Þjóðviljinn - 02.04.1980, Qupperneq 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 2. aprfl 1980
Þau leika i Norninni Baba Jaga
Leikfélag Vestmannaeyja sjötugt:
Tvær frumsýningar
Leikfélag Vestm annaeyja
frumsýnir hvorki meira né minna
en tvö leikrit þessa dagana, Sjó-
leiöina til Bagdad eftir Jökul
Jakobsson og barnaleikritiö
Nornina Baba Jaga. Er ráöist i
þetta stórvirki i tilefni af þvi, aö á
þessu ári eru 70 ár frá stofnun
félagsins.
Sjóleiöin til Bagdad veröur
frumsýnd í kvöld, miövikudag,
kl. 20.30 i Bæjarleikhilsinu i
Eyjum. Leikstjóri er Andrés
Sigurvinsson, sem hefur nýlokiö
námi viö Leiklistarskóla rikisins.
Hann hefur haldiö fjölmörg leik-
listarnámskeiö meö góöum
árangri og i vetur vakti upp-
setning hans á Sköllóttu söng-
konunni i Menntaskólanum viö
Hamrahliö mikla athygli.Lýsingu
annast Lárus Björnsson,
sviösmynd er eftir Arnar Ingólfs-
son og tónlist er eftir Gisla Helga-
son. Næstu sýningar veröa 3., 5.,
og 8. april kl. 20.30.
A annan i páskum kl. 15:00
veröur svo frumsýnt barnaleik-
ritiö Nornin Baba Jaga I leik-
stjórn Unnar Guöjónsdóttur.
Búningar og leikmynd eru fengin
aö láni hjá Alþýöuleikhúsinu og er
höfundur þeirra Guörún Svava
Svavarsdóttir. Lýsingu annast
David Walker og tónlist er i
höndum Eggerts Þorleifssonar.
Hópurinn sem stendur aö Sjóleiöinni til Bagdad.
Félagsstofnun stúdenta
Stúdentakjallarinn
Guðmundur Ingólfsson leikur létt lög skírdag
og laugardag frá kl. 18.
Djass annan páskadag.
Stúdentakjallarinn
Félagsstofnun stúdenta
v/Hringbraut
kl. 12-22
LOKAÐ
kl. 12-22
LOKAÐ
kl. 12-23.30
Opið um páskana sem
skírdag
föstudaginn langa
laugardag
páskadag
annan páskadag
hér
segir.
■ Tillaga Helga Sefjan um nýtingu kolmunna:
iSöluverðmæti 11
ímiljardar á ári
Helgi Seljan hefur lagt
fram á Alþingi þingsá-
lyktunartillögu um nýt-
ingu kolmunna og
vinnslustöð á Austur-
landi. Tillaga Helga er
svohljóðandi:
„Alþingi ályktar aö skora á
rikisstjórnina að hefjast nú þeg-
ar handa um nýtingu á kol-
munna til veiöa og vinnslu. Skal
i þvi sambandi komiö á fót
vinnslustöð á Austurlandi
(Reyðarfirði) til vinnslu kol-
munnaafurða með frystingu og
þurrkun i hugaT’
Tillögunni fylgir itarleg
greinargerö og er þar stuöst viö
skrif Magna Kristjánssonar
skipstjóra um þessi mál svo og
álitsgerö og athuganir Sigurjóns
Arasonarhjá Rannsóknarstofn-
un fiskiönaöarins.
1 greinargeröinni kemur fram
aö útbreiösla kolmunna spannar
N-Atlantshaf frá Biskayaflóa
til Grænlands og allt til Sval-
barða, en þegar koimunnmn
heldur sig hér viö land er hann i
besta hugsanlegu ástandi, hvort
1 tiliögu Helga er lögö áhersla á aö tslendingar nýti vannýtta fiski-
stofna eins og kolmunna, enda feli þaö i sér margra miljaröa króna
verömætasköpun.
sem er til manneldis eöa mjöl-
vinnslu. A þaö er bent aö kol-
munni er vannýttur fiskistofn og
i ljósi ástands annarra fiski-
stofna við landið sé brýn nauð-
syn aö nýta alla þá möguleika
sem felast i vannýttum fiski-
stofnum.
Nú fer mestallur kolmunna-
afli til bræöslu, en kolmunni
þykir góöur til matar þó nýting
hans til manneldis sé enn
skammt á veg komin. A árinu
1978 veiddust hér viö land 35
þúsund lestir af kolmunna, en
árleg veiöi úr stofninum getur
numiöa.m.k. 1,5 miljónum lesta
og hlutur Islendinga gæti oröiö
a.m.k. 200 þúsund lestir, ef rétt
er aö staöiö.
Talið er aö söluverömæti kol-
munnaafuröa geti orðiö nálægt
11 miljaröar króna i dag miöaö
viö 200 þús. tonna afla og aö 25
þús. tonn fari i skreiöarverkun
og 175 þús. tonn fari i fiskmjöls-
vinnslu. Töluveröur markaöur
er talinn vera á Noröurlöndum
og viöar fyrir þurrkaðan smá-
fisk i gæludýrafóöur og stór
markaöur er fyrir smáfisk-
skreiö til manneldis i Nigeriu,
en framleiösla á kolmunna-
skreiöer sú vinnsla fisksins sem
talin er skila mestum aröi.
— þm
Tillaga þingmanna allra fiokka:
pingsjá
Nýtt skipulag
geðheilbrigðismála
Tillaga um úrbætur og nýtt
ikipulag geöheilbrigöismála var
nýlega lögö fram á Alþingi af
[>ingmönnum allra flokka. Tillag-
m er flutt I samráöi viö stjórn
Geðhjálpar, félags geösjúklinga,
aöstandendaog velunnara. Fyrsti
flutningsmaöur er Helgi Seljan,
en auk hans flytja tillöguna Sal-
6me Þorkelsdóttir, Davfö Aöal-
steinsson, Karl Steinar Guöna-
son, Stefán Jónsson, Jóhanna Sig-
uröardóttir, Jón Helgason og Eg-
ill Jónsson.
Tillaga þessi er tvlþætt. 1 fyrsta
íagi er gert ráö fyrir skipun
lefndar sem hafi þaö aö mark-
miöi aö taka öll geöheilbrigðis-
mál til endurskipulagningar og
þar sem leyst yröi úr ýmsum
vandamálum til frambúöar. 1
ööru lagi er i tillögunni bent á ým-
is atriöi sem knýja þannig á um
úrbætur aö á þeim er rétt aö
vekja sérstaka athygli og fá fram
úrbætur svo fljótt sem mögulegt
er. Tillögunni fylgir ýtarleg
greinargerö. Hér á eftir fer tillag-
an I heild, en nánari grein veröur
gerö fyrir tillögunni siöar:
„Alþingi ályktar aö skora á rik-
isstjórnina aötaka nú þegar tilal-
gerrar endurskoöunar öll geöheil-
brigöismál hér á landi meö tilliti
til þess aö byggt veröi upp nýtt
skipulag þessara mála.
1 þessu skyni skipi viökomandi
ráöherra nefnd til undirbúnings
málinu þar sem m.a. aöstandend-
ur geösjúkra eigi fulla aðild.
Nefndin skili áliti fyrir árslok
1980. Brýnustu viöfangsefni, sem
vinna þarf aö ýmist samhliöa
nefndarstarfinu og i nefndinni
sjálfri, eru þessi:
1) Veitt veröi fé til lúkningar
Geödeildar Landspitalans á
næstu tveimur árum og sá
hluti hennar, sem tilbúinn er,
tekinn i notkun nú þegar. Fjár-
magni veröi veitt til ráöningar
starfsfólks, svo deildin geti
sinnt verkefni sinu aö fullu.
2) Aö aöstaöa til skyndihjálpar
og neyöarþjónustu veröi bætt.
3) Fullkomnari göngudeildar-
þjónustu veröi komiö á.
4) Fjölgaö veröi vernduöum
heimilum fyrir geösjúka.
5) Sérstök áhersla veröi lögö á
aöstööu fyrir unglinga meö
geöræn vandamál (12 -16 ára),
svo sem lög kveöa á um.
6) I staö fangelsisvistar geö-
sjúklinga komi viöeigandi um-
önnun á sjúkrastofnunum.
7) Reglur um sjálfræöissvipt-
ingu veröi teknar til rækilegr-
ar endurskoöunar.
8) Atvinnumál geösjúkra veröi i
heild tekin til athugunar, m.a.
meö tilliti til verndaöra vinnu-
staöa, nauösynlegustu iöju-
þjálfunar, endurhæfingar,
þ.m.t. simenntun og ráö-
gjafaraöstoö til aö komast út
i atvinnulifið á ný.
Kannaöir veröi allir möguleik-
ar hins opinbera svo og at-
vinnurekenda til lausnar þessa
vanda.
9) Kannað veröi hvort stofna
skuli embætti deildarstjóra viö
heilbrigöisráöuneytiö, sem
fjalli sérstaklega um stýringu
og skipulag geðheilbrigöis-
mála. Sér til ráöuneytis heföi
deildarstjórinn sérstaka
stjórnarnefnd þar sem viö-
komandi hagsmunaaöilar ættu
fulla aöild.
10) Stóraukin veröi almenn
fræösla um vandamál geð-
sjúklinga og aöstandenda
þeirra svo og um eöli geö-
rænna sjúkdóma. Ráögjafar-
þjónusta verði sem allra best
tryggö.”
— þm
Vilmundur Gylfason á Alþingi:
Krefst afeagnar
ráðherrans
— þar eð hann kunni ekki aö segja ósatt
Viö vissar kringumstæöur get-
ur verið móralskt rétt aö segja
ósatt, en þaö kunna framsóknar-
menn eins og Steingrimur
Hermannsson ekki, sagöi Vil-
mundur Gylfason i umræöum á
Alþingi á mánudagskvöld. Krafö-
ist Vilmundur þvi þess aö Stein-
grímur segöi af sér.
Astæöan fyrir þessum orðum
Vilmundar er sú aö hann telur aö
Steingrimur Hermannsson
sjávarútvegsráöherra hafi látiö
þannig orö falla fyrir nokkru i
viötali viö Dagblaöiö sem skilja
mætti sem visbendingu um yfir-
vofandi gengisfellingu. Meö þvi
aö skýra frá gengisfellingu meö
löngum fyrirvara heföi Stein-
grimur verið aö ýta undir
spákaupmennsku og bæri honum
þvi aö segja af sér fyrir þessi mis-
tök. Var auöheyrt á Vilmundi aö
hann taldi aö ráöherra heföi átt
aö segja ósatt viö fjölmiöla viö
þessar kringumstæöur þótt þaö
væri gegn betri vitund.
Steingrimur Hermannsson las
upp nefnt viðtal og sagði aö sú
staöhæfing Vilmundar aö hann
heföi boöaö gengisfellingu væri út
i bláinn, en rangfærsla Vilmund-
ar væri vissulega vottur um það
siögæöi sem hann temdi sér.
Margt fleira spaklegt lét Vil-
mundur frá sér fara fþessum um-
ræöum og stæröi hann sig m.a. af
þvi aö hann léti ekki hafa sig i þaö
aö snobba fyrir námsfólki og þvi
heföi hann stutt tillögu um að
skera niöur framlög til Lánasjóös
islenskra námsmanna.
-þm