Þjóðviljinn - 22.11.1979, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 22.11.1979, Blaðsíða 16
16 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 22. nóvember 1979 4shák Umsjón: Helgi ólafsson Mislitir biskupar Það er kunnara en frá þurfi aö segja að stöður með mislitum biskupum þykja oft ærið jafn- teflislegar. Hinsvegar eru dæmi um að þessu sé þveröfugt fariö. Þannig þykir sóknaraðili oft hagnast á mislitum biskupum og kemur það til vegna þess að biskup varnaraðilans getur ekki „mætt” biskupi sóknaraðilans. Dæmi um hvernig ósamlitir biskupar geta hjálpað sóknar- aöilanum má finna i einni sigur- skáka Ungverjans Sax á milli- svæðimótinu i Rio: Hvftt: G. Sax (Ungv.Iandi). Svart: H. Herbert (Kanada). Sikileyjarvörn: 1. e4-c5 2. Rf3-d6 3. d4-cxd4 4. Rxd4-Rf6 5. Rc3-e6 6. f4-Rc6 7. Be3-Bd7 (Reynslan hefur sýnt að svartur á i vök að verjast eftir hefðbundna framhaldiö 7. — e5, 8. Rxc6 bxc6, 9. f5. Svartur hyggst með texta- leiknum drepa aftur á c6 meö biskup, en gallinn er sá, aö við það veikjast hvitu reitirnir á skáklínunni a2 — g8 tilfinnan- lega.) 8. Df3-e5 9. Rxc6-Bxc6 10. 0-0-Oi-Da5 11. Bc4-Be7 12. Bb3-0-0 13. f5-b5 14. Bg5! (Þekkt aðferð til að ná yfirráöum yfir d5-reitnum. Stjórnandi svarta liðsins virðist algerlega hafa farið s á mis við þá lexiu, sem Fischer gaf mönnum 1 stöðu áþekkri þessari.) 14. .. b4 15. Bxf6-Bxf6 LÖGTÖK Eftir kröfu tollstjórans i Reykjavik og að undangengnum úrskurði verða lögtök lát- in fara fram án frekari fyrirvara, á kostnað gjaldenda en ábyrgð rikissjóðs, að átta dögum liðnum frá birtingu þess- arar auglýsingar, fyrir eftirtöldum gjöldum: Áföllnum og ógreiddum skemmtanaskatti og miðagjaldi, svo og söluskatti af skemmtunum, vörugjaldi af innlendri framleiðslu, vörugjaldi, skipulagsgjaldi af nýbyggingum, söluskatti fyrir júli, ágúst og semtember 1979, svo og nýálögð- um viðbótum við söluskatt, lesta-, vita- og skoðunargjöldum af skipum fyrir árið 1979, skoðunargjaldi og vátryggingaið- gjaldi ökumanna fyrir árið 1979, gjald- föllnum þungaskatti af diselbifreiðum samkvæmt ökumælum, almennum og sér- stökum útflutningsgjöldum, aflatrygg- ingasjóðsgjöldum, svo og tryggingaið- gjöldum af skipshöfnum ásamt skrán- ingargjöldum. Borgarfógetaembættið i Reykjavik, 20. nóvember 1979. Þökkum innilega auðsýnda samiið og vinarhug við andlát og útför systur okkar og mágkonu Guðrúnar Jónsdóttur frá Kringlu, Stigahlið 12. Halidóra Jónsdóttir Valdimar Jónsson Stefán Jónsson Skarphéðinn Jónsson Fanney Benediktsdóttir Margrét Lýðsdóttir Elisa Jónsdóttir. hann á að stlga er sá hviti stór- veldi á d5. Raunar er úrvinnslan eftir þetta vart annað en tækni- legt atriöi, en handbragö Sax er létt og skemmtilegt á að horfa.) 17. .. Hac8 18. h4-Kh8 19. Kbl-Dc7 20. Bb3-a5 21. g4-Be7 22. g5-f6 23. Dh5-Bd8 24. Hhgl-De7 25. Hg3-Bb6 26. Hd2-Bd4 27. Hdg2-a4 28. Be6-Hb8 29. gxf6-Dxf6 30. Hxg7-dxg7 31. Hxg7-Kxg7 32. Dg5 + -Kh8 33. h5-Hb7 34. h6-Bc5 35. f6-Hff7 (Hvítur hótaði 36. Dg7+! Hxg7, 37. hxg7 mát.) 36. Bd5-Hbc7 37. Dg4! Hljóðlátur leikur sem hótar 38. Bxf7 Hxf7, 39. Dc8+ o.s.frv..Þar sem 37. — Hxf6 strandar á 38. Dg8 mát á svartur enga vörn gegn þessari hótun. Hann gafst þvi upp. 16. Rd5-Bxd5 17. Bxd5 (Þá eru mislitu biskuparnir komnir fram og hvilik sjón að sjá styrkleikamun þeirra! A meöan sá svarti veit vart I hvora löppina Fyrst var mönnum kennt á tæki og hnúta innanhúss Mynd: Guðión Norðlenskar björgunarsveitir Að æfingum Frá fréttaritara Þjóðviijans I Hrisey hefur Landhelgispósti borist eftirfarandi pistill: Siðustu helgi I október var efnt til samæfingar björgunar- sveita slysavarnadeildanna á svæðinu frá Hrútafjaröarál að Ljósavatnsskarði. Er það svæði nr. 6, eitt af skipulögðum svæð- um björgunarsveita S.V.F.I. umhverfis landið. Svæöisstjóri á þessu svæði er Gunnar Sigurður Sigurðsson, Blönduósi. Æfingin fór fram i Ölafsfirði og I Ólafsfjarðarmúla. Leið- beinendur voru Siguröur Gunn- arsson og Erlingur Thoraren- sen, báðir úr björgunarsveitinni Ingólfi i Reykjavik. Aðalsvið æfingarinnar var klifur og sig, sem var mörgum þátttakendum ný lifsreynsla. Æfinguna sóttu allt að 35 menn frá 7 björgunarsveitum á þessu svæði, þar af einir 15 frá Ólafs- firði. Margvisleg fyrirgreiösla og veitingar lentu á björgunar- sveitinni Tindi á Ólafsfirði og konum i slysavarnardeiidinni á staðnum og var allt innt af hendi með mestu prýði. Formaður björgunarsveitarinnar er Ari Eðvaldsson. Þetta er önnur æfing sinnar tegundar fyrir sveitir á þessu svæði. Hin var haldin á Dalvlk og nágrenni i september s.l. Guðjón Umsjón: Magnús H. Gislason Og svo urðu menn svellkaidir og iögðu aftur og aftur i þritugan hamarinn. -MyndGuöjón. Hér er leiöbeint viö aö koma sér af eigin rammleik upp spottann. — Sigurður Gunnarsson, nær og til hægri, leiöbeinir. -Mynd:Guðjón. Allt I lagi, vinur, fæturna beina og sestu betur I linuna. Sko, nú ertu alveg örugggur geir Jónsson frá ólafsfirði leiðbeinir Jóhannesi Aslaugssyni frá Hrisey. Sigtryggur Val Mynd: Guðjón.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.