Þjóðviljinn - 11.03.1980, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 11.03.1980, Qupperneq 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 11. mars 1980 f. Sovétmaðurinn Viktor Kupreichik hélt sínu striki í síðustu umferðum Reykjavíkurskákmótsins. Sá eini, sem ógnað gat sigri hans var Banda- rikjamaðurinn Walter Browne, en hann hefði orðið jafn Kupreichik með sigri í siðustu um- ferð, en þá tefldu þeir saman. Kupreichik hafði hvitt og tefldi trausta uppbyggingu gegn Sikil- eyjarvörn Brownes. Eftir aðeins 14 leiki var samið jafntefli, og var þvi aug- Ijóst að Browne sætti sig við orðinn hlut. Kupreichik hlaut þvi 8.5 vinninga og stór- meistaratitil. Browne var með 7.5 vinninga. Þriðja til f jórða sæti deildu með Kupreichik sigradi Jafntefliskóngurinn Schifssler komst ekki f gegnum mótið á fullu húsi, þvi Haukur vann hann. — Mynd: —eik. sér þeir Miles, Englandi, og Sosonko, Hollandi. Um neðri sæti visast til töflu. A föstudagskvöld uröu úrslit i 11. umferð þannig: Jón L. vann Helga, Vasjúkov vann Browne, Miles vann Sosonko. Jafntefli gerðu þeir Margeir og Guðmundur, Haukur og Byrne, Torre og Kupreichik. 1 tólfu umferð, sem tefld var á laugardag, fóru leikar þannig: Browne vann Torre I mikilli þæfingsskák, Haukur vann SchUssler og batt þannig endi á jafntef lisgöngu Svians, Guðmundur vann Helga. Jafn- tefli gerðu þeir Byrne og Vasjúkov, Sosonko og Kupreichik, Miles og Margeir. Siðast nefnda viöureignin varð sú lengsta i mótinu, eða 120 leik- ir. Þrettánda og siðasta umferð var tefld á sunnudag. Fyrirfram var búist við hörkuskák milli efstu manna, þeirra Browne og Kupreichik, en sú varö þó ekki raunin á, og endaði viðureignin l stuttu jafntefli eins og áður seg- ir. Óheilladfsirnar héldu áfram að hrella Helga ólafsson og tap- aði hann fyrir Miles. Haukur vann Jón L., Vasjúkov og Schussler gerðu jafntefli, og sömu úrslit urðu hjá Torre og Byrne, Margeiri og Sosonko. Um frammistööu íslensku keppendanna eru nokkuð skipt- ar skoðanir. Viröist svo sem margir geri nokkuð óhóflegar kröfur til okkar ungu meistara, en við slíkar aöstæður er alltaf erfitt aö tefla á heimavelli. Margeir Pétursson náði bestum árangri fslensku keppendanna. Hann hefur i þessu móti sýnt mikla seiglu gegn erlendu meisturunum. Aöeins Torre náði heilum vinningi af honum. Haukur Angantýsson byrjaði vel, en sfðan kom slæmur kafli þar sem hann tapaöi sex skák- um i röð. Þrir vinningar i siðustu fjórum umferöum löguðu stöðuna. Guömundur Sigurjónsson virðist vera i Helgi Olafsson Einar Karlsson heilum vinningi á undan nœsta manni skáklægð um þessar mundir. Af stórmeisturunum er hann neðstur i töflunni. Jón L. Árna- son er með nokkuð sérstæöa útkomu. Hann gerir jafntefli við útlenda, en tapar fyrir þeim Margeiri, Hauki og Guðmundi, og vinnur Helga. Eins og á siöasta Reykja- vikurmóti var Jón ekki ánægður meö timamörkin og lýsti þvl yfir, að þetta væri siðasta mótið sem hann tefldi með þessu fyrirkomulagi. Helgi ólafsson náöi sér aldrei á strik eftir hið mikla áfall sem hann varö fyrir I annarri um- ferð, gegn Sosonko. Þá lék hann niöur gjörunninni stöðu i timahraki. 1 bók sinni „Afbrigðið mitt” segir sovéski stórmeistarinn Polugajevski á einum stað: „Hvaö svo sem kann að gerast i unninni skák, hvaða fingurbrjótur sem skákmanninum verður á, þá verður hann að gleyma honum, gleyma mistökunum þar til eftir siðustu umferð. Hann verður. Að öðrum kosti ríöa tilfinn- ingarnar honum að fullu og hann getur ekki einbeitt sér i baráttunni”. Þetta tókst Helga ekki. — O — Skákskýrandi fellur oft i eina gryfju. Hann dæmir i einu og öllu eftir úrslitum skákarinnar. Sá sem vinnur fær öll upphrópunarmerkin en sá er tapar hinsvegar talsverðan slatta af heilræðum og tviræðum athugasemdum. Skák þeirra Vasjúkovs og Browne á Reykjavikurmótinu er gott dæmi um þetta atriði. Spámennirnir I skáksalnum áttu ekki orð til aö lýsa hrifn- ingu sinni yfir taflmennsku Sovétmannsins, en þegar svo öll kurl koma til grafar þá átti Browne allra þokkalegustu stöðu mestallan timann. Það var aðeins undir þaö siðasta, að úrslitamistökin komu. Skákin fer hér á eftir: hinn bóginn gæti hann framið mörg myrkraverk á kóngs- vængnum.) 16. ...-Bd7 17. Rg3-g6 18. Hgl-e5 (Eftir 28. -Db7. má svartur vel við una. Skákin á e7 hefur engan tilgang og svartur hótar bæði hróknum og c2-peðinu. Framhaldið gæti orðið 29. Hf2 Hxc2 30. Dxc2 Hxc2 31. Hxc2 með flókinni og óljósri stöðu.) 29. Re7+!-Kf8? (Eins og vikið verður að siðar var 29. -Kh8 betri leikur.) 30. Rxc8-fxg2 31. Re7 (Timahrakinu var lokið og Browne gat farið að naga á sér handabökin fyrjr að staðsetja kónginn vitlaust. Stæði hann á h8 væri 31. -Dg4 öflugt svar við þessum leik. Þá væri alls óljóst um úrslit.) 31. ...-Hb6 33. Dgl! 32. Dxg2-De8 Hvltt: Evgeni Vasjúkov Svart: Walter Browne Sikileyjarvörn 1. e4-c5 3. d4-cxd4 2. Rf3-d6 4. Dxd4. (Góöur leikur gegn Browne sem kann alltof mikið I Najdorf-af- brigðinu) 4. ...-Rc6 5. Bb5-Bd7 (Annar leikur er 5. -Dd7, af- sprengi þess mikla hugsuðar Lajos Portisch.) 6. Bxc6-Bxc6 7. Rc3-Rf6 8. Bg5-e6 9. 0-0-0-Be7 10. Hhel-0-0 11. Kbl-Dc7 12. Dd2-Hfd8 13. Rd4-Hac8 14. f3-a6 15. g4-b5 16. Rce2. (Gáfuð hugmynd. Riddarinn þvælist einungis fyrir á c3. A 19. Rdf5!-Bxf5 (En ekki 19. -gxf5 20. gxf5 Kh8 21. Bxf6 Bxf6 22. Rh5 Be7 23. Dh6! Ðxc2+ 24. Kal Hg8 25. Rf6. og svartur verður mát. Þaö sem skiptir sköpum i þessu afbrigði er að drottningin valdar cl-reitinn.) 20. exf5-d5 23. Bxf6-Bxf6 21. h4-Hd6 24. g5-Be7 22. Hg2-Hc6 25. f6-Bd6 (Varkárari sálir hefðu ugglaust leikið 25.-Bf8, en þessi leikur, sem leikin var meö miklum bægslagangi I geöveiku tíma- hraki, en skarpari og samræm- ist meira skákstil Browne sem aldrei vill vikja.) 26. Rfl-e4! (En ekki 26. -d4? 27. Rg3 og riddarinn hreiðrar um sig á e4.) 27. Re3-exf3 28. Rxd5-Dd7?? (Hljóðlátur leikur sem gerir út um taflið. Spekingarnir bentu á eftirfarandi atburðarás: 33. - Db8 34. Rc8. Hc6 35. Rxd6 Hxd6 ' 36. Dc5. Má það til sanns vegar færa. 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 VINN 1 W. Browne m m 1 1/2 1/2 1/2 1 1/2 1 1/2 0 1 1/2 1/2 rÆ 2 R. Byrne 0 m 1/2 1 1/2 0 1/2 1/2 1/2 1/2 1/2 0 1 3 H. Schussler 1/2 1/2 P ■////. 1/2 1/2 1/2 1/2 1/2 0 1/2 1/2 1/2 1/2 S/z 4 Jón L. Arnason 1/2 0 1/2 Æ m 1/2 1/2 0 1 0 1/2 1/2 1/2 1/2 5 5 Guömundur Sig. 1/2 1/2 1/2 1/2 m 1/2 1/2 1 0 1/2 1/2 0 0 & 6 A. Miles 0 1 1/2 1/2 1/2 1/2 1 1/2 1 1/2 0 1 7 7 Margeir Pétursson 1/2 1/2 1/2 1 1/2 1/2 777% W' 0 1 1/2 0 1/2 1/2 6 8 Helgi Ólafsson 0 1/2 1/2 0 0 0 i W, 1 1/2 1/2 0 0 y 9 Knut Helmers 'ffl/ 10 Haukur Angantýsson 1/2 1/2 1 1 1 1/2 0 0 0 0 0 0 11 E. Vasjukov 1 1/2 1/2 1/2 1/2 0 1/2 1/2 1 1 1/2 0 <o‘/z 12 E. Torre 0 1/2 1/2 1/2 1/2 1/2 1 1/2 1 0 W’< 1/2 1/2 6 13 V. Kupreichik 1/2 1 1/2 1/2 1 1 1/2 1 1 1/2 1/2 ?/%, m 1/2 e/z 14 G. Sosonko 1/2 0 1/2 1/2 1 0 1/2 1 1 1 1/2 1/2 m 7 J

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.