaðið gerir i stefnuskrifum sinum aðför að viðskiptahagsmunum tslands. —OS Hermennirnir á Stokksnesi Sýslumaður ætlar ekki að hleypa þeim út Friðjón Guðröðarson sýslumaður i Austur-Skafta- fellssýslu hafði i samráði viö aöila á Höfn I Hornafirði ákveðið að hleypa ekki her- mönnum i herstööinni á Stokksnesi út, eins og þær breytingar á útvist her- manna, sem nú hafa verið Friðjón Guöröðarson: bar fram mótmæli við varnar- máladeild afturkallaðar, gerðu ráð fyrir. Friöjón sýslumaður mun aö þvi er blaöið hefur fregn- að hafa mótmælt ákvörðun utanrikisráðherra við varn- armáladeild og vísað í þvi sambandi i hreppsnefndar- samþykktum þessi mál,sem hefur verið 1 gildi á Höfn. A eftirlitsstöðinni á Stokksnesi eru um 200 her- menn. Sýslumaður og aðrir Hornfiröingar álitu aö hefði þeim verið hleypt út, þá hefðu þeir verið sem gráir kettir á öllum samkomum i Höfii og hefði það leitt til sh'kra vandræöa að varö yrði hægt að efna til skemmtana á staönum. Gef ekki neinar yfirlýsingar segir Eyþór Einarsson náttúrufrœðingur í sendi- nefnd íslands a Alþjóðahvalveiðiráðinu Þetta mun þýða, að i reynd ætla Norömenn aö fylgja þeim takmörkunum á sum- arveiðum sem næstum var samið um I Reykjavik og viöurkenna að þeir geti ekki upp á sitt eindæmi fært út landhelgi við Jan Mayen. Sjá 9. síðu „Ég hef aflaö mér ýmissa gagna hjá áhugamönnum um hvalverndog átt fundi meðmönn- um úr sjávarútvegsráðuneytinu en vB ekki gefa út neinar yfirlýs- ingar á þessu stig málsins,” sagöi Eyþór Einarsson formaður Nátt- úruverndarráös I samtali viö Þjóðviljann i gær en hann fer á ársfund Alþjóöahvalveiðiráösins sem hefsti London á mánudag og er það i fyrsta sinn scm fulltrúi náttúruverndarsamtaka er i seiulinefnd islands á þessum fundi. Eyþór sagði að ýmsar tillögur lægju fyrir fundinum ogennfrem- ur hefðuundirbúningsfundir farið fram að undanförnu I svokallaðri visindanefnd og tækninefnd. Erf- itt væri aö taka afstöðu fyrr en álit visindanefndar lægi fyrir og affarasælast væri að vinna að málinu f ró og næði i stað þess að vera með einhvern gauragang i kringum það. — GFr Sjá 13. sídu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.