Þjóðviljinn - 01.11.1979, Side 4
4 SIÐA —'ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 1. nóvember 1979
DIOÐVIUINN
Málgagn sósíalisma, verkalýös-
hreyfingar og þjóðfrelsis
(Jtgefandl: Ctgáfufélag ÞjóBviljans
Framkvcmdastjóri: EiÓur Bergmann
Ritstjórar: Ami Bergmann, Einar Karl Haraldsson.
Fréttastjóri: Vilborg HarÖardóttir
Umsjónarmaöur Sunnudagsblaös: Ingólfur Margeirsson.
Rekstrarstjóri: Olfar Þormóösson
Augiýsingastjóri: Rúnar Skarphéöinsson
Afgreiöslustjóri: Valþór Hlööversson
Blaöamenn: Alfheiöur Ingadóttir, Einar Orn Stefónsson, Guöjón Friöriks-
son, Ingibjörg Haraldsdóttir, Magnús H. Glslason, Sigurdór Sigurdórsson.
Erlendar fréttir: Jón Asgeir SigurÖsson
iþróttafréttamaöur: Ingólfur Hannesson.
Ljósmyndir: Einar Karlsson, Jón Ólafsson
Otlit og hönnun: Guöjón Sveinbjörnsson, Sævar Guöbjörnsson
Handiita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar.
Safnvöröur: Eyjólfur Arnason
Auglýsingar: Sigrlöur Hanna Sigurbjörnsdóttir, Þorgeir Olafsson.
Skrifstofa: Guörún GuÖvaröardóttir.
Afgreiösla: Einar GuÖjónsson, Guömundur Steinsson, Kristín Péturs-
dóttir.
Sfmavarsla: Olöf Halldórsdóttir, Sigrlöur Kristjánsdóttir.
Bflstjóri: Sigrún Báröardóttir
Hósmóöir: Jóna Siguröardóttir
Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir.
Otkeyrsla: Sölvi Magnússon, Rafn GuÖmundsson.
Ritstjórn, afgreiösla og auglýsingar: Sföumúla 6, Reykjavfk.sfml 8 13 33.
Prentun: Blaöaprent hf.
Málstaöur fatlaðra
• Fatlaðir menn, sem eru milli 30 og 40 þúsund hér á
landi, hafa vakið athygli á því að íslenskir stjórnmála-
flokkar hafa lítt mótaða stefnu í málefnum fatlaðra.
Þeir hafa því beint ákveðnum spurningum til stjórn-
máiaf lokkanna sem lúta m.a. rétti fatlaðra til þátttöku í
stjórnmálum, setu á alþingi, starfa á vegum æðstu
stofnana rfkisins og þátttöku í sveitastjórnarmálum.
Einnig eru flokkarnir að því spurðir, hvort þeir séu
reiðubúnir til þess að setja þegar á næsta þingi lög sem
tryggi aðgengi og starfsaðstöðu fatlaðra í þeim húsa-
kynnum sem fyrir eru í landinu til starfa og þjónustu og
eru forsenda eðlilegs mannlífs. Þá eru f lokkarnir að því
spurðir hvernig þeir vilji tryggja fötluðum sömu starfs-
aðstöðu og öðrum og hvernig þeir telji að haga beri líf-
eyrisgreiðslum til þeirra.
• Það er ekki ástæða til að draga það í efa að fyrir 10.
nóvember munu stjórnmálaflokkarnir hafa sett saman
vinsamleg svör við þessum spurningum. En það verður
ekki nógsamlega á því hamrað hve brýnt er að þau svör
séu sett fram í fullri alvöru og að þeim verði fylgt eftir.
Og það erað sjálfsögðu sérstök skylda þess flokks sem á
sér arf í jafnréttishugsjónum sósíalismans að taka skýra
og ótvíræða afstöðu í málefnum fatlaðra. Alltof oft, allt-
of lengi hefur sá fjölmenni hópur gleymst eða’mætt
þeirri tregðu og þeim nánasarskap í samhjálparmálum
sem svo mjög mótar alla hegðun í okkar sérgóða samfé-
lagi einkaneyslunnar.
• Gleymum því ekki, að hlutskipti fatlaðra í okkar landi
er einhver öruggasti mælikvarði á það, hvort við getum
heitið sæmilega siðað samfélag eða ekki. f þeim efnum
erum við eftirbátar margra annarra.
—áb.
Peningar
og radarstöðvar
• Eitt af því sem fáa sem frá utanríkisráðuneytinu
kom á það þing sem einna skemmst hefur setið, var
skýrsla um áralangar tilraunir íslenskra utanríkisráð-
herra til að fá Bandaríkin til að borga sem allra mest af
kostnaði við að reisa flugstöð fyrir farþegaflug. Bene-
dikt Gröndal hafði tekist að slá Bandaríkjamenn fyrir
drjúgum hluta þess kostnaðar og var bersýnilega hróð-
ugur af, en aðrir létu sér fátt um betl þetta f innast.
• Mál af þessu tagi standa yfirleitt ekki ein og sér.
Æ sérgjöf tilgjalda, segirþar. f þessu sambandi er ekki
úr vegi að rif ja upp vangaveltur um radarkerf i NATO á
Norður-Atlantshafi, sem birt voru fyrir tveim árum í
bandaríska ritinu Aviation Week and Space Technology.
Þar er rætt um ýmsa galla sem hernaðarf ræðingar Nato
sjái á þeim útbúnaði sem til er. Skýrt er f rá hugmyndum
þeirra um að bæta viðf lugf lota Nató á þessum slóðum og
um leið er talið „nytsamlegt" að koma nýjum jarðstöðv-
um fyrir á hæðum og f jöllum Jan Mayen. Svo segir:
„Bæta mætti við radarstöðvum á Islandi norðanverðu
sem þénuðusem viðvörunarkerf i í fremstu línu og í mik-
illi hæð yfir Noregshafi". ,
• En því er strax bætt við — og þetta var N.B. skrifað
meðan stjórn Geirs Hallgrímssonar var við völd — að
það þurfi „að bæta samskiptin við fslendinga. Afstaðan
til bandarískrar nærveru á eynni er enn neikvæð, og ef
að nýjar sveitir væru sendar til að manna nýjar radar-
stöðvar þágætiöll nærveran (les: herstöðvarnar) verið í
hættu".
• Og þá erum við aftur komin að flugstöðinni og
peningunum Benedikts. í greininni segir ennfremur:
„Það er hlægilegt fyrir Bandaríkin að vera að tef ja f yrír
smlði sérstakrar stöðvar fyrir farþegaflug í Kefiavík
meðan Bandaríkin ættu að reyna að fá fslendinga til
samvinnu um að reisa f leiri mannvirki á islandi, einkum
í sambandi við viðvörunarkerf i".
#Nú „tef ja" Bandaríkin ekki lengur fyrir f lugstöðinni.
Peningar eru á leiðinni. En með leyf i að spurja: Hvenær
koma nýjar radarstöðvar á dagskrá?
j Geir setur niður
m Prófkjör Sjálfstæðisflokksins
■ i Reykjavik er fyrir margra
* hluta sakir merkilegt ihugunar-
B efni. Enn sem fyrr kemur i ljós
I hvað Geir Hallgrimsson stendur
■ höllum fæti. Hann fær ekki
I nema 68.9% atkvæöa, en Birgir
■ ísleifur fær 72,6% og hefði
I hreppt fyrsta sætið að óbreytt-
J um reglum.
Innan Sjálfstæöisflokksins eru
I margir sem gagnrýna mjög óá-
Z byrga afstöðu flokksforystunn-
| ar til margra mála, og þykir
■ Geir Hallgrimsson hafa sett
| mjög niöur með þvi að taka
■ ábyrgö á kratastjórninni og
■ sandkassapólitik Alþýðuflokks-
J ins. ímyndin um hinn ábyrga
m stjórnmálaflokk hefur veriö sett
I i alvarlega hættu að áliti ýmissa
málsmetandi Sjálfstæöis-
manna.
Hlutur kvenna
Ragnhiidur Helgadóttir hrap-
aöi niöur um þrjó sæti i próf-
kjörinu og hlutur kvenna var af-
ar slakur. Björg Einarsdóttir
segir m.a. svo um listann:
„Listinn eins og hann litur ilt I
heiid er ekki nýstárlegur eöa
vitnisburður um löngun manna
til að endurnýja framvarðalið
flokksins, og vekur það eitt sér
undrun mína. — Miklir ihalds-
menn erum vér...” „Þvi má svo
bæta við að þessar kosningar
eru ef til vill enn einn vottur
þess gamalkunna, að sá kemst
oft langt sem hefur hátt og vilar
ekki fyrir sér aðferðir til aö ná
árangri.”
Kveöja til Geirs
Eftir prófkjörið i Reykjavlk
fyrir siðustu kosningar þar sem
fyrsta aftakan á Guömundi H.
Garðarssyni og Pétri Sigurðs-
syni fór fram sagði Geir
Hallgrimsson að það væri
„slys”, sem ekki mætti endur-
taka sig.aö forystumenn sam-
taka launafólks dyttu út af
þingi. Þaö er þvi með sérstakri
kveðju til Geirs sem Pétur sjó-
maður segir I Morgunblaðinu:
„Ég lit alvarlegum augum á
málið.”
Uppdráttarsýki
A fundi hjá Junior Chamber I
fyrrakvöld sagði Guðmundur H.
Garðarsson formaður Verslun-
armannafélags Reykjavikur
eftir að félagar hans I Sjálf-
stæöisflokknum höfðu tekið
hann af llfi i pólitiskum skilningi
I annað sinn:
„Uppdráttarsýkin sem
Alþýðuflokkurinn hefur þjáðst
af er ef til vill að heltaka Sjálf-
stæðisflokkinn. Akveðin gerð
manna er að yfirtaka völdin I
flokknum. Hættan af þvi að
verkalýðsfulltrúar séu m.a.
ekki I framboði i öruggum sæt-
um er sú, að rangar ákvarðanir
séu teknar á röngum augnablik-
um.”
I Réttir vinir
Að þvi er Dagblaöiö segir hef-
Z ur Guðmundur H. ekki enn tekið
I ákvörðun um hvort hann
L.............
„hangir i 9. sætinu”.En Friðrik
Sophusson var ekki I vafa um
það i Morgunpóstinum á þriðju-
• dagsmorgun hverju hann mætti
þakka árangur sinn i prófkjör-
inu. „Maður þarf að eiga rétta
Guðmundur H.
vini”, sagöi hann hreint út. Ekki
nauösynlega góöa eða flokks-
holla, heldur rétta. Þannig talar
fyrrverandi framkvæmdastjóri
Stjórnunarfélagsins, sem vafa-
laust hefur átt fyrir „réttan
vin” sjálfan formanninn Ragn-
ar Halldórsson forstjóra
Alusuisse á tslandi. Guðmundur
H. Garöarsson virðist ekki hafa
átt „rétta vini” i Sjálfstæðis-
flokknum, enda segir hann um
reynslu sina af hinum opnu
prófkjörum; og aðstöðumun
manna:
Leiktjöld
lýðrœöis
„Forval innan flokkanna er
jafn lýðræðislegt, jafnvel betra
en prófkjör. Það eru frambjóð-
endur á framfæri flokkanna
sem fyrst og fremst ná árangri i
prófkjörum. Atvinnustjórn-
málamenn úr valdastofnunum
flokksins; þingflokki, borgar-
stjórn og stærstu sveitarstjórn-
um,komast áfram.
Ekkert ykkar heföi mögulejka
á móti þeim. Lýðræöisyfir-
bragðið er bara leiktjöld, þetta
er i raun flokksræði.”
Þröngur flokkur \
I framhaldi af þessu er eðli- I
legt að meðal Sjálfstæðismanna ,
sjálfra skuli nú vera uppi mikl- _
ar efasemdir um flokksforyst- I
una. Hún hefur markvisst ■
stefnt aö þvi að þrengja stefnu- ]
grundvöll flokksins niður i ■
óhefta markaðshyggju sem I
óhjákvæmilega mun fæla fylgi m
frá flokkunum verði reynt að ■
koma henni I framkvæmd. Und- I
ir forystu Geirs Hallgrimssonar !
hefur hinn breiði svipur á starf- I
semi Sjálfstæðisflokksins
spillst, meðal annars með þvi að
gera forystumenn samtaka
launafólks, sem stutt hafa
flokkinn, að fullkomnum horn-
rekum. Loks hefur tilboð hans
frá þvi i fyrrahaust.aö styðja
minnihlutastjórn Alþýðuflokks-
ins, sem ekki komst að visu I
framkvæmd fyrr en i haust,
hnekkt þeirri imynd að Sjálf-
stæðisflokkurinn taki fyrst og
fremst ábyrga afstöðu til þjóð-
mála, en láti atkvæðasjónarmiö
og óábyrga ævintýramennsku i
stjórnmálum lönd og leið.
Ýmsir af helstu máttarstólpum
Sjálfstæöisflokksins sem er annt
um þessa Imynd telja að þar
hafi Geir Hallgrimsson gert sin
alvarlegustu pólitisku mistök til
þessa. Sjálfstæðisflokkurinn
hefði sjálfur átt að axla ábyrgð-
ina á stjórn landsins eftir aö
kratar sprengdu vinstri stjórn-
ina.
Lágt til lofts
Þeir sem þannig hugsa hafa
af þvi áhyggjur að fólk taki i
vaxandi mæli að spyrja hvort
nokkur ástæða sé yfirleitt til
þess aö Sjálfstæðisflokkurinn sé
svona stór flokkur. Þar er að
verða lágt til lofts, og þröngt tii
beggja handa, og forystusveit
flokksins að verða einlit hjörð
atvinnupólitikusa, fulltrúar
sterkrikrar yfirstéttar og versl
unarauðvaldsins. Launafólk.
fólk úr framleiðsluatvinnuveg-
unum og úr menningar- og fé
lagslifi á þar engan málsvara.
og það mun gera það að verkum
„að réttar ákvaröanir séu tekn
ar á réttum augnablikum”fyrii
„gróöapungana”, hina „rétti
vini” aö baki valdaklikunnar ■
Sjálfstæðisflokknum, sem nú ei
sýnilegri en nokkru sinni fyrr
-ekl
— áb.