Þjóðviljinn - 05.03.1980, Qupperneq 5
Miðvikudagur 5. mars 1980 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5
Styrjöldin sem Ilandinu hefur geisað skilur eftir sig djúp sár — ogm.a.
neyð og næringarskort víða.
Það sem beir helst óttuðust:
Stórsigur
Mugabe
Þegar þetta er skrifað hafa þær fréttir borist frá
Zimbabwe (Ródesíu) að sigurvegari i fyrstu kosningun-
um sem þar fara fram og allir landsmenn viðurkenna
hafi verið Robert Mugabe, leiðtogi ZANU, þess flokks
sem hefur verið hinn róttækari armur þeirrar Föður-
landsfylkingar sem um allmörg ár hafði haldið uppi
skæruhernaði gegn valdhöfum í höfuðborginni, Salis-
bury. Mugabe hafði tryggt sér um 60 þingsæti af hundr-
að. Foringi hins armsins, SAPU, Nkomo, mun fá um
tuttugu sæti, og haf ði Mugabe þegar boðist til að mynda
með honum samsteypustjórn, enda þótt hann hefði þing-
styrk til að stjórna einn.
Soames, bráðabirgðalands-
stjóri Breta, mun ekki annað fært
en aö fela Mugabe stjórnarmynd-
un, en það hefur hvað eftir annað
komið fram, að það er Mugabe
sem bæði hviti minnihlutinn i
Ródesiu, breska ihaldsstjórnin og
svo stjórn Suður-Afriku óttast
mest.
Ýmislegt var reynt til að tor-
velda kosningabaráttu flokks
hans, t.d. fékk hann ekki aðgang
að flutningatækjum eða fjármun-
um til kosningabaráttu i sama
mæli og aðrir. En allt slikt þóf
hefur komið fyrir ekki. Og þeir
eftirlitsmenn frá Samveldislönd-
um,sem hafa fylgst með kosning-
unum, hafa lýst þvi yfir, að þær
hafi, i stórum dráttum, farið heiö-
arlega fram. Það er þvi ekki hægt
að draga umboð Mugabe aftur,
nema stórslysamenn úr hópi
hvita minnihlutans efni til nýrrar
borgarastyrjaldar — sem þeir
væru reyndar vissir um að tapa,
jafnvel þótt stjórnvöld i suður-
Afriku legöu út i það ævintýri að
styöja viö bakið á þeim.
Sá sem mestu tapar er
Muzorewa biskup, forsætisráð-
herra skamma stund af náð hvita
minnihlutans — sú náð hefur orð-
ið honum háskaleg og mikill f jár-
austur i flokk hans frá Suður-
Afriku hefur ekki dugað honum til
að hressa upp á orðstírinn, nema
siöur væri.
Duga okkar mælikvarðar?
Erlendir fréttaskýrendur hafa
tilhneigingu til að skoða átökin i
Leiðrétting
I fyrri hluta greinar Arnórs
Þorkelssonar um Varmaorkumál
Akraness og Borgarness, sem
birtist i Þjóðviljanum i gær.varð
meinleg prentvilla, I siðustu
málsgreininni. Þar átti að
standa: „Þaö er sannarlega
kominn timi til þess að visinda-
menn okkar og sérfræðingar fái
að vinna á vitrænan hátt, enda
þótt þeir séu kannski ekki
alvitrir.”
Villan var að i stað fái stóð fari
og veldur það miklum
merkingarmun setningarinnar.
Eru hlutaðeigandi beðnir velvirð-
ingar á þessum mistökum.
Mugabe á fjöldafundi j honum haföi ekki veriö spáö hreinum meirihluta
FRÉTTA-
SKÝRING
Ródesiu f ljósi evrópskrar hug-
myndafræði. Þeir hafa gjarnan
sagt sem svo, að Muzorewa væri
talsmaður hægrisinnaðrar
kapitaliskrar stefnu, Joshua
Nkomo hefði upp á eins konar
sósialdemókratisma að bjóða, en
Robert Mugabe væri hreinrækt-
aður sósialisti. Hætt er þó við þvi,
að pólitiskur veruleiki i landi eins
og Ródesiu trufli verulega þessa
mynd. Hér koma t.a.m. inn i
dæmið þjóðernisleg vandamál, en
flokkur Mugabe á sér rætur i
langsamlega stærstu afrisku
þjóðinni af þeim sem landið
byggja. Auk þess vilja menn
minna á, að Mugabe hefur ekki
notið hylli Sovétmanna eða þegið
af þeim vopn. Hann er sagður
hafa jafnt taugar til Kina Maós
formanns og siðan hefur hann
haft mjög mikið samband við
ráðamenn 1 Mózambique, fyrrum
nýlendu Portúgala, sem hafa
veitt honum drjúgan stuðning.
Lærdómar úr
grannríkjunum
Erfiöleikar þeir sem fyrstu
stjórnir sjálfstæðra rikja i Angólu
og Mózambique lentu i, þegar
hinn fámenni hópur hvitra manna
sem hafði stjórnað efnahagslifinu
yfirgaf löndin i fússi eftir að hafa
gert þá bölvun sem þeir gátu,
munu væntanlega verða Mugabe
ástæða til að fara varlega aö hin-
um herskáa hvita minnihluta
Ródesiu, sem svo lengi hefur
þverskallast við að viðurkenna
sjálf grundvallaratriði meiri-
hlutastjórnar. Þessi minnihluti
getur ekki sigrað, hvorki i virku
ná heldur óvirku andófi gegn
stjórn róttækra afla i Zimbabwe,
en hann gæti skilið eftir sviðna
jörð i ýmsum skilningi, og yrði
dýrt og erfitt úr að bæta.
-AB
Lausar stöður
Lausar eru til umsóknar stöður tveggja
nefndarmanna i rikisskattanefnd, er skulu
hafa nefndarstörfin að aðalstarfi. Er ann-
ars vegar um að ræða stöðu formanns
nefndarinnar, en formaður skal fullnægja
skilyrðum til að vera skipaður héraðs-
dómari, og hins vegar stöðu nefndar-
manns er skal hafa lokið prófi i lögfræði,
hagfræði eða viðskiptafræði, vera löggild-
ur endurskoðandi eða hafa aflað sér sér-
menntunar i skattarétti eða skattamálum.
Nánari upplýsingar um störf þessi gefur
fjármálaráðuneytið en um starfssvið,
hlutverk og skipulag rikisskattanefndar
visast að öðru leyti til 1. nr. 40/1978 sbr. 1.
nr. 7/1980.
Umsóknir ásamt upplýsingum um
menntun og fyrri störf sendist fjármála-
ráðuneytinu fyrir 31. mars n.k.
Fjármálaráðuneytið,
28. febrúar 1980.
Útboð
HITAVEITA
SUÐURNESIA
óskar eftir tilboðum i loftræsikerfi fyrir
stöðvarhús II varmaorkuverinu i Svarts-
engi.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu
Hitaveitu Suðurnesja, Brekkustig 36
Y-Njarðvik, og verkfræðistofunni Fjar-
hitun, Alftamýri 9, Rvk, gegn 30 þús. kr.
skilatryggingu.
Tilboðin verða opnuð á skrifstofu Fjar-
hitunar Álftamýri 9 Rvk þriðjudaginn 18.
mars 1980 kl. 11.
Hitaveiia
Sauðárkróks
óskar eftir að ráða starfsmann sem hafi
umsjón með rekstri Hitaveitunnar.
Umsóknarfrestur er til 15. mars 1980.
Upplýsingar um starfið, svo og launakjör,
gefur bæjarstjóri i sima 95-5133.
BÆJARSTJÓRINN
A SAUÐÁRKRÓKI
mmmmi
HÁRSNYRTISTOFAN
HÖFUM OPNAD
HÁRSNYRTISTOFUNA PAPILLU !^_
Á stofunni er alhliða þjónusta fyrir dömur og herra. Einnig eru á boðstólum hártoppar
fyrir herra og þjónusta í sambandi við þá, svo sem litun og liðun.
Starfsföfk okkar er
Heiðdís Þorbjamardóttir hárgreiðslusveinn
Ragnar Harðarson hárgreiðslu- og hárskerasveinn
Dorothea Magnúsdóttir hárskera- og hárgreiðslumeistari
Torfi Geirmundsson hárskerameistari.
Lmugavgi24, II.
SM17144.