Þjóðviljinn - 01.11.1979, Qupperneq 15
Fimmtudagur 1. nóvember 1979 ÞJóÐVILJINN — SIÐA 15
Ævintýri á annarri öld
tJtvarpsleikrit vikunnar
heitir „Beatrice og Juana” og
veröur flutt kl. 21.10 i kvöld.
Höfundur þess er Giinter
Eich. Þýöandi er Jón Magnús-
son, en leikstjóri Vaiur Gísla-
son. Meö stærstu hlutverkin
fara Baldvin Halldórsson,
Herdis Þorvaldsdóttir og
Helga Valtýsdóttir. Leikritiö
var áöur flutt 1957 og tekur
rúma klukkustund i flutningi.
Leikurinn gerist bæöi i nútiö
og fortiö og fjallar um viö-
skipti ungs manns og tveggja
stúlkna. Þegar ungi maöurinn
Carlo sér styttu af stúlku I
garöi einum vaknar hann upp
á annarri öld, ef svo mætti
segja, og lifir margs konar
ævintýri, aö nokkru hliöstæö
við þaö sem er aö gerast I nú-
tiöinni.
Giinter Eich var þýskur.
fæddur i Lebus viö ána Oder
árið 1907. Hann stundaði nám i
lögfræöi og kinverskri sögu,
en starfaöi eingöngu sem ljóö-
og leikritaskáld eftir 1932.
Eich fór að skrifa útvarpsleik-
rit um 1950 og markaöi tima-
mót á þvi sviöi i heimalandi
sinu. Mörg leikrit hans eru
dularfull, nálgast þaö jafnvel
aö vera yfirnáttúruleg, en þau
eru alltaf gædd djúpum skiln-
ingi á mannlegu eöli, og hæfi-
legum skammti af gamni er
blandað i alvöruna. Seinustu '
árin sneri Eich sér meira aö
ljóðagerð og sendi frá sér
ljóðasöfn. Hann andaöist áriö
1972. Otvarpiö hefur flutt all-
mörg verk eftir GOnter Eich,
þ.á m. eru „Rakari greifans”,
„Stúlkurnar frá Viterbo”,
„Gestir hr. Birowskis” og
„Tinbrestir”.
Reykjavíkurpistill
1 kvöld hefur göngu slna i út-
varpinu nýr dagskrárlibur,
sem ætlunin er aö veröi á dag-
skrá hálfsmánaöarlega I vet-
ur. Þátturinn nefnist
„Reykjavlkurpistill” og er
umsjónarmaöur hans Eggert
Jónsson, borgarhagfræöingur.
— Þessum pistlum er ætlaö
aö glæöa skilning landsmanna
á hlutverki Reykjavlkur og
höfuöborgarsvæðisins, —
sagöi Eggert i stuttu samtali
við Þjóöviljann. — Ég vil ekki
binda þetta I ákveönar
skoröur, þátturinn er ennþá i
mótun og veröur þaö vafa-
laust áfram. En reynt verður
aö reifa málin út frá mörgum
hliöum.
Ég ætla aö vekja athygli á
umræöum sem nú eiga sér
staö á Noröurlöndum, sér-
staklega I Noregi, um byggöa-
pólitik, og segja frá nýlegum
rannsóknum á þvi sviöi.
Byggöapólitik ber aö aöskilja
frá byggðastefnu. Þegar rætt
er um byggöapólitlk eru allar
forsendur reifaöar útfrá
heildarhagsmunum landsins, I
staö hagsmuna einstakra
svæöa, — sagöi Eggert.
— ih
Útvarp
22.35
Kvöldstund meö Sveini
1 kvöld kemur Sveinn
Einarsson, þjóöleikhússtjóri
aftur I útvarpið með Kvöld-
stundina sina. Hún verður á
dagskrá hálfsmánaöarlega
„eitthvað fram eftir vetri, —
sagði Sveinn, — það fer eftir
áhuga hlustenda og nenningu
minni”.
Sveinn sagöist ætla aö hafa
þáttinn meö svipuöu sniöi og I
fyrra. — Ég leik sigilda tón-
list, og einnig léttari, og rabba
svona I kringum hana viö
hlustendur. Stúndum er ég
með eitthvert ákveðiö þema,
stundum ekki. Ég hef verið
meö allskonar tónlist,
klassiska, visnasöng og jafn-
vel dægurlög, og reynt aö setja
hana I menningarsögulegt
samhengi. Þessir þættir eru
hugsaöir sem leikmannsþank-
ar um tónlist.
— 1 þættingum i kvöld ætla
ég aö vera meö ýmis lög, sem
samin eru viö sama ljóöiö, ólík
lög. Einnig ætla ég aö setja á
fóninn lög i ólikri útsetningu,
— sagöi Sveinn að lokum.
— ih
Utvarp
kl. 22.55
Hringiö í síma 8 13 33 kl 9-5 alla virka
daga eða skrifið Þjóðviljanum
Síðumúla 6, 105 Reykjavík
frá
lesendum
Keflavíkurfundurinn
Valgeir Backmann sendi okk-
ur þessa ljóðrænu frásögn af
Keflavlkurfundi herstöðvaand-
stæðinga — sem meðal annars
minnir á landsfund þeirra um
næstu helgi.
Það var byrjað aö rökkva,
klukkan aö veröa sjö, en þá átti
aö leggja af staö suöur á Kefla-
vikurflugvöll, en þangaö var
feröinni heitiö, samkvæmt áöur
auglýstum fundi. Brotfarar-
staöur Hlemmtorg, einn af
mörgum. Þangaö er ég kominn
að þessu sinni. Sem ég er þarna
aö litast um eftir merki meö
nokkrum baráttuoröum sem
reyndar eru komin nokkuð til
ára sinna, þá reyndist auövelt
aö koma auga á þau, þvi þaö er
eins og þau skýrist meö aldrin-
um, þar til árangur merkingar
þeirra næst aö fullu, vonandi
sem skjótast.
Þaö haföi verið svo til heið-
skirt um daginn, en nú virtust
dökkir skýjabakkar komnir á
loft í suöri, fóru hratt yfir, létu
öllum illum látum og virtust
eins og hafa náö algjörum yfir-
ráðum yfir Miönesheiöi. Eftir-
vænting var áreiöanlega i
brjóstum flestra okkar sem nú
vorum aö leggja af staö til þessa
fundar, sem hefur eflaust átt
sinar rætur I bannfæringu
þeirra aöilja sem töldu flugvall-
arsvæöiö i hættu vegna komu
okkar og höföu margitrekaö til-
kynningar og aövaranir sinar
um alla fjölmiðla, þess efnis aö
engin fundarhöld yrðu leyfö og
yröi viöbúnaður eftir þvi.
Það var ákveöiö aö bllarnir
heföu samleið, en stansa og
samræma hlutina sunnan Hafn-
arfjarðar. Ég horfi út um bil-
rúöurnar min megin og læt hug-
ann reika um leiö og augu min
hvarfla frá einum staö til ann-
ars. Á leiöinni veröa ljósin meö-
fram veginum skærari og skær-
ari, eftir þvi sem myrkriö þétt-
ist. Þau sem næst eru þjóta
framhjá, alveg eins og þau
þyrftu nú á þessari stundu aö
komast sem fyrst I hina áttina
til borgarbúa meö áriöandi
kveðju frá hinum svala andvara
kvöldsins: „Þú veist i hjarta
þér”.
Nú hvflist ytri sjón augans, en
sú innri heldur áfram I sam-
fylgd og meö hraöa hugans,
lengra, enn lengra, um allt
landið okkar. Um byggö og ó-
byggö landvættanna, um gróöur
jafnt sem auðnir, upp til fjall-
anna, til jöklanna, um heiöarn-
ar, til vatnanna, yfir árnar, hjá
fossunum, hjá öllum dýrunum
niöri I dalnum I grænu lautinni
við lækinn, nálægt bænum, þar
sem sungiö er Fyrr var oft I koti
kátt. Inn i bergiö til risans og
dverganna, yfir túniö inn i hól-
inn til álfanna, yfir túngaröinn
niöur i fjöruna aö finna eitthvaö
skritiö og fallegt, út til eyjanna I
friðlýstu hafinu umhverfis. Og
við komum til baka meö fangiö
fullt af baráttukveðjum frá
öldnum sem ungum.
Þaö er myrkur framundan en
viö hinn enda myrkursins, næsti
áfangi: bandarisk herstöö.
Þangað til eru sungnir baráttu-
söngvar. Þegar viö nálgumst
herstöðina, er fólksbilaröö óslit-
in niöur á aöalveg. Viö förum
meöfram þessari röð, upp aö
aöalhliði, en þar er þegar fjöldi
fólks fyrir luktum dyrum. Viö
förum út og upp aö hliöinu, en
farartækjum raöaö neðar viö
vegkantinn. Dagskráin hefst.
Asmundur Ásmundsson for-
maöur samtakanna talar til
fundarmanna, siöan er sungiö
undir logandi kyndlum fundar-
manna, sem þegar höföu staö-
sett þá hingað og þangaö um
svæöiö. Þær slær skemmtileg-
um bjarma á fundarstað. Þaö
hefur myndast mikil stemmn-
ing og auövitaö inn á milli bar-
áttustefiö góöa tsland Ur Nató
herinn burt.
Nú flytur Jón Kjartansson,
formaður verkalýösfélags Vest-
mannaeyja ávarp. Hvassyrtur,
hreinskilinn, ágætis ávarp.
Afram er haldiö stemmningunni
og ávallt undir skemmtilegum
hljóöfæraslætti, ásamt hvetj-
andi hrópum og góðri undirtekt
fundarmanna. Þegar dró aö lok-
umfundarins var eins og fundar-
menn, sumir hverjir væru ekki
aldeilis sáttir viö hiö Isl-ame-
riska snobbsvar frá ráöuneyti
og fleiri aöiljum og afréöu aö
komast a.m.k. inn á hiö vtggirta
svæöi og létu veröa af þvi meö
það sama. Hænsnagirðing var
rofin og inn „brutust” andstæö-
ingar hers og auðvalds i sam-
fylgd rauöa fánans. Sá er fyrir
liöinu fór var hann Jónas Árna-
son alþingismaður, félaginn
sem alltaf er til staöar og aldrei
viröist þreytast á aö hvetja og
leiöbeina. Nú stjórnaöi hann
eins og svo oft áöur, fjöldasöng
þeirra sem sest höföu niöur inn-
an giröingar. Ég verö nú aö
segja þaö hér og nú, eftir aö
hafa bæði reynt þaö og séö á
ýmsum fundum og mótum og nú
siöast þarna suöurfrá, aö hafa
slik áhrif góö og hvetjandi, er
engum lagiö nema honum. En
það er einmitt á slikum augna-
blikum sem þessum, aö mest
reynir á fundarmenn aö ekkert
fari úrskeiðis og þaö tókst svo
sannarlega aö þessu sinni.
Agætis fundur herstöövaand-
stæöinga, sem endaöi meö ferö
út um hliö sem þeir fengu ekki
að fara inn um.
Lifiö heil, félagar.
Sól skal ráöa.
Valgeir Backmann.
1 gær varð Þráinn Karlsson leikari fyrir baröinu á okkur.