Þjóðviljinn - 05.03.1980, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 05.03.1980, Qupperneq 7
Miðvikudagur 5. mars 1980 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 7 Jóhann J.E. Kúld | fiskimá! ast. Útflutningur á matsskyldum fiskafuröum siöustu árin hefur farið vaxandi ár frá ári bæði að magni og verðmæti. Það væri þvi i hæsta máta óeðlilegt ef heildar- kostnaður við Framleiðslueftirlit sjávarafurða hefði ekki vaxið af framangreindum ástæðum. Aöal- atriði þessa máls, er hinsvegar spurning: Hefur kostnaður farið vaxandi ár frá ári hjá Framleiðslueftirliti sjávarafurða miðað við aukið magn og verð- mæti matsskyldra fiskafurða? Nei, kostnaöur hefur fariö minnk- andi sé við þetta miöaö, sem verður að teljast eini raunhæfi samanburöurinn. Arið 1976 sem er fyrsta heila áriö sem Framleiöslueftirlit sjávarafuröa starfar, þá verður heildarkostn- aður þess 2,94 0/00, eða 2,94 af þúsundi miðað við útflutnings- verðmæti matsskyldra sjávaraf- urða. Árið 1977Þ ER ÞESSI KOSTNAÐUR 2,97 0/00 Ariö 1978, 2,65 0/00 og á sl. ári 2.63 0/00. Staðreyndin er þvl sú, að þó kostnaöur I krónutölu vaxi úr 356 millj. 310 þús. kr. 1978 I 547 milj. 400 þús. árið 1979, þá hefur miðað við útflutt verðmæti matsskyldra sjávarafuröa kostnaðurinn farið lækkandi. Þetta eru aöalatriöi málsins. Og ef hin stjórnskipaöa nefnd getur ekki skiliö svona einfalt reikningsdæmi, þá hentar henni sýnilega ekki þessi starfi, sem hún hefur tekið að sér. öfugþróun Það virðist vera merkilegt tlmanna tákn hér á landi, ef taka á það sem frá nefndinni hefur komið I alvöru, að hún leggur alls staöar til að slakaö verði á gæða- eftirliti með útfluttum sjávaraf- urðum frá hendi rikisins, og það aö mestu leyti fengið I hendur framleiöenda sjálfra. Þetta er öfug þróun viö þaö sem allsstaöar annarsstaöar er að gerast hjá öörum fiskveiði- og fiskvinnslu- þjóöum, sem flytja út fiskafuröir á erlenda markaði. Þar er rikisvaldið að heröa sitt eftirlit með bæöi fiskveiðum og vinnslu aflans. A sama tlma getur hin stjórnskipaða Islenska nefnd hugsað sér aö fækka hér stöðu- gildum sem nú eru við Fram- leiöslueftirlit sjávarafurða úr 76 I 18 menn, en segir um leið að það sé liklega algjört lágmark. Svo mörg eru þau orð. Nefndin segist hafa gert frumuppkast að lögum sem feli I sér þær breytingar sem nefndin vill gera. Þar er kórónan á þessu sköpunarverki sú, aö rlkismat fiskafurða skuli hafa stjórn sem skipuö verði 5 mönn- um, fulltrúum sömu aðila og sæti eiga I nefndinni, en formanni frá sjávarútvegsráöuneytinu. Þá segir aö stjórn þessi skuli hafa tlöa fundi með forstjóra og öðrum starfsmönnum rlkismatsins og geta haft bein áhrif á daglega starfsemi stofnunarinnar, eins og segir orðrétt i álitinu. Þegar svo væri komiö sem að framan segir þá held ég aö litiö væri eftir af óháðu hlutlausu rlkismati, en sllkt mat er þó talið hafa gildi á mörkuöum. Ef það er þetta sem okkur vantar i dag, sem fiskveiöi- og fiskvinnsluþjóð, þá held ég samkvæmt minni reynsiu við fiskmat og gæöaeftir- lit, aö fljótlega yröi aö rlfa það niður til grunna sem við höfum verið aö byggja upp siðustu áratugina á þessu sviöi, þó ennþá eigi nokkuð i land að sú uppbygg- ing sé fullnægjandi. En ég trúi þvi ekki fyrr en ég sé það svart á hvitu, að islensk sjómannastétt sé reiðubúin til þess, að skipta á nú- verandi ferskfiskmati og fá I staðinn einhliða mat þess aöila sem kaupir fiskinn. Þau umskipti yrðu aö mlnu mati ekki hennar hagur. Þá tel ég að það sé llka hagur allra framleiðenda og al- veg sérstaklega frystihúsanna, að starfandi sé I landinu á hverjum tima öflugt óháð rikismat á útfluttum sjávarafurðum, en undirstaða þess er ferskfiskmat- iö. 21/2 1980. Um Áfangaskýrslu um endurskoðun á lögum um Framleiðslueftirlit sjávarafurða Mér hefur borist I hendur furðulegt plagg, sem ber ofanrit- aða yfirskrift og er sagt unnið af stjórnskipaðri nefnd sem tók til starfa I byrjun september á s.l. ári. Mér þykir viö fljótlegan yfir- iestur skýrsla þessi aiveg ein- stök fyrir órökstuddar aðdrótt- anir og fullyrðingar, ásamt sleggjudómum um starfsemi Framleiðslueftirlits sjávaraf- urða. Þá er farið með rangt mál I skýrslunni á nokkrum stöðum. Þar segir t.d. að höfuðröksemd- in fyrir sameiningu allra þátta fiskmatsins hafi verið sú, að meö^ þvi mætti ná fram sparnaöi og betri nýtingu á mannafla, t.d. með þvl að slldarmatsmenn fari I saltfisk og skreiöarmat, þegar minnst er að gera I sildinni. Siðan segir orðrétt: „Ekki veröur séð að sú fyrirætlun hafi tekist”. Þetta er algjörlega röng staöhæf- ing. Ég leysti af deildarstjóra saltfisks og skreiðardeildar i á annaö mánuð 1978 og i fimm mán- uði á s.l. ári og er vel kunnugur þvi, að slldarmatsmenn unnu einmitt við salffisk- og skreiðar- mat, þegar þeir þurftu ekki að sinna slldarmati. Þá segir I skýrslunni: „Gagn- rýni hins opinbera er sennilega hvaö mest vegna fjármála stofn- unarinnar og kostnaöar, einkum af ferskfiskmatinu, þar sem það þjóni I dag litlum öðrum tilgangi en að vera verölagningaraöili, þ.e. milligönguaöili á milli kaup- enda og seljanda.Þáttur þessarar starfsemi hefur numið nærri helmingi af heildarkostnaði við F.S.” Þessi síöasta staðhæfing um helming heildarkostnaöar er rétt. Hitt er rangt I þessari tilvitn- uðu málsgrein I skýrslunni, að fiskmatiö þjóni litlum öörum til- gangi en að vera verðlagningar- aöili. Ferskfiskmatið er fyrst og fremst sú undirstaöa sem öll fisk- vinnsla I landinu hvllir á. Þetta mat hefur gegnum árin veitt nauðsynlegt aöhald og bætt með- ferð á hráefninu, nýja fiskinum, stórkostlega mikiö frá sem var, áöur en það tók fyrst til starfa. Og ferskfiskframleiðsla okkar hvilir að stórum hluta einmitt á fersk- fiskmatinu og þeirri gæðaflokkun á hráefninu sem það framkvæm- ir. Hvernig getur þetta farið framhjá stjórnskipaðri nefnd sem sett er til þess aö brjóta þessi mál til mergjar? Ég segi bara, ham- ingjan hjálpi okkur, ef margar skýrslur frá stjórnskipuðum nefndum eru álika og þessi. Norskir siðir og islenskir Nefndin segir I skýrslunni um fyrirkomulag á mati á nýjum fiski I framtfðinni: „Sú grundvallarbreyting er hugsanleg að fiskkaupendur og Óhád ríkismat eða mat kaupandans? eftirliti og geta þeir stöðvað vinnslu á fiski á öllum stigum vinnslunnar ef hann fullnægir ekki settum reglum. Matsmenn norska rlkismatsins hafa lög- regluvald á þessu sviöi. Þegar op- inber nefnd undirbjó lögin hér á íslandi um ferskfiskmat, haustið 1958 og veturinn 1959, þá lágu að sjálfsögðu allar upplýsingar um fyrirkomulag á norsku ferskfisk- mati hjá nefndinni, en enginn nefndarmaöur frá seljendum eða kaupendum taldi þá aö norska ferskfiskmatið ætti við hér, og töldu það ekki fullnægjandi viö Is- lenskar aðstæður. Þetta byggist á þvl. að í Noregi eiga sjómenn meirihluta fiskveiðiflótans. en -seljendur taki aö sér I samein- ingu að meta ferskan fisk, og hið opinbera komi þar aðeins við sögu sem úrskurðaraöili I deilu- málum. 1 Noregi er það starfsmaöur kaupenda sem metur fiskinn, en seljandi getur gert athugasemd við matið og fengið þvl breytt eöa kært það til rlkismatsins.” Hér er fariö rangt með staö- reyndir. Norska rlkismatiö á ferskum fiski er framkvæmt á eftirfarandi hátt. Sá sem er samþykktur af R3- fisklaget I norður-Noregi sem fiskkaupandi, hann fær I hendur frá rlkismatinu skýrsluform og inn á það veröur allur fiskur að færast sem viökomandi kaupir. Fiskverð I Noregi fyrir hverja fisktegund er aðeins eitt, þ.e. fyr- ir gallalausan fisk. Séu seljandi og kaupandi sammála um að fisk- urinn sé gallalaus þá er það fært inn á matsskýrsluna. Sé hann þaö ekki, þá geta seljandi og kaup- andi komið sér saman um verð- fellingu, en hún má aldrei nema meiru en 20% frá hámarskveröi. Fiskur með meiri galla telst ekki vinnsluhæfur tilmanneldis. Komi seljandi og kaupandi sér ekki saman um gæði fisksins þá snúa þeir sér til matsstöövarinnar, sem rlkismatið rekur og menn koma þaðan og dæma um gæðin. Þeim dómi verður ekki áfryjaö, hann er endanlegur. En ríkismatið hefur meiri af- skipti af ferskfiskmatinu en þetta. Matsmenn eru á slfelldu ferðalagi á milli vinnslustöðva I lensku fyrirtækin vestan hafs hafa haldiö uppi meö miklum sóma, eftir aö ástandið I fersk- fiskmálunum hér heima var bætt. Þeir menn sem leggja til að á þessum málum veröi slakað nú, þeir vita sjáanlega ekki hvaö þeir eru aö gera. Það liggur ekki viö, að þessi mál séu ennþá komin i það horf sem þau þurfa aö komast I, þó mikið hafi hinsvegar áunn- ist. Ætla ábyrgir menn aö stööva þessa jákvæöu þróun sem hér hefur orðið I meðferð á fiski? Ég trúi þvi ekki, þvi frá mlnu sjónar- miði -þá væri það hrein skemmd- arsterfsemi. Deilt um kostnað Niðurstööur nefndarinnar hefj- ast á þessum oröum: „Nefndar- menn voru sammála um það að stofnunin heföi vaxiö meira en gófu hófi gegndi”. Hvaö meina nefndarmenn með þessum oröum? Kynna þeir sér ekki þær staðreyndir sem fyrir liggja I þessum efnum? Staö- reyndin er sú og það vita fiskeig- endur sem flytja út saltfisk og skreið, aö matskostnaður hefur hækkað stórlega milli ára sökum mikillar veröbólgu. Þá vita þeir llka hitt, að þaö kostar meira að meta 150 tonn af fiski heldur en bara 100 tonn. En þetta viröist nefndin ekki geta látiö sér skilj- o.s.frv. Sem betur fer er ekki sllkt ástand nú rlkjandi I fisk- vinnslunni og var áriö 1959, þegar ferskfiskmatiö var fyrst sett af stað fyrir tilverknað hinnar stjórn skipuðu nefndar sem undirbjó lögin um Islenskt ferskfiskmat. Þá komu slfelldar kvartanir frá Bandarlkjamarkaöi um slag- vatnsskemmdir I frostnum fiski héðan og á vetrarvertíðinni 1959 urðum við sem aö þessu unnum að stöðva fiskibáta á vertiöinni vegna slagvatns bæði I lestum og þilfari. Þetta ástand er nú horfiö og þessvegna hefur íslenski fisk- urinn unnið sér gott orð á hinum vandláta fiskmarkaði vestan hafs. Verði hins vegar slakað á kröf- unum hér á Islandi þá er hætt viö aö aðrar þjóðir mundu fljótlega taka þá forustu I sinar hendur á Bandarlkjamarkaði, sem Is- héreru það mest vinnslufyrirtæk- in sem eiga llka útgerðina. Á að slaka á kröfum? Þá segir I skýrslunni: „Enn- fremurkom fram aö þær forsend- ur sem lágu aö baki þvf að Fersk- fiskeftirlitiö var sett á stofn um 1960 væru ekki fyrir hendi” Fræðslufundir Samtaka herstöðva- Arni Björnsson þjóðhátta- fræðingur mun fjalla um: Þróun herstöðvamálsins. Þar veröur rakin saga herstöðvarmálsins, allt frá þvl bandarlskur her kom til landsins I síðari heimsstyrj- öldinni. Getið veröur helstu áfanga I ásælni Bandarikjanna I herstöðvar hérlendis, og m.a. fjallaö um Noröur-Atlantshafs- samninginn 1949 og varnar- samninginn 1951 og slðari þrtíun. Jafnframt verður andóf- inu gegn herstöðvum og Nató, bæði innan þings og utan, gerð skil og þýðing þess reifuð. Sýnd verður kvikmynd irá 30. mars 1949 Miðvikudaginn 5. mars kl. 20.30 í Sóknarsalnum Blaðberar athugið! Rukkunarheftin eru tilbúin á afgreiðslu blaðsins. Vinsamlega sækið þau strax, svo skii geti farið fram sem fyrst. MOBVIUINN Siðumúla 6, simi 81333.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.