Þjóðviljinn - 02.04.1980, Síða 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 2. april 1980
Fyrsta byggö viö fjöröinn reis á undirlendinu viö strandkantinn en óx siöan upp aö Hamrinum og umhverfis hann.
SKIPULAGSMÁL
í HAFNARFIRÐI
A síðastliðnu ári
samþykkti Bæjarstjórn
Hafnarf jarðar skipulags-
tillögu af s.k. Hvamma-
hverfi þar f bæ, að undan-
skildum þeim hluta hennar
er varðaði skipulagningu
fjölbýlishúsa á tveimur
reitum innan hverfisins.
Hverfi þetta liggur með
Reykjanesvegi, sunnan við
klaustrið. Þótti mörgum
timi til kominn að skipulag
yrði samþykkt fyrir þetta
hverfi, þvi þá voru liðin
rúm 6 ár siðan hafist var
handa við skipulagningu
þess.
Bæjarstjórinn efndi siöar til
samkeppni um skipulagningu og
útfærslu á Ibúðarhúsum á þessum
fjölbýlishúsareitum. Var aöeins 5
arkitektastofum boöin þátttaka.
Fjórar tillögur bárust og voru
þær til sýnis almenningi um
miðjan nóvember á siöastliönu
ári i húsi Bjarna Riddara.
Ég, eins og eflaust margir aör-
ir, lagöi leiö mina á þessa sýn-
ingu. Eftir aö hafa gaumgæfilega
skoðað þessar tillögur og skipulag
hverfisins I heild, fann ég hjá mér
þörf til að koma á framfæri
athugasemdum viö bæöi skipu-
lagiö og tillögurnar og eru þaö til-
drög þessara skrifa. Samtimis vil
ég i fáum oröum reyna aö varpa
ljósi á þróun skipulagsmála í
Firðinum.
Vöxtur Hafnarf jarðar-
bæjar
Saga Hafnarfjarðarbæjar er
ekki löng, frekar en annarra bæja
á landinu. Þaö var ekki fyrr en
um aldamót meö tilkomu aukinn-
ar útgeröarog verslunar, aö þéttbýli
byrjaði aö myndast viö fjöröinn.
Fjölgun bæjarbúa frá aldamótum
og fram aö heimskreppu var
mjög mikil, eöa úr 600 I 3000 Ibúa.
Kreppuárin 1930—40 settu sinn
svip á þróunarsögu bæjarins, en
þá stóö ibúafjöldi svo að segja I
staö. Strax upp úr 1940 byrjaði
bæjarbúum að fjölga mjög hratt á
ný og náði fjölgun þeirra hámarki
á sjöunda áratugnum. Á timabil-
inu 1940—76 fjölgaði bæjarbúum
úr ca. 3500 I tæp 12000.
Byggðin við fjörðinn
fram undir stríð
Fyrsta byggð viö fjörðinn reis á
undirlendinu viö strandkantinn,
en óx siðan upp aö Hamrinum og
umhverfis hann. Þessi fyrsta
byggö einkenndist af þvi að húsin
stóöu þétt saman og mynduöu
rúm fyrir athafnir sem geröu bæ
að veruleika. Skipulag bæjarins á
þessum timum miöaöist ekki aö
þvi aö fullnægja tilbúnum þröfum
hins akandi vegfaranda, heldur
þröfum fólks til aö vernda sig
fyrir ágangi veöra og vinda, til aö
hafa mannleg samskiþti og búa I
sambýli. Landiö var vel nýtt og
byggöin vel löguö aö náttúru og
umhverfi.
Húsin í bænum
Þau hús sem prýddu þennan bæ
fyrstu áratugina voru mörg dönsk
og norsk timburhús, sem komu
tilhoggin til landsins. Onnur voru
hús sem smiðuð voru meö hin inn-
fluttu sem fyrirmynd. Vegna efna
og aöstæöna margra hús-
byggjenda á þessum timum uröu
mörg húsin ekki eins rismikil og
iburðarmikil og þau innfluttu.
Húsagerö þessi var mjög þróuö,
enda þróunarsaga þeirra löng.
Þau hentuðu okkur íslendingum
að mörgu leyti vel bæöi hvaö
varöar notagildi og aðlögun að
náttúru.
Um 1930 ryður steinsteypan sér
til rúms hérlendis. Trú manna á
þetta byggingarefni var mikil,
enda leiö ekki á löngu þar til svo
að segja hvert nýbyggt hús i land-
inu var steinsteypt. Fyrstu húsin
sem reist voru úr steinsteypu
voru aö stórum hluta til af sömu
gerö og gömlu timburhúsin. Sömu
hlutföll, sama byggingarlag, ein-
ungis annaö byggingarefni i
veggjum og gólfi.
Siöar þegar menn læröu aö
þekkja efniö betur og geröu sér
betur grein fyrir þvi hvaöa
aukna möguleika þaö gaf viö
byggingu, komu nýjar húsgeröir
fram á sjónarsviöiö. En þessara
áhrifa I byggingu húsa byrjaöi
ekki aö gæta fyrr en um og eftir
strlö.
Þróun byggðar við
f jörðinn frá 1940—60
I byrjun strlðs var i landinu
skortur á húsnæöi og þaö sem var
til staðar var aö stórum hluta
ákaflega bágboriö, sé miðaö við
þær kröfur sem geröar eru i dag.
Húsnæöisskorturinn og hin mikla
búseturöskun I landinu haföi i för
meö sér mikla aukningu á hús-
byggingum og þá sérstaklega i
bæjum eins og Hafnarfiröi þar
sem uppgangur var mikill. Ariö
1975 voru hvorki meira né minna
en rúmlega 3/4 hlutar af heildar-
rúmmáli ibúðarhúsnæðis bæjar-
ins I húsum sem byggö voru eftir
1940.
Bæjarmyndin breytist mikiö á
þessum árum, enda vex bærinn
mikið. Ahrifa frá bilum byrjar að
gæta all - verulega i skipulagi
bæjarins og tilkoma steinsteyp-
unnar sem byggingarefnis setur
einnig sinn svip á umhverfið.
Húsin veröa umfangsmeiri en
gömul timburhús voru og fá ann-
að form. Stór og djúp tvi- og þri-
býlishús veröa t.d. mjög algeng.
Byggðin er enn á þessum timum
nokkuö þétt og land sæmilega vel
nýtt.
Nýjar skipulagshugmyndir
sjöunda áratugsins
(1960—70)
Þær skipulagshugmyndir sem
byrja aö ryöja sér til rúms
hérlendis I byrjun sjöunda
áratugsins og legið hafa til grund-
vallar öllu skipulagi bæja fram til
dagsins I dag eru hinar sömu og
komu fram I nágrannalöndum
okkar um svipað leyti. Þar leiddu
þessar hugmyndir til þess aö viöa
voru unnin mikil spjöll á eldri
hverfum borga og bæja og mörg
mistök gerö viö byggingu nýrra.
Þar urðu þessar hugmyndir þó
aldrei langlifar þvi menn geröu
sér fljótt grein fyrir þvl hversu
meingallaöar þær voru og köst-
uöu þeim fyrir róöa.
Þegar ég skoöaöi skipulag
Hvammahverfisins nú fyrir
stuttu, varö mér ljóst, aö enn
þann dag i dag, tiu árum eftir að
þessar skipulagshugmyndir hafa
fengiö sinn dauöadóm viöast hvar
á Noröurlöndum, er verið aö
byggja skipulag bæjar hérlendis
á þessum hugmyndum. Þaö þykir
mér bagalegt þvi til þessara
skipulagshugmynda má rekja
mestu mistök sem gerö hafa verið
á skipulagningu islenskra bæja
siöan saga þeirra hófst og er
Hafnarfjörður engin undantekn-
ing.
Þessar nýju skipulagshug-
myndir einkenndust af þvi aö
menn lögðu reglustrikuna yfir
fortiöina og byrjuöu aö skipu-
leggja bæi eftir hugmyndum sem
þeir geröu sér upp um framtiöar-
þjóöfélagið. Hagvöxturinn var
guðinn og átti aö gera kleift aö
umbylta þjóöfélagi fortiöarinnar i
framtiöarþjóöfélag — þjóöfélag
hraöans. Billinn átti aö brúa allar
vegalengdir, þvi varö aö tryggja
honum greiðfærar leiöir i
framtlöinni. Iönaöurinn skyldi
aöskilinn Ibúöarhverfum. Eldri
byggö I hjarta hvers bæjar skyldi
hverfa sjónum og I hennar stað
risa nýtisku miöbær. Þangaö átti
framtiöarfólkið siöan aö bruna á
bilum sinum á hraöbrautum, þar
sem biöi þess öll sú þjónusta og
lifsþægindi sem hugast gat. Meö
tæknivæöingu og hagræöingu og
byggingariönaöi skyldi
framleiönin í húsnæöi aukast
gifurlega og þar meö öllum gert
kleift aö búa viö velsæld I nýtisku
húsum. Allsstaöar áttu að vera
fyrir hendi mikil græn svæði þar
sem ungir sem aldnir áttu aö
njóta náttúrunnar I rikum mæli.
Hús framtiöarinnar' áttu ekki
siöur aö vera bylting. Meö til-
komu steinsteypunnar töldu
menn sig hafa náö valdi á efni
sem gæfi þeim ekki einungis
möguleika á að byggja hús eftir
þörfum fólks, heldur einnig frelsi
til gullvægrar formtjáningar,
sem gera myndi alla sæla.
Arkitektúr
sjöunda áratugsins
Þau hús sem eru einkennandi
fyrir þetta timabil eru annars
vegar einbýlishús á einni hæð,
umfangsmikil meö stóra glugga
og litinn þakhalla. Þessi hús hafa
Nýting byggingarlands annars vegar á árunum eftir striö, 1940—50, og hins vegar á útþenslutfmabilinu. 1960—70.
Miövikudagur 2. aprfl 1980 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9
önnur hús á þeim tíma voru smlðuö með þau innfluttu sem fyrirmynd. Vegna efna og ástæðna uröu þau
þó oftast ekki eins rismikil.
Valdimar
Harðarson
arkitekt
skrifar
Fyrstu áratugina prýddu bæinn hús sem smiðuð voru að norskri eða danskri fyrirmynd.
Form húsa breyttist mjög mikiö þcgar menn höfðu náð aö þekkja eiginleika steinsteypunnar. Rúmgóð
tvi- og þribýlishús verða t.d. mjög algeng.
náö mikilli útbreiöslu hérlendis
og sætir þaö furöu þar sem þau
henta okkur Islendingum mun
verr en t.d. tvilyft einbýlishús eöa
hús á einni hæö meö Ibúöarhæfu
risi. Undir þau þarf t.d. meira
land, þau eru hlutfallslega orku-
frekari, þau henta illa meö tilliti
til þess veöurfars sem hér rikir,
þaö er erfiöara aö aölaga þau
breyttum þörfum fólks á lifs-
leiöinni t.d. meö þvi aö breyta
þeim i tvær ibúðir, þau eru
óheppilegri til byggingar með til-
liti til lánakjara húsbyggjenda
hérlendis.
Til undantekningar heyrir ef
þessi hús voru ekki byggö úr
steinsteypu. Trú manna á eigin-
leika steinsteypunnar til aö
standast álag islenskrar veöráttu
var mikil og lýsir þaö sér vel i
notkun hennar. Nú hefur sýnt sig
aö steinsteypan er ekki þaö
undraefni, sem menn héldu.
Viöhald hefur veriö mikið á þess-
um húsum og kostnaðarsamt.
Fjöldi húseigenda hefur gefist
upp á aö viöhalda steinsteypu-
yfirboröinu og klætt hús sin að
utan meö slitsterkara og
viöhaldsminna efni.
Ekki viröast þó húsbyggjendur
né sérfræðingar i landinu hafa
dregiö mikinn lærdóm af þessu,
þvi ef hægt er aö tala um aö
einhverjar breytingar hafi átt sér
stað á einbýlishúsabyggingum
hin siðustu ár þá hafa þær mest
veriö i þá átt aö hlaöa ýmsu
skrauti og útflúri úr steinsteypu
utaná húsin. Kveöur svo rammt
aö þessu aö engu er likara en
menn haldi aö þeir séu aö byggja
á suðrænum ströndum þar sem
aldrei fellur snjór á jörðu.
Þetta tiltæki á eftir aö veröa
mörgum húsbygg jandanum
dýrkeypt, og eflaust ekki mörg ár
þar til maður fer aö sjá steinöxina
á lofti viö mörg þessarra húsa og
skrautbitana mölvaöa af ef veöur-
guöinn veröur ekki þegar búinn
að sjá fyrir þvi. Hina miklu út-
breiöslu þessarrar húsgeröar má
aö stórum hluta rekja til þess
hversu slælega hefur verið staöiö
aö stefnumörkun i húsnæðismál-
um af hálfu hin opinbera og hefur
I þvi sambandi Húsnæöismála-
stofnun rikisins brugðist hlut-
verki sinu.
Hinsvegar eru þaö fjölbýlis-
húsin eöa háhýsin, sem eru
einkennandi fyrir arkitektúr
þessa timabils, þessi afkvæmi
byggöaröskunar og hagkvæmnis-
draumóra. Háhýsin uröu ekki til
hérlendis á þeirri forsendu að
þetta ibúöarform heföi veriö taliö
geta uppfyllt þarfir fólks i sinu
umhverfi eða félagslega, heldur
fyrst og framst vegna þeirrar
trúar ráöamanna og ýmissa sér-
fræöinga aö leysa mætti
þáverandi húsnæöisvanda á hag-
kvæman hátt meö byggingu
þeirra.
Hér voru það hagkvæmnis-
sjónarmibin sem rébu. Þessi hús
eru að mínum dómi gott dæmi um
það hvernig húsnæöi fólks,
umhverfi og athafnir geta breyst
til hins verra, sé virt að vettugi
þekking og reynsla manna af að
búa og byggja bæi.
Nýja línan í Firðinum
Ahrifa frá hinum nýju skipu-
lagshugmyndum byrjaöi fljótt aö
gæta i Firðinum. Skipulags-
meistararnir drógu strikin yfir
gamla miðbæinn, og teiknuöu þar
nýtisku miöbæ sem liktist meira
geimstöö en mannabyggð.
Forráöamenn bæjarins hrópuöu
húrra fyrir framtiöinni og veittu
listamanninum verölaun og svo
var byrjað að rifa. Tæknimennt-
uöu sérfræðingarnir, veifandi
trúarriti sinu, erlendum stöölum,
lögöu mælistiku sina á gömlu
hverfin. Samkvæmt trúarritinu
voru vegir þessarra hverfa of
mjóir.
Hús voru rifin, skoriö af bygg-
ingarlóðum og gangstéttum fórn-
að til aö breikka vegina og
tryggja umferbaröryggi eins og
það nú var kallað. En umferöar-
öryggi hverra? Jú,meira öryggi
fyrir akandi vegfarendur til aö
aka hratt, en samtimis minnk-
andi umferðaröryggi fyrir aðra
vegfarendur. Einbýlishúsahverfi
eftir nýjustu tisku voru skipulögð
og voru vegir aö þeim og innan
þeirra ekki minni á breiddina en
þjóövegir landsins Einbýlishúsa-
lóðir sem úthlutað var voru
heldur ekkert smáar i sniðum,
flestar tvisvar til þrisvar sinnum
stærri en þær lóðir voru aö jafnaöi
sem menn höföu látiö sér nægja I
Firðinum á fyrstu uppbyggingar-
árum hans.
Húsin sem menn voru hvattir til
aö byggja á þessum lóðum urðu
nú flest engin smásmiði, og mörg
þeirra meö sin flötu þök og stóru
glugga hafa hvorki haldið vatni
né vindi. Samtimis þvi sem skipu-
lögð voru þessi Iburöarmiklu
einbýlishúsahverfi i Firðinum,
þar sem landi var beinlinis sóaö
og ýtt var undir óhóf i húsbygg-
ingum, voru skipulögö annars-
konar Ibúðarhverfi fyrir annars-
konar fólk — fjölbýlishúsahverfi
fyrir láglaunafólk.
Viö skipulagningu þeirra
hverfa var nokkuð annaö upp á
teningnum hjá bæjarstjórn. Þar
skyldi landið nýtt vel og ibúar
þessarra hverfa skyldu stilla
húsnæöiskröfum sinum i hóf.
Byggja skyldi ódýrar Ibúöir i
fjölbýlishúsum fyrir láglauna-
fólk. Hagkvæmnissjónarmiöin
voru látin ráöa mestu um skipu-
lag hverfanna og byggingu
húsanna og einblint var á efnis-
legar þarfir fólks varöandi
húsnæöi, en engu skeytt um þær
félaglegu afleiðingar sem bygg-
ing þessa húsnæöis kynni aö hafa
i för meö sér.
Afraksturinn
Þessir skipulagshættir leiddu
til þess aö nýting byggingalands
varö mun minna en t.d. I eldri
hverum bæjarins. Þessi þróun
hefur haft hinar ; ýmsu
afleiöingar. Meðal annars leitt til
mikillar útþenslu bæjarins. Við
þaö hafa vegalengdir innan hans
lengst mikiö. Þaö hefur haft þau
áhrif aö fólk hefur oröiö háöara
bilnum til aö komast leiöar sinnar
og þar af leiðandi bilaumferö
aukist til muna. Heildarmynd
bæjarins hefur breyst. Hann er
ekki lengur einn kjarni, heldur
sundurliöaöur I afmörkuð svæði
meö afmarkaöar athafnir.
Aögreining Ibúöarsvæöa og
vinnusvæöa, samhliöa mikilli
útþenslu, hefur einnig breytt
bæjarlifinu mikiö.
Mun erfiöara og timafrekara er
nú fyrir marga aö komast úr og i
vinnu og margir neyöast af þeim
sökum til aö vera frá heimilum
sinum frá morgni til kvölds.
Fátiðara er nú aö börn hitti
foreldra sina, til dæmis i
hádeginu eöa geti leitaö til þeirra
á vinnustaöi ef þörf krefur. Börn-
in hafa sökum þessara skipu-
lagshátta rofnað meira úr tengsl-
um viö foreldra sina og atvinnu-
lifiö og Ibúöarhverfin oröið liflaus
svefnhverfi-
Kostnaðurinn viö t.d. landa-
kaup, lagningu vega og skólps og
fl. var hlutfallslega mikill i þess-
um nýju hverfum, bænum og hús-
byggjendum til fjárhagslegrar
iþyngingar. Þaö mætti nú i sjálfu
sér horfa fram hjá þvief þaö heföi
sýnt sig aö þessi hverfi heföu
eitthvað til að bera fram yfir eldri
hverfi bæjarins, þar sem nýting
lands er mun betri.
En þvi er ekki fyrir aö fara,
enda kannski ekki viö ööru aö
búast, þvi viö skipulagningu
þessara hverfa virðist ekki hafa
veriö tekiö tillit til annarra þarfa
ibúa en að bruna á bilum úr og i
hverfin, og meira miöaö aö þvi aö
einangra fólk hvert frá ööru en aö
ýta undir samskipti. Meö skipu-
lagningu annars vegar einbýlis-
húsahverfa fyrir þá sem meira
máttu sin og hins vegar fjölbýlis-
húsahverfa fyrir láglaunafólk,
var markvisst veriö aö skipta
fólki i hverfi eftir tekjum.
Látið var i veöri vaka aö bygg-
ing fjölbýlishúsanna væri i þágu
hinna lægstlaunuöu og bent á að
meö tilkomu þeirra myndi húsa-
kostur þessa fólks batna til muna
frá þvi sem áöur var. Þaö var
vissulega rétt, og margir létu
blekkjast af þessari fullyröingu
og áttuöu sig ekki á þvi aö sam-
timis þvi sem húsakostur þessa
fólks batnaöi þá batnaði húsa-
kostur þeirra sem meira máttu
sin mun meira. Ctkoman var sú
að þaö misrétti sem hinir lægst-
launuðu höfðu búið viö varöandi
húsnæöi varö jafn mikiö ef ekki
meira eftir byggingu fjölbýlis-
húsanna sem áður. Með þessu var
veriö aö ala á misrétti og á þann
hátt skapa félagsleg vandamál —
vandamál sem erfitt er aö leysa
þegar til eru oröin.