Þjóðviljinn - 05.03.1980, Síða 2
2 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 5. mars 1980
Sigriður kemur
og Sigriður fer
Um nyiiöin mánaðamót
uröu starfsmannaskipti á
Leiöbeiningastöö húsmæöra
hjá Kvenfélagasambandi
Islands. Sigrlöur Haralds-
dóttir sem veriö hefur ráöu-
nautur á Leiöbeiningastöö
húsmæöra undanfarin 15 ár
tekur viö nýju starfi hjá Verö-
lagsstofnun. En viö hennar
starfi tekur Sigriöur
Kristjánsdóttir, húsmæöra-
kennari. Hún starfaöi áöur viö
Leiöbeiningastööina fyrstu
árin eöa frá 1963-65. Hún hefur
siöan um árabil veriö ritstjóri
„Húsfreyjunnar”, málgagns
Kvenfélagasamba'nds Islands.
Er hún þvi vel kunnug
málefnum K.l.
Leiöbeiningastöö húsmæöra
veröur sem áöur opin alla
virka daga, nemalaugardaga,
Sigriöur Haraldsdóttir fer nú
til Verðlagsstofnunar.
kl. 3-5. Svaraö er fyrir-
spurnum varöandi heimilis-
hald i sima 12335.
Askur og Versalir vinveitingaleyji
Dómsmálaráöuneytið hefur
nú gefiö leyfi fyrir vinveit-
ingum á tveimur veitinga-
húsum á höfuöborgarsvæöinu,
Aski viö Laugaveg og
Versölum viö Hamraborg I
Kópavogi. Þá hafa Horniö i
Hafnarstræti og Matstofa
Austurbæjar við Laugaveg
sótt um svipaö leyfi en
matsnefnd vinveitingahúsa er
enn meö þær umsóknir til
umfjöllunar. Stúdenta-
kjallarinn hefur nú veriö meö
vinveitingaleyfi i eitt ár og er
endurnýjun þess einnig til
umfjöllunar I matsnefndinni.
Allir þessir staöir munu fyrst
og fremst hafa á boöstólum
svokölluö borövín en auk
þeirra staöa sem nú hafa verið
nefndir eru Esjuberg og veit-
ingabúð Hótel Loftleiöa meö
létt vin á boöstólum.
-GFr.
Ole Breitenstein hjá Háskólanum
Sænski fjölmiðlafræðingur-
inn Ole Breitenstein flytur
opinberan fyrirlestur, I boöi
félagsvfsindadeildar Háskóla
tslands, fimmtudaginn 6.
mars kl. 20.30 I stofu 201 i
Lögbergi.
Efni fýrirlestursins er kvik-
myndir, sjónvarp og þjóölegt
sjálfstæöi. öllum er heimill
aögangur.
Leigu- og útsýnisflug
Meöal nýjunga I feröamögu-
leikum sem boöiö er uppá I
nýútkomnum bæklingi Arnar-
flugs fyrir erlenda feröamenn
má nefna óreglubundiö flug
frá Reykjavik til Geysis I
Haukadal meö bflferö aö Gull-
fossi. Þessi ferö tekur aöeins 3
klukkutima og gefst möguleiki
til skoöunar þessara tveggja
perla I islenskri náttúru, auk
þess sem flogiö er yfir Þing-
velli og Laugarvatn.
Óreglubundnar feröir veröa
til Vestmannaeyja og eöa
Húsafells I Borgarfirði eftir
þvi hvernig vindar kunna aö
blása.
Boönar eru feröir til
Mývatns og Grimseyjar meö
möguleika á skoöunarferöum
um M ý v a t n s s v æ ö i ö
miönætursólarflug þegar
veröur leyfir og siöast en ekki
sist leiguflug tii Kulusuk á
Grænlandi, sem hefur veriö
mjög vinsælt meöal feröa-
manna sem sækja ísland heim
á sumrin.
Arnarflug heldur uppi
áætlunarflugi til Vestur- og
Norðvesturlands og er birt
sumaráætlun félagsins i
þessum bæklingi ásamt lands-
háttalýsingum þessara lands-
hluta.
Styðja kröfur fóstranna
Nemendafélag Fósturskóla
Islands hefur sent frá sér
eftirfarandi ályktun:
„Fundur nemendafélags
Fósturskóla lslands mótmælir
harölega þvi ófremdar-
ástandi, sem rikir I launa-
málum fóstra. Teljum viö
algerlega óöviöunandi, aö
fóstrur skuli ekki njóta sömu
réttinda I starfi og launum og
aörar uppeldisstéttir, s.s.
kennarar.
Fósturnemar styöja
eindregið þær launakröfur
sem fóstrur munu leggja fram '
I komandi kjarasamningum.
Jafnframt lýsa þeir yfir full-
um stuöningi viö sérkröfur
Fóstrufélagsins um styttan
viöverutima á deildum og
launalega viöurkenningu á
rétti fóstra til reglubundinnar
þjálfunar og viöbótarmennt-
unar, á sérsviöi sinu.
Vænta fósturnemar þess, aö
fóstrur sýni samstööu og
standi vörö um kröfur sinar I
komandi kjarasamningum.”
ísland i dag — Fólk og umhverfi
Reykjavikurdeild Norræna
félagsins undirbýr nú höfuð-
borgarráöstefnu, sem haldin
veröur i júnl.og er vænst til'
hennar 100 þátttakenda frá
hinum höfuðborgum Noröur-
landa. Aöalefni ráöstefnunnar
veröur: Island i dag — Fólk og
umhverfi.
Trúnaðarbréf afhent i Tékkó
L:
Hinn 28. þessa mánaöar
afhenti Páll Asgeir Tryggva-
son, sendiherra, Gustav
Husak, forseta Tékkóslóvakíu,
trúnaöarbréf sitt sem sendi-
hérra Islands I Tékkóslóvakíu. j
„Ætli maður yerði ekki tii
í slaginn á næstu hátíð”
Rabbað við
Harald W. Sig-
urðsson, helsta
forvigismann
VH-blaðsins á
Akureyri
Þá daga sem Vetraríþrótta-
hátföin á Akureyri stóö yfir var
gefiö út glæsiiegt 8 siöna dagblaö,
VH-blaöiö, hvers efni er eingöngu
helgaö hátlöinni og vetraríþrótt-
um á tslandi, aö fornu og nýju.
Helsti forvlgismaöur aö útgáfu
þessa blaös er Haraldur M. Sig-
urösson, fimleikakennari.
— Aöur en fariö var af staö meö
Vetrarlþróttahátíöina hér 1970
bauöst ég til þess aö gefa út blaö
og aö það stæöi undir sér fjár-
hagslega. Þetta rúllaði síöan af
stað og viö gáfum út 11 tölublöö,
sem eru nánast safngripir núna.
Það voru nokkuö margir sem
lögöu hönd á plóginn þá og allir
geröu þetta I sjálfboðavinnu.
Hvernig hefur gengiö aö gefa út
VH-blaöið á hátiöinni nú?
— Þaö hefur gengiö mjög vel,
enda erum viö margir sem störf-
um að útgáfunni. I ritnefnd auk
min eru Baldur Þorsteinsson,
Guömundur Frimannsson,
Svavar Ottesen og Asgrimur
Agústsson. Um ljósmyndirnar sjá
Ketill Helgason, Hallgrimur Ein-
arsson og Asgrimur Agústsson.
Þegar svo margir hjálpast aö
er þetta ekki ýkja erfitt, en 1970
sá ég að mestu um aö safna efn-
inu. Viö gefum út 2500 eintök dag-
lega nú.
Hvernig fannst þér Vetrar-
Iþróttahátiöin 1980 takast?
— Ég vil állta aö þaö hafi orðiö
jafntefli hjá okkur og veöurguö-
unum. Þaö er mikil stemmning
hjá bæjarbúum nú, mun meiri en
1970. Viö getum séö það á þvi aö
1970 voru innan viö 300 bæjarbúar
sem tóku þátt I skrúðgöngunni, en
á föstudagin voru þeir á milli 600
og 700.
— Þá finnst mér aö sögu- og
vörusýningin I Alþýöuhúsinu hafi
tekist fádæma vel og vonandi
vaknar nú skilningur á því aö
íþróttahreyfingin þarf aö koma
sér upp muna- og minjasafni llkt
og Alþýöusambandiö hefur gert.
Hér erum viö aö tala um menn-
ingarverömæti, sem ekki mega
glatast.
Ætlar Haraldur M. Sigurðsson
aö vera meö i slagnum aö 10 árum
Iiönum, á Vetrariþróttahátiöinni
1990?
— Blessaöur vertu, maður er
oröinn svo hress I aldrinum aö
þaö hlýtur aö ganga. Já, ætli viö
sláum því ekki föstu aö ég mæti I
slaginn á nýjan leik.
-IngH/Akureyri
Haraldur M. Sigurösson meö fyrsta töiubiaö VH-blaösins 1980.
Bókmenntir og mynd-
listí Neskaupstað
Jafnréttisnefnd og
menningarnefnd Nes-
kaupstaðar standa að
dagskrá 8. mars n.k. kl.
16 i fundarsal félags-
heimilisins Egilsbúðar.
8. mars er eins og
kunnugt er alþjóðlegur
baráttudagur kvenna.
Helga Kress bókmenntafræö-
ingur flytur erindi um konur og
bókmenntir, en hún er braut-
ryöjandi I rannsóknum sinum á
hlut Islenskra kvenrithöfunda og
kvenlýsingum I Islenskum bók-
menntum. Guörlöur Kristjáns-
dóttir kennari les upp.
Sama dag kl. 15 veröur opnuö
málverkasýning I fundarsalnum.
Þar sýna þær Þorbjörg Höskulds-
dóttir og Guörún Svava Svavars-
dóttir málverk og teikningar sem
veröa til sölu. Þær eru báöar i
broddi fylkingar islenskra mynd-
listarmanna og eru aö auki báöar
kunnar fyrir leikmyndir sem
hlotiö hafa mikiö lof.
Þorbjörg hefur haldiö tvær
einkasýningar og tekiö þátt I
fjölmörgum samsýningum.
Guörún hefur haldiö eina einka-
sýningu auk þátttöku I samsýn-
ingum. Þær stunduöu báöar nám i
Myndlistarskólanum I Reykjavik.
Þorbjörg stundaði siöan nám viö
Kúnstakademluna I Kaupmanna-
höfn en Guörún I Moskvu.
Sýningin veröur aöeins opin I þrjá
daga frá kl. 15-22.
Guörún Svava Svavarsdóttir
Þorbjörg Höskuldsdóttir
Helga Kress
Ragnar Haröarson hárskera- og hárgreiöslusveinn I vistlegum húsa-
kynnum Papillu aö Laugavegi 24. (Ljósm. -gel-)
Ný hár-
snyrti-
stofa
Dóróthea Magnúsdóttir
hárskera- og hárgreiðslu-
meistari og Torfi Geir-
mundsson hárskerameist-
ari hafa opnað hársnyrti-
stofuna Papillu að Lauga-
vegi 24, annarri hæð. Á
stofunni er alhliða þjón-
usta fyrir dömur og herra.
Einnig verða þar á boð-
stólum hártoppar frá
Herzig og þjónusta í
sambandi við þá, svo sem
litun og liðun. Starfsfólk
auk eigenda er Heiðdís
Þorbjarnardóttir hár-
greiðslusveinn og Ragnar
Harðarson hárskera- og
hárgreiðslusveinn. -eös.