Þjóðviljinn - 30.08.1979, Síða 6

Þjóðviljinn - 30.08.1979, Síða 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN I'immtudagur 30. ágúst 1979. Flóttafólk frá Vietnam Vegna flóttafólks frá Vietnam vantar Rauöakross íslands allan búnaB, sem þarf til venjulegs heimilishalds svo sem: a) Nauðsynleg húsgögn, búsáhöld og heimilistæki. b) Fatnað. Fatnaðurinn þarf aö vera I litlum stærðum og barnastæröum, ekki er unnt að taka við fatnaði nema hann sé hreinn og I góðu ásigkomulagi. Heilbrigðismálaráð Reykjavíkurlækiiishéraðs: Samdráttur í þjónustu sjúkrahúsa blasir við Móttökustaður er aB Skipholti 7, Reykjavlk (ekiB inn undirgang ) föstudaginn 31. ágúst og laugardaginn 1. sept- ember n.k. milli kl. 10 og 16báBa dagana. Tökum að okkur viðgerðir og nýsmiði á fasteignum. Smiðum eldhúsinnréttingar: einnig við- gerðir á eldri innréttingum. Gerum við leka vegna steypugalla. Verslið við ábyrga aðila TRÉSMIÐAVERKSTÆÐIÐ Bergstaðastræti 33, simar 41070 og 24613 Auglýsingasími okkar er 81333 UOBVIUINN Að áliti heil brigðismálaráös Reykjavlkurlæknishéraðs blasir nú við samdráttur I þjónustu sjúkrahúsa vegna skorts á rekstrarfé og skulda viö ýmsa aðila. HeilbrigBismálaráðiB sem var stofnaB á sl. ári samkvæmt nýju heilbrigBislögunum samþykkti á fundi sinum I síðustu viku eftir- farandi ályktun um fjárhag og rekstur sjúkrahúsanna: ,,AB undanförnu hefur vandi sjúkrahúsanna vegna skorts á rekstrarfé farið sívaxandi. Skuld- ir sjúkrahúsa viB sveitasjóBi, fyrirtæki og einkaaBila hafa hlaBist upp I þeim mæli, aB ekki verBur lengur við unaB og blasir viB samdráttur i þjónustu þeirra af þeim sökum. AkvarBanir um daggjöld sem skv. lögum og reglugerB eiga aB tryggja eðli- legan og hallalausan rekstur, hafa ekki fylgt hækkunum, sem að engu leyti eru á landi stofnananna sjálfra. Auk þess hafa daggjöld til ýmissa stofn- ana, sérstaklega hjúkrunardeilda aldraöra, um langt skeið verið svo naumt skorin, aö ekki verBur við unað. Upp á sIBkastiB hefur einnig verið fyrirskipaður sam- dráttur I rekstri rlkisspitalanna, sem væntanlega mun leiBa til fækkunar innlagna og jafnvel lok- unar deilda til lengri tlma. Óskipulegar samdráttaraögeröir af þessu tagi munu m.a. leiöa til aukins álags á Borgarspitala og Landakotsspltala og lengri biðtlma sjúklinga. Heilbrigðismálaráð Reykja- vlkurhéraðs vill af þessu tilefni leggja áherslu á, aö flýtt veröi þeirri endurskoöun almanna- tryggingarlaga og reglna um ákvörðun daggjalda, sem nú stendur yfir og telur að róttækra breytinga sé þörf, er tryggi rekstrarfé sjúkrahúsanna. Heilbrigðismálaráö telur jafn- framt nauðsynlegt að fjármál heilbrigöisþjónustunnar verði tekin til endurskoöunar I heild sinni. Hin flókna greiösluaöild rlkissjóðs, sveitarsjóða, sjúkra- samlaga og tryggingastofnunar verði einfölduð. Stefnt verði að aukinni hagkvæmni I rekstri heilbrigðisþjónustunnar. Einnig verði gjaldskylda einstaklinga lagfærð á þann hátt, að ekki hvetji til óþarfrar notkunar dýrar þjónustu, svo sem sjúkra- húsinnlagna.” Heppin fjölskylda Um 23 þúsund gestir hafa nú komið á Alþjóðlegu vörusýning- una I Laugardal. A sýningunni er dregið daglega I gestahappa- drætti sem allir sýningargestir eru þátttakendur I. Vinningur dag hvern er 500 þús. kr. sólarlanda- ferð (fyrir tvo) með trtsýn til ein- hvers af hinum þekktu sólarstöð- um á Spáni - italiu - Júgósalvlu eöa Grikklandi. Dregið hefur verið fimm sinn- um og hafa eftirtalin númer komið upp: 826 - 2707 - 8398 - 15414, og 16152. Meðfylgjandi mynd sýnir vinn- ingshafann Heimi Einarsson á mánudagskvöld er hann tók við vinningnum úr hendi Bjarna Ólafssonar framkvæmdastjóra Kaupstefnunnar. Með þeim á myndinni er Dlsa Dóra Hall- grlmsdóttir starfsmaður Útsýn- ar. Svo skemmtilega vill til, að bróðir Heimis vann litasjón- varpstæki á siðustu stórsýningu kaupstefnunnar, Heimilið ’77. Heppin fjölskylda það. Jarðræktarfélag Reykjavíkur: Einar Ólafsson kjörinn heiðurs- félagi Einar ólafsson, fyrrverandi bóndi f Lækjarhvammi I Reykja- vlk, var kjörinn heiðursfélagi I Jarðræktarfélagi Reykjavlkur á siðastliðnu vori. Fimmtudaginn 23. ágúst kom stjórn félagsins saman ásamt heiðursfélaganum og nokkrum gestum, þar sem Einari var af- hent heiðursskjalið, en það teikn- aði listamaðurinn og bóndinn Jón Kristinsson I Lambey. Jarðræktarfélag Reykjavíkur var stofnað 17. okt. 1891. Einar Ólafsson, sem nú er 83 ára, hefur verið formaöur þess I 36 ár, en lét af störfum I stjórn félagsins á s.l. ári. Fram undir 1930 voru um 200 félagar I Jarðræktarfélaginu, enda voru þónokkrir bændur á höfuðborgarsvæðinu. Nú eru félagar 50, aðallega garðyrkju- menn og hestamenn. Núverandi stjórn Jarðræktar- félagsins skipa þeir Edwald Malmquist, Birgir Matthlasson og Helgi Kristófersson. — mhg Einar I Lækjarhvammi meö heiö- ursskjalið frá Jarðræktarfélagi Reykjavlkur. ÞórSandholt skólastjóri látinn Þór Sandholt arkitekt og skólastjóri Iðnskólans i Reykjavlk lést I gærmorgun, 66 ára að aldri. Þór Sandholt hefur verið skólastjóri IBnskólans síöan 1954 og hafði áður kennt við hann um árabil. Hann hefur gegnt fjölda trúnaðarstarfa á vegum Reykjavikurborgar og rlkisins á sviði bygginga- mála, skipulagsmála og iðn- fræðslu.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.