Þjóðviljinn - 28.08.1979, Page 11

Þjóðviljinn - 28.08.1979, Page 11
Þriöjudagur 28. ágúst 1979. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 11 Þessa mynd tók Einar Karlsson ljósmyndari blaösins af marki Fram Ileiknum gegn Valá sunnudaginn. Eins og á myndinni sést fleygir Siguröur Haraldsson markvöröur Vals sér i rangt horn, en skot Marteins var öruggt, þó ekki færiþaö út i bláhorn marksins. Var þetta eina mark leiksins og tryggöi Fram hinn eftirsótta Bikar. Fram bikarmeistarar Hann verður mönnum vart minnisstæður úrslita- leikurinn í Bikarkeppni KSI/ sem háður var á Laugardalsvelli á sunnu- daginn. Fram og Valur léku þá til úrslita/ og tókst hvorugu liðinu að sýna verulega góða knatt- spyrnu/ og vart geta úrslit leiksins úr vitaspyrnu/ eft- ir að Guðmundur Steinsson hafði verið felldur af Magnúsi Bergs innan víta- teigs Valsmanna/ Mar- teinn Geirsson skoraði örugglega úr vítinu. Þetta var þriðji sigur Framara í Bikarkeppninni/ og fjórði Bikarútslitaleikur Vals- manna i röð/ en í fyrra töp- uðu þeir einnig og þá fyrir Skagamönnum 0-1. Fyrri hálfleikur Þegar liöin hlupu inn á völlinn, kom i ljós aö liösuppstilling þeirra var svipuö þvi, sem menn höföu búist viö. Trausti Haralds- son, sem hefur átt viö meiösli aö striöa, var kominn i bakvaröar- stööuna. Hinn bakvöröur Fram- ara var Kristinn Atlason. Undir- ritaöur er á þeirri skoöun, aö þaö hafi veriö snjöll ákvöröun Hólm- berts þjálfara Fram að hafa Kristin meö, þvi aö hann er viö- frægur baráttujaxl, sem ekkert gefur eftir. Ýmsir höföu haldiö aö Ingi Björn Albertsson, sem hefur ekki getað leikiö aö undanförnu meö Val, vegna meiösla, yröi I byrjun- arliöinu aö þessu sinni, en svo var þó ekki, og kom hann reyndar ekkert inn á i leiknum. Leikurinn fór rólega af staö, og þarf þaö engum aö koma á óvart, þvl i svo mikilvægum leikjum þreifa menn velfyrir sér I byrjun, og taka enga áhættu. Fljótlega kom i ljós, aö Valsmenn léku bet- ur úti á vellinum, en komust litiö sem ekkert áleiöis gegn sterkri vörn Fram. Leikur Valsmanna var skipulagöari, og þeir nýttu betur þær eyður, sem mynduöust á vellinum. Ekki var hægt að kvarta yfir þvi aö leikurinn færi rólega af staö, hitt var verra, að rólegheitin héldu áfram aílan hálfleikinn. Aöeins þrisvar sinn- um sá undirritaður ástæöu til aö gripa til minnisbókarinnar i fyrri hálfleik. Á 12. min. fær Ólafur Danívals- son boltann á markteigshorn Fram. Skot hans er frekar laust, og Marteinn bjargar i horn. Fimm minútum siðar gefur Hálfdán örlygsson glæsilega sendingu á Hörð Hilmarsson, sem leikur áfram meö boltann og gef- ur sfðan á Guðmund Þorbjörns- son á vitateigslinu, en hörkuskot hans fer yfir mark Fram. Eina almennilega færi sitt i hálfleiknum fengu Framarar á 30. min. Þau skaut Pétur Ormslev i hliðarnetið af stuttu færi. Ekki geröist fleira markvert i þessum daufa fyrri hálfleik, og það lýsir honum hvað best, aö einn iþróttafréttaritarinn geisp- aöi ógurlega þegar leikhlé nálg- aðist. Síðari hálfleikur Siöari hálfleikur var öllU skárri en sá fyrri, þó hann hafi alls ekki verið neitt til aö hrópa húrra fyr- ir. Valsmenn fengu nú nokkur færi, sem þeim tókst þó ekki aö nýta. Á 19. min. skallar Óli Dan. framhjá marki Fram eftir hornspyrnu. Þremur minútum siöar á Al- bert Guömundsson hörkuskot yfir Frammarkiö. Langbesta marktækifæri sitt i leiknum fengu Valsmenn á 31. min. Þá fær Atli Eðvaldsson bolt- ann inn fyrir vörn Fram. Atli leikur áfram meö knöttinn inn i vítateig, og þaöan skýtur hann á markiö. Var undirritaöur viss um aö nú yröi fyrsta mark leiksins staöreynd. Svo reyndist þó ekki, þvi Guömundur Baldursson varöi skot Atla glæsilega. Þarna fór Atli illa aö ráöi sinu, þvi bæöi var skot hans ekki nógu gott, auk þess sem hann heföi getaö leikiö nær markinu. Ólfkt Atla, þvi hann er ekki vanur að láta slik færi fara i súginn. A 43. min. eru Atli og Guð- mundur aftur á ferö þegar sá síö- arnefndi ver naumlega skalla frá Atla eftir hornspyrnu. Og nú voru menn farnir að búa sig undir framlengingu, en ekki þurfti til hennar aö koma, þvi á siöustu minútu leiksins fá Valsmenn dæmda á sig vitaspyrnu. Guðmundur Steinsson fær þá boltann inn I vitateig viö endalin- una. Hann leikur á Magnús Bergs, sem heldur áfram að sækja að Guömundi, og ætlar að krækja i boltann. Skiptir þá eng- um togum aö Guðmundur fellur, og Þorvaröur Björnsson dómari dæmir vitaspyrnu.Ur vitaspyrn- unni skorar Marteinn örugglega eins og áöur segir, og tryggir Fram sigur i þessum mikilvæga leik. En var þetta vitaspyrna? Magnús Bergs telur aö ekki hafi veriö um vitaspyrnu aö ræöa (sjá viðtal viö hann annars staöar á siöunni), en Þorvaröur dómari var i mjög góðri aöstööu til aö sjá hvaö gerðist, og hann var ekki I nokkrum vafa. Undirritaöur vill ekki fullyröa hvort hér hafi veriö um vitaspyrnu aö ræöa, en eftir aö hafa séð umrætt atvik I sjón- varpinu, hallast hann þó frekar að þvi aö vltaspyrnudómurinn hafi veriö réttur. Sannarlega leið- inlegt fyrir Magnús að veröa fyrir þessu óhappi, eftir aö hafa átt stóran þátt I velgengni Vals að undanförnu. Liðin Framarar léku þennan leik mjög skynsamlega. Þeir geröu sér fyllilega grein fyrir hverjir mótherjarnir voru, og höguöu leikaðferð sinni samkvæmt þvi. Þeir notuöust viö leikaöferöina 4- 4-2 meö Guömund Steinsson og Pétur Ormslev sem fremstu menn. í vörninni spiluðu þeir að miklu leyti „maöur á mann” meö Martein sem „sweeper”. Tókst þetta vel hjá þeim, og sérstaklega kom þaö sér illa fyrir Valsmenn hve vel Kristinn Atlason hélt Guö- mundi Þorbjörnssyni niöri. Bestu menn Fram voru þeir Marteinn Geirsson og Asgeir Eliasson, en þeir ásamt Pétri Ormslev eru lik- lega þeir einu I Framliðinu, sem ættu möguleika á aö komast I byrjunarliö Vals. 1 heild barðist lið Framara vel og uppskar sam- kvæmt þvi. Valsmenn hafa oft leikið betur en i þessum leik. Þó er engan veg- inn hægt að segja aö þeir hafi leikið illa. Þeir hafa staðið I mjög ströngu að undanförnu, og ef til vill hefur þreytu verið fariö að gæta hjá þeim, en nú geta þeir einbeitt sér aö tslandsmótinu, sem þeir ætla aö vinna. Valsliöiö var nokkuð jafnt i þessum leik, og engir skáru sig verulega úr. 1 liö- inu eru 11 góöir einstaklingar, sem mynda sterka og góöa liös- heild, þar sem veikleika er ekki að finna. Þorvaröur Björnsson dæmdi leikinn mjög vel, og naut góörar aöstoöar linuvarðanna Guömund- ar Haraldssonar og Eysteins Guömundssonar. Undirritaður vill aö lokum óska Frömurum til hamingju með titil- inn og óska þeim góös gengis i framtiöinni. _R r ■ i ■ i ■ i ■ i i ■ i ■ i ■ ; ■ i ■ i ■ L eftir leikinn Sagt Eftir leikinn fórum viö niöur I búningsklefa Uöanna aö kanna hljóöið i mönnum, og var þaö misjafnt einsog viö var aö búast: Höröur Hilmarsson, fyrirliöi Vals: „Mér fannst þetta ekki góöur leikur. Dæmigeröur Bikarúrslitaleikur. Mér fannst viö leika betur úti á vellinum, sérstaklega I siðari hálfleik. Ég get ekki fyllilega dæmt um hvort um viti var aö ræöa, en þó fannst mér ekki rétt aö dæma viti á svona vafabrot, þegar leiktimi er aö renna út. Nú tökum viö stefnu á tslands- meistaratitilinn, og látum hann ekki úr greipum okkur ganga.” Magnús Bergs, Val: „Þetta var ekki viti. Ég var aö reyna aö ná boltan- um, og kom aöeins viö Guðmund. Hann lét sig ðetta, og viti var dæmt. Þetta var leikaraskapur hjá Guömundi, og ekki i fýrsta skipti i leiknum. Mér fannst dómarinn taka af okkur vita- spyrnu, þegarboltinn hrökk i hönd Marteins eftir auka- spyrnu, sem viö fengum. Þarna átti dómarinn aö dæma viti, og eins átti hann aö sjá i gegnum leikaraskap Guðmundar. Mér fannst leikurinn dauf- ur, ogviö vorum skárri aöil- inn.” Asgeir Eliasson, fyrirliöi Fram: „Maöur er auövitaö geysi- Iega ánægöur eftir þetta. Mér fannst ieikurinn ekkert sérstakur. í svona leikjum er engin áhætta tekin, og þvl lit- iö um marktækifæri. Vals- menn spiluðu kannski betur úti á vellinum, en þaö var timi til kominn aö viö værum einu sinni heppnir á móti Val, þviþeirhafa sannariega haftheppnina meösér á móti okkur i siöustu leikjum liöanna.” Marteinn Geirsson, Fram: „Éghef oft verið rólegri á taugum en þegar ég tók vita- spyrnuna. Siggi hreyfði sig aöeins til vinstri rétt áöur en ég spyrnti, svo að þaö var auövelt aö skora úr vitinu. Auövitaö er maöur i sjöunda himni meö sigurinn, og viö áttum alveg eins skiliö aö sigra.” —B. 1 I ■ I ■ I ■ i J

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.