Þjóðviljinn - 29.12.1979, Síða 10
10 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 29. desember 1979
Tívolísólir
ogfossar
Æ
FlugeldamarkaÓir
Hjálparsveita skáta
SINE-félagar
Fyrri jólafundur SINE verður haldinn
laugardaginn 29. des. i Félagsstofnun
stúdenta v/Hringbraut kl. 14.00.
Dagskrá:
1. Sameining SlNE-og Stúdentablaðsins.
2. Ferðamál.
3. Kjörskrármál.
4. Gjaldeyrismál.
5. Framfærslukostnaðarmat námslána.
6. önnur mál.
Stjórn SÍNE
Blikkiðjan
Asgaröi 7, Garöabæ
onnumst þakrennusmiöi og
uppsetningu — ennfremur
hverskonar blikksmíöi.
Gerum föst verötilboö
SIMI 53468
Jólatrésskemmtun
Hins íslenzka prentarafélags
verður haldin á morgun,
sunnudaginn 30. des.,
í Lindarbæ, Lindargötu 9
Skemmtinefnd HIP
Viðyörun vegna sprenginga
Heyrnar- og talmeinastöð
islands hefur sent frá sér
eftirfarandi viðvörun:
Vegna áramóta þykir
sérstök ástæða til að vara
fólk við afleiðingum
sprenginga. Munið að
heyrnartap er algerlega
óbætanlegt. Auk þess geta
ýmiskonar önnur slys
hlotist af sprengingum.
Foreldrar. Reynið að
koma í veg fyrir að börnin
séu með Kínverja eða
aðrar sprengjur og að þau
forðist þá,
um hönd.
sem hafa slíkt
Athugið að flugeldar
geta einnig verið hættu-
legir. Þeir eiga það til að
springa með háum hvelli í
stað þess að fara á loft.
Blys, sólir og annað þess
háttar hefur einnig valdið
alvarlegum slysum, ef
fyllstu varúðar er ekki
gætt. Fjölmargir, einkum
börn og unglingar hafa
hlotið varanlegt heilsutjón
af sprengjum og öðru slíku
um áramót. Látið það ekki
endurtaka sig í þetta sinn.
Heilsan er fyrir öllu.
Gætið ýtrustu varúðar.
Leiðrétting
Fyrsta skóflustunga aö grunni
nýs skólahúss fyrir Skóla Asu
Jónsdóttur veröur tekin við
Völvufell 11 klukkan 13.30 i dag,
en ekki kl. 12.30, eins og stóö i
blaðinu i gær.
Hjartanlega
velkomin(n) í hóp þeirra er veita endurskinsmerkjum athygli. í
hópnum eru jafnt ungir sem gamlir, og'allir hafa skilið aö endur-4
skinsmerkið er okkur mikil vörn í skammdeginu, — slysavörn, —
getur jafnvel verið líftrygging. Þeir vita, aö þeir sjást allt að fimm
sinnum fyrr en ella með því að bera endurskinsmerki.
ER ÞETTA EKKI
UMHUGSUNARVERT?
Þeir vita líka að slys eru ekki lengi að veröa og henda ekki aðeins
þá sem viö ekki þekkjum eða koma okkur alls ekki við. Ef þú átt
ástvjn, barn, gamlan föður eða móður, lestu þetta þá öðru sinni.
^§H
En endurskinsmerki má nota á margvíslegan hátt.
VÆRI EKKI UMHUGSUNARVERT
. . . fyrir forstöðumenn fyrirtækja að veita starfsfólki sínu mikil-
væga slysatryggingu til og frá vinnustað?
. . . fyrir skjólfataframleiðendur að senda ekki aðeins flíkur á
markað sem vernda gegn kulda og regni heldur líka slysum?
. . . fyrir skóla að rétta verndarhönd út í umferðina til þeirra er
þeim hefir verið trúað fyrir?
. . . fyrir eigendur vinnuvéla, reiðhjóla og barnavagna að eitt eða
tvö lítil endurskinsmerki geta bjargað dýrmætu mannslífi?
JÁ, VÆRI SLÍKT EKKI
UMHUGSUNARVERT?
Umferöarráö vekur athygli á:
... að skólar, bæjarfélög, fyrirtæki, félagasamtök o.fl., geta
fengið endurskinsmerki áprentuð með einkennum sínum.
... að við höfum endurskinsmerki á hross.
... aó við eigum líka endurskinsörvar sem líma má innan í bíl-
hurðir, og blasa við sé hurð opnuð út í umferðina.
' ]
VIÐ TELJUM að endurskinsmerki þurfi að bera svo þau komi að
notum. Því viljum við koma þeim til þín. Þau fást í allflestum
mjólkurverslunum landsins, og auk þess í mörgum ritfanga- og
bókaverslunum. Okkur væri þökk í að þeir sem fúsir eru að annast
sölu þessara LÍFSNEISTA hefðu sem fyrst samband við okkur.
Síminner 27666.
«IXF
FERÐAR
Lindargötu 46
101 Reykjavík.
Þetta vísar veginn.
Svona spjald er í þeim verslunum
sem selja endurskinsmerki.
Endurskinsmerkin auka öryggið.
Dökkklæddur vegfarandi sést Vegfarandi
í aðeins 20-30 m. fjarlægð með endurskinsmerki
frd lágljósum bifreiðar. sést í 120 -130 m. fjarlægð.
Metrar 0 10 20 30