Þjóðviljinn - 12.07.1979, Blaðsíða 16
MOÐVIUINN
Fimmtudagur 12. júlí 1979.
Aðalsimi Þjóðviljans er 81333 kl. 9 — 20 mánudaga til föstudaga, kl. 9 — 12. f.h. og 17 — 19 e.h. á laugardögum. Utan þess tima er hægt að ná i blaðamenn og aðra starfs- menn blaðsins i þessum simum: Ritstjórn 81382, 81527, 81257 og 81285, afgreiösla 81482 og Blaðaprent 81348. 81333 Kvöldsími 81348
ASÍ um minnkun niðurgreiðslna:
Bitnar helst á
tekjulægstum
Fundur miðstjórnar Alþýöu-
sambands tslands, sem haldinn
var I gær, samþykkti einróma
eftirfarandi ályktun:
„Undanfarna mánuði hefur
verðbólgan enn magnast. Þegar
er ljóst, að verðbólga á þessu ári
fer langt fram úr áætlun stjórn-
valda. Miðað við hið skerta visi-
tölukerfi, mun kaupmáttur þvi
augljóslega rýrna.
Rikisstjórnin hefur nú dregið úr
niðurgreiðslum á landbúnaðaraf-
urðum og hækkuðu þær þvi um 7-
9% um siðustu mánaðamót, — og
fyrirhugað mun aö draga enn
frekar úr niðurgreiðslum.
Þessi minnkun niðurgreiðslna
kemur harðast niöur á tekju-
lægstu hópum þjóðfélagsins,
einkum barnafólki, og mun draga
úr neyslu landbúnaðarvara. Miö-
stjórn Alþýðusambands Islands
mótmælir þvi þessari ákvöröun
rikisstjórnarinnar og varar al-
varlega við þvi að haldið sé áfram
á þessari braut”.
Tillaga um 300 miljón kr. lán
til dreifikerfis raforku í þéttbýli:
Kratar
höfnuðu
án nokkurs
rökstuðn-
ings
Upphaflega var gert ráð
fyrir að upphæð viðbótar-
lánsfjár sem afla skyldi
skv. bráðabirgðalögunum
yrði 2,6 miljarðar króna.
Voru þá inni í dæminu 325
miljónir til borunar við
Kröf lu.
— Aformað hafði verið að bora
eina holu i suðurhliðum Kröflu, en
ekki náðist samkomulag i rikis-
stjórninni um að gera það aö svo
stöddu, sagði Tómas Árnason
fjármálaráðherra á blaöa-
mannafundi i gær. Kratar höfn-.
uðu þessu með öllu, svo sem kom-
ið hefur fram i fréttum.
Þá kom fram tillaga um aö afla
i staöinn 300 miljón króna lánsfjár
til að hraða styrkingu á dreifi-
kerfi raforku i þéttbýli. Fjár-
málaráðherra sagði að ekki hefði
heldur orðið samkomulag um
þetta i stjórninni, en það yrði at-
hugað nánar siðar.
— Þessi tillaga kom fram á sið-
asta stigi málsins frá iðnaöarráð-
herra og mér, sagði Tómas, en
Alþýðuflokkurinn var ekki reiðu-
búinn til að samþykkja hana.
Ekki sagði ráðherra aö kratar
hefðu fært fram nein sérstök rök
fyrir þessari afstöðu sinni, en
andstaða þeirra hefði valdið þvi
að þetta var fellt burt úr bráða-
birgðalögunum. -eös
Varahlutir
í reiðhjól
áfram
hátollaðir
Innheimtumenn rikisins hafa
nú heimild til að taka við skulda-
viðurkenningum fyrir inn-
flutningsgjöldum af reiðhjólum,
en i haust verður leitað eftir
heimild til þess að fella gjöld af
reiðhjólum niður með öllu. Tollur
af hjólhestum nemur nú um 80%.
Nokkra furöu hefur þaö ósam-
ræmi vakiö, að áfram skuli vera
óskertur tollur á öllum vara-
hlutum I reiöhjól. Höskuldur
Jónsson ráðuneytisstjóri i
fjármálaráðuneytinu sagöi I gær,
að ekki væri unnt að skilja i
sundur t.d. legur I reiðhjól og
önnur hjól. Varahlutir i' reiöhjól
væru i ýmsum safn-toll-flokkum
og því óhægt um vik aö taka þá
sérstaklega út úr.
—eös
Kísiliöjan talin ótryggur söluaðili !
Gufuskortur hamlar j
nú ffamleiðslugetunni
Ríkisstjórnin veitti heimild jyrir
borun á aukaholu í Bjamarflagi
I bráðabirgðalögunum sem
rikisstjórnin gaf út I gær er veitt
heimild fyrir borun aukaholu i
Bjarnarflagi ef hreinsun
þriggja eldri hola dugir ekki til
að anna þörf Kisfliðjunnar fyrir
gufu, en vegna gúfuskorts hefur
verksmiðjan ekki getað fram-
leitt upp I gerða samninga.
Hákon Björnsson fram-
kvæmdastjóri Kisiliðjunnar
sagði i samtali við Þjóðviljann i
gær, að gufuskorturinn hefði nú
hrjáð verksmiðjuna að meira
eða minna leyti allt frá þvi
haustið 1977 þegar jaröhræring-
ar voru sem mestar á þessu
svæöi, og væri nú svo komið að
verksmiðjan væri búin að fá á
sig þann stimpil frá erlendum
kaupendum aö hún væri ekki
nógu áreiðanlegur seljandi.
Sagði Hákon að til að mynda
væri framleiðsla verksmiðjunn-
ar þaðsem af væri þessu ári að-
eins 88% framleiðslunnar i
fyrraog framleiðslan I júni ekki
nema 74% af framleiðslunni i
júni' i fyrra.
Astandið væri þvi orðið mjög
slæmt og væri reiknað með að
verksmiðjan næði aðeins að
framleiðaum 21.000 tonn af klsil
á þessu ári en reiknað hafði ver-
ið með að framleiðslu á 24.000
tonnum á þessu ári.
Gufuborinn Jötunn vinnur nú
fyrir verksmiðjuna og verður
þvl verki lokið á næstu dögum.
Þá hefur einnig verið hreinsuð
upp ein gömul borhola og skilar
hún nú góðum árangri að sögn
Hákonar, en veitt hefur verið
leyfi fyrir að gera upp og
hreinsa i allt 3 gamlar holur.
Hákon sagði að Kisiliðjan
hefði farið fram á það viö iðn-
aðarráðuneytið að heimilaö
yröi að bora eina nýja holu tíl
viðbótar svo fulltryggt væri að
verksmiðjan hefði næga gufu til
framleiðslunnar, I framtíðinni.
Eins og áöur sagði hefur rlkis-
stjórnin nú veitt heimild til frek-
ari borana ef nauðsynkrefur, en
Hákon sagði að menn væru
bjartsýnir á að hreinsun eldri
holanna bæri árangur.
-lg
I
i
■
I
i
i
I
■
I
■
I
■
I
i
■
I
■
I
■
I
Stefnumörkun ríkisstjórnarinnar stenst:
Fjármunamyndun innan við
25% af þjóðarframleiðslu
Ráðist er í raf línulagnir
þær sem sagt er frá hér í
annarri frétt til þess að
draga sem mest úr oiíu-
notkun sem hlýst af
keyrslu dísilvéla til raf-
orkuframleiðslu og við
húshitun. Og styrking
dreifikerfa í sveitum ger-
ir aukna rafhitun til sveita
mögulega.
Fjármálaráðherra sagði á
blaðamannafundi i gær, aö þegar
fjárfestingar- og lánsfjáráætlun
fyrir þetta ár hefði verið sam-
þykkt, hefði verið gert ráð fyrir
þvi að fjármunamyndun yrði inn-
an viö 25% af þjóðarframleiðsl-
unni. Þessi stefna hefði ekki
breyst með setningu bráða-
birgðalaganna. Samkvæmt nýj-
ustu áætlunum væri talið að þjóð-
arframleiðslan yrði 811 miljarð-
ar á þessu ári og f jármunamynd-
unin með þessum viðauka alls
197.4 miljaröar. Hlutfallið verði
þvi 24.3%, eða innan þeirra
marka sem rikisstjórnin setti
sér.
-eös
I
■
I
i
■
I
1,5 miljarða kr. gjaldeyrisspamaður
„Þessar samþykktir eru
byggðar á tfllögum sem ég lagöi
fram I rikisstjórninni 22. aprll
sl. og þá að upphæð 2530 milj.
kr. viðbótarfjárveitingu,” sagði
Hjörleifur Guttormsson
iðnaðarráðherra rikisstjórnar-
innar. „Þær voru undirbúnar af
sérfræðingum iðnaðarráðu-
neytisins með tilliti til þess að
ná fram sem mestum ollusparn-
aði.”
Tillögurnar hafa siðan verið
til athugunar i rlkisstjórninni og
voru kynntar fjárveitinga- og
viðskiptanefnd Alþingis áður en
þingi lauk.
Samkvæmt upphaflegu til-
lögunum hefði gjaldeyrissparn-
aður I minni ollukaupum oröið
um 1,5 miljarður króna.
I fyrradag lagöi iðnaðar-
ráðherra fram tillögu i rlkis-
stjórninni og var hún studd af
fjármálaráðherra. I tillögunni
segir að þörf sé á mun meira
fjármagni en tíl ráðstöfunar er
skv. lánsfjáráætlun 1979 til að
styrkja dreifikerfi á þéttbýlis-
stöðum, svo að unnt sé að út-
rýma ollukyndingu. Með til-
vlsun til þess og samþykktar
rikisstjórnarinnar varðandi
hröðun húshitunar með inn-
lendum orkugjöfum, svo og
framkominnar andstöðu við
borun til gufuöflunar fyrir
Kröfluvirkjun, gerir iðnaðar-
ráðuneytiö tillögu um að
Rafmagnsveitunum verði heim-
iluðlántaka að upphæð 290 milj.
kr. og Orkubúi Vestfjaröa aö
upphæð 35 milj. kr. til styrk-
ingar dreifikerfa i þéttbýli tíl að
flýta fyrir beinni rafhitun þar
sem við á.
Þingflokkur Aiþýðuflokksins
hafnaði þessari tillögu, en
iðnaðarráðherra sagðist vona
að þar væri ekki um endanlegt
afsvar að ræða, þannig að likur
væru á að hægt væri að koma
málinu i' höfn siðar.
—eös
I
■
I
i
i
■
I