Þjóðviljinn

Dagsetning
  • fyrri mánuðurseptember 1979næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2627282930311
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    23242526272829
    30123456

Þjóðviljinn - 01.09.1979, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 01.09.1979, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 1. september 1979. Erla Sigurðardóttir Ahhh. Enn einn morgunn i Kaupmannahöfn runninn upp. Likaminn skelfur, hvar er helvitis sprautan? Likaminn skelfur og augun sokkin. Þó er bót I máli aö ávisunin var að koma inn um dyrnar. ArbejdslUshedsunder- stöttelse skrifað með rauðu, blóði danskra verkamanna og kvenna sem halda okkur aumingjunum uppi. En helvitis sprautuna verö ég að finna. t dag ætla ég nefni- lega að skrifa kynfæragrein i máigagn hinna sönnu sósialista, grein um kvennahátiöina sem hinir klæmnu dönsku kvenmenn héldu um sl. helgi. Ég verð að drifa i þessu. Einar Karl hefur alveg gleymt aö senda kókainið og Arni Bergmann er orðinn eitt- hvað niskur á sýruna. 1 hinni dásamlegu vimu dettur okkur hassistunum og bóhem- unum oft i hug að skrifa einhver j- ar æöislegar flippgreinar um þessar fáu hræður Islendinga sem koksa i' Köben. Þeir eru sko ekki margir, en sjáiði til. Þegar fólk drekkur sér þaö tvöfalt. En þegar við sitjum hér stif af pUlum, sprautum, dufti og austrænum leir, já þá sér maöur þúsundfalt, þrjúþúsundfalt, eða hvað? Já, þetta er alveg satt, alveg hreina satt sem Ingólfur iþrótta- hetja og Guðmundur byltingar- hetja segja. Enda eiga þeir báðir sinn Lenin nútimans, Jóa útherja. Hvers vegna I ósköpunum ætti að fara fögrum orðum um þetta hel- vitis pakk sem hefur yfirgefið landið? Þetta fer jú i flokkum til Sódómunnar við Sundið til að sprauta sig á kostnað .... verka- mannsins. Það er fint, fint og timi til kominn að við Hafnarislend- ingar fáum að vita hvað við i rauninni erum.Við sem lifðum i blekkingunni um að við værum bara íslendingar. Dauðfegin að vera komin frá vinnuþjóðfélaginu á Fróni, þar sem enginn er maður með mönnum nema hann vinni 12 tima á dag. Byltingarhetjan fyrrnefnda virðist halda dauöahaldi i þessa þrælarómantik. Likamleg vinna er eina hamingjan. Hamingjan felst I að selja likama sinn ein- Frá Strikinu. Hafnarsprauta hverjum atvinnurekanda og þá er ekki mikilvægast á hvaða verði likamsaflið og lifsstur.dirnar eru seld á. Má segja að nú séu útsölur á þessu vinnuafli hins þrælkaöa verkamanns. Þetta hljómar kannski undarlega. En atvinnu- leysingjar (og þá ekki bara Islendingar) eiga lika sitt stolt og stundum eitthvað i heilanum. Margir hafa komist aö þvi aö ekki er öll hamingjan fólgin I að selja vinnuafl sitt. Þjóta af staö þegar Menningarsjóður Islands og Finnlands Tilgangur sjóðsins er að efla menningartengsl Finnlands og tslands. I þvf skyni mun sjóðurinn árlega veita ferða- styrki og annan fjárhagsstuðning. Styrkir veröa öðru fremuryeittir einstaklingum, en stuðningur viö samtök og stofnanir kemur einnig til greina ef sérstaklega stendur á. Umsóknir um styrk úr sjóðnum skulu sendar stjórn Menn- ingarsjóðs tslands og Finniands fyrir 30. september 1979. Áritun á islandi er: Menntamálaráðuneytið, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavik. Æskilegt er að umsóknir séu ritaðar á sænsku, dönsku, finnsku eða norsku. Stjórn Menningarsjóös tslands og Finnlands, 29. ágúst 1979. Styrkur til háskólanáms í Japan Japönsk stjórnvöld bjóöa fram styrk handa tslendingi til háskólanáms I Japan námsárið 1980-81 en til greina kemur að styrktimabil verði framiengt tii 1981. Ætlast er tii að styrkþegi hafi lokiö háskólaprófi eða sé kominn nokkuð áieiðis i háskólanámi. Þar sem kennsla viö japanska há- skóla fer fram á Japönsku er til þess ætlast að síyrkþegi leggi stund á japanska tungu um a.m.k. sex mánaða skeiö. Umsækjendur skulu ekki vera eldri en 35 ára. Styrkfjár- hæðin er 154.000 yen á mánuði og styrkþegi er undanþeg- inn skólagjöldum. Auk þess fær styrkþegi 25.000 yen viö upphaf styrktimabilsins og allt aö 43.000 yen til kaupa á námsgögnum. Þá er og veittur feröastyrkur. Umsóknir um styrk þennan, ásamt staðfestum afritum prófskirteina, meðmælum og heilbrigöisvottoröi, skuiu sendar menntamálaráöuneytinu, Hverfisgötu 6, Reykja- vlk, fyrir 26. september n.k.. — Sérstök umsóknareyöu- blöö fást 1 ráöuneytinu. Menntamálaráðuneytiö 29. ágúst 1979. einhver feitur atvinnurekandi lyftir litla fingri.Konan taki þvi sem sjálfsögðum hlut að vera kastaö til og frá vinnumarkaöi allt eftir þörfum atvinnurekenda (sem margir hverjir fá sinar bætur frá rikinu, gleymum þvi ekki!). Nei, það er liklega til of mikils mælst að verkalýðshetjur mins heittelskaða föðurlands skilji slikan hugsunarhátt. Þvi má nægja að segja að at- vinnuleysi er i Danmörku og veröa konur hvað verst úti I þvi sambandi. Orð hans um atvinnu- leysisbætur gætu sært margan at- vinnulausan fjölskylduföðurinn og einstæða móður i Danariki ef þeim væri snúið á danska tungu. Hvað Islendinga snertir má geta þess að enginn fær bætur nema hann hafi unnið i amk. 6 mánuöi. A þessum 6 mánuöum borgar fólk skatta, Islendingar ekki siður en Danir, — er þaö ekki þátttöku- gjald? Fordómarnir minna ekki einu sinni á kratana heldur á Vinstri flokkinn I dönsku rikis- stjórninni en í samanburði viö hann er Framsóknarflokkurinn Islenski róttæk skæruliða- hreyfing. Já, ég sé margt skrýtið i kýrhausnum. En ég ætti nú kannski bara aö halda kjafti, kannski ég sé baja einn af þessum stofukommún- istum sem þykjast eiga einkarétt á róttækni, svo ekki sé talað um aö ég bý I Danmörku. Hefur Svarthöföi tekiö sér bólfestu I hjarta verkalýðsforingjans, en landafræöin brenglast, þe. Sviþjóð breysti Danmörku? O, ég ætti kannski ekki aö svara þessari vitleysu, en likaminn skelfur eins og fyrr segir, hvort sem það er vegna morflnsleysis eöa for- heimskunar og fordóma vor- manna Islands. Ekki er hægt aö neita að ég er bæöi stórmóöguöog djúpt særö yfir dylgjum og hörö- um oröum Iþróttagarpanna tveggja, sem eru innblástur þess- ara oröa. Astæöan fyrir að skrifaö er um islenskt þjóölif i Kaupmannahöfn er einfaldlega sú staðreynd aö islenska nýlendan hér er á stærö viö kauptún á tslandi, hvaö fjölda snertir. Engar nákvæmar tölur finnast yfir fjölda þann sem hér býr, en giskað er á nokkrar þúsundir. Ég sagöi nokkrar þúsundir. Stór hluti þessa fólks er hingaö kominn á undanförnum árum og hvers vegna? Er þaö vegna hassins? (Sbr. I’d walk a milefora Camel). 0,ætli þaö hafi ekki heldur veriö vegna þeirrar vinnuþrælkunar sem tiökast heima og þeirrar deyfðar sem er bein afleiðing þeirrar þrælkunar. Við biöjum ekki um fleiri bió, en það er ekki gaman að horfa upp á móður sina sofa yfir sjónvarpinu eftir 12 klst. vinnudag. Maður lifir fjandakornið ekki nema einu sinni, eða ætlar is- lenska alþýöusambandið, eöa öllu heldur forysta þess, aö boða framhaldslif til að firra sig ábyrgðinni? Rétt eins og ótöldum linum var eytt i samráö samnefndra sam- herja samvinnunnar (eða hvað þetta hét i vetur) þá er ekki minni ástæða til aö greina afgangi þjóöarinnar frá hvaö Islendingar gera hér i Kaupmannahöfn. Ja, það held ég aö henni Guörúnu gömlu i Jónshúsi myndi bregða, hvaö þá honum séra Jóhanni.ef þau sæju aö þeim væri likt viö hassista og bóhema, en þau hafa bæði búið hér i nokkur ár. Aður en ég hætti má ég til með aö gera athugasemd viö orö Guömundar þar sem hann fussar yfir aö kynvilia sé oröin aö bar- áttumáli. Hvaða mynd gerir hann séraf sósialisma? Er þaö réttlátt þjóöfélag eða er þaö einungis nokkrar álkrónur sem samiö er um i launahækkun fyrir islenskt verkafólk, sem siöan eru étnar upp af veröhækkúnum næsta dag? Kapphlaupið viö krónuna. Ef þú kemur til Kaupmannahafnar, Guömundur,þá getum viö eflaust fengiö einhvern hommann til aö fylgja þér um bæinn og benda þér á þann fjölda islenskra homma sem flúið hafa landið vegna erfiöra lifsskilyröa og fordóma á okkar heitt elskaöa landi. Ef hel- vitis fordómarnir væru ekki svona slæmir væru þessir menn eflaust enn heima og myndu nú afplána sina daglegu 12 stunda vinnuskyldu. Já, þú ert pottþéttur á hverjir séuannarsflokks, þe. hommar og konur. Ef konur skrifa um Sókn á jafnréttissíðuna þá eru það rúm- stokksgreinar af verstu gerö. Hvers vegna kallaröu þaö kyn- lifsgreinar sem hlæjandi er aö? Hvar I likamanum finnurðu til þega konur láta i sér heyra? Hvar kitlar þig? Er ég kannski farin aö skilja? Þaö sista sem hægt er að ásaka islensku rauösokkahreyfinguna um er aö hún einangri sig i kyn- lifshugleiðingum. Nei, og það mætti vera meira. Og ég skal hrella þig meö aö viö Gotta (en hún er enn einn af þessum eitur- lyfjasjúklingum hér i bæ) erum aö fara að skrifa um kvenna- hátiðina sem áöur var minnst á. Ég skal lofa þér aö viö ætlum aö skrifa heilan helling um kynlffs- mál eins og nauöganir og p-pillur. Ef þiö, hinir sönnu sósialistar Islands^iliö þessa grein ekki nógu vel, þá get ég beðiö Anker Jörg- ensen eöa Margréti Friöriks- dótturum aö senda ykkur hasslús i bréfi og þá get ég veriö viss um aö þiö FRIKIÐ OT. Ástarkveöjur til ykkar og Jóa útherja. Kaupmannahöfn 24. ágúst 1979 Erla Siguröardóttir Blikkiðjan Asgaröi 7, Garöabæ Önnumst þakrennusmíöi og uppsetningu — ennfremur hverskonar biikksmíöi. Gerum föst verðtilboð SIMI53468 Tökum að okkur viðgerðir og nýsmiði á fasteignum. Smiðum eldhúsinnréttingar: einnig við- gerðir á eldri innréttingum. Gerum við leka vegna steypugalla. Verslið við ábyrga aðila TRÉSMIÐAVERKSTÆÐIÐ Bergstaðastræti 33, simar 41070 og 24613

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað: 200. tölublað (01.09.1979)
https://timarit.is/issue/222651

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

200. tölublað (01.09.1979)

Aðgerðir: