Þjóðviljinn - 05.03.1980, Síða 1
Verið er að kanna möguleika á
söiu á rafmagni frá tslandi til
Færeyja, sem leitt yrði þangað
með sæstreng, en nokkur orku-
skortur hefur verið f Færeyjum
síðustu ár.
Þessar upplýsingar komu fram
á blaöamannafundi sem forsætis-
ráðherrar Norðurlandanna héldu
i gær.
Aðalumræðuefni fundarins var
orkumál og samvinna Norður-
landanna á þvi sviöi, og upplýsti
Anker Jörgensen, forsætisráð-
herra Danmerkur, að í gangi
Framhald á bls. 13
Frá blaðamannafundi forsætisráðherra Norðurlandanna I Ráðherrabástaðnum f gær. Sitjandi frá
vinstri Mauno Koivisto Finnlandi, Anker Jörgensen Danmörku, Gunnar Thoroddsen tslandi, Thorbjörn
Fálldin Sviþjóð og Odvar Nordli Noregi. — Mynd: —gel.
Danir, Norömenn og Svíar undirbúa
samvinnu í vinnslu og nýtingu á jardgasi
MOBVIUINN
Miðvikudagur 5. mars 1980. — 54. tbl. —45. árg.
Nýtt áherslusvið í samstarfinu:
Höfðabakkinn:
Ibúar í Árbæ
vilja fund með
ráðamönnum
Norðurlöndin taki sam-
eiginlega á orkuvandanum
Komi fram sem sameinað afl
á alþjóðavettvangi Stór og smá ríki.
Tilgangur fundarins auk þess
að skiptast á skoðunum var sá að
leita leiða til að Norðurlönd tækju
á þessum málum i sameiningu og
ákveðnar en hingaö til. Meðal
annars að þvi er varðar rann-
sóknir. Bent var á þær hættur
sem þvl fylgja að það verði fyrst
og fremst stórveldin sem hafi bol-
magn til að þróa nýja orkugjafa
og styrkja þannig enn frekar
stöðu sina gagnvart þeim sem
minna mega sin — nema þau
riki nái að sameinast um rann-
sóknir og aðrar lausnir og ná
þannig sterkari stöðu.
í þessu samhengi voru og
reifaðar hugmyndir um að taka
upp frekari viðræður við OPEC-
rikin um oliukaup af hálfu
Norðurlanda með tilliti til verð-
lags á hráefnum og svo iðnaðar-
vörum iðnrikjanna.
Forsætisráðherrar Norður-
ianda, samstarfsráðherrar og
orkuráöherrar voru á fundi I gær
til að ræða það, hvernig Norður-
löndin gætu mætt orkuvandanum
I sameiningu, gripið til sam-
eiginlegra úrræða og komið
fram sem sameinað afl á alþjóða-
vettvangi i þessum málum.
Fundurinn var haldinn að frum-
kvæði Ankers Jörgensens,
forsætisráðherra Dana.
Af tslands hálfu sátu fundinn
þeir Gunnar Thoroddsen for-
sætisráðherra, Friðjón Þórðarson
samstarfsráðherra og Hjörleifur
Guttormsson iðnaðarráðherra
auk embættismanna.
Þjv. sneri sér til Hjörleifs Gutt-
ormssonar með fyrirspurn um
fundinn og svaraði hann á þessa
leið:
Þarna kom m.a. fram að
vandinn i orkumálunum væri
fyrst og fremst efnahagslegur en
ekki væri um raunverulegan
skort að ræða á orku enn. Hins-
vegar mætti búast við slikum
skorti innan tlu ára eða svo.
30 mil-
fisksamn-
mgur
bakslö
Stilla saman strengi.
Það er eðlilegt, sagði Hjör-
leifur, að frumkvæði I þessum
efnum skuli koma frá Dönum,
sem eru nær alveg háðir innfluttri
orku, þótt þeir sjái fram á
nokkrar úrbætur með orku- og
gasvinnslu úr Norðursjó á næstu
árum.
Fundurinn bar vott um nýtt
áherslusvið i norrænu samstarfi
þar sem eru orkumálin og var
áframhaldandi umræðu og
athugunum visað til orkuráö-
herra landanna sem væntanlega
munu koma saman á sérstökum
fundi um þessi efni strax i næsta
mánuði.
Minna má á aö árið 1981 er
fyrirhugað að halda stóra ráð-
stefnu um orkumál á vegum
Sameinuðu þjóðanna og kom til
umræðu að Norðurlöndin stilltu
saman strengi fram aö þeim tima
til undirbúnings þátttöku I ráð-
stefnunni. -áb.
Samvinna Nordurlandanna
i orkumálum
íslenskt
rafmagn til
Fœreyja?
Matthías A. Mathlesen forseti Norðurlandaráðs afhendir Söru
Lidman bókmenntaverðlaunin i Háskólabiói I gærkvöld.
Mynd -gel.
Erum við of rík til
að kaupa bækur?
i ræðu sem Sara Lidman flutti
við afhendingu bókmenntaverö-
launa Norðurlandaráðs I Há-
skólabiói í gærkvöld vék hún
m.a. að átthögum sinum sem hún
skrifar um i verðlaunabókinni.
Minntist hún þess að þeir væru
eitt af þeim svæðum sem eru að
fara i eyöi. „Kannski voru það lit-
il tengsl við söguna sem geröu
okkur svo auðflytjanleg”, sagði
hún.
Sara Lidman sagði að nú á sið-
ustu timum væru menn að reyna
að risa gegn þeim aðstæðum sem
þvinga okkur til borganna. „Eitt
af þvi sem ætti að hjálpa okkur til
að lifa áfram þar eru bókmennt-
irnar”, sagði hún og sneri siðan
ræðu sinni upp i öfluga málsvörn
fyrir bókmenntirnar. „1 Sviþjóð
erum við svo rik að við höfum
ekki lengur ráð á bókum. Við er-
um að kafna i rusli frá alþjóölegri
fjöldaframleiðslu sem seld er I
söluturnum.” Hún taldi að sænsk-
ir áhrifamenn gætu ýmislegt lært
af nágrönnum sinum sem hefðu
sloppiö betur við þann ófögnuð.
Að lokum vék Sara Lidman að
Nordsatáætluninni og þeim fyrir-
heitum sem gefin væru meö
henni. Varpaði hún fram þeirri
spurningu hvort þetta gervitungl
yröi okkur svo dýrt að við hefðum
ekki lengur efni á að búa til okkar
eigin dagskrár á Norðurlöndum.
-GFr.
Forsvarsmenn helstu
félagasamtaka í Árbæjar-
hverfi hafa farið fram á
það við borgaryfirvöld að
þau efni til sérstaks f undar
með íbúum hverfisins
vegna Höfðabakkabrúar-
innar sem þeir telja að
valda muni stórkostlegri
röskun á hverfinu og teng-
ingu þess við vinsælt úti-
vistarsvæði Árbæjarsafns.
Bréfið, sem undirritað er af for-
mönnum kvenfélagsins, bræðra-
félagsins, foreldra- og kennara-
félagsins og iþróttafélagsins
Fylkis var lagt fram i borgarráði
i gær en engin afstaða tekin til
efnis þess. Þar var ennfremur
lagt fram bréf Borgarskipulags
þar sem farið er fram á að ekki
veröi ráðist I þessa framkvæmd á
þessu ári vegna breyttra skipu-
lagsforsendna.
Umhverfismálaráð borgar-
innar fundar um málið i dag en
borgarstjórn tekur endanlega
ákvöröun á morgun. -AI.
Flj ótsdalsvirkjun:
Yrði
stærsta
virkjunm
Hönnun svokallaörar Fljóts-
dalsvirkjunar er nú svo langt
komin að hægt verur á næsta ári
að taka ákvörðun um fram-
kvæmdir ef hagkvæmt þykir.
Virkjunin er um 300 MW og yröi
hún þvi stærsta virkjun landsins
eða 90 MW stærri en Búrfell
annars vegar og Hrauneyjafoss-
virkjun hins vegar. Aukning á
orkuþörf er nú talin 30-40 MW á
ári og skv. þvi á Fljótsdals-
virkjun að endast I 10 ár ef ekki
veröur um orkufrekan iðnaö að
ræða.
Liklegt er talið að hætt verði við
Bessastaðaárvirkjun ef
ákvörðun verður tekin um
F1 j ótsda lsvirk jun. Sömu
miðlunarlón eru ætluð fyrir báðar
þessar virkjanir. Munurinn er sá
að eingöngu yrði safnað yfir-
borðsvatni af Fljótsdalshéraði, ef
um Bessastaðaá eina yröi að
ræða, og þvi siðan veitt úr miðl-
unarlónum I pipum niður i Fljóts-
dal við bæinn Hól. Bessastaöaár-
virkjun er áætluð 64 MW.
Ef ráðist verður hins vegar i
Fljótsdalsvirkjun verður auk
vatnsins á Fljótsdalsheiöi safnað
saman vatni af vatnasvæði
Jökulsár I Fljótsdal I eitt heljar-
mikið lón uppi undir Eyjabakka-
jökli og i staðinn fyrir að láta það
renna niður Jökulsána yrði þvi
veitt niður Fljótsdalsheiði i miöl-
unarlónin þar og siöan i stórum
skuröi niður i Fljótsdal skammt
frá Valþjófsstað. -GFr.