Þjóðviljinn - 29.12.1979, Qupperneq 2
2 SIÐA — ÞJÖÐVILJINN Laugardagur 29. desember 1979
AF ANNALI 1979
í HNOÐUÐUM LEIR
Ef að betur að er gáð,
ætla ég megi sannast,
að vísindin efla enga dáð,
ættu því að bannast.
Á árinu var tekið mun harðar á nauðgunum
en nokkru sinni fyrr og stráklingur leiddur
fyrir rétt af því að hann hafði sofið í sama
svefnpoka og jafnaldra hans á Þingvöllum í
þrjár nætur í röð og nauðgaði henni á hverri
nóttu. Þetta hafði hann sér til málsbóta:
Til iðrunar ég ekki finn,
undarlegt hvernig er látið.
Þeir stinga mér inn ef ég sting honum inn,
ég stenst bara ekki mátið.
Annars lét lögreglan mjög til sfn taka á
árinu, og var mönnum óspart stungið í
„gæslu" ef þeir voru tregir að játa. M.ö.o:
Oddný Guðmundsdóttir skrifaði ágætt og
tímabært greinarkorn i Þjóðviljann rétt fyrir
jófin undir fyrirsögninni „Dagblað pantar
leirburð" og vekur þar athygli á nokkru sem
raunar hafði farið f ramhjá mér, en það var að
Þjóðviljinn hafði 7. nóvember beðið um vísur
' til birtingar. Bendir Oddný réttilega á það að
nóg séaf leirburðinum í blaðinu fyrir, og leyfi
ég mér að taka undir það í hjartans einlægni.
Þó finnst mér að Oddný hefði að ósekju mátt
minnast lítillega á ágætan vísnaþátt, sem birt-
ist vikulega í blaðinu í umsjá Adolfs Peder-
sens og er nefndur „Vísnamál".
Afturámóti bendir Oddný á það að undirrit-
aður sé ábyrgur fyrir miklu magni af vondum
kveðskap og eru það sannarlega orð í tíma töl-
uð. Hún bendir í greininni á nokkuð sem raun-
ar er löngu vitað, en það er að guð hafi ekki
gefið mér „Ijóðeyra". Oddný mín hefði betur
vitað þétta fyrr. Það vill nefnilega þannig til
að um það leyti sem Adolf Hitler var að berja
á andskotum sínum í öndverðri síðari
heimsstyrjöldinni var Oddný farkennari uppi í
Borgarfirði og tók sér þar m.a. fyrir hendur
annað óhæfuverk, en það var að berja undir-
stöðuatriði islenskrar Ijóðagerðar inní hausinn
á mér, og hefur hún þar ef til vill vakið upp
þann draug sem ekki verður auðveldlega niður
kveðinn.
Til marks um það að guð haf i ekki gef ið mér
„Ijóðeyra" birtir hún síðan í qreinarkorni sinu
þessi Ijóðperlu, sem hann ranglega heldur að
sé eftir mig, en mér persónulega f innst að ég
gæti verið fullsæmdur af:
„Simmi rimmi rimmi bræsling
ísunnanblænum
og sólin á krypplingana skín me — me
Að fá sér skrekkling á stúlkum vænum
og gloggli er konan mín me-me."
Sannleikurinn er sá að ég hef orðið tyrir
umtalsverðum áhrifum af kveðskap Æra-
(Æru-)Tobba, og bera mörg af bestu Ijóðum
mínum því glöggan vott; kannske kem ég að
því siðar.
En af því að nú eru áramót, langar mig að
rif ja upp nokkuð af því merkasta sem fyrir
bar á árinu, sem er að kveðja, og læt fylgja
með svolítið af hnoðuðum leir, sem hefði
sjálfsagt betur verið brenndur.
Árið byrjaði með bravúr á því að áhuga-
söngfólk um óperuflutning færði upp sorgar-
söngleikinn I Pagliacci eftir Leoncavallo, og í
viðtali við óperustjórann, um það hvernig
hægt væri að þekkja góða söngkonu frá
vondri, svaraði hann:
Það sést á góðri söngkonu,
ef svellur hennar barmur
er hún að springa af einhverju
sem á að vera harmur.
Þetta var eins og allir vita í upphafi barna-
árs og varla um annað talað en hve slælega
væri staðið að kynfræðslu í barnaskólum. Þá
var gefinn út litill bæklingur handa heldri-
mannabörnum um það hvernig ætti að gera
„hitt" án þess að úr yrði barn. Formálinn
hijóðaði svona:
Viljirðu ekki eiga börn
öruggt ráð ég þekki
Góð er talin getnaðarvörn
að gera það bara ekki.
Um þessar mundir birti einn af rómuðustu
vísindamönnum þjóðarinnar þá hávísindalegu
niðurstöðu í Þjóðviljanum að dauðsföll væru
helmingi algengari hjá reykingamönnum en
þeim sem ekki reyktu. Einhverjum datt þá
eftirfarandi í hug:
Þó hulið sé margt í heimi hér,
held ég megi segja:
Fullvíst talið ennþá er,
að eitt sinn skal hver deyja.
Og einhverjum sem blöskraði hundaló-
gikkin í vísindunum, þótti þessi staka viðeig-
andi:
Ef magnast glæpagrunurinn,
gerast löggur kátar.
Þær setja bara einhvern inn
sem endanlega játar.
Þegar svo komið var framá sumar vakti
Kirkjuritið athygli á þeirri alkunnu staðreynd
að Þjóðviljinn væri eina dagblaðið sem gerði
kristni og kirkju í landinu verðug skil.
Morgunblaðsmenn urðu æfir, sérstaklega eft-
ir að þessi vísa hafði verið f lutt í stólræðu eins
af höfuðklerkum þjóðarinnar:
A Mogganum er mesta puð,
menn þar trúa ekki á guð.
En eitt er víst og það er það,
að Þjóðviljinn er kristið blað.
Og þá er aftur komið að Þjóðviljanum og
leirhnoðinu, sem þar hefur eftir mig birsf.
Það hef ur sannarlega aldrei f lökrað að mér að
ég ætti frátekið sæti á skáldabekk íslensku
þjóðarinnar og get víst tæplega talist hagyrð-
ingur vegna þess hve ósýnt mér er um það að
ríma og setja stuðla og höf-uðstaf i í áhersluat-
kvæðum. Sannleikurinn er bara sá að ég hef
óskaplega gaman að svonefndri hvínandi
dellu og þess vegna hefur legið svona vel á
mér á árinu 1979, því ekki hef ur dellan látið á
sér standa.
Og ef ég get gert mér nokkra von um að mér
takist að framleiða marktæka (eða
ómarktæka) hvínandi dellu, þá áskil ég mér
rétt til að taka mér eins mikið af
skáldaleyfum og þurfa þykir.
Og að endingu vil ég svoóska Oddnýju minni
(sem ég hef alltaf elskað og virt, frá því hún
kenndi mér að yrkja) alls velfarnaðar um alla
framtíð og sendi henni litla hortittavísu með
skáldaleyf um:
Oddný, þú er orðin full-
illa skiljandi.
Alltaf þegar ég yrki bull
er það viljandi.
Gleðilegtár!
Flosi.
Áramótahugleiðing um
jólahugleiðingu Hjalta
Sem súsialisti utan Alþýftu-
bandalagsins yildi ég gera at-
hugasemdviö hugleiöingu Hjalta
Kristgeirssonar I bjóöviljanum i
gær.
Hjalti varar eindregiö viö þvi,
aö Alþýöubandalagiö taki tilboöi
Sjáifstæöisflokksins um skyndi-
brullaup. Þaö erútaf fyrir sig gott
og blessaö. En þvi þyrfti viö aö
bæta, aö jafnfráleitt eöa enn frá-
leitara er aö ganga i sæng meö
Alþýöuflokknum, jafnvel þótt bit-
ur brandur Framsóknar liggi á
milli. Af slikum mökum saurgast
mennmeir en skiptum viö hrein-
skilinn andstæöing. Þaö heföi t.d.
veriö illskárra aö fallast á tima-
bundiö óbreytt ástand I hernáms-
málunum I samningi viö i'haldiö
en Framsókn og krata. Þaö heföi
fólk skiliö.
Þaö er meö hættulegri blekk-
ingum aö kalla kratana verka-
lýösflokk i'málgögnum sósialista.
Þótt þeir eigi eitthvert fyigi I
launamannasamtökunum, á
ihaldiö þaö ekki sföur. Af tvennu
illu væri skárra aö hafa samvinnu
viö Ihaldiö en krata. Þaö fengist
Árni Björnsson: Látum ekki svo
sem kratar séu skárri en fhaldiö.
sjálfsagt lélegri og óloönari mál-
efnasamningur á pappirnum. En
þaö væri þó von til, aö viö hiö iitla
væri staöiö. thaldiö getur leyft
sjálfu sér aö vera flott. Þaö má
hins vegar aldrei treysta þvi, aö
kratar standi viö neitt, nema
Ihaldiö leyfi. Og þaö gerir fhaldiö
ekki utan stjórnar.
Best er aö vera laus viö hvort
tveggja. En fyrir alla muni látum
ekki svo sem kratar séu skárri en
ihaldiö.
Arni Björnsson
Símahappdrœttið
Leiðrétting
Ein prentvilla var i vinnings-
númerum í simahappdrætti
Styrktarfélags lamaöra og fatl-
aöra i blaöinu I gær. 92-01054 fékk
ekki vinning, heldur númer 91-
01154. Þetta leiöréttist hér meö.