Þjóðviljinn - 07.05.1980, Side 8

Þjóðviljinn - 07.05.1980, Side 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 7. mai 1980 Miövikudagur 7. mal 1980 ÞJOÐVILJINN — SIÐA 9 / Avarp iðnaðarráðherra, HJörleifs Guttormssonar, á þingi Málm- og skipasmiðasambands / Islands Málmiönaöarmenn á þingi slnu ,,Ef viö vinnum ekki sjálfir aö okkar málum þá gera þaö ekki aörir fyrir okkur”. Þannig kemst einn af baráttumönnum i samtök- um ykkar að orði i viðtali i nýút- komnu tölubiaði ,,Malms” ál- gagns samtaka ykkar. Þessi orö finnst mér mættu vera einkunnarorö allra þeirra sem vilja efla islenskan iðnað og bæta kjör þeirra sem viö hann vinna. Mér kom i hug þegar ég greip niöur i viötöl i blaöi ykkar Málmi við um 20eldri og miöaldra menn i samtökum ykkar, að margt af þvi sem þar kemur fram væri holl lesning fyrir hina yngri, sem stundum er sagt að séu meira fyrir aö tala um vandamálin en leggja fram vinnu við að leysa úr þeim. t þessum viötölum birtast viðhorf hinna eldri og reyndari til þess sem áunnist hefur, en einnig til þess á hvaöa sviöum róðurinn hefur verið þungur og hver séu helstu vandamál stéttarinnar og starfsgreinanna á libandi stund. Samanlagt gefa þessi viötöl lika dálitla mynd af baráttusögu islenskrar verkalýðshreyfingar — og slik saga er að minu mati dýrmætt vegarnesti hverjum liðsmanni hreyfingarinnar. Þau minna á þá staðreynd að saman- burður á lifskjörum i viðri merk- ingu og þjóðfélagslegum framför- um segir okkur fyrst eitthvaö, þegar litið er á breytingar sem orðið hafa um lengra skeiö. Þar nægir ekki að bera saman breyt- ingarnar frá ári til árs. Það var ekki ætlun min að dvelja hér fyrst og fremst viö söguleg efni, en þvi nefni ég þetta hér að margir hinna eldri sem talað var við, vekja máls á þvi að hinir ungu liðsmenn þurfi aö leggja meiri rækt við samtökin, sækja betur fundi og taka meiri og virkari þátt i starfinu. Ég skil þau orð sem hér var vitnaö til i upphafi sem hógværa hvatningu til yngri kynslóðarinnar. Hvers konar iðnþróun? Þær breytingar sem hér hafa orðið á atvinnuháttum og lifs- kjörum á ævitima þeirra sem nú eru komnir á miðjan aldur eru vissulega stórstigar. En hér gildir það sama og i nálægum löndum, að tæknibyltingin hefur ekki bara lagt grundvöll að bættum lifskjör- um alls almennings, heldur hefur hún kallað yfir iðnaðarþjóðirnar ný og áður óþekkt vandamál af ýmsum toga. í mörgum aðildar- löndum OECD hafa milli 5 og 10% verkfærra manna gengið at- vinnulausir hin siðari ár, og með- al ungs fólks á aldrinum 16-24 ára hefur atvinnuleysið verið að meðaltali um 10%. Þetta unga fólk hefur eðlilega lagt fram þá spurningu, til hvers það eigi að vera að læra til starfa, ef þjóð- félagið kærir sig ekkert um starfskrafta þess. Aukin verka- skipting og einhæfni vinnunnar hefur i ofanálag dregið úr áhuga ungs fólks fyrir vinnu yfirleitt, það kýs jafnvel frekar að eigra um götur stórborganna á at- vinnuleysisstyrk heldur en fara inn i verksmiðjurnar. — Þá dæma kröfur um aukinn vinnuhraöa og þvingandi vinnuskilyröi hina eldri úr leik i atvinnulifinu inn á elliheimilin, löngu áður en starfskraftar taka aö þverra að marki. A rannsóknarstofum og heilsugæslustofnunum vinnur sérfræðingaherinn við að greina nýja og áður óþekkta sjúkdóma. Viö köllum þessi vandamál „félagsleg”, en betra væri kannski að nota um þau hugtakið „iönaöarpólitik”, af þvi aö þau snerta spurninguna um það hverskonar iðnaöarþjóðfélag, hvers konar samfélag við viljum býggja upp. Þegar viö ræðum um islenska iönþróun skulum viö um- iðnaöar- og félagsmál vil ég nefna: Að sett verði löggjöf um starfs- umhverfi og aðbúnað á vinnu- stöðum, — að bætt verði verulega aðstaða til starfsmenntunar og þjálfunar starfsmanna og að stuðlað verði að auknum áhrifum starfsmanna og samtaka þeirra á málefni vinnustaða. A sviði kjaramála er lögð áhersla á það meginatriði að leit- að verði eftir samkomulagi við abila vinnumarkaðarins um niðurstööur i kjarasamningum sem geta samrýmst baráttunni gegn verðbólgu og þeirri stefnu stjórnarinnar aö jafna lifskjör og bæta kjör hinna lakast settu i þjóðfélaginu. Þá lýsir ríkisstjórnin þvi y fir að hún sé fyrir sitt leyti reiöubúin að stuðla að einföldun launakerfis- ins i landinu með þvi aðbeita sér fyrir samstarfi helstu samtaka launafólks um stefnumótun i launamálum. Allt eru þetta málefni sem ég tel að samtök ykkar láti sig miklu varða, og ég vil vænta þess að um þau geti tekist góð samstaða við samtök ykkar, m.a. málefni sem sérstaklega eru á verksviði þess ráðuneytis sem ég starfa i Lyfta þarf málmiðnaðin- um 1 framhaldi af þessari upprifjun úr málefnasamningi rikis- stjórnarinnar langar mig til að vikja nokkrum orðum að stöðu málmiðnaðarins og einstakra greina hans. A engan iðngreinar er hallað þótt sagt sé að málmiðnaðurinn (ásamt e.t.v. rafiðnaði) gripi i rikara mæli en flestar aðrar iðn- greinar inn i alla starfsgeira i at- vinnulifi okkar. Með tilliti til þessarar sérstöbu málmiöngreinanna tei ég mjög brýnt aö samtök I starfsgreininni leiti leiða til að lyfta málm- iönaðinum sem heild á hærra stig að þvi er varöar skipulagslega þætti, tæknivæðingu og fram- leiðni. I þessum orðum minum felst sú ályktun aö staða málm- iönaöarins sé verri en margra annarra greina, og I þessu efni styöst ég viö álit forystumanna ykkar og margra annarra úr ykk- ar röðum, sem lýst hafa áhyggj- um sinum um stöðu greinarinnar. A þeim stutta tima sem ég hef •starfað i iðnaðarráðuneytinu hef ég reynt að koma til móts við ósk- ir aðila um greiningu á þeim vanda sem hér er við að etja. Það starf nær að visu enn aðeins til vissra starfssviða i málmiðnaði Átak í skipaiðnaði 1 þvi sambandi vil ég vikja nokkrum orðum að skipasmiöa- iðnaðinum vegna þýðingar hans fyrir málmiðnaðinn i landinu og marga fleiri aðila Þar var reynt að Ieggjast á árar með talsmönnum þessarar iðn- greinar haustið 1978. Skömmu siðar náðist fram mikilvæg kerfisbreyting i lána- fyrirgreiðslu sem felst i þvi að innlendum skipasmiðastöðvum er heimilt aö taka erlend lán gegnum viöskiptabanka sina til meiriháttar nýsmiði og breyt- inga. Ég vonaðist til þess og veit raunar að með þessu móti hefur fjármögnun skipa á byggingar- tima orðið greiðari en áður var. A fyrra ári fengust 400 m.kr. á lánsfjáráætlun rikisstjórnarinnar til stofn- og hagræðingarlána i skipasmiðaiðnaði og var þeim út- hlutað fyrir milligöngu Iðnlána- sjóðs. Gert er ráð fyrir að á þessu ári haldi slik fyrirgreiðsla áfrarn, enda ekki vanþörf á aö lyfta þess- um iðnaði upp úr þeirri lægö sem hann hefur verið i. í júlimánuði sl. setti ráðuneytið á laggirnar starfshóp til aö undir- búa áætlunargerð um uppbygg- ingu innlends skipasmiðaiðnaðar * með hliðsjón af endurnýjunarþörf fiskiskipaflotans og öðrum verk- efnum á sviði skipasmiða- iðnaðarins. Hópurinn skilaði áliti nú i febrúarmánuði og ég vil nefna hér nokkur atriði úr álitsgerö hans. Hann telur það stærsta vandamál skipasmiðaiönaðarins að fyrirtækin hafi ekki fengiö nema litinn hluta þeirra nýsmiða- verkefna sem islenskur sjávarút- vegur hefur skapað. Ekki hafi reynt á það hversu miklum af- köstum skipaiðnaðurinn geti náð, og vandinn sé þvi ekki takmörk afkastagetunnar, ónóg tækni- kunnátta eða vinnugæði, heldur sé hér fyrst og fremst um stjórn- unarlegt vandamál að ræða. Þvi verði með stjórnunarlegum að- gerðum að flytja sem mest af ný- smiðum inn i landið. Þótt af- kastageta sé næg, telur hópurinn (og það munu ekki neinar nýjar fréttir fyrir ykkur) aö vinnuað- staða til skipasmiða og viögerða sé hér viða slæm og óhagkvæm. Þvi verði að leggja megináherslu á að bæta aðstöðu viðgerðar- stöðvanna hvað hagkvæmni snertir. Starfshópurinn telur liklegt aö stefna beri þvi að árleg nýsmiöi skipa sé um 3500 brl., en af- kastageta skipasmiöastöðva okk- ar er nú um 2700 brl. Með nokk- urri viðbótarfjárfestingu er aö áliti hópsins, hægt að auka af- kastagetuna til samræmi við ný- smiöaþörfina. Þess má geta að stærö fiskiskipaflota okkar er nú um 104 þús. brl. I skýrslu hópsins eru settar fram tillögur um aðgerðir til að bæta aðstöðu viðgerða- og skipa- smiðastöðva utan Reykjavikur. Þess má einnig geta að á sl. ári samþykkti Hafnarstjórn Reykja- vikur að hefja undirbúning að uppbyggingu framtiöaraðstööu fyrir skipaverkstöð i Kleppsvik við Sundahöfn. Fjármagn til dráttar- brauta og skipasmíða- stöðva Iðnaðarráðuneytið hefur við undirbúning lánsfjáráætlunar fyrir þetta ár, i samvinnu við samgönguráðuneytið, sem fer með málefni hafna og dráttar- brauta, gert ákveðnar tillögur um útvegun fjármagns til þeirra framkvæmda sem starfshópurinn taldi brýnastar, svo og til áfram- haldandi stofnlána til skipa- smiðastööva gegnum Iðnlána- sjóiX Og rikisstjórnin vill, eins og ég áður nefndi, stuðla að upp- byggingu skipaverkstöövar hér i Reykjavik, en frumkvæði i þeim efnum verður að koma frá við- komandi sveitarfélagi, þ.e. Reykjavikurborg, en Reykja- vikurhöfn kemur fram fyrir hönd borgarinnar i þessu máli. Eins og flestum ykkar mun kunnugt hefur hlutur Reykjavikur i skipavið- gerðarmarkaöinum fariö minnk- andi undanfarin ár. Ég hef gerst hér nokkuð lang- orður um þann hluta málm- iðnaðarins sem telst til skipa- smiða og viögerða. Astæðan er sú að viö fyrirtæki i þessum geira starfar um þriðjungur þeirra manna sem samkvæmt hag- skýrslum vinnur við málmiðnað og skipasmiði og skipaviðgerðir. (Skipasmiði 1200 ársstörf ’78, málmsmiöi, og vélaviögerðir 2300 ársstörf ’77). Varðandi aðra þætti málm- iðnaðarins tel ég að leggja veröi mikla áherslu á að efla hér ný- smiöi og bæta aðstöðu til þjónustu á ýmsum sviðum. Arlega flytjum við inn gifurlegt magn af hvers- konar tækjum og hlutum úr stáli, sem ekki á að vera miklum vand- kvæðum bundið að framleiða, eða fullvinna hér heima, ef beitt er nútima tækni skipulagningu ogsinnt nauðsynlegri markaös- starfsemi. Ég nefni hér sem dæmi tæki fyrir fiskimjöisiðnaöinn eins og sjóðara, pressur og soðkjarna- tæki. — Fyrir frystiiðnaðinn færi- bönd, þvottavélar fyrir fiskkassa, pökkunarvélar o.þ.h. og fyrir landbúnaðinn heyflutningstæki, færibönd, heyblásara, áburða- dreifara o.fl. Og ef ráðist verður áfram í uppbyggingu á meirihátt- ar verksmiðjum, reynir þar veru- lega á okkar málmiðnað. Til þess að svona nýsköpun og aukning i verkefnavali geti átt sér stað þarf, auk aögerða af hálfu stjórnvalda, að koma til miklu meira frumkvæði þeirra sem við þessa atvinnugrein starfa, og undanskil ég þar ekki ykkur starfsmenn fyrirtækjanna og samtök ykkar. Áhrif starfsmanna og þróun erlendis Ég er hér kominn aö spurningu sem verið hefur mér hugleikin lengi, en hún er sú hversvegna islensk verkalýðshreyfing hefur ekki i rikara mæli en raun ber vitni krafist meiri ihlutunar um málefni vinnustaðanna, stjórnun þeirra, fjárfestingu innan fyrir- tækjanna og skipulagningu vinn- unnar. I minum huga hefur það jafnan verið eitt af grundvallaratriðum lýðræðisþróunar i samfélagi okk- ar að sérhverjum vinnandi manni væri tryggður áhrifaréttur yfir vinnu sinni og þeim arði sem hún skapar. Umræður um þennan rétt hafa verið liflegar i verkalýðs- hreyfingu Vestur-Evr.ópu á sið- ustu tveim áratugum og eru nú i vaxandi mæli bornar fram á pólitiskum vettvangi. Verkalýðssamtökin i Noregi, Danmörku og Sviþjóð hafa sett aukið lýðræði á vinnustað mjög á oddinn i réttindabaráttu sinni, og yfirleitt hafa samtök málm- iðnaðarmanna verið i fararbroddi i stefnumótun i þessum efnum. I Noregi snýst umræðan þessa stundina um jafna aðild starfsmanna á við hluthafa að stjórnun fyrirtækja með tiltekinn lágmarks starfsmannafjölda, og að settar veröi á laggirnar stjórnarnefndir með sama aðildarhlutfalli starfsmanna. Þessum stjórnarnefndum er ætl- að að hafa ákvöröunarvald um starfsmannamál, framleiðnimál og fjármál (budsjettering). Til- lögur um þetta efni voru sam- þykktar á þingi norska málm- iðnaöarsambandsins á sl. ári og þær miðast viö breytingar á nú- gildandi hlutafélagalögum. Bæði i Danmörku og Svlþjóö, hefur umræða um efnahagslýð- ræði sett svip sinn á réttinda- baráttu verkalýðsfélaganna. Hér er um það að ræða að tiltekinn hluti af hagnaði fyrirtækja renni i sjóði (Lönmodtagernes udbytte- og investeringfond/Löntagar- fonder) sem hafi það hlutverk að tryggja launafólki sem jafnasta hlutdeild I fjármunamyndun (kapitaltilvækst) f samfélaginu og hagnaöi fyrirtækjanna. Tillög- ur þær sem ganga lengst I þessum efnum voru settarfram af danska Málmiönaðarsambandinu þegar á árinu 1969, en hvorki þær né aörar sem siðar hafa birst hafa náð fram að ganga, þar eð skort hefurm.a. á pólitiskan byr. Sama máli gegnir um tillögur sænsku verkalýöshreyfingarinnar þar sem gert er ráö fyrir að 2-3% af < launagreiðslum gangi I fjárfest- ingarsjóði sem stjórnað sé af lýö-. ræöislega kjörnum aðilum innan fyrirtækjanna. I stjórnarsáttmála núverandi rikisstjórnar er talað um aö „stuðla að auknum áhrifum starfsmanna og samtaka þeirra á málefnivinnustaða”,eniþvi felst að rikisstjórnin er reiöubúin að leggja lið hugmyndum frá verka- lýöshreyfingunni og starfsmönn- um fyrirtækja og stofnana um þessi efni, en eðlilegt er að frum- kvæðið komi frá samtökum launafólks og viðkomandi starfs- mannahópum Aðbúnaður og vinnuum- hverfi Aöbúnaðarmál á vinnustað og bætt vinnuumhverfi hefur lengi verið baráttumál félaga i ykkar samtökum og ég les það út úr viö- tölunum i málgagni ykkar, aö þaö er áhyggjuefni flestra hve hægt miðar að koma þessum hlutum i betra horf, Ég nefndi fyrr það fyrirheit rikisstjórnarinnar aö setja lög- gjöf um þessi efni á grundvelli þess frumvarps sem nú liggur fyrir Alþingi. Mér er fullljóst að löggjöf ein sér, hversu góð sem hún er, er ekki einhlit i þessu sambandi. Eins og formaður sambands ykkar áréttar i af- mælisviðtali i Málmi, þurfa að koma til breytt viöhorf starfs- manna sjálfra, „að menn hætti að lita á vinnustaðinn sem eitthvað sem þeim kemur litiö við”, eins og þar er komist að orði. Ég er ekki i vafa um aö stór- átaks er þörf við að bæta ytra sem innra umhverfi vinnustaða i málmiðnaði, og mér segir hugur um, að það muni, ekki siöur en tæk iilegar og skipulagslegar umbætur i fyrirtækjunum geta átt sinn þátt i að lyfta starfsgreininni og skapa skilyrði fyrir bættum kjörum málmiðnaðarmanna. Þá krafta stilla samtök ykkar saman Góöir þingfulltrúar. Sú iðn- þróun sem ég er talsmaöur fyrir verður að hvila á innlendum stoð- um, þekkingu og hugviti. Hin starfandi hönd á hverjum vinnu- stað er þar hreyfivaldur, og sá aflvaki sem mestu veldur um hversu til tekst. Þá krafta stilla samtök ykkar saman og þau hljóta að skyggnast viðar, m.a. til stjórnvalda á hverjum tima, meö heill og hamingju umbjóðenda sinna og samfélagsins alls i huga. Þingi ykkar óska ég árangurs i störfum og samtökum ykkar far- sældar. fram allt ekki veigra okkur viö að horfast i augu við þau vandamál sem blasa viö i iðnrikjunu heims- ins. En við skulum heldur ekki ganga út frá þvi sem gefnum hlut, að þeir skuggar sem ég hef hér dregið upp séu óumflýjanlegir fylgifiskar iðnþróunar i okkar landi. St jórna rsáttmá li og iðnaðar- og félagsmál Meöal atriða sem núverandi rikisstjórn kom sér saman um i byrjun eru áform um alhliöa eflingu iðnaðar og ýmis félagsleg málefni, sem honum er tengd. Ég skal ekki þreyta ykkur með löng- um tilvitnunum i stjórnarsátt- málann en vil þó vikja að nokkr- um atriöum sem ég álit að sér- staklega varði fólk i aðildarfélög- um samtaka ykkar. Þar er gert ráð fyrir aö mörkuð verði langtimastefna um iðnþróun og að unnið verði að bættri aðstöðu til iðnrekstrar. —-1 samráði við tæknistofnanir og samtök iðnaðarins verði gerð áætlun um framlciðniaukningu i innlendum iðnaði og um einstak- ar greinar iðnaðar og verkefni i nýiðnaði. — Starfsemi lánasjóða iðnaðarins verði samræmd og sjóöirnir efldir. Sérstaklega verði Iðnrekstrarsjóði gert kleift að styðja undirstöðuverkefni varð- andi iðnþróun. Þau fjárlög sem nýlega hafa verið afgreidd bena nokkur merki þessara áforma,— Þá er gert ráð fyrir að rikið stuðli að uppbyggingu meiri háttar ný- iðnaðar er m.a. byggi á innlendri orku og hráefnum, enda veröi slikur nýiðnaður og frekari stór- iðja á vegum landsmanna sjálfra, — Stefnt veröi aö eflingu innlends skipasmiöaiönaðar bæöi áö því er varöar nýsmiði og viðgerðir og stuðlað að byggingu skipaverk- stöðvar i Reykjavik Af atriðum sem bæöi snerta Iðnþróun er hvíB á ínnlendum stoðum, þekkingu og hugvití á dagskrá Hvað kauphœkkanir varðar gildir hið sama um „náðarfaðm kanselísins” og „náðarfaðm Vinnuveitendasambandsins”. Kauphœkkunarkröfurnar hljóta þar sömu örlög og sá, sem lendir í „náðarfaðmi kyrkislöngunnar” B|orn Arriorssori, haqf ræóingur BSRB: Að skemmta skrattanum Það er einkennileg tilfinning fyrir okkur, sem tókum þátt i verkfalli opinberra starfsmanna 1977, að lesa grein Ragnars Geir- dal I Þjóðviljanum 30. april 1980, enhún ber yfirskriftina „í náðar- faömi kanselisins”. Kastar þó fyrst tólftunum þegar Ragnar i reynir að gera láglaunafólkið i ' BSRB tortryggilegt meö tilvisun til þess að litill hópur manna hafi gengið i BSRB til að komast hjá þátttöku i verkfallsaðgerðum. Ætti ég að dæma láglaunafólkið i ASI fyrir það, að ég veit um nokkra menn, sem sögðu sig úr BSRB fyrir verkfallið 1977 og stefndu á ASA, sem auðvitað stóö ekki I átökum? Auðvitað ekki. Þátttaka BSRB félaga i at- kvæðagreiðslu um sáttatillögu 1977 tekur reyndar af öll tvimæli. Um 90% greiddu atkvæði og um 90% af þeim felldu sáttatillöguna. „Viö förum heldur i átök en að sætta okkur við þetta tilboð”, var svar 80% félagsmanna. Ætlar Ragnar siöan að telja okkur trú um að hér sé um að ræða „stétt- svikara”, sem heiðarlegum Dagsbrúnarmönnum sé sæmst að hafa sem minnst samskipti við? Eða er Ragnari hreinlega ókunn- ugt um samninga og félagslega starfsemi BSRB? Til allrar ham- ingju viröist á grein Ragnars, að hér sé um fáfræði að ræöa og all- tént er þaö von min, að baráttu- maðurinn Ragnar, sem er mér eingöngu af góöu kunnur, ætli ekki að „skemmta skrattanum” með þvi að etja launafólki hverju gegn ööru og telja þvi fólki trú um að það sé hagur þess að kjör ann- arra versni i stað þess að klifa á brattann og rétta hlut hinna lægst launuöu. Leiðréttingar Ragnar rekur i grein sinni „umtalsverð hlunnindi”, sem opinberir starfsmenn hafi haft i samningum sinum „fyrir all- mörgum árum Nefnir Ragnar þar m.a. „umtalsverðar launa- hækkanir skv. starfsaldri” og „desemberuppbót eftir tiltekinn starfsaldur ”, Staðreynd málsins er sú,að hækkun um 1 lfl. eftir 15 ára starf og (það sem enn meira máli skiptir) að starfsmenn hafi til- tölulega stutta dvöl i 4 neðstu launaflokkunum, þessi ákvæði komu ekki inn i samning opin- berra starfsmanna fyrr en 1977 og þá eftir hvaðvitug verkfallsátök („náðarfaðmur kanselisins”?). Sama gildir um desemberuppbót- ina. Þetta hefði Ragnar getaö kynnt sér meö þvi að lesa kjarasamn- inga BSRB eða einfaldlega með þvi að hafa samband við skrif- stofu bandalagsins, sem hefði að sjálfsögðu veitt allar upplýsingar um þessi atriði og önnur, ef þess hefði verið óskað. Jafnlaunastefna BSRB Þegar skrif Ragnars beinast að láglaunafólkinu innan raða BSRB og þeirri staðreynd aö kjör þess eru nokkuð hagstæðari en kjör láglaunafólks innan ASI, þá kann Ragnar þær skýringar einar, að „...þar sem samningar BSRB voru gerðir nokkru seinna en samningar ASl og að happdrætti virtist að mestu ráða hvar hinn fámenni hópur verkamanna lenti i launaflokki....” (leturbreyt. min) og...Það liggur i augum uppi að það getur i sjálfu sér veriö miklu auðveldara að ná hag- stæðum samningum fyrir örfáa menn en heila starfsstétt.”.Enn verð ég að biðja Ragnar að fara varlega meö staðhæfingar, er hann hefur ekki þekkingu á. Sannleikurinn er sá, aö helsta krafan i verkfallinu, auk samningsréttarmálsins, var ein- mitt krafan um aö bæta kjör hinna lægst launuðu. Og þarna er ekki um að ræöa fámenna hópa og var enn siður fyrir siöasta verk- fall. Fækkunin i fjórum neðstu launaflokkunum var knúin I gegn i siðasta verkfalli gegn harðri andstöðu rikisvaldsins („náöar- faðms kanselisins”??). Það er eitt af þvi ánægjulega sem átti sér staö i þessari orrahrið, aö hærra launaðir opinberir starfsmenn héldu ótrauðir áfram verkfalli til að knýja fram þessar bætur i fullri samstöðu með hinum lægst launuðu. Auðvitað dreymdi okkur mörg um að unnt hefði verið að gera betur, enda núverandi kröfugerð sett fram i þeim tilgangi, en lengra náðum við ekki i þeim áfanga. Og það var svo sannar- lega ekkert „happdrætti” hvar „hinn fámenni hópur verka- manna lenti i launaflokki”. Hver einasta tilfærsla kostaði baráttu og aftur baráttu. Samstaöa gegn sundrung Hins vegar er ég hjartanlega sammála þvi að láglaunafólkið i Dagsbrún, Iðju o.s.frv. á að fá hærri laun og ekki aðeins sem svarar núgildandi launum lægri flokka BSRB — við veröum að setja markið hærra og þar tel ég 300 þúsund lágmarkslaunin, sem BSRB hefur sett fram,hreint enga ofrausn. Skil ég þar að sjálfsögöu engan undan, hvort sem viðkom- andi er félagi i BSRB eða ASI. Um þetta skulum við taka höndum saman, en þaö gerum við svo sannarlega ekki með þvi að ausa hvert annað brigslyrðum. Eins vil ég undirstrika að ég er hjartanlega sammála Ragnari um þörf siaukinnar samvinnu milli ASI og BSRB — kannski eigum við eftir að upplifa þann dag, að þesssi þjóöfélagsöfl renni saman i eitt? Sameinumst nú gegn atvinnurekendaáróðrinum Þvi miður virðist þó nokkuð i land, að sá draumur megi rætast. En þrátt fyrir það tel ég afar mikilvægt að við látum af innra karpi okkar i milli og beinum heldur spjótum okkar aö rikis- valdi og atvinnurekendum, sem hafa sameinast i þeim áróðri að ekkert svigrúm sé til kauphækk- ana. Þetta eru rakin ósannindi og virðast meira aö segja and- stæðingum okkar nokkuö ljós, þvi oft er þvi bætt við: „nema til að hækka lægstu launin”. Mótsetn- ingin er augljós þvi þeir sem skv. áróðri atvinnurekenda eru taldir verst staddir (svigrúmið minnst!),, eru einmitt þeir, sem eru með meirihluta starfsliðsins á lágum launum. Hvað kauphækkanir varðar gildir hið sama um „náðarfaöm kanselisins” og „náðarfaöm Vinnuveitendasambandsins”. Kauphækkunarkröfurnar hljóta þar sömu örlög og sá, sem lendir i „náðarfaðmi kyrkislöngunnar”. Þvi þurfum við samstöðu, sam- stöðu og aftur samstöðu. Sveitarstjórnarmenn í A-Barðastrandarsýslu: Fagna tengingu Inndjúpsins við aðalvegakerfi landsins Sveitarstjórnarmenn i Austur— Barðastrandarsýslu hafa sent alþingismönnum álit sitt varð- andi vegastriðið margumrædda á Vestfjöröum. Styðja þeir tillögur Vegagerðarinnar og treysta að gegn þeim veröi ekki gengiö: „Fundur sveitarstjórnarmanna i Austur-Baröastrandarsýslu haldinn á Reykhólum 1. mai 1980 fagnar þvi, að Vegagerð rikisins hefur gert ákveðnar tillögur um hvernig hagaö veröi tengingu Inndjúps við aðalvegakerfi lands- ins. Lýsir fundurinn fullu samþykki viö þá niöurstööu Vegagerðar- innar, að Kollafjarðarheiöi verði valinsem aðalleið. Má i þvi sam- bandi benda á þaö augljósa hag- ræði, sem að þvi er að umferðin til Vestfjarða bæði norður i Djúp og vestur á firöi eigi sem lengst samleið. Auk þess er það skoðun fundarins, aö Kollafjarðarheiði sé auðveldasta leiöin til vetrarum- ferðar. Einnig visar fundurinn til sam- þykktar fundar um samgöngumál á Patreksfirði 21. april 1979. Treystir fundurinn þvi, að alþingismenn og aðrir, sem um málið fjalla, gangi þar ekki á móti áliti Vegagerðarinnar.” Undir bréfið rita þau Halldór D. Gunnarsson, Kristinn Berg- sveinsson, Karl Árnason, Vil- hjálmur Sigurðsson, Aðalheiður Hallgrimsdóttir, Guömundur Ólafsson, Hallgrimur Jónsson, Kristján S. Magnússon og Grimur Arnórsson.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.