Þjóðviljinn - 11.04.1980, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 11.04.1980, Blaðsíða 5
Ingibjörg Haraldsdóttir frá Hvalgröfum á Skarðsströnd Fœdd 13. júní 1892-Dáin 5. april 1980 Amma mln og alnafna, Ingi- björg Haraldsdóttir, lést að kvöldi laugardagsins fyrir páska, tæplega 88 ára aö aldri. Hún fæddist að Manheimum á Skarðs- strönd og voru foreldrar hennar Septemborg Loftsdóttir og Har- aldur Brynjólfsson, sem siðar bjuggu á A og á Hvalgröfum. Ingibjörg var sautján ára þegar fjölskyldan flutti að Hvalgröfum, sem er næsti bær við kirkjustað- inn Skarð. A Skarði kynntist hún ungum trésmið, Birni Friöriks- syni, sem þangað kom til að vinna að viðgerðum á kirkjunni. Þau gengu i hjónaband árið 1915 og settust fyrst að I Ytri-Fagradal, þar sem elsti sonur þeirra fæddist árið 1917. Þau Björn og Ingibjörg stund- uðu aldrei búskap I venjulegri merkingu, enda þurftu þau oft að flytja vegna starfa Björns við tré- smiöina. Hann smiðaði ibúðarhús og kirkjur, og var m.a. yfirsmið- ur við Kvennabrekkukirkju I Döl- um; hlaut af þvi viðurnefnið Björn kirkjusmiöur. Arið 1926 fluttust þau til Reykjavikur með syni sina þrjá, en einn son, Björn, höfðu þau misst á fyrsta aldursári. Ariö eft- ir að þau komu til Reykjavikur fæddist yngsti sonur þeirra. Björn vann við húsbyggingar I Reykja- vik, m.a. við smiði Þjóðleikhúss- ins. Veturinn 1930-31 vann hann að þvi I félagi við annan trésmið að koma upp eigin verkstæði. Frá þvi verki dó hann I mai 1931, tæp- lega fertugur að aldri, og var banamein hans lungnabólga. Þá stóð amma min uppi ein með fjóra syni á aldrinum 4-14 ára. Þetta voru erfiðir timar, kreppan mikla var skollin á og ekki I mörg hús að venda fyrir fá- tæka ekkju með fjögur ung börn. Þau Björn höfðu ráðgert að koma sonum sinum til mennta, en allar slikar ráðagerðir uröu nú að vikja fyrir brauðstritinu. Ingibjörg flutti i eitt litið herbergi og eldhús við Bergstaðastræti. Þar stundaöi hún saumaskap með húsverkun- um, þvi ekki komst hún út á vinnumarkaöinn frá börnunum, og reyndar var vinnumarkaður- inn þá farinn að þrengjast mikið I kreppunni. Elsti sonurinn, Har- aldur, fékk vinnu sem sendill. Sá næstelsti, Friðbjörn Ingvar, var sendur vestur til ættingja, þar sem hann var I fóstri i fjögur ár. Yngstu drengirnir tveir, Ragnar og Jósef, voru heima hjá móður sinni. Þrátt fyrir erfiðar aðstæöur reyndi Ingibjörg eins og hún gat að veita sonum sinum einhverja menntun. Haraldur stundaði nám I kvöldskóla KFUM með sendils- starfinu, og siðar varö hann bú- fræðingur frá Bændaskólanum að Hólum I Hjaltadal. Friðbjörn Ing- var fór á vélstjóranámskeið og Ragnar varð klæðskerameistari. Jósef lauk prófi frá Verslunar- skólanum og starfaði siðar sem fulltrúi hjá Magnúsi Viglunds- syni, allt þar til hann lést árið 1965, löngu fyrir aldur fram, og varð öllum harmdauði er hann þekktu. Synir Ingibjargar kvæntust all- ir og eignuðust börn. Haraldur kvæntist Sigrlði Elisabetu Guð- mundsdóttur og eiga þau þrjú börn, en áöur hafði Haraldur eignast einn son, Friðbjörn Ing- var kvæntist Þóru Magnúsdóttur og eru börn þeirra tvö. Kona Ragnars er Auöur Jónsdóttir og eiga þau þrjú börn. Jósef kvæntist Olafiu Olafsdóttur og eignuðust þau 4 börn, en misstu eitt I frum- bernsku. Eftir aö eldri synirnir þrir voru fluttir aö heiman bjó Ingibjörg lengstaf með Jósef, og skömmu eftir giftingu hans fluttist hún til ungu hjónanna og var hjá þeim þar til Jósef dó, en eftir það hjá ólafiu, ekkju hans, og börnum þeirra. Árið 1972 ákvað hún að flytja á elliheimilið Grund. Hún var þá nokkuð farin að tapa heilsu og taldi sér best borgið i námunda viö hjúkrunarliö, og þar að auki átti hún nokkra gamla kunningja aö vestan á Grund. Það fer ekki á milli mála að fyrstu árin á Grund undi hún hag sinum vel. Siðustu árin var hún mjög farin að kröft- um. Andlát hennar bar að með friðsömum og kvalalausum hætti, hún sofnaði á laugardagskvöldið og vaknaöi ekki aftur. Þegar Ingibjörg amma var upp á sitt besta var hún fjörmikil kona og skapheit. Hún var hagmælt vel og hafði yndi af kveöskap, orti stökur og lausavisur við ýmis tækifæri og kvað rimur við raust. Á yngri árum spilaöi hún á harmonikku og var þá oft stiginn dans á löngum vetrarkvöldum fyrir vestan. Þaðan átti hún sinar bestu minningar, og viö krakk- arnir fengum snemma þá hug- mynd að lifið fyrir vestan væri öðruvisi og betra en lifiö fyrir sunnan. Ingibjörg veröur i dag borin til hinstu hvildar i gamla kirkju- garðinum við Hringbraut. Þar hafði hún ætlað sér staö, viö hliö Björns bónda sins og sonar- dóttur þeirra. Megi hún hvila þar I friöi. Ingibjörg Haraldsdóttir. Hjúkrunarfræðingar óskast i sumarafleysingar á Sjúkrahús Skagfirðinga. Upplýsingar gefur hjúkrunarfram- kvæmdastjóri i sima 95-5270 Meinatæknar: Meinatæknir óskast i sumarafleysingar á Sjúkrahús Skagfirðinga. Upplýsingar gefa meinatæknar i sima 95- 5270. Föstudagur 11. aprll 1980 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5 ' Stjórn félag járniðnaðarmanna 1979 og 1980. Frá vinstri: Björgvin Guömundsson, 1. varamaöur i stjórn 1979. GisliSigurhansson, vararitari 1979 oe 1. varamaöur 1980. Jóhannes Halldórsson. ritari. Guömund- ur S. M. Jónasson, gjaldkeri. Guöjón Jónsson, formaöur. Tryggvi Benediktsson, varaformaöur. Krist- inn Karlsson, fjármálaritari 1979 og 1980. Gylfi Theódórsson, fjármálaritari, 1980. Guömundur Bjarn- leifsson, meöstjórnandi. Félag jarniðnaðar- manna 60 ára í dag Félag járniönaöarmanna er 60 ára I dag. Þaö hefur lengi veriö eitt af öflugustu verkalýösfélög- um landsins. i frétt frá stjórn fé- lagsins segir: Félag járniðnaðarmanna var stofnað 11. aprfl 1920. Stofnendur voru 17 starfandi járniðnaðar- menn i Reykjavik, þ.á m. járn- iðnaðarmenn frá Danmörku og Sviþjóð, sem sest höfðu að hér á landi. Starfssvæði félagsins var I fyrstu lögsagnarumdæmi Reykjavikur, en hefur tvivegis verið stækkað siðan og frá janúar 1967 hefur starfssvæðið verið allt höfuðborgarsvæðið, þ.e. lögsagn- arumdæmi Reykjavikur, Kópa- vogskaupstaður, Garðabær, Hafnarf jaröarkaupstaöur og Bessastaðahreppur, svo og lög- sagnarumdæmi Kjósarsýslu (Sel- tjarnarnes, Mosfellssveit og Kjal- arnes.) Tilgangur og verkefni Félag járniðnaðarmanna er að sameina alla starfandi járniönaðarmenn á starfssvæðinu, sem með sam- starfi berjist fyrir þvi sem þeim getur orðið til hagsbóta, svo sem vaxandi kaupmætti launa, stytt- um vinnutima, bættum vinnuskil- yrðum og auknum réttindum. Jafnframt er það markmið fé- lagsins að vinna að sem nánustu samstarfi við félög málmiðnaðar- manna annarsstaöar á landinu, svo og önnur verkalýðsfélög. Einnig að leita eftir samvinnu við hliðstæð stéttarfélög á Norður- löndum. Samhjálp við félagsmenn sem átt hafa I veikindum eða erfið- leikum, hefur verið sterkur þátt- ur i félagsstarfinu. A öðru starfs- ári, 1922, var stofnaður innan fé- lagsins Sjúkra- og styrktarsjóður sem var fjármagnaður með hluta af félagsgjaldi félagsmanna en meö sjúkrasjóðsgjaldi atvinnu- rekenda frá 1955. Félag járniðnaðarmanna hefur háð margar kjaradeilur eitt sér, fyrir bættum kjörum félags- manna sinna og einnig fyrir þvi að járniðnaðarverkefni væru framkvæmd innan lands (Andra- deila og Rauöanúpsdeila). Jafn- framt hefur Félag járniðnaöar- manna verið virkur aðili að öllum sameiginlegum kjaradeilum Is- lenskra verkalýösfélaga frá þvi slikt samstarf verkalýðsfélaga hófst um 1950. Félag járniðnaöarmanna var stofnaðili að Málm- og skipa- smiöasambandi Islands, árið 1964, ásamt sjö öörum félögum málmiðnaðarmanna og skipa- smiða. Tveir formenn Félags járniðnaöarmanna, þeir Snorri Jónsson og Guðjón Jónsson hafa jafnframt verið formenn Málm- og skipasmiðasambandsins. Félag járniðnaðarmanna er aö- ili aö Lifeyrissjóði málm- og skipasmiða, sem stofnsettur var 1. janúar 1970 i samræmi við nið- urstöður sameiginlegra kjara- samninga. Lifeyrissjóður málm- ogskipasmiða er nú einn af öflug- ustu lifeyrissjóðum sem stofnaðir voru fyrir félaga Alþýðusam- bands Islands 1970. Félag járniðnaðarmanna á og rekur sjö orlofshús fyrir félags- menn sina, þrjú I ölfusborgum, tvö I Svignaskaröi I Borgarfirði, eitt að Illugastöðum I Fnjóskadal og eitt að Eyjólfsstöðum á Hér- aði. Einnig á félagið jörðina Kljá I Helgafellssveit, þar sem fyrir- hugaður er orlofsog dvalarstaður fyrir félagsmenn. Félag járniðnaðarmanna er að- ili að sameign nokkurra verka- lýðsfélaga að Skólavörðustig 16, þar sem skrifstofur félagsins hafa verið undanfarin ár. Félag járniönaðarmanna hefur nýlega fest kaup á hluta af 4. hæð (600 ferm.) að Suðurlandsbraut 30, ásamt Lifeyrissjóði málm- og skipasmiða og öðrum félögum málmiðnaðarmanna og skipa- smiða á höfuðborgarsvæöinu. Skrifstofur Félags járniðnaðar- manna, Lifeyrissjóðs málm- og skipasmiða og annarra félaga i Málm- og skipasmiðasambandi tslands á höfuðborgarsvæðinu, munu flytjast að Suöurlandsbraut 30 i mal eða júni á þessu ári og þá mun eignarhluti þessara aðila að Skólavörðustig seldur. Hinn 1. janúar 1980 voru 808 fé- lagsmenn i Félagi járniönaðar- manna, sem allir eru starfandi járniðnaðarmenn, þar sem þeir sem breyta um starf falla brott af félagsskrá, samkvæmt félagslög- um. Formenn Félags járniðnaðar- manna hafa verið frá stofnun; Loftur Bjarnason 1920, Loftur Þorsteinsson 1921 og 1930-1937, Filippus Amundason 1922-1927, Einar Bjarnason 1928-1929, Þor- valdur Brynjólfsson 1938-1941, Snorri Jónsson 1942-1947, 1952 og 1954-1964., Sigurjón Jónsson 1948- 1951 og 1953, og Guðjón Jónsson 1965 og siöan. Frá aðalfundi félagins 28. febrúar 1980 er stjórn Félags járniðnaðarmanna þannig skip- uð: Formaður: Guðjón Jónsson,. Varaform.: Tryggvi Benedikts- son. Ritari: Jóhannes Halldórs- son. Vararitari: Kristinn Karls- son. Fjármálaritari: Gylfi Theó- dórsson. Gjaldkeri: Guðmundur S. M. Jónasson. Meðstjórnandi: Guðmundur Bjarnleifsson. Blað Málm- og skipasmiðasam- bands Islands, „Málmur” sem kemur út næstu daga er tileinkaö 60 ára afmæli Félags járniðnaö- armanna. 1 blaðinu verða m.a. viðtöl við um tuttugu félagsmenn um félagið, starf þess og reynslu manna af þvi. Afmælishátiö fyrir félagsmenn veröur haldin iaugardaginn 12. april aö Hótel Loftleiðum. Blaðberar athugið! Rukkunarheftin eru tilbúin á afgreiðslu blaðsins. Vinsamlega sækið þau strax. svo skil geti farið fram sem fyrst. UOBVIUINN Siðumúla 6, simi 81333. Lausar stöður Stður lögreglumanna i rikislögreglunni á Keflavikurflugvelli eru lausar til umsókn- ar. Auk almennra skilyrða um veitingu lög- reglustarfs skv. 1. gr. reglugerðar nr. 254 frá 1965, er góð enskukunnátta æskileg. Laun skv. launakerfi opinberra starfs- manna. Umsóknir sendist undirrituðum eigi siðar en 9. mai n.k. Umsóknareyðublöð fást hjá yfirlögreglu- þjóni og hjá lögreglustjórum um land allt. Lögreglustjórinn á Keflavikurflugvelli, 9. april 1980, Þorgeir Þorsteinsson

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.