Þjóðviljinn - 01.09.1979, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 1. september 1979.
AF ÁRI TRÉSINS
Það er orðinn fastur siður í íslensku þjóðlíf i
að helga hvert ár einhverju því málef ni sem til
þjóðþrifa heyrir. Stundum höfum við gert
þetta í kompaníi við alheiminn, en stundum
uppá okkar eindæmi.
Með þessari árvissu „helgun" erum við, að
því er virðist, oftast að bæta fyrir einhvers
konar vanrækslusyndir gagnvart minnihluta-
hópum sem eru minni máttar (sbr. ár barns-
ins ) eða þá að ár er helgað þeim sem
alltaf lenda undir í lífinu (sbr. ár konunnar í
þitteðfyrra).
Ég er mikill áhugamaður um trjárækt og
þess vegna fagna ég þeirri frábæru hugmynd
að helga næsta ár þeim minnihlutahópi,
sem hvað harðast hef ur orðið undir í lífinu en
það er tréð. Það hef ur sem sagt verið afráðið
að næsta ár verði helgað trénu og er það vel.
f fréttum segir að búið sé að skipa f jölmarg-
ar nefndir til að sinna hinum ýmsu þáttum í
undirbúningi hins fyrirhugaða tréárs og er
þess að vænta að þau nefndarstörf beri ríku-
legan ávöxt, eins og önnur nefndarstörf á
fslandi.
„Trés 'bienne" segja frakkar, eða tré eru
góð, lauslega þýtt, og má segja að það séu orð
að sönnu. Víst væri hægt að fylla margar og
þykkar bækur með efni um notagildi trésins
og höfum við áhugamenn um málefnið þegar
bent á það helsta. Það er t.d. staðreynd að
hægter að hafa skjól af trjám, og talið er f ull-
víst að hægt sé að fela sig á bak við tré, ef
maður er grannur en trjábolurinn þykkur.
En þetta er bara ekki nóg. Nú verður að
hrinda af stað áróðursherferð til heilla fyrir
tréð. Söfnum liði hæfustu manna og jafnvel
kvenna.
Ég legg til að leitaðir verði uppi mestu tré-
hausar samtíðarinnar og munu þeir auð-
fundnir til dæmis í sölum Alþingis. Þeir ættu
síðan að beita sér fyrir því að trjám verði
plantað, ekki aðeins i frjóa mold, heldur og í
móðurmálið. Þannig ætti tréð að geta skotið
rótum í tungu vorri og festst.
f íslensku er tildæmis talað um að láta
sendiherrastöðu í té. Auðvitað á hér að segja
að staðan sé látin í tré, því sagt er að henni
hafi stundum fylgt ærnir timburmenn og að
menn séu oft lurkum lamdir eftir áríðandi em-
bættisstörf.
Samtök áhugamanna um tréð á að kalia tré-
menninga, íþróttamenn eiga að halda sér í
tréneringu, og svona mætti lengi telja.
Þá ber þegar að hefja framleiðslu á trjábol-
um, en það eru nærbolir með prentuðu tré á
bringu og bak. A ári trésins eiga menn mögl-
unarlaust að taka út sína timburmenn og
fyrirbrigðið deleríum tremens verður fram-
vegis kallað delerium trémanns.
í þessari áróðursherferð má síst gleyma
hinu veigamikla hlutverki, sem tréð gegnir í
heimsbókmenntunum. Þannig er það tréð,
sem sér okkur fyrir pappír í bækur og blöð.
Margt af því fegursta og athygliverðasta,
sem mannsandinn hef ur skráð á pappír er því
í eiginlegri og óeiginlegri merkingu, ef nislega,
bundið trénu sem slíku.
Aldrei hefði snilldarverkið um Tarzan apa-
bróður og Sítu litið dagsins Ijós, ef trésins
hefði ekki notið við eða þessi fræga íslenska
barnagæla:
„Tarsan í trjánum
með mannaskít á tánum",
Eða Hrói Höttur, Skógarmannasaga, Tré-
smiðataliðog Elskhugi Lady Chatterley (sem
var skógarvörður) o.s. frv.
öll þessi snilldarverk eigum við trénu og
aðeins trénu að þakka. Þess vegna legg ég til
að mesta tréhausnum úr röðum landsmanna á
ári trésins verði veittur tréhesturinn fyrir
róman um tilhugalíf trésins.
A ári trésins ber að stjórna Sinfóníuhljóm-
sveit (slands með herðatré því sagt er að betra
sé að veifa röngu tré en öngu. Við eigum að
hafa í fullu tré við Grænfriðunga og Norð-
menn. Sjálfsagt er að allir íslendingar geri
eða fái ættartré sín gerð.
Síðast en ekki síst ber að fagna því á ári
trésins, ef allt gengur á tréfótum til lands og
sjávar, sem og í þjóðmálum landsmanna.
Og sem ár trésins gengur í garð, syngjum
við öli baráttuljóð trémenninga:
Af trjáræktinni drögum dám,
drottinn minn, nú verður sáð.
Svo sjáum við ekki tré fyrir trjám,
takmarkinu verður náð.
Flosi
um helgina
Valgerður Hafstað
sýnir í FIM-salnum
Steinunn viö eitt verka sinna. —Ljósm. Leifur.
Steinunn í Suðurgötu 7
Leirskúlptúr með
rakúbrennslu
Kl. 2 i dag, laugardag, opnar
Valgeröur Hafstaö sýningu I FIM-
salnum viö Laugarnesveg og
Valgeröur var aö hengja upp
myndir sinar i FIM - salnum I
gær. — Ljósm. Leifur.
sýnir þar 41 mynd, sem flestar
eru unnar I gouache og acryl.
Valgeröur Arnadóttir Hafstaö
er fædd i Vik i Skagafiröi áriö
1930. Hún stundaöi nám i Aka-
demi for Fri og Merkantil Kunst i
Kaupmannahöfn áriö 1947-48, og
siöan viö Myndlistarskólann i
Reykjavik á árunum 1948-51. A
timabilinu 1951-56 var hún viö
nám i málun og mósaik i Paris, i
Academie de la Grande Chaum-
iere og Atelier Severini. Einnig
vann hún viö steinda glugga á
Atelier Barrillet i Paris árin 1956-
58.
Valgeröur er gift frönskum
málara, André Enard, og hefur
veriö búsett i Frakklandi frá 1958
nema sföustu fimm árin i Banda-
rikjunum.
Sýningin i FlM-salnum er
fjóröa einkasýning hennar hér á
landi, en hún hefur einnig tekiö
þátt i nokkrum samsýningum hér
og erlendis.
Sýning Valgeröar Hafstaö er
opin daglega kl. 17-22, en kl. 14-22
um helgar. Henni lýkur 10. sept-
ember.
Steinunn Þórarinsdóttir, mynd-
iistarmaöur opnar á laugardag,
l.september, sýningu á skúlptúr-
um I Gallerl Suöurgata 7 og er
þetta fyrsta sýning hennar.
Steinunn, sem er 24 ára aö aldri,
lauk stúdentsprófi frá Mennta-
skólanum I Reykjavlk áriö 1974,
og stundaöi slöan i eitt ár
forskólanám viö College of Art &
Design i Portsmouth, Englandi.
Þaöan fór hún I listadeild Ports-
mouth Polytechnic og lauk BA-
prófi I myndlistum frá þeim skóla
siöastliöiö vor eftir þriggja ára
nám.
öll verk Steinunnar eru aö
meira eöa minna leyti unnin i leir,
en jafnframt koma önnur efni viö
sögu, svo sem gler og járn. í
skúlptúra sina notar hún mjög
grófan steinleir og vinnur þá
siöan mikiö meö gamalli
Framhald á 14. siöu
Uppákomur
hjá Nonna
Þann 1. september opnar
NONNI myndlistarsýningu i As-
mundarsal á Skólavöröuholtinu i
Reykjavlk.
Þetta er fimmta einkasýning
Nonna, en auk þess hefur lista-
maöurinn tekiö þátt i tveim sam-
sýningum, báöum tengdum Sýn-
ingu Alþýöunnar, þeirri fyrri i
Reykjavlk 1974, en þeirri siöari i
Kaupmannahöfn 1978. Fyrsta
einkasýning Nonna var haldin i
Reykjavik 1978, og var þar höfö á
sú nýbreytni aö listamaöurinn
var viöstaddur á sýningartiman-
um og útskýröi myndir sinar, auk
þess sem hann sagöi frá draum-
um. A næstu sýningu sinni sýndi
hann dans og sú uppákoma vakti
slika hrifningu áhorfenda, segir
hann, aö hann hefur i hyggju aö
halda áfram á þeirri braut og
sýnir nú frumsamda dansa á
myndlistarsýningunni, sem nú er
aö hefjast. Auk þess mun Nonni
ræöa viö áhorfendur um hitt og
þetta og álitur, aö margir munu
kunna aö meta þessa hressilegu
tilbreytni frá grafarþögninni og
andagtinni, sem annars einkennir
myndlistarsýningar hér á landi.
NONNI heitir fullu nafni Jón
Þorgeir Ragnarsson og er fæddur
I Reykjavik, i ljdnsmerkinu 1951.
Nonni segist ekki feta troönar
slóöir, fremur en ljóna er almennt
siöur, né veifa neinum prófskir-
teinum. Skóli hans er skóli lifsins,
og i þvi skyni aö öölast Ufsreynslu
og viösýni hefur Nonni feröast
viöa og reynt margt.
Þessa sýningu slna nefnir lista-
maöurinn „Til hvers aö fara I
bió?” og hún hefst I dag kl. 14,
stendur til 21. september og verö-
ur opin milli 14-22. Uppákoma
veröur á hverju kvöldi kl. 21.
ih
Knattspymudagur Breiðabliks
haldinn á grasvellmum í Kópavogi á morgun
Hinn árlegi knattspyrnudagur
Breiöabliks I Kópavogi fer fram á
grasvelli þeirra Kópavogsmanna
á morgun, sunnudag. Hefst dag-
skrá dagsins kl. 11 um morguninn
og stendur fram á kvöld.
Leikiö veröur I öllum flokkum,
og veröa Akurnesingar andstæö-
ingar Breiöabliksmanna sem og
fyrri ár.
Hápunkturinn veröur sjálfsagt
leikur stjórnar knattspyrnu-
deildar og styrktarmannafélags-
ins viö bæjarstjórn Kópavogs.
Hefst sá leiku» kl. 17.00.
A undan leikur hornaflokkur
Kópavogs.
Aögangur er ókeypis og kynnir
veröur Reynir G. Karlsson æsku-
lýösfulltrúi rikisins.
Frá kl. 2-7 veröur félagsheimili
knattspyrnudeildarinnar opiö og
þar mun kvennadeild knatt-
spyrnudeildar sjá um kaffisölu.
Viö hvetjum Kópavogsbúa og
aöra áhugamenn um knattspyrnu
til þess aö koma og kynnast starf-
semi Knattspyrnudeiidar UBK.
-lg