Þjóðviljinn - 29.12.1979, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 29.12.1979, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 29. desember 1979 Laugardagur 29. desember 1979 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 9 Frá fundi farandverkafólks I Vestmannaeyjum 14. júli I sumar. Ljósm. Leifur. Úr Dagbók farand- verkafólks 1979 A sumarvertiðinni ’79 i Vest- mannaeyjum tók farandverka- fólk, bæöi sjómenn og landverka- fólk, aö ræöa um kjör sin og rétt- indi. Þessi hópur samanstóö af fólki er hafði sumt hvert um --^nokkurra ára skeiö unnið i hinum ýmsu landsfjóröungum viö fisk- vinnu og veiðar, en aðrir voru að stiga sin fyrstu spor á vinnu- markaönum. Eitt voru allir sam- mála um, kjör farandverkafólks í fiskiönaöi eru afar bágborin. Þvi ákvaö þetta farandverkafólk að hefja baráttu sina fyrir auknum réttindum. 7/7 ’79 1 dag var haldinn fundur far- andverkafólks i Vestmannaeyj- um ásamt fulltrúum verkalýösfé- laganna þar. Fundurinn sam- þykki kröfur i 8 liöum um aukinn rétt farandverkafólks. Jafnframt var skoraö á verkalýösfélögin að styðja baráttu farandverkafólks. 10/7 Einn af talsmönnum farand- verkafólks i Vestmannaeyjum er rekinn úr vinnu fyrir aö ræða kröfur farandverkafólks á vinnu- staö sinum, Vinnslustööinni h/f. 12/7 Miöstjórn ASt gefur út yfirlýs- ingu um stuðning við baráttu far- andverkafólks. Þjóðviljinn 12/7: „Miöstjórn ASI mun stuðla aö þvi að gerður verði sérstakur rammasamningur um kjör far- andverkafólks fyrir næstu samn- inga.” 14/7 Fundur haldinn i Alþýðuhúsi Vestmannaeyja um málefni far- andverkafólks. Mættir voru full- trúar atvinnurekenda og verka- lýðsfélaganna i Eyjum, formaður Verkamannasambandsins ásamt blaðafulltrúa ASI. A annað hundrað manns sátu fundinn. Fundurinn lýsti yfir fullum stuðningi við kröfur farandverka- fólks og skoraði á atvinnurekend- ur aö taka aftur brottrekstur á talsmanni farandverkafólks. 17/7 Frétt i Þjóöviljanum: //Formaður Verkamanna- sambandsins sagði m.a. á fundi farandverkafólks i Eyjum 14/7, að hann kvaðst ekki sjá neina al- varlega annmarka á aö hrinda kröfum farandverkafólks i fram- kvæmd. Hann brýndi fólk til bar- áttu og sagði að menn yrðu aö vera á veröi svo málið sofnaöi ekki i nefndarfargani. Hann und- irstrikaði jafnframt að þessi bar- átta tengdist baráttu alls lág- launafólks i landinu. 17/7. Þjóðviljinn sagöi i dag að I gær heföi forstjóri Vinnslustöövarinn- ar h/f i Eyjum dregiö uppsögn sina á einum farandverkamanni til baka. 2/8 Þjóöviljinn. ,,,Tvær isl. farandverkakonur i Kaupmannahöfn vekja athygli á slæmum aðbúnaöi og kjörum isl. verkafólks þar ytra, og leggja fram ákv. hugmyndir til úrbóta. Að isl.i vinnu erlendis gangi i við- komandi verkalýðsfélög. Að A.S.Í. hafi ávallt á reiöum höndum nægar upplýsingar um samninga og kauptaxta fyrir isl. verkafólk sem starfar erlendis og gegni upplýsingaskyldu gagn- vart þvi.” t september Verkamannasambandið býður talsmanni farandverkafólks að fylgja eftir kröfum þess á 9. þingi VMSt. 11/10 Farandverkafólk i Eyjum efnir til samskota meðal félaga sinna til þess aö geta sent sérlegan full- trúa sinn, Björn Gislason sjó- mann, á 9. þing VMSt. Yröu full- trúar þess á þinginu þar með tveir. 12-14/10 Þing VMSl á Akureyri. Þingið lýsir yfir fullum stuðn- ingi við kröfur farandverkafólks og ályktar að framkvæmda - stjórn taki þær til nánari umfjöll- unarog skili áliti inn tii aðildarfé- lagannna ekki siðar en um ára- mót. Jafnframt er samþykkt að framkvæmdastjórn skipi 3ja manna nefnd um málefni farand- verkafólks. Formaður Verkamannasam- bands Islands lofar að beita sér fyrir tafarlausum aðgerðum, strax um haustið, til að minnka hinn svivirðilega háa fæðiskostn- að i mötuneytum hinna ýmsu ver- búða. Um mánaðamót okt. nóv. Framkvæmdastjórn VMSt samþykkir að birta i öllum helstu fjölmiðlum landsins skýrslu um fæðiskostnaö I mötuneytum ver- búða og gera samanburð á fæðis- kostnaöi i starfsmannamötuneyt- um annarra stétta. Einnig var samþykkt að 3ja manna nefnd um málefni farand- verkafólks skuli skipuð. (Voru þetta hinar tafarlausu aðgerðir til þess að lækka fæðis- kostnað farandverkafólks og rétta hlut þess? Þess má geta að hvorug þessara samþykkta hafa enn orðið að veruleika.) 25/11 Baráttuhópur farandverkafólks á Faxaflóasvæöinu sendir frá sér dreifirit er inniheldur harðoröa gagnrýni á aðgerðarleysi verka- lýösforystunnar og átelur hana fyrir sofandahátt i málefnum þess. Sjómannasambandið er einnig gagnrýnt fyrir þaö að hafa hundsað baráttumál farand- verkafólks algjörlega þrátt fyrir aö yfir helmingur farandverka- fólks i fiskiönaöi séu sjómenn. Baráttuhópurinn gagnrýndi i dreifiriti sinu, hvað einstakir for- ystumenn i verkalýðshreyfing- unni væru uppteknir af flokks- pólitisku valdabrölti og virðast litt mega vera að sinna „barátt- unni um brauðið.” 20-30/11 Ráöstefna i Vestmannaeyjum um verkafólk i sjávarútvegi. Ráðstefnan lýsti yfir fullum stuðningi við kröfur farandverka- fólks og itrekaði að verkalýösfor- ystan yröi að standa við gefin lof- orð um aðgerðir fyrir bættum kjörum farandverkafólks. For- maður Sjómannasambandsins lýsti þvi yfir á ráðstefnunni aö hann gæti ekki stutt kröfur far- andverkafólks i nafni Sjómanna- sambandsins, þar eð hann treysti sér ekki til aö fylgja þeim eftir. 9-11/12 Kjaramálaráðstefna ASt. Ráöstefnan minntist ekki einu orði á málefni farandverkafólks. Baráttuhópur farandverkafólks Staðaní dag Eins og sjá má að þessum dag- bókarslitrum þá hafa málin ekki náð eins langt og vonir stóðu til. En meirihluti verkalýöshreyfing- arinnar hefur viðurkennt rétt- mæti krafna farandverkafólks og sent frá sér fjölda stuðnings.vfir- lýsinga og loforða um aðgerðir til aö rétta hlut þess. En það furðu- lega er að fram að þessu hefur ekkert orðiö um efndir. Ekki bólar á aðgerðum gegn háum fæðiskostnaði er átti að fram- kvæma i haust. Nefndin um málefni farandverkafólks hefur ekki enn séð dagsins ljós. Fyrri hluti kjaramálaráöstefnu ASl nefnir málefni farandverkafólks ekki einu orði, þrátt fyrir ákveðnar yfirlýsingar um aö gera sérstakan rammasamning fyrir farandverkafólk i komandi samn- ingum. Hvers vegna verður ekkert um efndir? A opinberum vettvangi hefur ekki komiö fram ein einasta gagnrýni á réttmæti krafna farandverkafólks. Þvert á móti hafa þeir aðilar sem hlut hafa átt að máli að sjálfsögöu lýst yfir stuöningi við baráttu þessa hóps nema Sjómannasambandið. Þetta mál er allt að vera dálitið furðulegt. Þar sem seinni hluti kjara- málaráöstefnu ASt á eftir að fara fram, er kannski ekki öll von úti. Siöari hluti kjaramálaráð- stefnu ASl hlýtur aö móta þann rammasamning fyrir farand- verkafólk eins og lofað var i sum- ar. ASt hlýtur að fylgja eftir málefnum farandverkafólks i komandi samningalotu. Kröfur farandverkafólks eru: A. Að húsnæði þaö sem ætlað er farandverkafólki til ibúðar, standist ströngustu kröfur núverandi reglugerðar öryggis- og heilbrigðisyfirvaida. Jafn- framt er þess krafist að sú reglu- gerð verði endurskoðuö, enda ganga þær reglur alit of skammt. B. Að kosinn verði trúnaðar- maður í hverri verbúð, sem jafn- framt verði tengiiiður farand- verkafólks viö viðkomandi stéttaiw félög. Slikum trúnaðarmönnum vcrði tryggöur sami réttur og öðrum trúnaðarmönnum stéttar- félaganna. C. Að atvinnurekendur greiði feröakostnaö farandverkafólks til og frá heimabyggð þess. Einnig veröi gert ráð fyrir þvi, að far- andverkafólki verði tryggöar ferðir, t.d. á eins mánaðar fresti til og frá heimabyggö þess, þvi aö kostnaðarlausu. D. Að farandverkafólki í fisk- iönaði verði séð fyrir frlu fæði iikt og tiökast I öðrum atvinnugrein- um þar sem fólk vinnur fjarri heimabyggð sinni. E. Að réttindi farandverkafólks verði tryggð til jafns við rétt full- gildra meðlima I stéttarfélög- unum, t.d. hvað varðar rétt til greiðsiu úr sjúkra- og styrktar sjóðum, v e r k f a 11 s b ó t a , atvinnuleysistrygginga og at- kvæöisrétt I kjaradeilum. F. Að rammasamningum verkalýösfélaganna verði snúið yfir á ensku fyrir þau hundruð er- lendra farandverkamanna er hér vinna. G. Að verkalýðsfélögin hafi ávallt á reiðum höndum nægar upplýsingar um samninga og kauptaxta fyrir islenskt verka- fólk sem starfar erlendis og gegni upplýsingaskyldu gagnvart þvl. Kröfur þessar voru sam- þykktar á fundi farandverkafólks i Vestmannaeyjum 7. júli s.l., að undanskildum tveim siöustu sem hafa mótast siðar. Kröfunum er beint að ASI, VMSI og Sjómanna- sambandinu. Baráttuhópur farandverkafólks. \ Svipmyndir frá barnaárinu Úr Hrísey Frá fréttaritara Þjóðviljans í Hrisey, Guöjóni Björnssyni. Hrisey er 300 manna þorp og þar eru að sjálfsögöu börn, sem vilja fá sín tækifæri sem börn annarsstaðar, eiga sina stóru drauma og óskir, daprar stundir og ánægjulegar. Skyldu þeim hafa áskotnast einhverjir mögu- leikar eöa draumar þeirra hafa ræstá barnaárinu umfram önnur ár? Hvað samfélagiö áhrærir verður svariö liklega neikvætt. En þau eru sögö hafa meira fæöi ogklæðiennokkrusinniáöur; þau þurfi ekki að hefja brauðstritið svo ung sem fyrrum og hafi nægan tlma til aö lifa og leika sér. Ef grannt er skoðað hefur samt timinn sem þeir eldri telja sig geta fórnaö börnum fariö minnkandi og er h æpiö að ætla að þaö sé hægt aö bæta meö fjár- hagslegum gæðum. Séu möguleikar og kjör barna i Hrisey sem og annarra dreif- býlisstaða borin saman við þaö sem börn stóru þéttbýlisstaðanna hafa er ljóst, að þau hafa mun frjálsari og hollari aögang að umhverfi sinu og náttúru. Hins- vegar er félagslegur veikleiki dreifbýlisins til að uppfylla ýmsa sérmenntunar- og tómstunda- möguleika ótviræöur. Þó verður þvi ekki neitað, aö þar geti oft verið þröngsýni um aö kenna. Litum nú á nokkrar myndir frá þvi ári sem nú er að ljúka er sýna athafnir og árangur barnanna i Hrisey og geta sjálfsagt verið dæmigerðar fyrir fjölmarga aðra hliðstæöa staöi.-Guöjón. Kötturinn er sleginn úr tunnunni á öskudaginn, þó að I tunnunni sé að visu venjulegur máfur. Slðan ganga börnin um þorpið Ihinum margbreytilegustu gervum og syngja fyrir fólk. Þau hafa þá með sér rúmgóðan bauk og áskotnast aurar I ferðasjóð skólans. — Þessi siður er yfirleitt tileinkaöur Akureyri, en þekkist samt viðar. Þegar sól var hæst á lofti var athafnaþráin óstöðvandi. Þá var reist kofaþorpið Heiðargarður og unniö langt fram á kvöld. Þar var bæjarstjóri, og sumir sögðu bæjarstjórafrú, löggustjóri og mas. slökkviliðs- stjóri. tbúarnir aðeins úrvalsfólk sem vera ber i fyrirmyndarþorpi. Hér sjást nokkrir þeirra hamingju- samir á þaki bæjarstjórabústaðarins. t haust hófst I fyrsta skipti tónlistarkennsla i Hrisey og fer hún fram með aöstoð tónlistarskólans á Ak- ureyri. Hér sést meirihluti nemenda meö kennara slnum, Gunnari Randverssyni. Hún Alexandra Kjuregei er frá Jakútlu, einu af So vétlýðveldunum. Hún kom til Hrfseyjar til að kenna börnunum leikræna tjáningu. Að námskeiðinu loknu söng hún fyrir þau eina kvöldstund og átti athygli þeirra óskerta. t upphafi dansleikja I Hrísey fá börninigjarna að hafa útaf fyrir sig fyrstu einn til tvo tlmana og dansa eftir „alvöruhljómsveit”. Þessi listaverk eru frá siðustu skólasýningu og ber þar margt á góma.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.