Þjóðviljinn - 07.07.1979, Blaðsíða 16
16 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 7. júll 1979
Bœjarstjórn Keflavíkur samþykkir að auka
Umsjón: Magnús H. Gíslasson
*
Frá Neskaupstað
Lokauppgjör
frá Neskaupstaö
Síldarvinnslan á Neskaup-
stað, sem er langstærsti út-
geröaraöili á staðnum og gerir
nú út eina 3 skuttogara og aö
auki aflaskipiö Börk, hélt aö-
alfund sinn fyrir skömmu. bar
kom ma. fram aö siöasta ár
heföi veriö félaginu hagstætt i
flestum greinum, en brúttó-
tekjur þess á siðaasta ári
námu alls um 6,5 miljöröum
kr. og hreinar tekjur af rekstr-
inum voru nærri 40 miljónir
og fimmhundruð þúsund.
Framleiösla frystihússins á
siðasta ári nam alls 2.760 tonn-
um en alls var unniö úr 8.189
tonnum og þar af öfluðu skip
útgeröarinnar 6.493 tonn.
Hagnaður varð á öllum
skipum útgeröarinnar, nema
Barða, og er það i fyrsta sinn
sem hann er rekinn með tapi.
Afli Barða á siöasta ári varö
aðeins 1842 tonn en árið áöur
aflaöi Baröi alls 2357 tonn, en
úthaldsdagar voru þónokkru
færri siðasta ár vegna við-
halds en árið áöur.
Bjartur aflaöi á siöasta ári
alls 2.499 tonn sem er riflega
hundrað tonnum meira en áriö
á undan. Birtingur fékk 2.484
tonn.
Börkur aflaði vel á loönu-
vertiðinni og var auk þess á
kolmunnaveiðum siðastliöiö
sumar en heildaraflamagn
hans var 38.617 tonn sem er
um fimm þúsund tonnum
meira en áriö á undan. Á sið-
ustu vetrarvertið fékk Börkur
alls 14.478 tonn af loönu.
1 skýrslu stjórnar Sildar-
vinnslunnar kemur einnig
fram að einungis hafi verið
tap á saltfiskverkuninni af öll-
um framleiösluþáttum
vinnslunnar. Er ástæðan sögð
sú, að verö á saltfiski hefur
ekki hækkað nærri eins mikiö
og verð á öðrum tegundum
framleiðslu.
Af öðru sem fram kom á aö-
alfundinum má nefna að nú er
verið að skipta um vél i Berki
og setja i hann nýjar öflugar
hliöarskrúfur. Þá var einnig
sagt frá þvi að ákveðið hefur
verið að selja Barða og kaupa
annað nýrra og hentugra skip.
Gerður hefur verið sölusamn-
ingur og jafnframt hefur verið
að kaupa annað skip fjögurra
ára gamalt sömu gerðar og
Birtingur er.
Ef við snúum okkur þá að
aflatölum fyrir Neskaupstað
það sem af er þessu ári, kem-
ur i ljós að heildaraflinn f jóra
fyrstu mánuðina er nokkuð
minni en á sama tima i fyrra.
Nokkru minni afli barst á land
i janúar og febrúar en ágætis
veiði var aftur á móti i mars
og april þrátt fyrir stoppið i
kringum páskana.
Bjartur varð aflahæstur
togarannameð nærri 1000 tonn
en aöeins einu sinni landaði
Noröf jaröartogari erlendis en
þaö var Baröi sem seldi rúm
90 tonn i Grimsby seinni part
febrúarmánaðar.
Bátarnir öfluðu sæmilega.en
annars varð aflaskiptingin
þessi svo næst verður komist.
Linu og netabátar róðrar afli
FylkirNK
Magnús NK
Háborg NK
Faldur ÞH
Ýmsir bátar
8 127 t
3 112,9 t
9 46,2 t
1 7,7 t
29 24,4 t
Skuttogarar
Bjartur NK
Birtingur NK
Baröi NK
. Klakkur VE
veiðiferðir afli
11 997,5 t
10 869,3 t
11 931,0 t
1 24,2 t
Heildaraflinn á vetrarvertiö-
inni 1978 — 3.501
1979 — 3.334
Hátíðarskap,
en aflaleysi
Rœtt viö Gísla S. Gislason vigtarmann
. „Það er mjög tregt hjá smá-
bátunum núna, annars eru
þeir varla byrjaöir að stunda
veiðarnar eftir vertiðina. Þaö
hefur vorað svo seint hér og
kuldinn ennþá mikill”, sagði
Gisli S. Gislason vigtarmaður
á Neskaupstað i simtali viö
Þjóðviljann. „Isinn hamlaöi
okkur nokkuð hér i vetur og
sjórinn er ennþá nokkuð kald-
ur þannig að erfitt er aö finna
fisk. Ef hann á annaöborð
finnst þá er erfitt að eiga við
hann þar sem hann er allur á
fleygiferð i sjónum vegna
kuldans, hlýtur að vera.
beir hafa verið að fá'ann
núna á togurunum aö mér
skilst. Bjartur og Barði eru á
þorskveiöum en Birtingur er
að fara í siglingu til Þýska-
lands með karfa.”
GIsli sagöi aö fullfrágengið
væri með sölu á Bjarti og væri
þvi von á nýlegum togara frá
Frakklandi I staöinn. Annars
væru menn komnir I hátiöar-
skap vegna 50 ára afmælis
bæjarins og létu fiskleysið
ekki hafa áhrif á það.
-Ig
Hlutafé í Olíumöl hf.
Bæjarstjórn Keflavikur hefur
fyrir nokkru samþykkt að auka
hlutafé bæjarins I Ollumöl h.f.
um allt að 10 milj. kr., aö þvi til-
skildu þó, að önnur sveitarfélög
séu einnig þátttakendur i upp-
byggingu fyrirtækisins og að
framtið þessi veröi tryggð.
A fundi bæjarstjórnar Kefla-
vikur þann 12. júni s.l. var mál
þetta tekiö til umræöu og af-
greiðslu, aö þvi er segir i Suður-
nesjatiðindum. Ingólfur Fals-
son, sem sæti á i stjórn Oliumal-
ar h.f. fyrir hönd Keflavikur-
kaupstaðar, kvað stööu fyrir-
tækisins vægast sagt bágborna.
Samþykkt hefði veriö að auka
hlutafé þess um allt að 400 milj.
kr. Þar af yröi sveitafélögum
gefinn kostur á hlutabréfakaup-
um fyrir helmingi upphæðar-
innar, sem Framkvæmdasjóður
lánaöi þeim til þriggja ára með
26% vöxtum, Framkvæmda-
sjóöi fyrir 100 milj. og verktök-
um yrðu heimiluð hlutabréfa-
kaup fyrir 100 milj., sem Olíu-
möl h.f. lánaði þeim með sömu
kjörum og Framkvæmdasjóður
sveitafélögunum. Næst gerðist
það, að Framkvæmdasjóöur
neitaði að leggja fram sinn
hluta fyrr en sveitarfélögin
hefðu staðið skil á sinum 200
milj. Sveitarfélög væru búin að
lofa I37milj.en 63 milj. vantaöi
upp á.
Ingólfur áleit auöið að rétta
fyrirtækið viö en til þess þyrfti
ráðrúm. Aðeis er beðið um 40 —
50 þús. tonn af olíumöl í ár en
framleiðslanþyrfti að vera 80 —
90 þús. tonn svo afkoman yrði
trygg. A s.l. ári var framleiösl-
an 75.693 tonn.
Akveðið hefur verið, sagöi
Ingólfur, að fyrrverandi fram-
kvæmdastjóri fyrirtækisins
verði hjá þvi I sumar.
Þeir Karl Sigurbergsson og
Ólafur Björnsson lögöu til að
hlutafjáraukning Keflavikur-
kaupstaðar yrði bundin þvi skil-
yrði, að fyrrverandi fram-
kvæmdastjóri Oliumalar h.f.
yröi þar ekki innanborös til
frambúðar.
Guöfinnur Sigurvinsson taldi
fyrirtækið mjög þarft og illt ef
þaö legði upp laupana.
Hilmar Pétursson og Guðjón
Stefánsson tóku i sama streng
og mæltu með hlutafjár-
aukningu bæjarfélagsins.
Tómas Tómasson sagöi það
sina skoðun, að þar sem skipu-
lagsbreytingar væru fyrirhug-
aðar hjá Oliumöl h.f. og fýrir-
tækið þarft, þá bæri að auka
hlutabréfakaupin um 10 milj.
kr. svo sem bæjarráð hefði lagt
til, en afgreiðsla þess var þann-
ig:
„Bæjarráð leggur til að keypt
verði aukin hlutabréf fyrir allt
aö 10 milj. kr„ enda taki önnur
sveitarfélög þátt i uppbyggingu
félagsins og framtið þess
tryggð.”
Karl Sigurbergsson og Ólafur
Björnsson óskuöu að bóka eftir-
farandi:
„Miðað við þær upplýsingar,
sem hér hafa komið fram varð-
andi breytingar á stjórn og
stjórnun Oliumalar h.f. og i
trausti þess að ekki komi til
þess, að fyrrverandi fram-
kvæmdastjóri veröi endurráð-
inn i starfiö, getum við
samþykkt aukin hlutabréfa-
kaup, eins ogtillaga liggur fyrir
um af hálfu bæjarráðs”.
Afgreiösla bæjarráðs var sið-
an samþykkt I bæjarstjórn með
9 samhlj. atkv.
—mhg
Sœnsku bœndasamtökin telja
Fjölskyldubúin henta best
Meöal sænskra bænda má nú
merkja verulega breytta afstöðu
til bústæröar og sérhæfingar í bú-
skap, að þvi er segir i nýútkomn-
um Frey.
Nú er þaö fjölskyldubúskapur-
inn, sem hefur meðbyr en and-
stööu gætir í garð sérhæföra stór-
búa og verksmiöjubúskapurinn,
sem á siðasta áratug var talinn
allra meina bót,á ekki lengur ipp
á pallborðið hjá Svlum.
Sænsku bændasamtökin hafa
nú kveöið upp úr meö þetta. For-
maður þeirra, Erik Jönsson,
skrifaöi nýlega um þetta grein i
sænska stórblaöiö Dagens Nyhet-
er I Stokkhólmi. Þar kveður hann
upp úr meö það, að þetta sé stefna
stjórnar sænsku bændasamtak-
anna, enda hafi þau þráfaldlega
aö undanförnu farið þess á leit, aö
reglur verði settar um eftirlit
með stofnun verksmiðjubúa til
búfjárframleiðslu.
Erik Jönsson segir ástæöu fyrir
þessari afstööu sænsku bænda-
samtakana vera þá, aö eftir ná-
kvæma yfirvegun hafi þau sann-
færst um, að fjölskyldubúin henti
betur sænskum landbúnaði en
önnur rekstrarform. Og svo er
komið, segir hann, að stjórnvöld
hafa áttað sig á þessu og breytt
afstöðu sinni í samræmi við það.
Sem þýðingarmikiö dæmi um
þessa stefnubreytingu nefnir Erik
Jönsson, að nú hafi það fengist
viðurkennt, að einyrkjabændur
þurfi að eiga þess kost, að taka
sér fri frá daglegum störfum. Þvi
hafi verið komiö á afleysinga-
þjónustu með liku sniöi ognorskir
bændur hafi átt kost á undanfarin
ár.
1 annan staö nefnir hann, að
komiö hafi verið á samræmdu
tryggingakerfi fyrir bændur. Þeir
eiga nú kost alhliöa trygginga,
sem tryggja fjárhagsafkomu
þeirra likt og á sér stað hjá iðn-
verkafólki.
Siðan 1977 hefur um það bil 1/4
af þeim tekjuauka, sem bænda-
samtökin hafa náð fram i samn-
ingum sinum viö rikið, gengið til
þess að bæta félagslega aðstöðu
bænda.
Með þvi að efla fjölskyldubú-
skapog beina þróuninni frá stór-
rekstri telja sænsku bændasam-
tökin að sænskur landbúnaður
geti best þjónað hlutverki sinu.
Þannig megi beita nútima tækni
viö búskapinn án þess að koll-
varpa vistfræðilegu jafnvægi.
Með þeim hætti verði bændum
best tryggð viöunandi kjör.
— mhg
Vegagerð í Mánárskriðum
Miklar framkvæmdir eru fyrir-
hugaöar á Siglufjaröarvegi nú á
næstu árum, eftir þvi, sem frá er
greint I hinni nýju vegaáætlun.
A næsta ári er meiningin að
vinna fyrir 28 milj. kr. I veginum
á Höföaströnd, beggja megin við
Hofsós. og fara þeir fjármunir
einkum i þaö, að lagfæra snjó-
þunga kafla.
Þá er og veriö að byggja nýja
brú á Grafará. Gamla brúin var
niðri I gilinu hjá Artúnum en hin
nýja er allnokkru ofar þvl ætlunin
er að vegurinn komi til meö að
liggja um móana ofan við Hofsós.
Megin-átakið er þó I þvi fólgið,
aö fullgera veg um Mánárskrið-
ur. Gert er ráð fyrir að fullgerður
kosti sá vegur 200-300 milj. kr. en
vegalengdin er um 2,3 km. Vafa-
laust verður að gripa þarna til
mikilla og kostnaðarsamra efais-
flutninga til þess að breikka veg-
inn nægilega þar, sem brattinn er
mestur. Til rannsókna og undir-
búnings þessa verks eru I ár áætl-
aöar 15 milj, kr. A næsta ári eru
100 milj. kr. ætlaðar til vegarins
og 115 milj. kr. á árinu 1981. Ekki
skal um þaðfullyrt hvenær vegur
þessi veröurfær orðinn fyrir vetr-
arumferð en þeir, sem bjartsýnir
eru, telja að það geti jafnvel orðið
haustið 1980.
Þá er áformaö að leggja tölu-
verða fjármuni I tit-Blönduhliö-
arveg en hann hefur verið hálf-
gert olnbogabarn i herrans mörg
ár. Endurbygging hans hefur
töluverða þýöingu fyrir Siglfirð-
inga þvi það styttir leiðina fyrir
þá milli Siglufjarðar og Reykja-
vikur, — og Sigluf jaröar og Akur-
eyrar einnig þann drjúga hluta
ársins, sem vegurinn um Lág-
heiði er ófær, — aö fara um
Út-Blönduhliði stað þess aö þurfa
um Sauðárkrók.
— mhg