Þjóðviljinn - 01.11.1979, Side 6

Þjóðviljinn - 01.11.1979, Side 6
6 SIÐA — ÞJ6ÐVILJINN Fimmtudagur 1. nóvember 1979 TILKYNNING Þeir, sem telja sig eiga bila á geymslu- svæði „Vöku” við Ártúnshöfða, þurfa að gera grein fyrir eignarheimild sinni og vitja þeirra fyrir 15. nóvember n.k. Hlutaðeigendur hafi samband við af- greiðslumann ,,Vöku” að Stórhöfða 3, og greiði áfallinn kostnað. Að áðurnefndum fresti liðnum verður svæðið hreinsað og bilgarmar fluttir á sorphauga, á kostnað og ábyrgð eigenda, án frekari viðvörunar. Reykjavik 30. október 1979. GATNAMÁLASTJÓRINN 1 REYKAVÍK Hreinsunardeild. M íbúð óskast Við erum þrjú saman 26, 21 og 1 árs og okkur vantar 2ja-3ja herb. ibúð i Reykja- vik sem fyrst. Simi 75387 eftir kl. 19 fimmtudag og föstudag. laðberar óskast Vesturborg: Granaskjól — Nesveg- ur (strax) Sörlaskjól — Ægissiða (Strax) Austurborg: Tómasarhagi — Fálka- gata (6. nóv) Melhagi —Neshagi (Strax) Borgartún— Skúlagata (strax) Afleysingar. Múovium 8Í333. Kjörskrá til alþingiskosninga i Kópavogi, sem fram eiga að fara 2. og 3. des. 1979, liggur frammi almenningi til sýnis á Bæjarskrif- stofunni i Kópavogi frá 3. nóv. - 17. nóv. 1979 kl. 9.30-15.00 mánudaga til föstudaga. Kærur vegna kjörskrár skulu berast skrif- stofu bæjarstjóra eigi siðar en 17. nóv. 1979. 1. nóv. 1979 Bæjarstjórinn i Kópavogi. fummmm—aammmmmMma—m—i ... Móðir okkar Valgerður Gisladóttir andaðist á Borgarspltalanum aðfaranótt 27. fyrra mánað- ar. Útför hennar verður gerð frá Dómkirkjunni i Reykjavík mánudaginn 5. þ.m. kl. 13.30. Að ósk hinnar látnu eru blóm og kransar afþakkaðir, en þeim sem vildu minnast hennar er bent á Menningar- og minningarsjóð kvenna, Hallveigarstöðum. Fyrir hönd barna, fósturbarna og annarra vandamanna. Bolli Sigurhansson ...... .............. I I II Hnípið fólk í vanda ÍEr ekki framboð Sjálfetæðis- fflokksins eða sjálfetaeðismannal segir Geir Hallgrímsson um framboð Jóns Sólnessí „ÞAÐ ER ekki framboð sjálfstæðisraanna né lSjálístæðisflokksins,“ sagði Geir HallgH formaður Sjál flokksins í samt blaðamann M« blaðsins i gærkvöi hann var spurður a sérframlxiði Jóns G ness og fleiri í Noi landskjördæmi eysti v.1' „Samkvæmt flokksins jajeða f*f£v6 Framboðslisti Jóns G. Sólness er kominn fram i Norðurlands- kjördæmi eystra og vitnar að sögn kunnugra um að Jón eigi viöa visan stuðning við framboð sitt. í ööru sæti er Sturla Krist- jánsson fræðslustjóri og mun Jón reikna með að slik sam- setning listans tryggi nokkurt fylgi ungs fólks i kjördæminu. Að sögn heimamanna vekur þó meiri athygli aö ifimmta sæti er Friðrik Þorvaldsson forstjóri Norðlenskrar tryggingar. Virö- ist mega álytka sem svo, að ekki sé nærri einróma afgreiösla kjördæmisráðs Sjáifstæöis- flokksins á framboðslistanum með Lárus Jónsson i efsta sæti og Halldór Blöndal f öðru, triíveröug visbending um stuöning Sjálfstæðismanna við hinn opinbera lista flokksins. Jón og stuðningslið hans gera nú kröfu til þess að listi þeirra verði merktur DD; — vilja með þvi beita fyrir sig ákvæði I kosningalögum þar sem gert er ráð fyrir að komið geti fram tveir listar fyrir sama flokkinn. Til þess að svo geti orðiðþarf sá aðili sem tekur ákvörðun um framboð flokksins að samþykkja eöa láta ómótmælt þeim lista sem borinn er fram af öðrum aðila en viðkomandi valdastofnun innan hans. Geir Hallgrlmsson og Lárus Jónsson hafa þegar afneitað lista Jóns Sólnes og segja ekki nema einn lista boðinn fram I nafni Sjálf- stæöisflokksins fyrir norðan. Frambjóöendur hins opinbera lista verða að sjálfsögðu að vera borubrattir og láta engan bilbug á sér finna. Raunsæir menn innan Sjálfstæðisflokksins sjá hins vegar að hér er mikil vandi á höndunum. Ætlar flokkurinn að hafna þeim hundruðum atkvæðasem framboðslisti Jóns G. Sólness kemur til með aö fá? Fari svo að flokkurinn skrifi ekki upp á listann hjá Jóni þá falla atkvæðin sem hann fær dauð. Það er að vlsu mjög mikilvægt I áróðrinum gegn honum en þýðir greinilega um leið að Sjálfstæðisflokkrinn tap- ar þingsæti vegna þess. Hefði hins vegar verið samþykkt að skrifa upp á fyrir Jón, og þannig tryggt að atkvæöi greidd lista hans komi Sjálfstæöisflokknum til góöa, þá gat Jón Sólnes talaö I umboði flokksins alveg eins og frambjóðendur hins listans. Þetta hefði þýtt tvenns konar vandamál fyrir flokkinn. 1 fyrsta lagi gat Jón þá höfðað til allra hugsanlegra kjósenda Sjálfstæðisflokksins og sagt: Það er með öllu áhættulaust að kjósa okkar lista, atkvæðin koma flokknum örugglega til góða. 1 öðru lagi: A sameigin- legum framboösfundum I út- varpsumræðum eða sjónvarps- þáttum sem flokkarnir kynnu að taka þátt i hefði orðið að skipta tíma Sjálfstæðisflokksins I tvennt. Hvor listi hlyti að eiga kröfu á helmingi tfmans. Hinir flokkarnir hefðu aldrei fallist á að Sjálfstæðisflokkurinn fengi tvöfaldan tlma á móti hverjum hinna þó að framboðslistar flokksins væru tveír. Samkvæmt lögum Sjálf- stæðisflokksins munu kjör- dæmisráðin hafa lokaorðið um framboð flokksins. Liggur þvi beinast við að álíta að kjör- dæmisráðið I Norðurlandskjör- dæmi eystra taki ákvörðun um þetta mál. Flokksforystan hefur sjáanlega tekið ákvörðun um að setja Jón út I kuldann, og grætur Geirsarmurinn Kröflukónginn áreiðanlega þurrum tárum. Aðstandendur D-listans jmeð Lárus Jónsson og Halldór Blöndal I fararbroddi eru þvi hnipið fólk I vanda um þessar mundir. Það er áreiðanlega nokkur freisting að skrifa upp á lista Jóns og tryggja þannig að flokknum nýtist þau atkvæði sem hann fær. A hinn bóginn blasir svo við sá vandi að með þvl ætti Jón miklu meiri mögu- leika á að sópa að sér fylgi sem frambjóðandi Sjálfstæðis- flokksins. Hvorugur kosturinn er góður ekki slst vegna þess að báðir þýða það að Halldór Blöndal mun áfram verma varamannabekkina til ómældr- ar gleði fyrir stuðningsmenn Jóns Sólness. ÞRANDUR Músagildran frumsýnd á Selfossi Leikstjóri: Þórir Steingrimsson Leikmynd: Hildigunnur Davíðsdóttir Leikfélag Selfoss frumsýndi fóstudaginn 26. okt. Mdsagildr- una eftir Agöthu Christie. Hús- fyllir var og leiknum frábærlega tekið af hinum þakklátu áhorf- endum sem skemmtu sér konung- lega. Leikstjóra, aðstoðarleik- stjóraogleikmyndateiknara voru i lok sýningar færðir fagrir blóm- vendir og einnig var leikfélaginu færöur blómvöndur frá bæjar- sljórn Selfoss fyrir mikið og gott starf. Starfsemi L.S. er nú I miklum blóma þvi auk þess að frumsýna MúragUdruna er félagiö að undir- búa kvöldvöku sem halda á I lok nóvember. Þá er I deiglunni nánara samstarf leikfélaga og leiklistardeilda á Suöurlandi sem L.S. hefur haft forystu um að koma á eins og fram hefur komið hér I Þjóðviljanum. A aðalfundi félagsins sem haldinn var fyrir stuttu voru yfir 30 manns mættir t og sýnir það best hver áhugi er nú á því menningarhlutverki sem leikfélagið hefur að gegna I byggðarlaginu. Viö þessa uppfærslu á MUsa- gildrunni hefur félagið notið að- stoðar Þóris Steingrimssonar leikstjóra og er þetta annað leik- ritið sem hann leikstýrir hjá L.S. en hiö fyrra var „Hart I bak” efíir Jökul Jakobsson. Er greini- legt að vinnubrögð Þóris hafa sett sterk mörk á áhugaleikara félagsins og skilað þeim fram á viö I leikrænni tUlkun. Stílhrein og vönduð uppfærsla á Músagildr- unni segir miklu meir en mörg oið um áhugasaman leikstjóra sem tekur starf sitt alvarlega og fær okkur öll til að trúa þvf að „Víðar er guð en I Görðum”, þ.e. aö leikhúsunnendur þurfi ekki alltaf að sækja vestur yfir heiöi Sigriður Karlsdótttr sem Casewell. Hörður S. Oskarsson skrifar þá ánægju sem þaö hefur af að njóta góðra leiksýninga. I samfelldu leikstarfi I 21 ár hefur félagið lokkað fram margan frábæran leikara og ekki er nokkurnbilbug að finna, þvi nU eru það hinir yngri sem halda merkinu hátt á lofti. Þóra Grétars sem frú Boyle, Gylfi Þ. Glslason sem Kristófer, Axel MagnUsson sem Paravicini og ungfrú Case- well leikin af Sigríði Karlsdóttur eru svo sannarlega fólk á réttum staö og tUlka á trúveröugan hátt þá séfstöku karaktera sem þarna eru á ferðinni. Jafnvel fótaburður frú Boyle er svo i takt viö týpuna, að allt fas hennar og allur skap- ofei nýtur sln enn betur f kómlskri túlkun á hlutverkinu. Aörir sem koma við sögu I þessu magnaða leikriti Agöthu Christie eru Kristin Steinþórs- dóttir, Pétur Pétursson, Ketill Högnason og Siguröur Lúðviks- Framhald á bls. 13

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.