Þjóðviljinn - 28.08.1979, Qupperneq 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 28. ógúst 1979.
VQf
■
Umsjón: Magnús H. Gislason
— I sumar er unnið að ýmsum
verklegum framkvæmdum á
vegum bæjarfélagsins. Ber þar
fyrst að nefna vatnsveitufram-
kvæmdir en öflun nægs og góðs
framhaldsnámið og er fyrsti
áfanginn að verða fokheldur.
Ætlunin er að Iðnskóli Austur-
lands og framhaldsbraut Gagn-
fræðaskólans renni saman f einn
Neskaupstaður. Þar eru þeir að leggja nýja vatnsveitu.
Nú rætist
úr med neysluvatnid
neysluvatns fyrir Neskaupstað -
hefur verið eitt erfiðasta vanda-
máiið okkar.
Þannig fórust Kristni V.
Jóhannssyni, forseta bæjar-
stjórnar Neskaupstaðar, orð i
viðtali við Landpóst nú fyrir
skömmu.
130 miljónir
Fyrir rúmum áratug voru bor-
aðar holur fyrir botni fjarðarins
og þær virkjaðar en þær reyndust
illa. Stór vatnsmiðlunargeymir
var reistur i fjallshliðinni ofan við
kaupstaðinn fyrirnokkrum árum
og hefur hann bjargað miklu en
samt má búast við vatnsskorti i
langvarandi frostumogþurrkum.
Bæjarstjórn taldi þetta
öryggisleysi óviðunandi ognú eru
hafnar framkvæmdir til vatnsöfl-
unar. Að ráði Jarðborunardeildar
Orkustofnunar og Verkfræði-
skrifstofu Sigurðar Thoroddsens
er i fyrsta áfanga lögð leiðsla, um
3 km inn á áreyrar innan við
brúna á Norðfjarðará. Þar hafa
veriðgrafnarsafnæðar i eyrina á
5-6m dýpi og þær tengdar brunn-
um, sem dælt verður úr. Byrjað
er að grafa fyrir lögninni inneftir
og er áætlaður kostnaður við
verkið um 130 milj. kr.
Þarna virðist vera mikið vatns-
magn og takist að tengja það inn
á bæjarkerfið i haust þurfum við
ekki að kviða vatnsskorti næstu
árin.Þegar til lengri framtiðar er
litið er svo áætlað að fara enn
lengra inn i dalinn, þvi þar er
sjálfrennandi vatn úr lindum.
Skólahúsbygging
Af öðrum verkefnum má nefiia,
að unnið er að þvi að byggja yfir
samræmdan framhaldsskóla
þegar þetta húsnæði er fullbúið-
En þessi fyrsti áfangi er á þremur
hæðum og allt að 1300 ferm.
Sjúkrahúsið
Ennfremur er unnið af krafti
við fjórðungssjúkrahúsið i Nes-
kaupstað og er þess vænst, að
hægt verði að taka hluta
byggingarinnar i gagnið um
næstu áramót.
íbúðabyggingar
Þá má nefna, að i sumar hefur
verið hafin bygging 11 leigu- og
söluibúða i sambýlishúsi en áður
hafa verið byggðar hér 12 ibúðir
samkvæmt þessu kerfi. Raunar
er mikið byggt i bænum og i vor
hefur — fyrir utan þessar leigu-
ibúðir — verið byrjað á 14 ein-
býlishúsum og 12 ibúðum i fjöl-
býlishúsi, auk þess að haldið er
áfram með ibúðir, sem smiði var
hafin á áður.Nefna má og þótt það
sé annars eðlis, að verið er að
byggja verslunarhús á vegum
Kaupfélagsins i nýju ibúðahverfi
úti á Bökkum. Eru þá taldar
helstu byggingarframkvæmd-
irnar.
1% til umhverfismála
Að sjáifsögðu eru svo ýmis
smærri verkefni ávallt i gangi á
vegum bæjarfélagsins.
1 vetur ákvað bæjarstjórn að
verja 1% tekna kaupstaðarins til
umhverfis- og fegrunarmála. Og i
sumar er aðalverkefnið nýtt
svæði milli sundlaugar og skrúð-
garðs, sem verður hið ágætasta
útiskemmtunarsvæði og auk þess
Þvi hefur ekki ósjaldan verið
haldið fram, að landbúnaðurinn
sé dragbitur á hagvöxt þjóðar-
innar. Er þá bent á, að vinnuafl i
landbúnaði sé hlutfallslega meira
en i öðrum atvinnugreinum,
miðað við verðmætasköpun.
Samkvæmt opinberum skýrslum
frá árinu 1976 var vinnuafl i land-
búnaði taliö vera 9.3% af heildar-
vinnuafli þjóöarinnar. Þessi tala
er byggð á slysatryggðum vinnu-
vikum við landbúnaðarstörf.
Samkvæmt könnun, sem gerð
hefur verið á vegum Stéttarsam-
bands bænda, er fjöldi manns
tryggður allt árið við bústörf þótt
þeir starfi sáralitið eða jafnvel
ekki neitt við atvinnuveginn. Ef
miðað er við áætlaðan vinnulið i
verðlagsgrundvelli landbúnaðar-
ins og könnun Stéttarsam-
bandsins er ekki fjarri lagi, að
vinnuafl i landbúnaði hafi aðeins
Rætt við Kristin
V. Jóhannsson,
forseta bœjar-
stjórnar Nes-
kaupstaóar
Hagvöxtur og
landbúnaður
veri 7,3% af heildarvinnuafli
þjóðarinnar árið 1976,þá var hlut-
deild landbúnaðarins i heildar-
þjóðarframleiðslunni 6,3%. 1
löndum Efnahagsbandalags
Evrópu var 8,4% af vinnuaflinu
við landbúnað og landbúnaðar-
framleiðslan var aö meðaltali
4.0% af framleiðsluverðmætinu.
1 Danmörku var 9,3% af vinnu-
aflinu við landbúnað og hlutdeild i
þjóðarframleiðslunni 14,4%.
í Hoilandi var 6,6% af vinnu-
aflinu við landbúnað og hlutdeild i
þjóðarframleiðslu 4,4%. Ef tekið
er mið af ofangreindum tölum
kemur i ljós að afköst islenskra
bænda og þeirra, er vinna við
landbúnaðarframleiðsluna, eru
sist minni hér á landi en gerist hjá
báK"'< <n landbúnaðarþjóðum.
m.: Uppl.þjón. landb).
—mhg
Kristinn V. Jóhannsson
hefur -mikið verið unnið við lóð
sjúkrahússins.
Ágætur fiskafli
Atvinna er hér geysimikil og
starfar hún bæði af þessum
byggingarframkvæmdum og svo
auðvitað i sambandi við út-
gerðina og fiskvinnsluna.
Togararnir hafa aflað mjög vel
i sumar og siðasta hálfan mánuð
hefur verið einstaklega góður afli
á smábátana, bæði á linu, hand-
færi og net. Það hefur verið al-
gengt siðustu viku að bátarnir
hafa fiskað eitt tonn á mann og
jafnvel upp i eitt og hálft. Þetta
leiðir af sér að vinnudagur i
fyrstihúsinu er mjög langur, i
raun og veru alltof langur.
En á móti kemurafturnðBarði,
sem Kjartanvildi ekki lofa okkur
að selja úr landi, er hérislipp i 12
ára flokkunarviðgerð. Þarf að
gera á honum geysimikiar endur-
bætur, sem kosta aldrei undir 150
milj. kr., svona rétt til þess að
gera hann haffæran á ný.
Síldarvinnslan
Sildarvinnslan hér var nú að fá
fyrstu loðnuna i morgun, Börkur
var að koma inn með 1100 tonn.
Er þaö fýrsta veiðiferð Barkar
eftir að hann kom frá Noregi, en
þar var skipt um vél i honum.
Það hefði háð honum töluvert að
hann var svo seinfær en nú er
hann kominn með nýja vél og
gengur mun betur. Það eru tvö
skip héðan á loðnuveiðum,
Börkur NK og Magnús NK og
báðir búnir að fá afla.
En Sildarvinnslan er ekki
aðeins stærsta atvinnufy rirtækið
hér heldur raunar stærsta fyrir-
tækið i sjávarútvegi á íslandi,
með veltu á siðasta ári upp á sex
og hálfan miljarð. Ýmsir halda
kannski að Útgerðarfélag Akur-
eyrar sé stærra i sniðum og það
hefur að visu betur hvað tölu tog-
aranna snertir en við erum aftur
á móti með bræðsluna og það
gerir gæfumuninn.
Við höfnina er aðeins unnið að
snyrtingu og lagfæringum en
hafiiarframkvæmdir liggja alveg
niðri i sumar. Aftur á móti búum
við okkur undir töluvert átak
næsta sumar i sambandi við það
að steypa þekju á hafnargarðinn.
Steyptar eru gangstéttir og sett
oliumöl á plön en ekki á götur i
sumar.
Erfiður f járhagur
Annars má alveg geta þess, að
fjárhagur sveitarfélaga, bæði
Neskaupstaðar og annarra, er
afskaplega erfiður, sem byggist
jú á þvi', að við leggjum á okkur
11% útsvar um áramót, — á
tekjur frá árinu á undan, og svo
kemur 30-40% verðbólga á eftir
okkur og þá eru þetta ekki orðin
nema svona 7-8% þegar farið er
að nota fjármunina.
Nú, en fjárhagsáætlunin, sem
við gerðum í vetur, mun hins-
vegar standast og það sýnir sig
núna, þegar komnar eru niður-
stöður frá skattstjóra, að við
höfum kannski aðeins afgang, en
þetta er fjárhagsáætlun upp á 460
milj. kr. En eins og dýrtíðin er þá
fara allar framkvæmdir langt
fram úráætlun svo þetta er geysi-
lega erfitt. Við það bætist svo að
lánamarkaður sveitarfélaganna
er mjög þröngur.
Fleiri stoðir
A fleiri fyrirtæki mætti minn-
ast, sem hafa mikla þýðingu eins
og t.d. dráttarbrautina, sem nú er
að fást við Barðann, og svo
Netagerð Friðriks
Vilhjálmssonar en þar hefur
mikil vinna verið i vetur. Og það
eru yfirleitt þessi þjónustu-
fyrirtæki við siávarútveginn, sem
bera uppi atvinnulif ið.
Blómleg byggð
Við höfum afskaplega myndar-
lega sveit hérna innan við okkur.
Norðfjarðarsveit er blómleg og
falleg byggð með 15 býlum og þau
sjá okkur alveg fyrir mjólkur- og
kjötvörum og raunar meira til.
Viðerum meðlitið mjólkurbúþar
sem unninn er rjómi, skyr og
ýmsar aðrar mjólkurvörur.
Tlðarfar hefur auðviðtað verið
kalt og spretta sein en bændur eru
nú flestir langt komnir með hey-
skapinn. Spretta hygg ég að hafi
orðið alveg I meðallagi og það er
enginn barlómur I bændum hér.
kvj/mhg
Minni hey en betri
— Ég held að heyskapur sé
langt kominn hér á Suðurlandi,
sagði Kjartan ólafsson, ráðu-
nautur á Selfossi, er Landpóstur
átti tal við hann sl. föstudag og
innti eftir heyskaparhorfum.
— Sumir munu meira að segja
vera alveg búnir að hirða. Hey-
fengur mun yfirleitt vera eitthvað
minni að vöxtum en venjulega en
þó meiri, eftir þvi sem ausar
dregur, t.d. i Mýrdalnum og er
lengra kemur austur i Skafta-
fellssýsluna.
Um endanlegt heymagn er
raunar ennþá örðugt að segja þar
sem slætti er ekki allsstaðar
lokið. Þeir sem báru á aftur eiga
t.d. eftir að slá há svo þetta er nú
ekki alveg komið I ljós. Háar-
sláttur hefur þó farið minnkandi á
undanförnum árum og verður þó
trúlega með minnsta móti nú
vegna þess hve seint spratt auk
þess sem þurrkar hafa dregið úr
háarvexti. En heyskapartíð hefur
verið góð og ég hygg að heyin séu
ágæt.
— Ég býst ekki við verulegri
bússtofnafækkun hér I haust,
sagði Kjartan Ólafsson, — en um
það verður nú raunar ekki sagt
með algerri fullvissu fyrr en hey-
skap er að öllu lokið. Og þó að hey
verði eitthvað minni en áður þá
kemur það á móti, að þau eru
betri en oft endranær.
kó/mhg
TVeir kaupfélagsstjórar
Kaupfélagsstjóraskipti hafa
orðið á Vopnafirði. Halldór K.
Halldórsson lét þar af kaup-
félagsstjórastarfi semhann hefur
gengt frá 1964 eða I 14 ár. Halldór
ílutti til Reykjavíkur. Við starfi
hansá Vopnafirði tekur Jörundur
Ragnarsson.
Jörundur útskrifaðist úr Sam-
vinnuskólanum 1973. Var siðan
kaupfélagsstjóri hjá Kaupfélagi
Súgfirðinga til 1975 og eftir
það um tima hjá Kaupfélagi
Berufjarðar á Djúpavogi. Hann
réðst til Kaupfélags Vopnaf jarðar
1976, sem fulltrúi kaupfélags-
stjóra og hefur gegnt þvi starfi
þar til nú.
Þá hefur verið ráðinn nýr kaup-
félagsstjóri tíl Kaupfélags Þigey-
inga á Húsavik, en Finnur
Kristjánsson lætur af þvi starfi
innan tiðar. Hinn nýi kaupfélags-
stjóri er Hreiðar Karlsson.
Hreiðar er 34 ára gamall.
Útskrifaðist úr Samvinnuskól-
anum 1965. Var um tima erlendis
við framhaldsnám en hefur að
öðru leyti starfað lengst af slðan
hjá Kaupfélagi Þingeyinga. Sfð-
ustu árin hefur hann þó unnið
sjálfstætt við bókhald á Húsavik.
Ekki hefur enn verið ákveðið
hvenær kaupfélagsstjóraskiptin.
verða en gert er ráð fyrir að það
verði fljótlega. —mhg