Þjóðviljinn - 20.12.1979, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 20.12.1979, Qupperneq 7
Fimmtudagur 20. desember 1979. ÞJÓÐVILJINN _ SÍÐA 7 Árni Bergmann skrifar um bókmenntir Kristur í skáldsögu Hans Kirk: Sonur reiðinnar. Magntis Kjartansson sneri. Helgafell 1979. Það varð mikill hvellur i fyrra þegar út kom barnabók eftir rauðan Svia, þar sem Kristi var lýst sem uppreisnarmanni (Félagi Jestis). í þeim gaura- gangi vildi það gleymast, að hér var um túlkun að ræða, sem ekki var ný af nálinni. Rithöfundar og sagnfræðingar hafa oftar en ekki lagt það til grundvallar skilningi sinum á lifi og starfi JesU frá Nasaret, að hann hafi veriö eins- konar alþýðuforingi sem starfaði ianda þeirrar heföar, aö lausnari Gyðinga mundi koma á riki réttlætis á jörðunni. Þeir sem svo skrifa geta fundið nóga ritningarstaði til að styðja sitt mál. En hitt er lika rétt, að þeir sem vilja sanna hið gagnstæöa — að Kristur hafi komið til aö boða riki af öðrum heimi geta einnig fundið sér fótfestu i ritningum. Eins og oft fyrr verður JesUs beint og óbeint aö þrætuepli milli þeirra sem þykir gott að geta vis- aðtil hans fordæmis, sinum eigin hugsjónum og lifsskilningi til stuðnings. Ein af þeim skáldsögum sem tengir Jesúm við baráttu gegn kúgunarvaldi, innlendu og er- lendu, er sú sögulega skáldsaga danska kommúnistans Hans Kirks, Sonur reiðinnar, sem nU kemur út hjá Helgafelli i þýðingu Magnúsar Kjartanssonar. Þessi saga er samin á meöan á stóð hernámi Þjóðverja i Danmörku og það liggur fremur beint við að lesa Ut Ur texta höfundar saman- burð og tilvisanir til þess sem er að gerast i kringum hann meðan Hans Kirk hann er að velta fyrir sér rökum pislarsögunnar. Rómverjar, æðstu prestarnir, farisearnir — allir eiga þeir sér hliðstæður 1 þýsku hernámsliöi, i þeim sem taka upp samstarf við hernáms- liðið af þvi þeir vilja bjarga sinu skinni og i þeim sem tala mikið um andóf gegn erlendu valdi en skjóta aðgerðum á frest. Hlíð- stæðu við neöanjarðarhreyfingu á heimsstyrjaldarárunum slðari er þá helst að finna i þeim „vand- læturum” sem hafa slegist i för með JesU frá Nasaret og vona að hann leiði lýðinn fram til sigurs i vopnaðri uppreisn. Munurinn á valdadögum Pilatusar annars- vegar og Werners Bests hins- vegar er þá helst sá, að Jesús Bók um Hofdala-Jónas Bókaforlag Odds Björnssonar lefur gefið út bókina Hofdala-Jónas, og er þetta mikil bók, 454 blaðsiður. Bókina prýða tjöldi ljósmynda, alls 64 myndir. Jónas Jónasson frá Hofdölum i Skagafirði var kunnur hverju mannsbarni i Skagafiröi og á efri árum varð hann þjóðkunnur sem snjall hagyröingur, sagna- og skem mtunarmaður. Bókin skiptist i fjóra hluta: Sjálfsævisögu, frásöguþætti, úr úmsum syrpum og bundiö mál. Minningarnar og frásöguþættirn ir eru með þvi besta, sem birst hefur i þeirri grein. Sýnishornið af ljóðagerð Jónasar er staðfest ing á þeim vitnisburði, að hann væri einn snjallasti ljóðasmiður i Skagafirði um sina daga. Jónas stundaði 18 sumur hliðvörslu við Héraðsvatnabril fremri, á þjóöleiö milli Reykja- vikur og Akureyrar, hóf þar starf 1938, um sextugt, bjó i litlum skúr, sem enn stendur. Hann kunni vel einsemdinni með mánn- lifsþysinn á aðra hönd. Hér fékk hann næði til bókaiðna, og er árangurinn þessi bók. Hofdala- Jónas var af þeirri gæsku gjör að laða að sér fólk, enda var hann að eðlisfari mikill heimsmaður. Langferðamenn af öllum stéttum og stigum áttu glaða stund með Jónasi i skúrnum. Kristmundur Bjarnason fræöi- maður á Sjávarborg og Hannes Pétursson skáld hafa séð um útgáfu bókarinnar. sjálfur á sér enga hliðstæðu i hinu hernumda sambandsrlki Islend- inga. Sumir þeirra sem hafa tekið trésmiðssoninn frá Nasaret inn i skáldverk hafa vikið sér undan þeim þunga sem fylgir margra alda trúarlegri hefð með þvi að láta höfund kristninnar standa til hliðar, þótt svo aöalpersónur verksins standi i skugga hans og taki miö af honum. Hans Kirk fer einskonar milliveg. Hann lýsir nærveru meistara og spámanns og vitnar til nokkurra alþekktra ummæla hans. Um leið gefur hann ekki endanleg svör við þvi hvaða skilning samtiðarmenn hafa á þeim krossfesta (sá skiln- ingur breytist eftir sjónarhorni, stöðu.hagsmunum hvers og eins) né heldur — og það skiptir mestu, hvað Jesú á við, þegar hann i sögunni gengst við þvi að hann sé Messias. Skilningur höfundar er sá, að alþýða manna væntir af honum forystu i uppgjöri við yfir- stétt og hernámsliö — en hann sjálfur, sem og ýmsir stuðnings- menn hans i misrikum mæli, gerir ráð fyrir beinni ihlutun Jahves, guðs ísraels, til að þetta megi takast. Niðurstöðuna er svo að finna hjá Simoni vandlætara, að ósigri og krossdauða loknum — og er I samræmi við það sem Stephan G. segir i frægu kvæði: lýður bið ei lausnarans. „Alþýðan verður sjálf Mesia.” Þetta er allt saman rökrétt út frá þeim forsendum sem Hans Kirkgefur sér. En reyndar er það svo, að eins og mörgum öðrum reynist honum erfitt að hemja persónu Krists innan ramma sögulegrar skáldsögu, glæða hana áhrifamiklu lifi. Styrkur bókarinnar er fremur i lýsingu þeirra aðstæðna sem Messiasar- vonin sprettur upp af. Og skarp- astur og Urræðabestur er penni Hans Kirks þegar hann kryfur til mergjar sjónarmið æðsta prests- ins, Kaifasar, þess sem hatar rómverskt vald, en vinnur með þvi vegna þess að hann er „raun- sær” eða „realpólitikus” og vegna þessað hann óttast jafnvel enn meir en Rómverja að alls- leysingjartakiráðinaf þeim, sem telja sig Utvalda varðveislumenn þjóðernis og trúar. JUdas er einnig vel unnin persóna, og svik hans verða i skáldsögunni miklu „skiljanlegri” ef svo mætti að orði komast en i guðspjöllunum. MagnUs Kjartansson hefur þýtt bókina ágæta vel á það mál sem hæfir vel fjarlægð atburöanna. AB Knut Hamsun Sídasta bók Knuts Hamsuns Bókaútgáfan Stafafell hefur gefið Ut siðustu bókina sem kom frá hendi hins rnikla norska meistara, Knuts Hamsuns. Grasgrónar götur. Þýðinguna gerði Skúli Bjarkan. 1 þessari bók greinir höfundur frá dapurlegu uppgjöri landa hans við hann ef tir striö, þegar sú staðreynd að Hamsun hafði reynst hallur undir Þjóðverja varð til þess að hann var útskurðaður geðveill. Þessi mál hafa fyrir skemmstu veriö vakin upp til nýrrar endurskoðunar i bókeftir Utkomu bókar Thorkilds Hansens um mál Knuts Hamsuns, en sU bókhefur vakið mjög mikla athygli I heimalandi höfundar. En sU bók sem nú er komin er greinargerð og málsvörn hins aldurhnigna skálds sjálfs. /l.viniinningar skagfirsks bónda Margslungið mannlif nefnast aevim inningar Friðriks Hallgrimssonar frá Clfsstaöa- koti i Blönduhlið I Skagafirði. t bókarkynningu segir um höfundinn, sem nú er á niræðis- aldri: „Friðrik er stálminningur, frásögn hans er leikandi létt og hann fer aldrei dult með skoðanir sinar á mönnum og málefnum sinnar samtiðar. Hann er óvenjulega bersögull og hispurs- laus og lætur sér hvergi bregöa þótt skoðanir hans kunni á stundum að stangast á við skoðanir annarra en gegnum frásögnina skin ást bóndans á landinu og gróðurmætti islenskrar moldar.”. Bókin er 202 bls., útgefandi er Bókaforlag Odds Björnssonar. Krakkar — Krakkar! Nú eru komnar tvær bækur um Emfl í Kattholti Seinni bókin heitirNý skammarstrik Emils i Kattholti. Hún segir fyrst frá þvi þegar Emil hellti blóðgumsinu yfir pabba sinn. Siðan tekur eitt skammarstrikið við af öðru og i lokin er sagt frá þvi þegar hann veiddi vondu ráðskuna á fátækrahælinu í úífagryf juna sína. Vilborg Dagbjartsdóttir þýddi báðar badcurnar. Mál og menning Ný skarhmarstrik kmils i katthalti

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.