Þjóðviljinn - 29.12.1979, Side 15
Laugardagur 29. desember 1979 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 15
Hver er
réttur
almennra
borgara?
6882-9623 hringdi og sagöi
sinar farir ekki sléttar.
— Þannig var, aö laugardag-
inn fyrir Þorláksmessu fór son-
ur minn meö vinum sinum i bæ-
inn aö versla eins og gengur. Á
heimleiöinni komu þeir viö I
Sigtúni og voru þar nokkra
stund. Svo þegar þeir ætluöu
heim fann sonur minn ekki fata-
geymslunúmeriö sitt. Honum
var neitaö um yfirhöfnina og
kom fyrir ekki þótt hann segbist
kunna nafnnúmeriö sitt, en
nafnskirteinið væri i vasanum á
yfirhöfninni og þvi hægðarleik-
ur aö athuga þaö. Varö hann aö
gjöra svo vel aö fara út i
kuldann á skyrtunni.
A Þorláksmessu gerðist þaö
svo, aö syni minum bauðst
skipsrúm og vildi hann feginn
þiggja þaö aö fara einn túr meö
skipinu i jólafriinu. Skipiö átti
að fara út á aðfangadag. En nú
kom babb i bátinn: hann vant-
aöi persónuskilrikin sin, til aö
láta skrá sig á skipiö. Ég reyndi
aö hringja i Sigtún, en þar var
aldrei neinn viö, svo að á endan-
um hringdi ég i lögregluna og
bar upp viö hana þessi vand-
ræði okkar. Lögreglumaöurinn
sem var á vakt tók mér ljúf-
mannlega og sagði að þaö eina
sem ég gæti gert væri að hringja
heim til mannsins sem rekur
veitingastaðinn Sigtún og
athuga hvort hann gæti ekki
afhent okkur yfirhöfnina meö
skirteininu.
Ég geröi það. Þaö var komiö
undir kvöldmat, og ég byrjaði
samtalið á afsökunarbeiðni og
útskýrði máliö fyrir manninum.
Við værum i algjörum vand-
ræðum og þaö væri þessvegna
sem ég hringdi til hans á þess-
um tima, enda hefði mér verið
ráölagt þaö hjá lögreglunni.
Maöurinn brást hinn reiðasti
viö og tók að ausa yfir mig
skömmum fyrir þennan dóna-
skap, að hringja heim til sin.
Hann sagöi aö þaö þýddi ekkert
aö tala viö sig fyrren eftir kl. tiu
á annan i jólum.
Ég hef satt aö segja aldrei
kynnst svona viðbrögðum hjá
nokkrum manni, og skil hreint
ekki hvaðan honum kom réttur
til ab kalla mig dóna. Og ég vildi
gjarnan fá að vita hver sé réttur
almennra borgara gagnvart
svona mönnum.
A endanum gátum viö bjarg-
aö málinu þannig að sonur minn
• komst á sjóinn, þótt ekki væri
það forstjóra Sigtúns aö þakka.
Viö fundum gamla sjóferöabók-,
sonur minn haföi verið áöur á
sjó, og þaö var hægt að fá hann
skráðan á skipið.
Svo mörg voru þau orð 6882-
9623. En viö hér á Þjóðviljanum
getum bætt þvi viö, ,aö þetta er
ekki I fyrsta skiptið sem viö
heyrum slikar sögur úr Sigtúni.
Vissulega getur það komiö fyrir
hvern sem er aö týna fata-
geymslunúmeri, og þetta er
hlutur sem alltaf er að koma
fyrir. A flestum skemmtistöö-
um er fólki sagt aö biöa þar til
aðrir gestir eru farnir. En i
Sigtúni er fólki miskunnarlaust
visaö út i kuldann án nokkurs
tillits til aðstæðna. Þaö er ekki
furöa þótt menn spyrji: geta
þessir menn leyft sér allt? Ber
þeim engin skylda til að sýna
viðskiptavinum sinum kurteisi
og tillitssemi?
Kvikmyndir
Agúst Guömundsson kvik-
myndastjóri stjórnar útvarps-
þætti um kvikmyndir I kvöld.
Þátturinn veröur eiginlega
þriskiptur aö sögn Agústs.
Rætt veröur viö Þorgeir
Þorgeirsson, Þorstein Jónsson
og Lárus Ými Óskarsson um
stööu islenskrar kvikmynda-
gerðar og framtiöarhorfur. 1
þvi sambandi ber t.d. sam-
vinna viö sjónvarpiö allmikiö
á góma. Þá verður rætt viö
Hrafn Gunnlaugsson og Gisla
Gestsson um kvikmyndirnar
sem gerðar voru hér á landi á
s.l. sumri, en sem kunnugt er
hljóp alltieinu mikill vöxtur i
islenska kvikmyndagerö i
kjölfar laganna um kvik-
myndasjóð og fyrstu úthlutun-
ar úr sjóönum.
Loks veröur fjallaö um
kvikmyndahúsin, biósýningar
og tilhögun þeirra (popp eöa
ekki popp, hlé eða ekki hlé,
o.s.frv.), gagnrýni og sitthvaö
fleira. 1 beirri umræöu taka
Agúst Guömundsson: þáttur
um islenska kvikmyndagerö.
SJónvarp
kl. 20.30
þátt Grétar Hjartarson for-
stjóri Laugarásbiós og gagn-
rýnendurnir Ingibjörg
Haraldlsidóttir og Arni
Þórarinsson.
Hringiö í síma 8 13 33 kl 9-5 alla virka
daga eða skrifið Þjóðviljanum
Síðumúla 6, 105 Reykjavík
Mynd um
Víetnam-
stríðið
t kvöld verður sýnd i sjón-
varpinu bandariska sjón-
varpskvikmyndin Vinarskot,
sem gerö var á þessu ári eftir
skáldsögu C.D.B.Bryans.
Mynd þessi fjallar um ung-
an mann sem sendur er til
Vietnam aö berjast. Þetta er
bóndasonur frá Ohio, elsti son-
ur Mullen-hjónanna. Lýst er
viöbrögðum hans og fjölskyld-
unnar við herkvaöningunni og
siöan sagt frá lýsingum hans á
þvi sem fyrir augu ber I strlö-
inu.
Ekki hefur pilturinn verið
lengi ab heiman þegar
presturinn kemur á bóndabæ
foreldra hans i fylgd með liös-
foringja og hefur þær fréttir
að færa aö sonurinn hafi verib
drepinn. Ekki þó af völdum
óvinarins, heldur á æfingu
stórskotaliðsins sem hann var
sjálfur með i.
Móöir piltsins sættir sig ekki
viö þær skýringar sem henni
lesendum
Nú byrjum viö á nýjan leik meö stutta syrpu af gömlum manna-
myndum. Þeir lesendur sem eiga 1 albúmum sinum skemmtilegar
myndir af fólki sem margir þekkja, eru eindregið hvattir til að lána
okkur þær, gegn loforði um góða meðferð og örugg skil. En hver er
maöurinn i dag? Svarið birtist hér á síðunni I fyrsta blaöi á nýja
árinu.
Hvaö leggjum viö af mörkum til aóstoðar vio taiæaar
þjóöir heims?
Viö og barnaárid
Jakob S. Jónsson sér um
þáttinn „Viö og barnaáriö” i
útvarpinu i dag. Þetta er
siðasti barnaárstíminn, enda
barnaáriö á enda.
— Hingaö til hefur mest
veriö fjallað um börn hér á
landi og hugöarefni þeirra, —
sagöi Jakob, — þótt stundum
höfum viö aö visu farið út fyrir
landsteinana. En i þættinum i
dag verður mest fjallaö um
aðstoð Islendinga við þróunar-
löndin.
Nú eru jól og velferöar-
þjóöfélagiö er aö sýna á sér
fáránlegu hliöina. Af því
tilefni viljum viö beina
athyglinni að þvi aö misskipt
er mannanna gæöum. I
upphafi þáttarins veröur lesið
úr bókinni hennar AÖálheiðar
Bjarnfreösdóttur, Myndir úr
raunveruleikanum. Svo eru
nokkur viötöl viö krakka, sem
Útvarp
kl. 11.20
voru ab kaupa jólagjafir núna
rétt fyrir jólin. Viö fórum i
Jólamagasinið og Glæsibæ
með hljóönemann og spuröum
nokkra krakka hvaö þeir væru
að kaupa, hversu miklu þeir
eyddu i jólagjafir, hvað þeir
vildu sjálfir helst fá i jólagjöf
osfrv.
En meginuppistaðan i þætt-
inum verður viðtal viö Björn
Þorsteinsson, starfsmann
Abstoöar tslands við þróunar-
löndin. Björn segir frá þvi
hvað við leggjum af mörkum
og hvernig aðstoöinni er yfir-
leitt hagaö. Ýmislegt umhugs-
unarvert kemur fram I þvi
viðtali, en um þaö er best að
hafa sem fæst orö, — sagöi
Jakob aö lokum. — ih
Sjónvarp
kl. 21.40
eru gefnar á láii hans. Hún
hefur upp baráttu, sem verður
æ umfangsmeiri og hlýtur
stuöning margra foreldra sem
eiga syni i Vietnam. Hún verö-
ur áberandi i fjölmiölum og
kemst m.a. i sjónvarpið.
Aðalhlutverkið, móöurina
leikur Carol Burnett, en aörir
leikendureru m.a. Ned Beatty
og Sam Waterston. Kristmann
Eiösson þýddi.
— ih
Má ég snúa, pabbi?
Carol Burnett I hlutverki
móöurinnar i Vinarskoti.
Hver er maðurinn?