Þjóðviljinn - 01.11.1979, Qupperneq 3

Þjóðviljinn - 01.11.1979, Qupperneq 3
ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 Úr þjóöar- djúpinu Allt í tvíriti Nokkrir Sjálfstæöismenn komu saman i tiukaffi á KEA-teriunni á Akureyri. Sérframboö Jóns Sólness barst aö sjálfsögöu i tal og hinir tviborguöu simareikn- ingar. Leituöu menn skýr- inga á þessu andstreymi Sjálfstæöisflokksins i Noröurlandi eystra og kröfu Jóns Sólness um aö fá aö bera fram DD-lista. Þá var einum aö oröi. — Skiljiö þiö þetta ekki drengir. Sólnes vill hafa allt i tviriti. Kaffifélagana setti hlióöa. Frjáist útvarpfellt öngli þykir miöur hvaö stjórnmálaskýrendur eru glámskyggnir. Augljóslega er þaö firra aö kjósendur Sjálfstæöisflokksins hafi veriö aö hafna blaöafulltrúa Sölumiöstövar hraöfrysti- húsanna vegna þess aö hann er formaöur Verslunar- mannafelags Reykjavikur. Hin raunverulega ástæöa var aö sjálfsögöu sú, aö þátt- takendur I prófkjöri Sjálf- stæöismanna i Reykjavik voru aö hafna frjálsu út- varpi. Frjálsa útvarpiö var kolfellt i prófkjörinu meö Guömundi H. Garöarssyni. íhaldið býður fram klof- , ið í Norðurlandi eystra' I — Sólnes og fimm stjórar i efstu sætunum ------- Bjóða kiofið „ihaldiö býöur fram kiofiö i Noröurlandi eystra” segir Alþýöublaöiö I fyrirsögn I gær. öngull biöur spenntur eftir aö sjá framboösmynd- Fleiri framboð Framboöin I komandi kosningum veröa fátæklegri en i siöustu kosningum ef undanskiliö er framboö Jóns Sólnes, sem væntanlega fær listabókstafina DDT, úr þvi aö Geir neitar DD. Stjórn- málaflokknum komu kosn- ingarnar svo á óvart aö hann situr eftir á startlinunni. Eikarar ætla aö hafa þaö notalegt heima á kjördag. Fylkingin býöur fram svo gamlar lummur aö jafnvel félagsmenn eiga erfitt meö aö kyngja, og svo eru þaö bara gömlu þingflokkarnir. Þaö er sannarlega pláss fyrir jólasveinaflokk i þess- ari fátækt. Snl A blaöamannafundi meö forsætisráöherrum Noröurlanda. Frá vinstri: Thorbjörn Filldin (Svlþjóö), Mauno Koivisto (Finnland), Benedikt Gröndal, Anker Jörgensen (Danmörku), Odvar Nordli (Noregur). Ljósm. Jón. Tíðindalítið hjá forsætisráðherrum: Nordsat bíður, en sumartími kemur Blaöamanni fundust niöurstöð- ur fundar forsætisráöherra Noröurlanda, sem lauk I Reykja- vik I gær, næsta fátæklegar; þeir væru aö lesa skýrslur eöa biöa eftir skýrslum úrnefndum. Anker Jörgensen og Mauno Koivisto (Finnland) mótmæltu þessu og iiktu norrænu samstarfi viö vél sem væri vel starfhæf og ynni mikiö en mætti bæta á sig nýjum verkefnum. Aðrar leiðir? Þaö kom fram á fundinum, aö könnuninni á samvinnu um út- varps- og sjónvarpshnött, Nord- sat, er lokiö. Ekki væri unnt aö taka pólitiska afstööu til skýrsl unnar fyrr en umsögn hvers lands lægi fyrir. Þaö var helst á for- sætisráöherrum aö heyra, aö Nordsat fengi aö biöa. Odvar Nordli (Noregur) talaöi t.d. al- mennt um nauösyn samstarfs Noröurlanda á fjölmiölasviöi og sagöi aö til væru önnur ráö en Nordsat. Það var á Falldin (Sviþjóö) aö skilja, aö þaö þyrfti aö biöa þess aö öll rikin væru til- búin til þessara framkvæmda — menningarlegra og fjárhags- legra. Sitt af hverju tagi Forsætisráöherrarnir töluöu um leiöir til aö samræma stefnu efnahagsmálaá Noröurlöndum — m.ö.o. hvort þau gætu meö nokkrum hætti brugöist sameig- inlega viö kreppuástandi, eins og Olof Palme, fyrrum forsætisráö- herra Sviþjóöar, komst aö oröi, en hann sat fundinn einnig. Rætt var um samvinnu um stórfram- kvæmdir erlendis, samvinnu EFTA og EBE, leiöir til aö kom- ast hjá tviverknaöi I rannsóknum á Noröurlöndum. Þá var rætt um norræna vinnu- markaöinn, en samkomulag um hann er nú 25 ára gamalt. A þeim tlma hefur um miljón Noröur- iandabúa leitaö atvinnu utan sins heimalands skv. skilmálum þess samkomulags. Hreyft var hugmyndum um endurskoöun á þessu sviöi, en ekki munu þær breytingar ganga i þá átt aö tak- marka rétt Noröurlandabúa til starfa I grannlandi. Sumartimi Anker Jörgensenskýröi frá þvi, aö Danir heföu I huga aö taka upp sumartima þegar i april á næsta ári — m.a. til samræmingar viö aösumartimi veröur tekinn upp i þýsku rikjunum báöum. Norö- menn og Svíar eru aö skoöa möguleika á aö gera slikt hiö sama, en telja liklegt aö undir- búningur aö þvi taki um þaö bil ár. Benedikt Gröndal sagöi, aö Jan Mayen-máliö heföi ekki boriö á góma á almennum fundum, enda þótt þaö heföi veriö rætt i einkaviöræöum. Enda vildu Islendingar fresta viöræöum um þaö mál, þar til nýstjórn tæki viö eftir kosningar i desember. Forsætisráöherrarnir hafa samþykkt aö hittast oftar en þeir hafa hingaö til gert. áb Leit hætt Leit hefur nú veriö hætt aö manninum, sem hvarf I Vestmannaeyjum I siöustu viku. Leitarftokkar hafa leit- aö um alit i Vestmannaeyj- um siöustu daga en þaö hefur engan árangur boriö. SÍS byggir í Bandaríkjunum Nú eru hafnar miklar bygg- ingaframkvæmdir hjá Sölufyrir- tækinu Iceland Seafood Corpor- ation I Bandarikjunum, aö þvl er Sambandsfréttir herma. Bygg- ingar fyrirtækisins eru nú sam- tals aö flatarmáli um 9 þús. ferm. en nýbyggingin veröur heldur stærri, eöa 9.700 ferm. I ræöu, sem Guöjón B. Ólafsson framkv.stj. hélt viö þetta tæki- færi, kom m.a. fram, aö áætlaö er aö ljúka byggingunni á næsta ári. I fyrsta áfanganum, sem á aö veröa tilbúinn i febr., veröur rannsókna- og tilraunadeild fyrir- tækisins til húsa og mun hún hafa til afnota sérstaka tilraunafram- leiöslulinu og efnarannsókna- stofu. Jafnframt mun gæöaeftirlit fyrirtækisins flutt i rúmbetra húsnæöi en þaö býr viö nú. Annar áfangi veröur stór frysti- geymsla. A hún aö vera tilbúin i mai, ásamt loftkældu hleöslu- rými, hleösluaöstööu fyrir 10 vörubila, viögeröaraöstööu fyrir gaffallyftara og skrifstofum fyrir frystigeymsludeild og hleöslu- deild. 1 okt. á næsta ári er siöan áætlaö aö búiö veröi aö reisa all- stóra viöbótarbyggingu fyrir sjálfa framleiöslustarfsemina. Aö þessum byggingum loknum veröur fyrir hendi húsnæöis- aöstaöa, sem gerir mögulegt aö tvöfalda núverandi afköst fisk- réttaverksmiöjunnar. Ekki er þó áætlunin aö auka framleiösluna um helming I einum áfanga, heldur er þess vænst aö þessar byggingar dugi fyrirtækinu a.m.k. næstu 10-15 árin. Hins- vegar var ljóst, aö hagkvæmara mundi vera aö reisa bygging- arnar i einum áfanga og vel viö vöxt heldur en aö bæta viö verk- smiöjuhúsnæöiö smátt og smátt. —mhg Pétur sjómaður opnaði prófkjörs deild á Hrafnistu Þaö er ekki verið aö vanda meöölin, þegar von er I þingsæti, núfrekar en fyrri daginn. Oft hef- ur veriö deilt á kosningasmölun flokkanna bæöi I almennum kosningum og eins I prófkjörsfár- inu en þó keyröi um þverbak, þegar Pétur sjómaöur, sem átti til mikils aö vinna f prófkjöri Sjálfstæðisflokksins um helgina, lét sig ekki muna um aö opna kjördeild inni á Hrafnistu og smala I hana gamla fólkinu, jafnt og starfsfólkinu! Ekki var hægt aö fá um þaö neinar upplýsingar hversu marg- ir tóku þátt i prófkjörinu á þess- um staö, en hiö athyglisveröa er, aö enginn virðist hafa veitt flokknum leyfi til aö setja upp kjördeild á Hrafnistu og kannski er skýringin sú, aö Pétur sjó- maöur, formaöur Sjómannadags- ráðs,telur sig ekki þurfa neitt leyfi til sliks isinum eigin húsum. Pétur má teljast vinnuveitandi u.þ.b. 200 manna sem starfa á Hrafnistu og geta menn rétt imyndað sér i hvaöa aöstööu þaö fólk er til þess aö neita aö kjósa Pétur, — hvaö þá gamla fólkið sem stillt er upp viö vegg meö þeim hætti. I stjórnarskránni er kosninga- réttur tryggðurhverjum manni ef ákveönum skilyröum er fuilnægt. Þarerlikaaö finna ákvæöi um aö kosningin skuli vera leynileg, — þ.e. aö kjósandi skuli ekki neydd- ur til þess aö láta uppi hvaöa flokka eöa menn hann styöur ef hann vill þaö ekki sjálfur. Þaö er ekki nema sjálfsagt aö gamla fólkiö á Hrafnistu og starfsmenn þar gangi i stjórnmálaflokka eöa taki þátt i prófkjörum einstakra flokka ef þaö vill þaö sjálft. Þá gefur þaö upp nafn sitt og er þar meökomið á skrá hjá viðkomandi flokki og viö þaö er i sjálfu sér heldurekki neittaö athuga. Máliö fer hins vegar aö vandast þegar atvinnurekandi og húsráöandi „býöur” fólki vinsamlegast aö gerasérnú þennan litla greiöa, — bara aö skreppa niöur og kjósa sig. Þar meö er fólkiö komiö á skrá, hvort sem þaö neitar bón- inni eöa játar, — skrá yfir stuðningsmenn eöa andstæöinga Sjálfstæöisflokksins. I samtali sem Þjóöviljinn átti viö Rafn Sigurösson forstööu- mann Hrafnistu kom fram aö honum var ekki kunnugt um aö opnuö heföi veriö kjördeild á heimilinu um helgina. Honum þótti það hins vegar meira en sjálfsagt mál, — þeir heföu alltaf haldið heimilinu utan viö alla pólitik og sagöist hann myndu gefa slikt leyfi um leiö ef hann yröi beöinn. Aöalatriöiö væri aö leggja engar hömlur á rétt fólks- ins til þess aö kjósa!!! —AI Kosningadagskrá rikisfjölmiðlanna undirbúin: „Flokkaeinvígi” í útvarpi Framboðsfundur með áhotfendum í sjónvarpssal Hugmyndir útvarpsráös um kosningaútvarp og -sjónvarp hafa nú verið kynntar fyrir þingflokkunum. Engar ákvarö- anir hafa þó veriö teknar ennþá, aö sögn Ólafs R. Einarssonar, formanns útvarpsráös. Ekki veröur gengiö endanlega frá fyrirkomulagi kosningadag- skrár fyrr en eftir 7. nóvember, þegar framboösfrestur er útrunninn. Aætlaö er aö fulltrúar þeirra flokka, sem bjóöa fram i öllum kjördæmum, sitji fyrir svörum i sjónvarpi, I 30 minútur hver flokkur. Andstööuflokkarnir til- nefna spyrjendur. Miöviku- daginn fyrir kosningar eru svo fyrirhugaöar hringborös- umræöur I sjónvarpi meö forystumönnum flokkanna. Almennt samkomulag er meöal útvarpsráösmanna um aö breyta fyrirkomulagi á kosningadagskránni i út- varpinu. Veröur þá „flokka- einvigi” i staö hinnar hefö- bundnu flokkakynningar. Einvigi þessi veröa niu talsins, tuttugu mlnútna löng. Mætast þar allir flokkar, tveir i hverjum þætti. Hugmyndir eru uppi um framboðsfundi I sjónvarpi, ekki þriggja klst. fundi eins og fyrir siöustu kosningar, heldur fundi með áhorfendum I sjónvarpssal. Nokkrar umferöir yröu þá og ræðutimi mjög takmarkaöur. Þá voru uppi hugmyndir um sérstaka „kosningaauka” viö fréttirnar, þar sem sagt yröi frá kosningabaráttunni viös vegar um land. Þaö reyndist hins vegar ekki mögulegt af tækni- legum ástæöum. Einnig hafa komið fram hugmyndir um flokkakynningu I sjónvarpi og jafnvel aö tengja hana „Setið fyrir svörum,” sem fyrr var minnst á. Kosningadagskráin er fyrir- huguö slöustu þrjár vikur fyrir kjördag. —eös

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.