Þjóðviljinn - 28.08.1979, Side 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 28. ágúst 1979.
Um þessar mundir er að
koma á markaðinn ný
hljómplata, sem Samtök
herstöðvaa ndstæði ng a
gefa út, og nefnist „Eitt
verð ég að segja þér".
Blaðamaður Þjóðviljans
náði tali af Ásmundi Ás-
mundssyni, formanni mið-
nefndar SHA, og spurðist
fyrir um plötuna.
— Langf lest lögin á þess-
ari plötu voru frumflutt á
baráttusamkomunni 30.
mars s.l. — sagði Ásmund-
ur — og nafnið á plötunni
er sótt í Völuvísu Guð-
mundar Böðvarssonar,
sem Auður Haraldsdóttir
gerði lag við og Ragnhildur
gerði lag við og Ragnhildur
Gísladóttir syngur á plöt-
unni
Alls taka 30-40 manns þátt i tón-
listarflutningnum og nefna sig
Heimavarnarliöið en Siguröur
Rúnar Jónsson er eiginlega
potturinn og pannan I tónlistinni.
Auk þess sem hann útsetti lögin
og stjórnar flutningnum sá hann
um að ná saman öllu þessu fólki,
sem er ekki svo litiö afrek.
Platan er gefin út af Samtökum
herstöövaandstæöinga, en Stein-
ar h.f. annast dreifingu hennar,
auk þess sem hluti upplagsins
veröur seldur i bækistöövum SHA
iTryggvagötu 10 og á samkomum
herstöövaandstæðinga.
— Ætlunin er aö fara sérstaka
ferö um landið með plötuna og af-
henda hana herstöðvaand-
stæðingum til sölu — sagöi As-
mundur — og er þaö von mln aö
herstöðvaandstæöingar taki þess-
ari plötu ekki verr en öðrum plöt-
um sem út koma. Annars er plat-
an svo góö, aö óþarfi er aö reka
mikinn áróöur fyrir henni, hún
gerir þaö best sjálf.
Upplagið er núna tæp 2000 ein-
tök, og viö gerum ráö fyrir aö þaö
sé alltof litið. Munum viö reyna
að standa okkur vel i útgáfunni
þannig aö fólk þurfi ekki aö biöa
lengi eftir fleiri eintökum. Reikn-
aö er með aö lágmarksverö plöt-
unnar veröi kr. 7900-.
Þessi plötuútgáfa hefur dregiö
þrótt úr frumkvæði miönefndar
undanfarna mánuöi, en ég tel aö
þaö eigi eftir aö koma i ljós, aö
þetta hafi borgaö sig, — sagöi As-
mundur að lokum.
—ih
Siguröur Rúnar Jónsson stjórnar tónlistarflutningi á baráttusamkomu herstöövaandstæöinga 30. mars.
s.i.. Ljósm. Leifur
„Éitt verð ég
að segja þér”
Herstöðva-
andstœðingar ,
gefa út
hljómplötu
Karl J. Sighvatsson og Pétur Hjaltested eru báöir í Heimavarnarliöinu.
Ljósm. Leifur.
Nýja piatan sem kemur i verslanir nú I vikunni, og veröur einnig til
sölu hjá Samtökum herstöövaandstæöinga. Ljósm. Leifur.
f
Olafur R. Einarsson formaöur útvarpsráös:
Fjárhagur rýmkast
en hugurinn stefnir til stœrri átaka
,,Með þessari hækkun hefur
menntamálaráöherra staöiö viö
þau loforö sem hann gaf útvarp-
inu i vor og viö sættum okkur viö
hana” sagöi Ólafur R. Einarsson
formaöur útvarpsráös i samtali
viö Þjóöviljann i gær.
„Þaö var ekki aö ástæöulausu
sem viö bárum okkur illa i vor, en
meö ýmsum lagfæringum þá,
m.a. þvi að skilaö var nokkru af
þeim tolltekjum sem Rikisút-
varpiö átti rétt á og hækkuninni
nú hefur fjárhagurinn rýmkast
nokkuö, enda þótt hann gefi aö-
einsað takmörkuöu leyti svigrúm
tö þess aö ráöast I þau verkefni
sem hugurinn stendur til og rætt
hefur veriö um aö nauösynleg
séu.” sagöi ólafur ennfremur.
Formaöur útvarpsráösbætti þvi
viö I lokin aö enda þótt útvarps-
menn sættu sig bærilega viö þessa
niðurstööu væri hann þeirrar
skoðunar aö engin rikisstjórn fyrr
eöa siðar, aö þessari ekki undan-
skildri, heföi kunnað að meta
gildi Rikisútvarpsins aö veröleik-
um.
—ekh
Óiafur R. Einarsson.
The First Churchill.
The Life of John, lst Duke of
Marlborough. George Maicolm
Thomson. Secker and Warburg
1979.
FORFEÐUR Jóns hertoga,
Churchillarnir, höfðu stutt Stuart
ana i baráttu þeirra við Parla-
mentið. Framavonir þeirra voru
þvi litlar meðan Cromwell réð og
hét. John Churchill, siðar hertog-
inn af Marlborough, varð fyrstur
þeirra til að hefja ættina til vegs i
fyrstu með aðstoð auðugrar og
vergjarnrar konu, sem kom hon-
um til hirðarinnar, þar sem hann
fékk tækifæri til þess að ota sínum
tota og afla sér auðs og áhrifa oft
meö hæpnum aðferðum. Hann
kokkálaöi herra sinn Karl II,
sveik þann næsta Jakob II og var
samstarfsmaður Vilhjálms III,
þótt sá siðast nefndi tortryggði
hann og vantreysti. Sem þjónn
konunga gafst honum tækifæri til
þess að mata krókinn, afla sér
fjármuna og eigna, enda stóð
hugur hans mjög til auðsöfnunar,
hann var bæði ágjarn og slóttugur
i fjármálum og laginn pilsaveiö-
ari og beitti gjarnan vinkonum
sinum til þess að afla sér áhrifa á
hærri stöðum.
Það var ekki fyrr en úm
fimmtugt að þessi fyrsti Churchill
aflaði sér þeirrar frægöar i
Spænska erföastriöinu, sem hefur
dugað ætt hans til þessa daga.
Orustan við Blenheim 1704 olli
þar þáttaskilum.
Höfundurinn greinir skilmerki-
lega frá gangi þeirrar afdrifariku
orrustu, þar sem franskar lið-
sveitir undir ágætum herforingj-
um og lið bandamanna, þýskra,
danskra og enskra áttust við. Þeir
herforingjar bandamanna sem
þakkaður er sigurinn, voru John
Churchill og Prins Eugen af
Savoyen. Orrustan hafði þær af-
leiðingar aö yfirgangur Lúöviks
14. var stöðvaður og hlutur Breta
i evrópskri pólitík varð gildandi.
John Churchill þá margvisleg
metorð og önnur laun fyrir afrek-
iö, og meö þessum atburöum
hófst eiginleg frægöarsaga hans.
Hann var maöur ágjarn, en jafn-
framt óhræddur maður, gæddur
rikri ættjarðarást, en um margt
blendinn eins og áður er vikið að.
Kona hans Sarah var honum hag-
stæður förunautur, og þótt hún
væri honum siðri sem útsmoginn
pólitikus, þá var hún honum met-
orðagjarnari og peningagráðugri.
Höfundurinn, sem starfaði sem
blaðamaður i fjölda ára og verður
áttræður á þessu ári, hefur sett
saman rit um Mariu Stuart og rit
um Sir Francis Drake, sem hefur
selst i hundrað þúsund eintökum.
Þessi bók hans er ágæt lýsing á
hertoganum og öld hans.
Stuart England.
J.P. Kenyon. The Pelican History
of England 6. Penguin Books 1978.
Höfundurinn er prófessor við
háskólann i Hull og hefur skrifaö
mörg rit varðandi 17. öldina. .
Sautjánda öldin skipti sköpum
um sögu Englands. Fram að þeim
tima haföi England veriö á jaöri
Evrópu, hálfgerö útúrbora, en á
þeirri öld og I lok hennar var
England meðal voldugri rikja álf-
unnar. Efnisleg útþensla hefst á
þeirri öld, og i bókmenntum og
vfsindum varö öldin mikiö blóma-
skeiö. Ný heimspeki og kenningar
Newtons umsköpuðu enska og
evrópska menningarsögu.
Höfundurinn segir þessa sögu á -
skilmerkilegan hátt, og bókin er
mjög læsileg. Agæt bibliografia
fylgir, þar sem talin eru fjölmörg
nýrri rit varðandi efnið.