Þjóðviljinn - 24.07.1980, Page 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 24. jlili 1980
Hvalfriðunarmenn:
N áttúruverndarráð
skipi sjálft í
hvalveiðiráðið
Fjórir fulltrúar
náttúruverndarfélaga,
dýraverndunarfélaga og
hvalverndunarmanna
hafa ritað Náttúru-
verndarráði bréf og
mótmælt þvi, að sjávar-
útvegsráðuneytið skip-
aði formann Náttúru-
verndarráðs til setu á
fundum Alþjóðahval-
veiðiráðsins. í bréfinu er
gerð krafa um að
Náttúruverndarráð út-
nefni sjálft fulltrúa til
setu á fundunum og
tekið fram að hann skuli
vera fylgjandi friðun
hvala, sem formaðurinn
sé ekki.
A aöalfundi Sambands is-
lenskra náttúruverndarfélaga i
júnímánuöi 1979 var samþykkt aö
skora á rikisstjórnina aö skipa
náttúruverndarfulltrúa f sendi-
nefnd Islands á fundi hvalveiöi-
ráösins. 1 bréfinu segir aö ráöa-
geröin hafi veriö sú aö slikur full-
trúi væri visindamaður sem heföi
sérþekkingu á hvölum og gæti
skoöaö veiöiáform hvalveiöi-
manna út frá visindalegum og
náttúruverndar sjónarmiöum.
Fimm dögum eftir aö þessi sam-
þykkt var gerö hafi Eyþór
Einarsson á almennum fundi lýst
þeirri skoöun sinni aö nýta bæri
hvalina rétt eins og sauðkindina.
„Ekki er aö orðlengja það aö
sjávarútvegsráöherra skipaöi
Eyþór sem náttúruverndarfull-
trúa rikisstjórnarinnar til að sitja
fundi hvalveiöiráösinsý segir I
bréfinu þar sem Eyþór er titlaöur
grasafræöingur og þess hvergi
getið aö hann er formaöur
Náttúruverndarráös.
Þeir sem undirrita bréfiö eru
Helgi Hallgrínisson formaöur
Sambands islenskra náttúru-
verndarfélaga, Jórunn Sörensen
formaöur Sambands dýravernd-
unarfélaga tslands, Geir Viöar
Vilhjálmsson, formaöur Náttúru-
verndarfélags Suövesturlands og
Edda Bjarnadóttir, f.h. Skuldar,
félags hvalverndunarmanna.
— AI
Kaupmenn mótmæla fóðurskattinum: ■
„Bakari hengdur
fyrir smið”
Kaupmannasamtök tslands
hafa mótmælt harðlega 200%
skattlagningu á innflutt kjarn-
fóbur og skoraö á rikisstjórnina
aö feila skattinn niöur nú þegar.
La ndbúnaöarvörur séu verulegur
hluti af vöruúrvali matvöru- og
kjötverslana og hljóti skattlagn-
ingin þvi aö hafa víötæk áhrif á
afkomu þessara verslana.
_4
SKIPAÚTGtRO RIKISINS
Ms. Coaster Emmy
fer frá Reykjavik þriöju-
daginn 29. þ.m. vestur um
land til Akureyrar og tekur
vörur á eftirtaldar hafnir:
Patreksfjörö (Tálknafjörö
og Bildudal um Patreks-
fjörö), Isafjörö (Flateyri,
Súgandafjörö og Bolungar-
vik um ísafjörö), Akureyri,
Siglufjörö og Sauöárkrók.
Vörumóttaka alia virka daga
til 28. þ.m..
M/S Baldur
fer frá Reykjavik þriöju-
daginn 29. þ.m. til Þingeyrar
og Breiöafjaröarhafna.
Vörumóttaka alla virka daga
til 28. þ.m.
1 frétt frá Kaupmannasamtök-
unum segir aö meö skattinum sé
rikisstjórn ,,aö hengja bakara
fyrir smiö” þvi auk þess sem
skatturinn dragi úr umfram-
framleiöslu á mjólk og dilkakjöti,
einsog honum sé ætlaö aö gera, þá
bitni hann á framleiðendum
eggja, svlnakjöts og kjúklinga,
sem einnig sé gert aö greiöa
hann. Þessar búgreinar hafi lengi
glimt við vandamál vegna um-
framframleiöslu og fjármagns-
skorts en hafi leyst þann vanda án
nokkurrar fyrirgreiöslu i formi
styrkja, niöurgreiösl.na eöa út-
flutningsbóta frá opinberum aöil-
um. Framleiöslan hafi þróast nér
á landi svo sómi sé aö og neyt-
endur hafi greitt fyrir þessar
vörur þaö verö sem þær kostuöu
hverju sinni, en ekki þurft aö
greiöa hluta vöruverösins i gjald-
heimtunni.
Þá segir aö meö þessari skatt-
lagningu hafi rikisstjórnin fundið
enn eina leiö til aö skattleggja al-
menning i landinu og gangi hún
nú enn fram fyrir skjöldu og auki á
vandanna i veröbólgustriöinu. Þá
taki rikisstjórnin sér jafnframt
vald til aö hafa áhrif á neyslu-
venjur almennings,en samdráttur
i framleiöslu þessara vöruteg-
unda muni einnig hafa viötæk
áhrif á afkomu verslana.
Lögtaksúrskurður
Hér með úrskurðast lögtak fyrir fyrir-
framgreiðslum þinggjalda i Kópavogi
1980, sem i gjalddaga eru fallin og ógreidd
eru, svo og fyrir öllum aukaálagningum
þinggjalda 1979 og eldri ára, sem skatta-
yfirvöld hafa lagt á frá þvi að siðasti lög-
taksúrskurður vegna þinggjalda i Kópa-
vogi var upp kveðinn.
Má lögtakið fara fram að liðnum 8 dögum
frá birtingu úrskurðar þessa.
Bæjarfógetinn i Kópavogi,
18. júli 1980.
Af hverju er lögreglan á eftir okkur? — Eggert Þorleifsson, Gunnar Rafn Guömundsson og Viöar Egg
ertsson i hlutverkum sfnum.
Þríhjólið eftír Arrabal
„Þrfhjóliö” nefnist leikrit eftir
Spánverjann Arrabal sem
Alþýöuleikhúsiö hefur æft aö
undanförnu. A sunnudags-,
þriöjudags og miövikudags-
kvöldiö næstkomandi veröa for-
sýningar f Lindarbæ, en eiginieg
frumsýning veröur um miöjan
ágúst.
Þríhjóliö fjallar um utangarös-
fólk sem hvergi á sér athvarf.
Þaö hýrist lengst af i afkima
skemmtigarös, hundelt af hungri,
fátækt og lögreglunni. Þau lifa i
heimi sem hefur sin eigin lögmál
og leikurinn fjallar um gildi
lifsins og ástarinnar út frá nýju
sjónarhorni.
Arrabal skrifaði leikritiö 1958
og nokkru siöar var þaö frum-
Aö morgni dags. Eggert og
Gunnar Rafn.
sýnt. Arrabal er afar afkasta-
mikill höfundur og hefur auk leik-
rita gert kvikmyndir. Nokkur
verka hans hafa komist á sviö
hérlendis, til dæmis „Skemmti-
ferö á vigvöllinn” sem margir
skólar hafa spreytt sig á.
Þegar blaöamenn litu inn I
Lindarbæ um miöjan daginn I gær
var veriö aö undirbúa æfingu.
Leikararnir gengu um salinn i
tötrum, myndarlegt þríhjól stóö á
gólfinu og leikmyndasmiöurinn
og leikstjórinn voru önnum kafnir
viö aö hagræöa svarta tjaldinu
sem er umgjörö leiksins.
I spjalli viö leikstjórann Pétur
Einarsson kom fram aö þau hafa
æft I um þaö bil 5 vikur, trufluö af
hléum og utanferöum, en nú er
A þrihjólinu er Gunnar Rafn og
Eggert sefur á bekknum.
allt aö skriöa saman.
Leikararnir stilltu sér upp og
iéku nokkrar senur meöan ljós-
myndararnir mynduöu I griö og
erg. Þar voru þau Viöar Eggerts-
son, Eggert Þorleifsson, Guörún
Gisladóttir og Gunnar Rafn
Guömundsson I hlutverkum utan-
garösfólksins, en Þröstur
Guöbjartsson leikur lögguna.
Sviösmynd og búninga annaöist
Grétar Reynisson, Ólafur örn
Thoroddsen sér um ljósin, ólafur
Haukur Simonarson þýddi og
Pétur Einarsson leikstýrir. Eins
og áöur segir veröa forsýningar i
næstu viku, en þegar Viöar Egg-
ertsson kemur heim úr leikför á
Beckett hátiöina á Irlandi hefjast
sýningar af fullum krafti. —ká
Þrfhjóliö góöa.