Þjóðviljinn - 11.03.1980, Page 4

Þjóðviljinn - 11.03.1980, Page 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 11. mars 1980 UOBVIUINN Málgagn sósialisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóöfrelsis L tgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Ritstjórar: Arni Bergmann. Einar Karl Haraldsson. Fréttastjóri: Vilborg Haröardóttir Umsjónarmaöur Sunnudagsblaös: Ingólfur Margeirsson. Rekstrarstjóri: Úlfar Þormóösson Afgreiöslustjóri: Valþór Hlööversson Blaöamenn: Alfheiöur Ingadóttir, Einar Orn Stefánsson, Guöjón Friöriks- son, Ingibjörg Haraldsdóttir, Magnús H. Gíslason, Sigurdór Sigurdórsson. Þingfréttir: Þorsteinn Magnússon. iþróttafréttamaöur: Ingólfur Hannesson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Elfsson útlit og hönnun: Guöjón Sveinbjörnsson, Sævar Guöbjörnsson Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Ellas Mar. Safnvöröur: Eyjólfur Arnason Auglýsingar: Sigrlöur Hanna Sigurbjörnsdóttir, Þorgeir Olafsson. Skrifstofa: Guörún Guövaröardóttir. Afgreiösla: Kristín Pétursdóttir. Bára Halldórsdóttir. Bára Siguröar- dóttir. Símavarsla: ölöf Halldórsdóttir, Sigrlöur Kristjánsdóttir. Bílstjóri: Sigrún Báröardóttir Húsmóöir: Jóna Siguröardóttir Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Útkeyrsla: Sölvi Magnússon, Rafn Guömundsson. Ritstjórn, afgreiösla og auglýsingar: Slöumúla 6, Reykjavík.slmi 8 13 33. Prentun: Blaöaprent hf. Húsnœðis- og jjöl- skyldupólitík • Eitt af mikilvægustu verkefnum núverandi ríkis- stjórnar er að setja og hrinda í f ramkvæmd nýrri löggjöf um húsnæðismál. Eftir fimm ára undirbúning var í haust lagt fram frumvarp um nýskipan þessara mála á Alþingi. Þar er um nokkur nýmæli að ræða og sett f ram það markmið að hækka öll lán til nýrra íbúða í 80% af byggingarkostnaði á næsta áratug. Augljóst er þó að verði frumvarpið samþykkt óbreytt leysir það ekki vanda láglaunafólks á næstu árum og ekki vanda þeirra þjóðfélagsþegna sem verst eru settir. Frumvarpið full- nægir heldur ekki þeim kröfum sem verkalýðshreyfing- in hefur sett fram og barist fyrir í áratugi um félagslegt átak til lausnar húsnæðismálum þeirra sem lægst eru launaðir og erfiðasta aðstöðu hafa í þjóðfélaginu. • Um 80% f jölskyldna á fslandi búa nú í eigin húsnæði, flestu vel búnu og tiltölulega nýlegu. • fbúðakaup eða íbúðarbygging hefur verið leið ís- lendingsins til þess að tryggja öryggi sitt og afkomu í verðbólguþjóðfélaginu. Vissulega hefur orðið bylting í húsnæðismálum þjóðarinnar á örfáum áratugum,en hún hefur kostað fórnir. Vinnuþrælkun, vixlaáhyggjur, rót- laust f jölskyldulíf og sálardrepandi kvíði vegna þess að menn eru sífellt að reisa sér hurðarás um öxl eru meðal fylgifiska þeirra sem hafa brotist í að koma sér upp húsi. Dæmalaus neysludýrkun og f lottræf ilsháttur blandast einnig inn í húsnæðismál Islendinga, en flestir sogast nauðugir viljugir inn í hringiðuna til þess að tryggja sér og sínum húsaskjól. • Eins og Ólafur Jónsson framkvæmdastjóri Alþýðu- bandalagsins benti á í ræðu á flokksráðsfundi fyrir skömmu þá er allstór hópur fólks í verulegum vanda með að leysa sín húsnæðismál vegna þess hve lítið er um leiguíbúðir. Ung hjón sem orðið hafa þeirrar hamingju aðnjótandi að eignast 3 til 4 börn áður en þau komust í eigið húsnæði eru t.a.m. nánast útlagar í Reykjavík. Vonlítiðer að fá leiguhúsnæði og laun eins manns gefa enga möguleika á því að byggja eða kaupa íbúð við þær aðstæður. Fjölmargt ungt fólk neitar sér um þá lífsfyll- ingu á besta aldursskeiði að eignast börn,en snýr sér al- farið að því að byggja sér íbúð og fylla hana húsgögnum. Og jafnvel þeir sem aðeins nota leigihúsnæði um til- tölulega stuttan tíma búa við ótrúlega mikið óöryggi og skortá húsnæði. Auk þess er eins og Ölafur benti á allfjöl- mennur hópur fólks sem af félagslegum og heilsufars- legum ástæðum hef ur enga möguleika á því að eignast í- búð á þeim kjörum sem hér er völ á. Þetta fólk myndar ekki harða þrýstihópa, en kemur fram á sjónarsviðið þegar íbúðum er úthlutað í verkamannabústöðum eða í- búð auglýst til leigu. • Stjórnvöld hafa oft verið minnt á þennan vanda, t.d. í samningum verkalýðshreyfingarinnar. Þau hafa jafn- oft gefið fögur fyrirheit um úrbætur í húsnæðismálum láglaunafólks. Lög hafa verið sett um byggingar leiguí- búða um land allt, en framkvæmdir hafa orðið hörmu- lega litlar. Nú þegar sjö ár eru liðin frá því að sett voru lög um byggingu 1000 leiguíbúða á 5 árum eru aðeins 402 þeirra fullbyggðar. Með slíkum vinnubrögðum verð- ur vandinn aldrei leystur. • Á f lokksráðsfundi Alþýðubandalagsins í sl. mánuði var nauðsyn framfarabaráttu í húsnæðismálum enn í- trekuð. Þar segir að þó mikill meirihluti Islendinga búi við góðan húsakost, þá búi f jölmennur hópur við mjög erfiðar aðstæður og algjört öryggisleysi á því sviði. Tryggja verði fullkomið húsnæðisöryggi án tillits til þess, hvort menn vilja leigja, kaupa eða byggja og á þann hátt að tiltekið lágt hlutfall af dagvinnurekjum nægi til að standa straum af húsnæðiskostnaði á löngum tíma. Þaðgeti aldrei verið meginkappsmál að hver mað- ur eignist íbúð eða hús yfir ævina og verði því að leggja sérstaka áherslu á byggingu leiguhúsnæðis með sameig- inlegu átaki á vegum Húsnæðismálastofnunar og sveit- arfélaganna. • Um leið og þess er fastlega vænst að átak sé nú 'framundan í húsnæðismálum okkar skal á það minnt að ekki er síður nauðsyn að móta stefnu í f jölskyldumálum. Fjölskyldupólitík nær yfir vítt svið,en það er verkefni stjórnmálaflokka og stjórnvalda að móta um það stefnu hvaða umgjörð þeir vilja setja f jölskyldulíf i á næstu ár- um. Það er því ekki nóg að ákveða lánakjör og bygginga- magn ísambandi við húsnæðismálin, heldur þarf einnig að ræða hvernig umhverf i, hvernig íbúðir og hver önnur ytri skilyrði ætlunin er að búa íslenskum f jölskyldum í nánustu framtíð. —e^h. klippt I VtSIK _______ Hef ekki áhuga á aö vera formaöur |\ ef ég nýt ekki trausts til þess” Geir Hallgrimsaon formaöur Sjálfatseöiaflokkains i helgarviótali Mixir mtvtfihiura I Geir HallgTÍnLSHon i viðtali við VLsi: „Hef ekki áhuga á að vera formaður, ef ég nýt ekki trausts flokksmanna til þess”1 Nýtt samhengi Slðdegisblööin halda jafnan uppinokkru karpi um þaö, hvort þeirra sé óháöara og sjálf- stæöara og skapast af þvi ööru hvoru ýmislegir skemmtileeir stormsveipir i vatnsglösum. Vísir hefur pundaö hart og títt á Dagblaöiö fyrir aö vera svo hrifiö af Gunnari Thoroddsen og stjórn hans, aö Jónas ritstjóri hafi meira aö segja fórnaö sinu hjartans máli, niöurskuröi á bændum fyrir hrifningu þessa. Dagblaöiö fær svo nokkuð púöur I hendurnar nú um helg- ina og á vafalaust eftir aö nota þaö til aö plaffa á VIsi. Visir birtir mikiö viötal viö Geir Hallgrimsson um flokkinn og manninn og Gunnar og forystu- vandamálin — og seinna sama dag kemur Morgunblaöiö út meö aöalatriöi viötalsins á bak- siöu. Hér eru bersýnilega aö efl- ast ýmsar tengingar milli Visis og svonefnds flokkseigenda- félags — enda er Ellert Schram aö taka viö blaöinu eins og kunnugt er. Ný hlið á Gunnarsmálum Viö höfum nokkrum sinnum undanfarna daga gert aö um- talsefni þær miklu geöshræring- ar sem Morgunblaöiö hefur látið uppi út af prófessorsembætti I sögu viö Háskólann og óánægju eins nemanda meö kennsluskip- an og einkunnagjöf I dönsku. Gauragangurinn er svo mikill, aö þaö má alveg ljóst vera, að djúpir undirstraumar bylta sér undir yfirboröi þessara tveggja mála. Fróöir menn hafa bent okkur á, aö hér sé einmitt á feröinni einn angi af striöinu viö Gunnar Thoroddsen, sem háö er á slðum Morgunblaösins. Meö jeremíasarsöng slnum um Háskólann vill blaöiö gefa til kynna aö undir stjórn Gunnars vaöi helvlskir kommar uppi um allt menntakerfiö og ráöi hverju sem þeir vilja og þá lika Framsóknarmanni I embætti menntamáláráöherra. Og láti Gunnar allt saman afskipta- laust eins og hver annar nyt- LlHIIHIIHiaiHIHll samur sakleysingi, sem á aö heita á meövitundarlausu skriöi niöur hina pólitisku brekku og inn I kommúnismann. Þetta er nokkuö merk kenn- ing, viö skulum aö minnsta kosti fylgjast vel meö hverju nýju skrefi sem Morgunblaöið stigur I túlkun þessa máls og gefur kost á aö prófa hana. Okkar tíkarsonur Viö gátum ekki alls fyrir löngu hér f blaöinu um greinar- korn eftir bandaríska dáikahöf- undinn Jack Anderson. Ander- son haföi áhyggjur af þvl sem hann kallaöi „óbifandi aðdáun okkar á einræöisherrum” og átti viö þaö, aö margur alþjóö- legur vandi sem Bandarlkin rata I er tengdur þvl, aö þau hafa stutt viö bakiö á haröhent- um einræðisherrum, og horft i aöra átt meöan þeir frömdu ill- virki bara ef þeir voru réttum megin I hinu alþjóölega tafli. Anderson vitnaöi I þvi sambandi I bandarlskan diplómat I Zaire sem sagöi um Mobutu, forseta þar: „Mobutu er aö sönnu mesti tikarsonur, en hann er okkar tikarsonur”. Dæmalaus einurð Þessi ummæli rifjast upp þegar skoöuö er grein eftir Áslaugu Ragnars, blaðamann á Morgunblaöinu, sem nýlega heimsótti Irak. Irak er eitt þeirra rikja, sem hefur fengiö heldur niörandi umtal I Morgunblaöinu, ekki vegna þess, aö þar hafa hinir ýmsu forsetar gengiö fram af mikilli hörku heldur vegna þess aö þeir' hafa veriö I allnánum tengslum viö Sovétrikin og þegiö þaöan vopn. En nú er svo komið aö Saddam Hussein núverandi for- seti íraks, hefur látiö sambúö sina viö Sovétmenn kólna nokk- uö og heldur eflt tengslin vestur á bóginn — og þar meö er hann oröinn tiltölulega jákvæö flgúra i augum blaöa- manns frá Morgunblaöinu. Aslaug Ragnars segir m.a..: „Areiöanlega er Saddam Hussein áhrifamesti „fjöl- miðill” landsins, þvi aö hann lætur sér fátt óviökomandi og gefur persónulegar yfirlýsingar i I sjónvarp um allt þaö, sem stjórnin telur miklu varöa. Dýrkun á persónu hans er mikil, mynd hans hangir hvar sem lit- iö er, og þótt hann sé einræðis- herra, sem ekki hikar viö aö af- greiöa andstæöinga sína I eitt skipti fyrir öll veröur ekki ann- aö séö en aö margt verra heföi getaö hent þessa þjóö en aö fá yfir sig þennan „menntaöa ein- vald” sem fylgir stefnumálum sinum eftir af dæmalausri einurö og þrótti.” Minn eða þinn sjóhattur Saddam þessi Hussein er aö sögn Aslaugar Ragnars, aö beriast viö ólæsi meöal þjóöar- innar og er ekkert til sparað og ef menn mæta ekki I lestrar- námskeiöiö veröa þeir látnir sæta kárlnum. Hún tekur og meö nokkurri viöurkenningu undir þá stefnu Saddam Huss- eins, aö breyta „úreltum lifnaðarháttum” fjölskyldunn- ar, „svo aö foreldrar meö úrelt- ar skoöanir og siövenjur haldi ekki áfram aö ráöskast meö stórt og smátt innan heimilis- ins”. Þaö spaugilega er, aö þetta hljómar ósköp svipaö og viö- leitni kommúnistastjórnar i Kabiil, I Afganistan til aö út- rýma ólæsi og breyta t.d. stöðu konunnar i fjölskyld- unni. Munurinn er bara sá, aö þar eru kommar aö verki og þvi veröur einnig ákveö- in umbótaviöleitni túlkuö tilræöi viö fjölskylduna og trúna. En þaö sem „okkar tíkarsonur” (eöa einræöis- herra) gerir, þaö veröur bara tiltölulega gott — samkvæmt skilgreiningu. Þaö lögmál hefur fest sig i sessi rækilega, og getur gilt jafnt fyrir Morgunblaöiö oe Prövdu — aö breyttu breytanda. I -áb I «g sMorlð

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.