Þjóðviljinn - 29.12.1979, Qupperneq 3
Laugardagur 29. desember 1979 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 3
Ellert var
misboðið
Sérfrœðiþekking hans ekki talin
einhlit i útvarpsráði
Ellert B. Schram al-
þingismaður og iþrótta-
frömuður sat hjá við at-
kvæðagreiðslu i út-
varpsráði i gær um
ráðningu auka umsjón-
armanns með íþrótta-
efni i sjónvarpi og lét
bóka, að það gerði hann
Ellert Schram
af þvi að ekkert tillit
væri tekið til skoðana
hans um þetta efni.
Hinir ráöamennirnir sex sam-
þykktu tillögu Emils Björnsson
fréttastjóra um aukna fjölbreytni
i framsetningu og samsetningu
iþróttaefnisins meö aö fá sér-
hæföa menn til aö lýsa iþróttaviö-
buröum i greinum sem mest eru
stundaöar hérlendis eöa krefjast
sérfræöiþekkingar og ennfremur
aö fá sérstakan umsjónarmann til
aö annast annanhvern mánu-
dagsþátt, ma. til aö létta óhóflegu
vinnuálgi af fastráöna Iþrótta-
fréttamanninum.
Tillaga Emils byggist á niöur-
stööum mikilla umræöna sem aö
undanförnu hafa fariö fram i Ut-
varpsráöi um iþróttaefni sjón-
varpsins, þar sem ma. hefur
komiö fram sá vilji, aö innan
iþróttatimans, sem er 12-15% af
útsendingartima sjónvarpsins i
heild sé sinnt sem flestum grein-
um og þám. almenningsiþróttum,
en einstaka greinar sitji ekki i al-
geru fyrirrúmi, þótt vinsælar séu
af mörgum. Ellert B. Schram
hefur ekki tekiö þátt i þessum
umræöum vegna kosninganna og
kom i ljós i gær, aö hann telur
engar sérstakar almennings-
iþróttir til staöar, Iþróttahreyf-
ingunni misboöiö meö frásögnum
af sliku og sjálfum sér misboöiö,
meö aö fara ekki aö hans vilja i
þessu efni sem sérfræöings.
-vh.
Fyrir nokkrum árum horföi svo aö stúdentshúfur iegöust af enda þótti enginn róttækur nema aö hafna
slikum skólasiöum. Nú viröist stúdentshúfan hafa náö sinum sessi á ný ef dæma má af bessari mynd af
jólastúdentum Fiensborgar. — Ljósm.: Troels Bendtsen. -----------------------------
Húfurnar settar
upp fyrir jólin
Skólaslit haustannar I Flens-
borgarskóla fóru fram fimmtu-
daginn 20. desember s.I. og voru
þá brautskráöir 37 stAdentar frá
skólanum.
Meirihluti hinna nýju stúdenta
haföi lokiö námi á 7 námsönnum
(3 1/2 ári), en sumir á 9 náms-
önnum og einn á 5 önnum, sem er
óvenjulegt námsafrek.
Stúdentarnir skiptast þannig á
brautir aö 4 eru af eölisfræöi-
braut, 10 af náttúrufræðibraut, 1
af báðum þessum brautum i senn,
4 af málabraut, 2 af félagsfræði-
braut, 9 af uppeldisbraut og 7 af
viðskiptabraut.
Bestum námsárangri náöu
Steinunn Hauksdóttir, náttúru-
fræöibraut, sem lauk prófi eftir 7
anna nám, en hún hlaut 44 A og 7
B i einkunn, og Höskuldur Björns-
son, eðlisfræðibraut, sem hlaut 39
A, 13 B og 2 C, en lauk prófi eftir
aöeins 5 anna nám i skólanum (2
1/2 ár).
A önninni stunduöu um 550
nemendur nám i skólanum á
framhaldsskólastigi, og um 230
eru i 9. bekk grunnskóla, þannig
aö samtals voru i skólanum um
780 nemendur. Kennarar eru liö-
lega 60. Skólameistari er Kristján
Bersi ölafsson.
Ragnar Björnsson
Ragnar til
Fóstbræöra
Ragnar Björnsson organ-
„Þar sem eldur-
inn aldrei deyr”
Afhent teppi Asgeröar Búadóttur á
Norrœnu menningarmálaskrifstofunni
Stjórn Mæörafélags Reykjavfkur og stjórn og starfsfólk Heilsu-
verndarstöövarinnar, þegar gjöfin var afhent.
Mæðrafélagið gefur fósturhlustunartæki
„Vefnaöinn kalla ég ,,Þar
sem eldurinn aidrei deyr".
Nafniö er tviþætt, og helgast
annar þátturinn lslandi, þar
sem eldurinn undir býr, en hinn
er í symbólskri merkingu, um
þann eld eöa aflgjafa sem
Menningarsjóöur Noröurlanda
á aö vera og er i norrænni list og
menningu”.
Þannig lýsti Asgeröur Búa-
dóttir veggteppi sinu, sem hún
var ráöin til aö gera handa
Norrænu menningarmálaskrif-
stofunni i Kaupmannahöfn, viö
afhendingu þess i fundarsal
skrifstofunnar i Snaregade 10 i
Höfn 17. desember s.l.
Verkið er þannig til komiö, aö
stjórn Minningarsjóös Noröur-
landa ákvaö á sinum tima aö
verja allt að 50 þús. danskra
króna til þess að kaupa lista-
verk handa Menningarmála-
skrifstofunni i Kaupmannahöfn
frá aðildarlöndum sjóðsins. Var
forstjóranum Klas Olofsson, og
ráöuneytisst jóra danska
menntamálaráöuneytisins, Ole
Perch Nielsen, faliö aö annast
framkvæmd málsins. Eftir
athugun töldu þeir hentast aö
velja eitt listaverk og ákváöu aö
leita eftir að fá geröa vegg-
ábreiðu á Islandi. Var sú
tilhögun samþykkt á fundi
sjóösstjórnar i júni 1978, og
Asgeröur síðan fengin til aö
leysa verkiö af hendi.
Viöstödd afhendinguna var
sjóösstjórnin, sendiherrar
Norðurlanda i Kauömannahöfn
og fleiri gestir og þess má geta,
að I fundarsal Menningarmála-
skrifstofunnar er auk vegg-
teppisins stórt og fagurt
málverk eftir Asgrim Jónsson
sem Ásgrlmssafn lánaöi
menntamálaráöuneytinu handa
skrifstofunni.
Nýir tímar kalla á
ný verkefni
Asgeröur Búadóttir.
5.janúar n.k. verður opnuö
sýning listamannahópsins
„Koloristerne” i Kauð-
mannahöfn og mun Asgeröur
Búadóttir taka þátt i henni og
sýna þá m.a. þetta teppi.
Hinn 7. desember s.l. af-
henti stjórn Mæðrafélags
Reykjavíkur, mæðradeild
Hei Isu vernda rstöðvar
Reykjavikur, að gjöf tvö
fósturhlustunartæki af
vandaðri gerð.
I ávarpi sem formaöur mæöra-
félagsins flutti viö afhendingu
gjafarinnar raktibún m.a. aö fé-
lagið var stofnað 1936 til þess aö
vera vinur og stoö einstæöra
mæöra og barna, barðist ma.
fyrir tilkomu barnaleikvalla, sem
þá voru nær óþekktir i borginni,
og hefur alla tiö látiö trygginga-
lögin og framkvæmd þeirra sig
miklu skipta og lagt sitt til mála.
Félagiö stóö fyrir rekstri sumar-
dvalarheimila fyrir börn, um
langan tima i Rauöhólum, og viö-
ar i samvinnu viö Verkakvenna-
félagið Framsókn.
Mæörafélagiö vill meö gjöfinni
þjóna upprunalegum tilgangi fé-
iagsins en jafnframt aðlaga sig aö
nýjum timum sem kalla á ný
verkefni.
Núverandi stjórn mæörafélags-
ins skipa: Margrét Þóröardóttir,
formaöur, Brynhildur Skeggja-
dóttir, Rakel Björnsdóttir, Guð-
björg Magnúsdóttir, Stefania Sig-
urðardóttir, Ágústa Erlendsdótt-
ir, Maria Björnsdóttir.
Helgi Hálfdanarson:
ATHUGASEMD
I þessum mánuöi hefur Þjóö-
viljinn tvivegis birt erlend ljóö i
minni þýöingu og i bæöi skipti
meö svo slæmum villum, aö
ekki verður viö unaö? enda er
ekki auðséö, aö um prentvillur
sé aö ræöa.
í Jólablaði Þjóöviljans (hinu
fyrsta) birtist kinverskt
smáljóö, sem i þýöingasyrpu
minni, Kinversk ljóö frá liönum
öldum.nefnist Fæddur sonuren
er þarna nefnt Sonur fæddur,
hvaö sem þeirri breytingu
veldur. Þar hefur afleit prent-
villa slæözt inn i fjóröu ljóðlinu,
sem aö réttu lagi átti að vera:
„af sjálfs min gáfum spilltan”.
Og I dag, 22. desember, er birt
þýöing min á ljóöi Josephs
Mohrs, Stille Nacht.Þar er bæöi
fyrirsögn og ljóölinuskipan
breytt frá minni gerö, enda er
ljóðið birt i blaöinu eftir skot-
spónafrétt og án samráös viö
mig. Hitt er þó enn verra, aö
hroðaleg prentvilla, sem
brenglar allri boðlegri mein-
ingu, hefur oröiö i næstsiöustu
ljóölinu;en aö réttu lagi átti hún
aö vera: „Enn er friöar aö leita
til þin.”
Með þökk fyrir birtingu á leið-
réttingum þessum.
Reykjavik, 22.desember 1979
Helgi Hálfdanarson.
isti hefur veriö ráöinn söng-
stjóri Fóstbræöra frá ára-
inótum og segir i frétt frá
kórnum aö bundnar séu
miklar vonir um góöan
árangur i samstarfi viö
hann.
Ragnar Björnsson er þjóö-
kunnur af störfum sinum aö
tónlistarmálum. Hann var
stjórnandi Fóstbræöra nær
óslitiö á árunum 1954-1970,
stjórnar nú jólaóperu Þjóö-
leikhússins og er skólastjóri
Nýja tónlistarskólans.
Jafnframt þessu mun
veröa ráöinn aöstoöarsöng-
stjóri til kórsins, sem m.a.
mun annast um stjórn á
æfingum. Helsta verkefni
framundan hjá Fóst-
bræörum eru samsöngvar
fyrir styrktarfélaga kórsins
og mun veröa bryddaö upp á
ýmsum nýjungum sem miöa
m.a. aö fjölþættara verk-
efnavali. —AI
Engin skemmtun
á vegum LMF
Framkvæmdastjórn L.M.F. vill
af gefnu tilefni taka fram eftir-
farandi:
1) Sambandiö stendur ekki
fyrir neinni skemmtun fyrir
félagsmenn núna um áramótin.
2) óheimilt er aö bendla nafn
sambandsins viö eitt eöa neitt,
nema meö samþykki stjórnar ’
L.M.F.
Framkvæmdastjórn L.M.F. og
stjórn S.-L.M.F. óska félögum og
landsmönnum öllum farsæls
komandi árs.
(Frá L.M.F. (Landsambandi
mennta- og fjölbrautaskóla-
nemenda.)
Leiðrétting
við Leiðara
í forystugrein blaösins i gær
féllu niöur tvö orö úr textanum og
veldur þaö misskilningi. Rétt er
setningin sem hér segir: „Sagan
af tollheimtumanninum og
fariseanum sem barði sér á brjóst
og þakkaöi guöi fyrir aö vera ekki
eins og hinir kom óneitanlega upp
i hugann.”