Þjóðviljinn - 12.02.1980, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 12.02.1980, Blaðsíða 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 12. febrúar 1980 ÞriOjudagur 12. febrúar 1980 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 9 RÆTT VIÐ BIRNU BJARNADÖTTUR SKÓLASTJÓRA BRÉFASKÓLANS UM FRÆÐSLU FULLORÐINNA Frumvarpið einfalt í sniðum og reglugerðum má breyta í samræmi Birna Bjarnadóttir skóla- stjóri Bréfaskólans sat ráðstefnuna um fræðslu fullorðinna, _en hún átti sæti i nefndinni sem samdi laga- frumvarpið um fullorðins- fræðslu. Þjóðviljinn ræddi við hana og spurði fyrst, hver væru helstu atriði frumvarpsins. Rammalöggjöf — Frumvarpið er byggt upp sem rammalöggjöf. Það er nokk- uð einfalt i sniðum, en meira og minna miðað við ákvæði i reglu- gerðum. Með fræðslu fullorðinna er i frumvarpinu átt viö almennt nám og starfsnám, bæði endurmenntun og viðbótar- menntun i starfi, og einnig félags- lega menntun, og þetta áhuga- nám eða frjálsa nám eins og það er oft kallað, þ.e. tómstundanám- iö. - Inn i frumvarpið eru lika tekn- ir möguleikar á notkun útvarps- ins, hljóðvarps og sjónvarps. I sambandi við námsaðstöðu og námsgögn, er ætlast til þess aö sú aðstaöa sem fyrir ér í skól- um og annars staðar, svo og bókasöfn, sé nýtt, en ekki lagt út i byggingar á öðrum mannvirkj- um eins og t.d. var lagt til i fyrra frumvarpinu. Fulloröinsfræðsluráö Stjórn fulloröinsfræöslunnar verður i höndum menntamála- ráðuneytisins, enda finnst mönn- við reynsluna Birna Bjar nadóttir: Enginr leiðbeinandi I fulloröinsfræðslu á islandi hefur sérstaka menntur til þess starfa. um eðlilegt að þessi fræðslumál séu undir stjórn þess ráðuneytis sem önnur. Þó er lagt til að sett verði á laggirnar fullorðins- fræðsluráð, sem verður skipað fulltrúum þeirra aöila sem sjá að mestu leyti um þessa fræöslu úti um allt land. Fulltrúum i ráðinu er ætlað að eiga náið sam- starf við þann aðila i ráðuneytinu sem hefur með þessi mál að gera. Framkvæmdaaðilar verða i fyrsta lagi riki og sveitarfélög og svo ýmsir aðilar sem veita þessa fræðslu, félagasamtök o.fl. Siðasti veigamikli kaflinn i frumvarpinu fjallar um fjármál- in. Þar er gert ráð fyrir að fyrir það nám sem lýkur með prófum sé greitt á sama hátt og fyrir annað nám i hinu almenna skóla- kerfi. Rikissjóður greiðir kennslukostnað að öðru leyti, þ.e.a.s. laun og launatengd gjöld. Námsframboð — Er vitað hve námsframboð i fullor ðinsfr æðslu er mikið núna og hve margir stunda slikt nám? — Já, viðfengum það að miklu leyti fram á þessari ráðstefnu og við erum að vinna að þvi að taka það saman núna. 45 af þeim 55, sem boðaðir voru á ráðstefnuna, mættu og við höfum fengið nokk- uð gott úrtak. af þeim fjölda sem að þessu starfar, en við eigum eftir aö fá skriflegar upplýsing- ar frá fleiri stöðum. Einkum vantar glöggar upplýsingar um verkmenntun og iðnfræðslu. Nefnd sem skipuð var á ráð- stefnunni vinnur að þvi að taka þetta saman og ætlar siðan að gefa niðurstöðurnar út. — Andri tsaksson flutti erindi á ráðstefnunni og i sambandi við það komu fram hugmyndir um uámskeiðahald i samvinnu við félags vis indadeild Háskólans. Geturðu sagt mér nánar frá þessum hugmyndum? — Já, þetta er eitt af stærstu verkefnunum sem við höfum verið að velta fyrir okkur. Allir leiðbeinendur og kennarar i fullorðinsfræðslu á tsiandi hafa enga sérstaka menntun til þess að veita þessa fræðslu og það hefur oft verið alvarlegasti þátt- urinn I fráhvarfi nemenda. Svona námskeiðahald hefur verið rætt á vegum Norður- landaráðs, en þaö er ekki fyrir- sjáanlegt að það geti orðiö hér á tsiandi alveg á næstunni, þó að undirbúningur sé farinn af stað i Noregi, Danmörku og Sviþjóð. Námskeið fyrir kennara Við erum að velta fyrir okkur að reyna að fá námskeið sem byggt yrði upp svipað og gert er við Oslóarháskóla. Námskeiðiö yrði þá opið öllum sem starfa við þetta og hafa ákveðna reynslu. Visir að sliku námskeiðahaldi hefur þegar verið. Andri tsaks- son hélt námskeið fyrir lektora i Háskólanum, sem hafa ekki sér- staka menntun til kennslu, en kenna samt og eru reyndar hæstlaunuöu kennarar á landinu. — Hvaða athugasemdir komu helst fram við frumvarpið á þessari ráðstefnu? — Það voru e'ingöngu athuga- semdir varöandi orðalag. Talað er um ákveðna fullorðins- fræðsludeild i ráðuneytinu. Menn telja það eðlilegt að ákveðinn fulltrúi hafi þetta mál með hönd- um i stað þess að hafa þetta i öðrum rassvasanum eins og má segja að nú sé. T.d'. koma ótal upplýsingar um fullorðins- fræðslu hér innanlands og einnig erlendis frá, sem þyrfti að halda saman, en fólk veit ekki hvar þetta liggur og hvar er hægt að nálgast þessar upplýsingar, vegna þess aö enginn hefur umsjón með þessu. Frumvarpið er kornið i prent- un og fyrrverandi menntamála- ráðherra áformaði að leggja það fram til kynningar. I þvi sambandi finnst mér æskilegt að reglugerðir væru sámdar nú þegar, þannig að þær yrðu tilbúnar ef umræður veröa um málið, þvi lögin eru raunveru- lega aðeins rammi. Þegar við sem'sömdum drög að þessu frumvarpi vorum sett i það verkefni af Vilhjálmi Hjálmarssyni, vorum við beðin aö hafa þau stutt og einföld. Það er að sjálfsögðu betra að hafa lögin sem einföldust, en reglu- Ahugas amir nemendur i Félagsniálas kóla alþyðu i ölfusborgum. gerðum má aftur á móti breyta eftir þöffum og reynslu. Bréfaskólinn — Svo ég viki að Bréfaskólan- um. Hvernig er þátttakan þar núna? — bátttakan hefur verið mjög jöfn undanfarin þrjú ár. Um 1000 nýir nemendur hafa verið innrit- aðir á ári siðustu þrjú ár. — Hafa öldungadeildirnar dregið eitthvað úr aðsókninni i Bréfaskólann? — Nei, mér virðist þaö ekki. Það er einkum stór-Reykja- vikursvæðið sem nýtur öldunga- deildanna þó nokkur reynsla sé lika komin á þær á Akureyri, Akr anes i og Suður nes jum. En ég held að tilkoma þeirra hafi ekki haft áhrif á aösóknina að Bréfa- skólanum, heidur hafa þær frekar orðiö til þess að fólk sæki Bréfa- skólann til undirbúnings eða aðstoðar við nám i öldungadeild- um f r a m ha ld s s k óla nna . Reyndar eru 24% af okkar nemendum við nám i öðrum skól- um. Sauðf járrækt og heyverkun — Eruð þið með einhverjar nýjar námsgreinar i Bréfas kólanum? — Það nýjasta sem við erum með núna er i sambandi við land- búnaöinn og það námsefni erum við með i samvinnu við Bænda- skólann á Hvanneyri. Þetta er sauðfjárrækt og heyverkun, námsefni sem virðist vera vinsælt og nýtt af landbúnaðar- verkafólki. u — En i hvaða greinar gr aðsóknin inest? — Það er i tungumálin og verslunargreinar, bókfærslu og vélritun. — Notar skólinn ekki útvarpit núna sem kennslutæki? — Nei, þvi var hætt 1976, eftir 25 ára starf. — Hvernig stóð á þvi? — Það var vegna þess að ekki var framkvæmd sú endurnýjun sem æskileg hefði verið, vegna fjárskorts. Það hefði þurft að taka útvarpsverkefnin til endur- skoðunar og vinna þau betur. En ég held að það verði að kanna það nánar að reyna að nýta útvarp og sjónvarp i tengslum viö skólann. Ráðstefna um fræðslu fullorðinna: Landssamtök og kennara- námskeiö Ráðstefna um fræðslu f ullorð- inna var haldin að Hamragörö- um I Reykjavik dagana 26. og 27. janúar sl. að tilhlutan menntamálaráðuneytisins og nokkurra aðila sem aö sllkri fræðslu vinna. Kynnt var frumvarp til laga um fræðslu fulloröinna sem unniö var á siðastliönum vetri, svo og skipan og störf nefndar um starfsmenntunfulloröinna. Ráðstefnunasátuum 45 aðilar og kom fram aiiitarlegt og gott yfirlit um þá fullorðinsfræðslu sem i boði er, til dæmis við öld- ungadeildir mennta- og fram- haldsskólanna, i námsflokkum, á vegum.félags- og fræöslusam- taka, i sérskólum og i Bréfa- skólanum. A ráðstefnunni var tilnefnd þriggja manna nefnd til aö taka samanyfirlit um námsframboð og fjölda þátttakenda i fuliorö- insfræðslu, auk þess sem nefnd- inni var falið að vinna aðstofnun landssamtaka um fulloröins- fræðsiu og að undirbúa og halda námskeiö fyrir kennara, leið- beinendur og stjórnendur fuil- oröinsfræðslu. Andri Isaksson, prófessor viö Háskóla lslands, flutti erindi um kennslu- og félagsfræði i fræðslu fullorðinna, sem gaf hugmyndir um helstu atriði þessara þátta og komu fram hugmyndir um námskeiðahald i samvinnu við félagsvisinda- deild Háskólans. Reynir Karls- son, fulltrúi i menntamálaráöu- neytinu, og Maj Britt Imnander, rektor Norrænu lýðfræöslu- stofnunarinnar.’kynntu þá stofn- un, þau námskeið ogí ráðstefnur sem haldnar verða á þessu ári um fulloröinsfræðslu og aöra þá möguleika á þátttöku Islendinga og aukinni samvinnu við þá stofnun. A ráðstefnunni lá frammi nokkuð gottúrtak bóka og upp- lýsingarita um fullorðins- fræðslu, og áformað er aö gefa út skrár yfir slik gögn i sam- vinnu við bókasafn Norræna HUssins. 1 hópumræöum var aðallega rætt um samræmingu þeirrar fræðslu sem aöilar ráðstefnunn- ar voru fulltrúar fyrir, með tilliti til þess frumvarps sem kynnt var, svo og um stjórnun og framkvæmdaraðila. Nokkrar athugasemdir komu fram um frumvarpiö og ljóst er að æskilegt væri að kalla saman viðtækari hóp þessara aðila tilað fjalla nánar um frumvarpið i heild. Mun unnið að þvi á næstu vik- um. Þótt slagurinn tapist skal stríðið vinnast! A mánudagskvöldið hélt farandverkafólk fund um kjör sin og að- búnað i Festi i Grinda- vik eins og komið hefur fram i fréttum. Þetta var fjöimennur fundur og fjörugur enda allir mættir til leiks, farand- verkamenn, forustu- menn i verkalýðshreyf- ingunni og atvinnurek- endur. Það var Báráttuhópur farand- verkafólks á Faxaflóasvæöinu sem boðaöi til fundarins og fyrsti ræðumaður, Þórður Hjartarson, talaði fyrir hans hönd. Hann sagði fyrst aö farandverkafólk væri ekkert nýtt I sögunni, allir aðalat- Vinnuvegir okkar hefðu haft og hefðu enn brýna þörf fyrir fólk sem vill flytja sig stað úr staö eft- ir þvl hvar atvinnu er að fá. At- vinnurekendur þurfa á þessu vinnuafli aö halda en þeir meta það ekki allir jafn mikils. „Nokkrir atvinnurekendur sjá sóma sinn I þvl aö búa vel aö slnu fólki og-viö heyjum ekki strið viö þá” sagði Þórður. „Hinir eru fleiri sem bjóöa slnu fólki upp á dýrt og lélegt fæöi og húsnæði sem er óhæft fyrir skepnur hvaö þá fólk — þeim segjum við strlð á hendur.” Hann rakti st.uttlega gang mála slðan uppreisnin var gerö I Eyjum siðastliðiö sumar, hvernig loforö hefðu verið svikin Silja Aðal- steinsdóttir segir frá fundi farandverka- fólks í Grindavik og reynt aö svæfa málið. Þessi fyrsti slagur tapaöist, sagði Þórð- ur en striðiö er ekki tapaö! Leiðinlegt til lengdar! Seinni framsögumennirnir tveir eru báðir farandverkamenn I Grindavik, ungir báöir og litt reyndir i ræöustól en töluöu samt eins og þeir hefðu aldrei gert ann- að. Jakob Jónsson lýsti verbúðinni sinni á kaldhæöinn hátt eins og landanum er lagið og vakti hlátur viðstaddra. „Það er liklega óhætt aö segja aö hreinlætisaöstaðan sé fremur léleg þarna, til dæmis er gat milli sturtuklefans og borð- stofunnar og lekur á milli þegar við förum i baö. En bót er I máli aö það kemur bara heitt vatn úr sturtunni svo við förum helst ekki I bað! Það eru bæði vaskar og speglar okkur til afnota á baðinu en engar hillur til aö leggja frá sér handklæði og föt, og það verö- ur að segjast að þetta verður hálf- subbulegt þegar maður setur þaö á gólfið. Við höfum enga þvotta- vél en þarna er þó þvottabali. Hann er aö vlsu lekur svo það er ekki hægt að leggja i bleyti f hann yfir nótt, en við kunnum ráö við þvi: Viö setjum fötin okkar I bleyti og troðum svo á þeim i balanum meðan við þvoum okkur undir sturtunni, við þetta þvost fötin ágætlega. En þetta er leiðin- legt til lengdar.” Sheila Hardaker er frá Nýja Sjálandi og hún sá fjarska litið hlægilegt viö sitt verbúöalif. Þær eru niu saman stöllur úr löndum andfætlinga okkar og komu hing- aö til að vinna baki brotnu fyrir fari heim aftur eftir þvæling um veröldina. En þær hafa ekki feng- iðað vinna mikiö siðan þær komu, og það sem þeim þótti verra var, aö oft hafa karlarnir I verbúöinni veriö kallaöir til vinnu meðan þær sitja heima. Hún átti bágt meö aö sætta sig viö aö vera varavinnuafl eins og konur á Islandi þurfa þó löngum að þola, kannski tiðkast ekki slikt á þennar heimaslóðum? Þeim var ekki boðin kauptrygg- ing þegar þær áttu rétt á henni eftir fjórar vikur, núna fyrst, eftir þriggja mánaða dvöl I landinu, höfðu þær frétt af því aö slikt væri til og beöiö um hana. Sheila kvartaði mikið undan skorti á upplýsingum, þær fengju helst ekkert að vita um bónus- kerfið, skattheimtuna og verka- lýðsmál, og það sem þær hefði komist að hefðu þær fengið að vita eftir mikið spurningaflóð. Úr þessu á þó eftir að rætast eins og kemur að hér á eftir. „Karfi, ufsi, þorskur, ýsa...” Þaö var gerður góður rómur aö máli framsögumanna og mönn- um var fariö að hitna i hamsi. Bubbi Morthens gerði lika sitt til að halda kolunum heitum með verbúðaljóöum áður en oröiö var gefið laust: „Hrognin eru að koma, gerið kerin klár... ef þið vinniö nógu mikið, peninga mun- uð þig sjá.” Þvl lofar atvinnurek- andinn, en sjónarhóll verka- mannsins er annar: „Þúsund þroskar á færibandinu þokast nær...” Fyrsti maöur á mælendaskrá var Karl Steinar Guðnason al- þingismaður og er óhætt að segja aö hann hafi oröið maöur kvöldsins I Grindavlk. Hann minnti á frumvarpiö um hollustuhætti á vinnustöðum sem nú liggur fyrir Alþingi og sagði aö I sambandi við þaö væri veriö að semja reglu- gerð um aðbúnað farandverka- fólks sem yrði alger bylting i þeim efnum. Svo tilkynnti hann að þennan sama dag hefði hann lagt fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um málefni far- andverkafólks, nánar tiltekið um erlenda farandverkamenn hér á landi. Meginatriöi tillögunnar var „Þúsund þorskar á færibandinu þokast nær...” Bubbi Morthens syngur verbúðaljóð. (Myndir: Baráttuhópur verkafólks /E. St.) eins og svar við máli Sheilu næst á undan, nefnilega að það skyldi I lög leitt aö þeir atvinnurekendur sem ráða erlent fólk i vinnu skuli sjá um að gefa þvi allar nauösyn- legar upplýsingar um launakjör, vinnutima, aöbúnaö skatta og skyldur áöur en það ræður sig hingaö. Að lestrinum ioknum sagði Karl Steinar að barátta farand- verkafólks hefði ýtt við fólki og fengiö það til aö hugsa um og koma fram við farandverkamenn eins og manneskjur, annað hefði viljaö brenna við hér áður. Hon- um var vel fagnað þegar hann gekk til sætis síns. ,,Ég trúi á þessi sam- tök” Margir tóku þátt i þeim frjálsu umræðum sem hófust með Karli Steinari, og lagði hver sitt til mál- anna. En raunar voru menn furðu einhuga hvaðan sem þeir komu. Jón Arnason tók undir með framsögumönnum og sagði að að- staða væri mjög lélg þar sem hann ynni. Hann heföi undrast það þegar hann kom i verbúðina fyrst aö þaö hefði plastpoki lafað út um hvern einasta glugga, en skýringin hefði ekki látið á sér standa: Fæðið var svo lélegt aö menn voru að koma sér upp einkaisskápum fyrir utan glugg- ana sina til að geyma matar- birgðir i! En þetta væri aö skána, þaö væri komin ný ráðskona — og Jón lauk máli slnu á ýfirlýsingu: „Ég trúi á þessi samtök.” Gunnar Tómasson forsvars- maður fyrirtækja i Grindavik, sagðist vera kominn til að hlusta og segja frá þessum fundi, því sig tæki sárt að geta ékki búiö betur að farandverkafólki. Jón G. Björnsson, formaður verkalýös- félagsins i Grindavik, var llka mjög hress meö að fundur þessi skyldi haldinn I hans uradæmi. Hvað er hægt að gera strax? Það má þó enginn skilja þessa Karl Steinar Guðnason: Maður kvöldsins I Grindavlk. frásögn svo aö þetta hafi veriö eintóma fagnaöarsamkoma þótt menn hafi verið sammála um alia teoriuna. Þorlákur Kristinsson minnti á þaö aftur i stuttu inn- leggi aö það er ekki sama aö segja og að framkvæma. „Þaö er indælt að fá loforð og heillaóska- skeyti en það er ekki nóg, það verður eitthvaö að gerast. Við fögnum þingsályktunartillögum og reglugerðum, en það var hægt að fara hraðar af staö, það var svo margt sem hægt var aö gera undir eins og baráttan var hafin. Heilbrigðisnefndir gátu tekiö við sér á hverjum staö, athugað ver- búðir á sinu svæöi og krafist lag- færingar á helstu vanköntum. Þaö var hægt að kjósa strax trúnaðarmann á hverri verbúð og mynda þannig þrýstihóp á heil- brigöisnefndir og atvinnurekend- ur”. Þorlákur hvatti verkalýös- hreyfinguna til að senda baráttu- hópnum frjáls fjárframlög til að létta af þeim skuldaböggunum. Hópurinn hefur fengið inni hjá Dagsbrún að Lindargötu 9. þar sem hann hefur opna skrifstofu milli 4 og 7 síðdegis þótt fjárhags- grundvöllurinn sé enginn. „Verkalýöshreyfingin tekur við gjöldum frá farandverkafólki án þess að þaö njóti réttinda I stað- inn, okkur finnst aö félögin gætu látiö hluta af þessu fé renna til baráttuhópsins I frjálsum fram- lögum, Við erum að vinna starf sem verkalýðshreyfingin á að vinna.” Ýmis viðbrögö urðu viö máli Þorláks. Þaö kom fram aö eftirlit virðist vera mjög misjafnt með verbúðum i , Grindavlk, sumir höfðu litiö oröið varir við heil- brigöisnefndina, aðrir fengiö heimsóknir oft á ári. Fulltrúi at- vinnurekenda, Páli Pálsson sagðist fagna þvl ef trúnaðar- menn yröu kosnir á verbúðum, þeim væri velkomið að þinga 1 sinu húsnæði. Karl Steinari fannst Þorlákur neikvæöur og spuröi hvort mönn- um dytti i hug að hann legði fram tillögur á þingi til að ekkert yrði svo gert meö þær? Farandverka- fólk á að njóta sama réttar og annað fólk, sagði hann, og það á að leita hans. Hann hvatti farand- verkamenn til að hafa samband viö verkalýðsfélögin þar sem þeir væru I vinnu og trúnaöarmennina lika, þaö mætti vel hafa áhrif á þessa aöila: „Verkalýðsfélögin eiga aö vera bandamenn — ekki andstæðingar.” Umhverfi skapar um- gengni Þorlákur spurðist fyrir um þaö hvort rétt væri hermt að maöur hefði veriö rekinn af verbúð fyrir kvartanir út af aöbúnaði þarna syðra. Páll Pálsson ansaði þvi og sagði aö maðurinn heföi verið rekinn af verbúö af þvi aö þar hefði hann ekki átt heima, hann hefði valdiö fólki miklu ónæði með hávaða og ólátum. „Þetta er léleg verbúö hjá okkur I VIsi,” sagöi Páll, ,,en viö veröum aö gera hvað við getum til að fólki liði sæmilega.” Meðan Páll var i pontu notuðu farandverkamenn af staðnum tækifærið og spurðu hann hvort rétt væri sem þeir heföu heyrt, aö atvinnurekendur hefðu bundist samtökum um að endurgreiða fólki fæöi i vertiðarlok en ákveðið svo fyrir þrem árum aö hætta þessu. Páll svaraði því til að ein stöð I Grindavik hefði endurgreitt fólki fæði ef það heföi reynst vel alla vertiðina, sú stöð starfar ekki lengur. Sjálfur sagðist hann hygla góöu fólki llka með ókeypis fæði og taldi að menn heföu leyfi til að gera vel við fólk sem reynist þeim vel. Núna sagði hann að at- vinnurekendur hefðu með sér samtök um verðlag á fæði á Suðurnesjum. Þorlákur sagði að það væri gott að fá svona hreinskilin svör, en minnti Pál á það i sambandi við manninn sem rekinn var, að um- hverfi skapar umgengni, fólk gengur verr um óþrifalegt hús- næöi en fallegt og þægilegt, og lé- legar verbúðir brjóti niður móral- inn. Svo spuröi Þorlákur hvort at- vinnrekendur gætu ekki bundist samtökum um annað en fæði: „Geta atvinnurekendur ekki bundist samtökum um að refsa þeim úr sinni stétt sem eru henni til skammar?” I Grindavik eru margar verbúöir sem saman gefa góðan þverskurð af aðbúnaöi farand- verkamanna um allt land, ein- staka alveg til fyrirmyndar, nokkur ekki fólki bjóöandi og af- gangurinn einhvers staöar mitt á milli. Nú er veriöaö gera athugun á verbúöum á Suðurnesjum og þaö eru ibúarnir sjálfir — farand- verkafólkið, — sem gera hana, þeir vita best hvaö aö er. I álykt- un sem fundarmennn samþykktu einróma I fundarlok var farand- verkafólk um allt land hvatt til þess að taka til sinna ráða ef að- búnaði er ábótavant þar sem þaö býr og bent á aö hafa samband viö baráttuhópinn á Faxaflóa- svæöinu (simi 17996) ef það vant- ar upplýsingar og eyðublöð. 1 ályktuninni voru þeim lika sendar baráttukveðjur! SA

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.