Þjóðviljinn - 30.08.1979, Síða 16
DJODVUJm
Fimmtudagur 30. ágúst 1979.
Aðaisimi Þjóðviljans er 81333 kl. 9 — 20 mánudaga til
föstudaga. kl. 9 — 12. f.h. og 17 — 19 e.h. á laugardögum.
Utan þess tima er hægt aö'ná i blaðamenn og aðra starfs-
menn blaðsins i þessum simum,: Ritstjórn 81382, 81527,
81257 og 81285, afgreiðsla 81482 og Blaðaprent 81348.
C 81333
Kvöldsími
er 81348
80 farþegar Sunnu á Costa del Sol
Flyt ekki frítt
fyrir Sunnu
segir Ingólfur Guðbrandsson forstjóri
Útsýnar sem í gœr sagði upp samn -
ingnum við Sunnu vegna vanefnda
Ingólfur Guðbrandsson for-
stjóri og eigandi Ferðaskrifstof-
unnar Útsýnar sagði I gær upp
samningi sfnum við Sunnu um
sætisafnot I DC-8 vél Flugleiöa
sem sfðarnefnda ferðaskrifstofan
hefurekki staðið við. Om áttatiu
farþegar eru nú á vegum Sunnu á
Costa del Sol á Spáni.
Ingólfur sagði i samtali við
Þjóðviljann i gær að það væri rétt
að vegna vanefnda heföi hann
neyðst til þess að segja upp
samningnum við Sunnu i gær. Út-
sýn hefur samning við Flugleiðir
um reglulegar ferðir til Costa del
Sol, en framleigir siöan Sam-
vinnuferðum-Landsýn og Sunnu
hluta sætaframboðsins. Ingólfur
kvað fyrrnefndu ferðaskrifstof-
una hafa staðiö viö allar greiðslur
I þessu sambandi en Sunnu væri
hann búinn að sýna ákaflega
mikið langlundargerð og líða
hana um greiðslur löngu eftir að
tltsýn heföi greitt ferðirnar upp.
Þessvegna mætti segja að Útsýn
hefði lagt fram rekstrarfé til
Sunnu enda þótt hún væri
samkeppnisaöili Útsýnar.
Ingólfur sagði að Sunna hefði
greitt fyrir siöustu sætisafnot
meö innistæðulausri ávísun og
ljóst væri aö engin bóty rði ráðin á
þvi á næstu dögum. Skuld Sunnu
við Útsýn næmi þegar á þrett-
ándu miljón króna og hann gæti
Framhald á 14. siðu
Ingólfur Guðbrandsson: „Inni-
stæðulaus ávisun og skuldin uppá
rúmar 12 miljónir króna.”
Jón Guðnason forstjóri
Koma heim
með Sunnu
eins og þeir hafa gert í tuttugu ár
Jón Guönason forstjóri Sunnu
sagði i gær að það væri fjarstæða
að farþegar ferðaskrifstofunnar á
Costa del Sol væru strand. Þeii
myndu koma heim á föstudaginn
með Sunnu eins og viðskiptavinir
hennar hefðu gert sl. 20. ár. Enda
þótt Útsýn hefði riftaö samningi
sinum við Sunnu væri það aðeins
viðskiptamál milli tveggja fyrir-
tækja og enginn hefði enn beðið
skaða af þvi. Þessvegna væri ó-
skiljanlegt að Ingólfur Guð-
brandsson skyldi vera að blanda
samgönguráðuneytinuiþetta mál
eins og um eitthvert alvarlegt
vandamál væri að ræða.
Jón Guönason kvað skuldina og
þá ávísun sem Ingólfur minnist á
I viðtalinu vera um sex miljónir
króna og þó væri raunskuldin að-
eins 1500 þúsund krónur, þvl
Sunna hefði tekið þátt i kostnaði
af tómfhigi i sumar.
Jón kvað fulla möguleika á þvi
að útvega vélakost til Spánar-
ferða og stæðu umleitanir viö
Flugleiðir um það nú yfir. Hann
taldi ástæðuna til þess að Ingólf-
ur Guðbrandsson kysi að rifta
samningnum við Sunnu ekki vera
skuldina, heldur fremur það aö
Fengu
verk-
falls-
heimild
lleimild til verkfallsboð-
unar var samþykkt I alls-
her jaratkvæðagreiðsiu
Graflska sveinafélagsins.
Þátttaka var um 60% og voru
atkvæði talin I gær.
Sóttafundur félagsins og
Félags prentiðnaðarins var
haldinn kl. 6 síödegis I gær,
en varð árangurslaus.
l.---------------»;hj
farþegafjöldi Útsýnar á þessu
sumri væri minni en gert var ráð
fyrir og þessvegna vildi Útsýn fá
minni vél til ferðanna.
Jón Guðnason kvað viðskipta-
mál Útsýnar og Sunnu varla get-
að talist blaðamál og þaðan af
siður mál sem koma þyrfti til
kasta samgönguráðuneytisins,
enda heföiekkertgerstsem . rétt-
lætti það og enginn Sunnufarþegi
strandað enn.
—ekh
Knut Frydenlund utanrlkisráðherra stfgur út úr bil sinum við Hótel
Sögu rétt fyrir kl. 6 I gær. Norskur blaðamaður til vinstri. (Ljósm.:
Leifur).
Engar samninga-
viðræður núna
sagði Knut Frydenlund utanríkisráðherra Norðmanna
við komuna til Islands í gær
Síðdegis i gær kom Knut Fryd-
enlund utanrikisráöherra Norð-
manna til tslands til að sitja utan-
rikisráöherrafund Norðurlands
sem hefst I dag. Er ráðherrann
gekk inn á Hótel Sögu spurði
blaöamaöur Þjóðviljans hann
hvort hann byggist við aö einhver
árangur næðist i sambandi við
Jan Mayen-málið I þessari heim-
sókn. Svaraði hann þvi til að eng-
ar samningaviðræður færu fram
að þessu sinni, en hins vegar
mundi hann eiga sérstakan fund
með Benedikt Gröndal á föstudag
um Jan Mayen og yrði hann til
undirbúnings væntanlegum
samningaumræðum. — GFr.'
Mikið af síld úti
fyrir Austfjörðum
er frekar smá og stefnir í norðurátt
„Við höfum veriö áberandi var-
ir við vaðandi sildartorfur hér úti
á miðunum”, sagði Hörður Geirs-
son háseti á netabátnum Sólborgu
frá Fáskrúðsfirði I samtali við
Þjóðviljann i gær.
Hörður sagði að sjómönnum
sýndist þetta mest vera smásild
og stefndi hún norður. Helst hefðu
þeir orðið varir við sildina við
Hrollaugseyjar og eins hefðu þeir
frétt af vaðandi sild inni á sumum
Austfjarðanna.
Þetta er annað árið i röð sem
vart er vaöandi sildar úti fyrir
Austfjörðum frá þvi hún hvarf al-
veg hérna um árið.
Reknetavertiöin sem hófst sl.
laugardag hefur farið frekar ró-
lega af stað, enda fitumagn sild-
arinnar iitið ennþá. Þó mun það
vera að aukast eitthvað, og eru'
bátar farnir að hugsa sér til
hreyfings.
Gissur hvíti frá Hornafirði er
eini reknetabáturinn sem farinn
er af staö til veiða, og I fyrradag
landaði hann þar 100 tunnum af
sild og er það önnur löndunin frá
þvi báturinn hóf veiöar. —lg-
Utanríkis-
ráðherrar
Norður-
landanna
á fundi hér
útanrlkisráðherrafundur
Norðurlanda hefst I dag kl. 9
árdegis að Hótel Sögu i
Reykjavlk. Veröur rætt um
alþjóðamál, þám. þau mál
sem vitað er að koma til um-
ræðu á allsherjarþingi Sam-
einuðu þjóöanna sem hefst i
New York i næsta mánuði,
horfur á afvopnunarmálum
og mannréttindamál.
Utanrikisráöherrar hinna
Norðurlandanna komu til
landsins i gær ásamt ýmsum
embættismönnum, en gert er
ráð fyrir að um 50 manns
sitji fundinn, þar af sjö
Islendingar. I gær voru
haldnir fundir hjá pólitiskum
deildum utanrikisráðuneyt-
anna allra til undirbúnings
ráðherrafundinum.
—vh
Jólaver-
tíðin hafin
í ágúst!
Ekki er ráð nema i tima sé
tekið. Hannyrðaverslun i
Reykjavik auglýsti i há-
degisútvarpinu i gær, 29.
ágúst, aö jóladúkarnir væru
komnir ásamt fleiri jólavör-
um. Forsjáit hannyrðafólk
getur þvi farið að munda
verkfærin og útbúa jóladúk-
ana, en ekki var laust við að
sumum brygði I brún að'
heyra jólavörurnar auglýst-
ar I glaöasólskini i ágústlok.
—eös
Engin
loðnuveiði
í gær
Ekkert loðnuskip hafði til-
kynnt um afla I gærkvöldi frá
þvi á miðnætti i fyrrakvöld.
Hins vegar tilkynntu 15 skip
um afla, samtals 3300 tonn,
sólarhringinn þar á undan.
‘Saepiilegt veöur var á loðnu-
miðúnum út af Vestfjörðum
i gær, en nokkur strekkingur.
— eös.
40 teknir á
3‘/2 klst.
fyrir of hraðan
akstur í Kópavogi
Fjörutlu ökumenn voru
teknir fyrir of hraöan akstur
á Nýbýlavegi I Kópavogi i
gær. Lögreglan I Kópavogi
var með rats jármælingar við
Nýbýlaveg i þrjá klukku-
tima, frá kl. 10 til 12.30 um
morgúninn og aftur frá kl. 16
— 17 siðdegis.
Hámarkshraði á Nýbýla-
vegi er 50 km, en tveir þeirra
ökumanna, sem lögreglan
stöðvaði, óku nær tvöfalt,
hraðar en leyfilegt er. Var
annar þeirra á 95 kin hraöa,
en hinn á 90.