Þjóðviljinn - 11.03.1980, Page 3

Þjóðviljinn - 11.03.1980, Page 3
Þriðjudagur 11. mars 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 8. mars baráttu- dagur kvenna: Ilúsfyilir var á 8rmars fundi Ka uðsokkahrey fin ga rinna r í Félagsstofnun stúdenta s.l. laugardag, og þótti fundurinn takast með ágætum. Húsfyll ir hjá Rauð- I anddyri Félagsstofnunar hafði verið komiö upp nýstárlegri sýningu á vinnu kvenna. Þar gat að lita fagurlega pakkaðan fisk, hálfprjónaðar peysur, nýþvegnar bleyjur, stoppaða sokka og margt fleira I þeim dúr. Ýmislegt var til skemmtunar á fundinum, m.a. kom hópur alþýðuleikara og flutti þætti úr Heimilisdraugum Böðvars Guðmundssonar, söng- sveit Rauðsokka flutti nokkur baráttulög og hjónin Katjana Leifsdóttir og Þórarinn Hjartar- son sungu. Elisabet Bjarnadóttir flutti frumort ljóö, sem vakti mikla hrifningu, og hafði hún ort það til Þorvaldar Garðars Kristjánsson- ar i tilefni af fóstureyðingar- frumvarpi hans. Einnig voru flutt nokkur stutt ávörp um hinar svonefndu barnaárskröfur ASI, og Kristin Jónsdóttir flutti ræðu um stefnu Rauðsokkahreyfingar- innar i fjölskyldumálum. 1 fundarlok var „Nallinn” sunginn af miklum krafti. — ih Margir hálku- árekstrar Mikil hálka var á höfuðborgar- svæðinu i gær og urðu margir á- rekstrar af hennar völdum. Frá hádegi og fram að kvöldmat urðu þannig 28 árekstrar i Reykjavik einnöen ekki slys á mönnum svo að teljandi væri. 1 Hvalfirði var einnig fljúgandi hálka og runnu þar einir 8 bilar út af, en ekki hlutust stórvægileg slys af. — GFr. Leikarar úr Alþýðuleikhúsinu sýndu þætti úr Heimilisdraugum á 8.-mars fundi Rauðsokkahreyfingar- innar. Ljósm. — eg. Jón Oddur og Jón Bjarni gera víöreist: Um öll Norðurlöndin, Holland og Þýskaland Önnur útgáfa bókarinnar komin út í Danmörku Fyrsta bókin um Jón Odd og Jón Bjarna hefur nú veriö þýdd á öll Norður- landamálin og líður ekki á löngu þar til hún hefur ver- ið útgefin á öllum Norður- löndunum. önnur útgáfa bókarinnar er nýútkomin í Danmörku, en í gærmorg- un undirritaði Guðrún Helgadóttir rithöfundur samning um útgáfu í Nor- egi. Frægðarför þeirra Jón Odds og Jóns Bjarna er reyndar meiri. Þessa dagana er bókin nefnilega að koma út i hollenskri þýðingu og ekki alls fyrir löngu var gerður samningur um útgáfurétt fyrir Guðrún Helgadóttir undirritaði samning i gær um útgáfu I Nor- egi. Þýskaland, Sviss og Austurriki. Jón Oddur og Jón Bjarni kom fyrst út i Danmörku utan heima- landsins. Fyrsta útgáfan er upp- seld, en nýlega kom út önnur út- gáfa bókarinnar i bókaklúbbnum „Alle börn bogklub”. Klúbburinn valdi tvær bækur tii útgáfu fyrir hvern aldursflokk og var þetta önnur þeirra bóka sem valin var fyrir 7-9 ára börn. Guðrún Helgadóttir sagöist sannfærð um að Norræni þýð- ingasjóðurinn ætti stóran hlut að máli, hve bókin hefði borist greið- lega til nágrannalandanna. Þess má geta, aö likur eru á þvi að „Búrið” eftir Olgu Guörúnu Arnadóttur komi út i danskri þýð- ingu, og er verið að kanna það um þessar mundir, en ákvörðun hef- ur ekki veriö tekin enn. — eös. Loðnuveiðar stöðvaðar fyrir austan Minna magn en áætlað var Búið að veiða 50 þús. lestum meira en lagt var til í gær gaf sjávarútvegsráðu- neytið út reglugerö um stöðvun ioðnuveiðanna austan við 20. gráðu vesturiengdar, sem er rétt austan við Vestmannaeyjar og tók veiðibannið gildi kl. 20 i gæ- kvöldi. Þessi stöðvun fylgir i kjölfar rannsóknaleiöangurs Sveins Sveinbjörnssonar fiskifræðings á Árna Friðrikssyni nú um helg- ina, en niðurstöður leiðangursins benda til þess að loönan fyrir austan sé nú nær uppurin. Er á- standið mun alvarlegra en menn bjuggust viö, en nú er búið að veiöa 50 þúsund lestir meira af hrygningarstofninum en fiski- fræðingar lögðu til. 1 fréttatilkynningu frá sjávar- útvegsráðuneytinu segir að nauð- synlegt þyki að hið litla magn loönu, sem nú heldur sig við Ing- ólfshöfða verði friöað og leyft að hrygna ótruflað til þess að hrygn- ing geti orðið sem dreiföust, en aðeins óverulegt magn hefur fundist þar. Enn má veiða loðnu á Faxa- flóasvæðinu en þar er nú nokkurt magn loðnu suöur fyrir Reykja- nes og austur fyrir Grindavik. Þó er hún komin svo nærri hrygningu að hún verður ekki veiðanleg nema í nokkra daga úr þessu, að sögn Þórðar Asgeirssonar i sjáv- arútvegsráðuneytinu. Má þvi bú- ast við að allra næstu dagar verði hinir siðustu á þessari loðnuver- tið. — S.dór. Hjálmar Vilhjálmsson um ástand loðnustofnsins: Kemur mér ekki á óvart r Ottast að verulegt magn af stofninum hrygni fyrir norðan eða austan — t sjálfu sér koma niöurstöð- urnar úr þessum leiðangri mér ekki svo mjög á óvart, þótt ég hafi kannski ekki átt von á þvi að gangan fyrir austan væri uppur- in, sagði Hjálmar Vilhjálmsson fiskifræðingur I samtali við Þjóð- viljann I gær. Hann sagði að eftir loönuleið- angurinn i janúar sl. hefði verið lagt til að ekki yröi leyft að veiða nema 300 þúsund lestir og væri þá miöað við að eftir væru i hrygn- ingarstofninum 2/3 hlutar þess magns sem hrygndi hér viö land i fyrra. Nú væri hinsvegar búið að veiöa 50 þúsund lestum meira en fiskifræðingar lögðu til, án þess að neitt það heföi komiö fram sem benti til þess aö meira magn væri af hrygningarloðnu en mælt var i janúar. Hjálmar var spuröur hvort hann teldi að stööva hefði átt veiðarnar fyrr og sagði hann svo vera. Það heföi veriö og væri enn sitt álit aö ekki hefi átt aö veiða nema þessi 300 þúsund tonn sem lagt var til i janúar. Þá var hann spurður um hvort hann teldi að austurgangan heföi veriö veidd upp á dögunum. Hann kvaöst ekki trúa þvi að svo hefði verið heldur hegðaöi gangan sér öðruvisi en vanalega og sagðist hann óttast aö verulegt magn af hrygningarstofninum myndi hrygna fyrir norðan eöa austan og þá væri mikil hætta á þvi að klakið mistækist. En samkvæmt þessum nýjustu niðurstööum virtist ljóst að litið magn af loðnu muni hrygna út af Suöurlandi i ár og væri það alvarlegt mál. — S.dór Fjörugur kvenna- fundur A laugardaginn héldu konur á Egilsstöðum fund i tilefni af alþjóðlegum baráttudegi verka- kvenna, 8. mars, og var það i fyrsta sinn sem sá dagur hefur verið haldinn hátiölegur þar á staðnum. Aödragandinn að fundinum var sá, að i febrúar tóku nokkrar kon- ur sig saman og gáfu út dreifirit, þar sem Egilsstaðabúum var boðiö aö taka þátt i undirbúningi fundarins. Sfðan vann stór hópur fólks að undirbúningnum, með þeim glæsilega árangri að upp- undir 200 manns mætti á fundinn, og var það fólk hvaðanæva að úr nágrannabyggðunum, og sumt langt að komið. Þrjár konur fluttu ávörp á fundinum, þær Guðrún Tryggva- dóttir meinatæknir á Egilsstöö- um, Elsa Árnadóttir bóndakona I Húsey og Bryndis Þórhallsdóttir frá Stöðvarfirði, sem talaði um bónuskerfið margfræga. Konur frá Hallormsstað komu á fundinn og sögðu frá bókaklúbbi, sem þær hafa sett á laggirnar. Ýmislegt fleira var á dagskrá, kór Mennta- skólans á Egilsstöðum söng og sömuleiöis kvartettinn Andrésar- systur, flutt var lesdagskrá i lett- um dúro.fl. Fundurinn var haldinn i salar- kynnum menntaskólans, sem skreytt höfðu verið með lista- verkum og ýmiskonar handverki eftir konur á Héraði. Fundinum barst kveðja frá Alþýöubandalagi Héraðsmanna. Var gerður mjög góður rómur að öllum dagskrár- liðum, og sagði heimildarmaður Þjóðviljans á Egilsstöðum, Krist- jana Bergsdóttir, að fundurinn hefði tekist „ofsalega vel i alla staði”. —ih. Skodanakönnun í Blaðaprenti: Gudlaugur og Vigdís jöfn t gær fór fram skoðanakönnun meðal starfsmanna Blaöaprents um fylgi við þá forsetaframbjóö- endur sem þegar eru komnir fram á sjónarsviöiö. Orslit urðu þau aö efst og jöfn urðu þau Vigdis Finnbogadóttir og Guðlaugur Þorvaldsson með 14 atkvæði hvort, Rögnvaldur Páls- son kom næstur meö 6 atkvæði, Albert Guðmundsson með 2 og Pétur Thorsteinsson fékk ekkert atkvæöi i þessari könnun meðal helmings starfsmanna Blaða- prents. — ekh. Bergþóra Vilborg 4. fundur ABR um kvenfrelsi og sósialisma Konur og fjölskylda t kvöld veröur fjóröi fund- urinn i fundaröð Alþýöu- bandalagsins í Reykjavik um kvenfrelsi og sósfalisma og er umræðuefnið aö þessu sinni „Konur og fjölskylda”. Fundurinn verður haldinn i Sóknarsalnum á Freyju- götu 27 og hefst kl. 20.30 með framsöguræðum Bergþóru Sigm undsdóttur fram- kvæmdastjóra Jafnréttis- ráðs og Vilborgar Haröar- dóttur fréttastjóra, en siðan verða almennar umræður.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.