Þjóðviljinn - 24.07.1980, Síða 15

Þjóðviljinn - 24.07.1980, Síða 15
I » . Hringið í síma 8-13-33 kl. 9-5 alla virka daga eða skrifið Þjóðviljanum lescndum Hvert er framlag ríkisins? Geir Hallgrímsson var I Mogganum aö hæla Einari Guö- finnssyni og einstaklingsfram- takinu I Bolungarvik. Af þvf til- efni langar mig til aö syrja fjár- málaráöherra, Ragnar Arnalds, hvert sé framlag rfkisins til hafnargeröarinnar I Bolungar- vik. Þar er aö rfsa eitt dýrasta hafnarmannvirki á landinu, og hefur bygging þess staöiö yfir I fjölda ára. Mig langar til aö vita hvert framlag þjóöarinnar sé og hafi veriö öll þessi ár. Einnig langar mig til aö koma þeirriskoöun minni á framfæri, aö fyrirtækiö Olfumöl ætti aö vera undir Vegagerö rfkisins, úr þvf aö Ólafur G. Einarsson og þeir félagar hafa ekki getaö rekiö þaö. Þaö á aö gera fyrir- tækiö upp hiö snarasta og setja þaö á nauöungaruppboö einsog lög gera ráö fyrir, og svo á rfkiö aö kaupa þaö. Meö stéttarkveöju. Arni J.Jöhannsson. Dýr dráttarvél Til háborinnar skammar Siguröur Elfasson hringdi: — Ég er algjörlega ósammála manninum sem skrifaöi les- endabréf í Þjóöviljann fyrir nokkrum dögum og vildi friöa býliö f Laugardalnum. Mér finnst þetta býli vera Reykvfk- ingum til háborinnar skammar einsog það er. Girðingin er ónýt, hænsnin vaöa í drullu, og flest er eftir því. Þetta er svosem ekki eins- dæmi í Reykjavfk, sem minnir oft á gullgrafarapláss vegna sóöaskaparins. Égtel, aö ef býli ætti aö vera I Laugardalnum, þá ætti þaö aö vera li'tiö og snoturt kennslu- býli, I eigu borgarinnar, sem rekiö væri sérstaklega meö þaö fyrir augum aö þar geti börn Reykjavíkur fengiö aö kynnast bUskaparstörfum og hUsdýrum. Friörik Jónasson bóndi hringdi: — Ég var aö festa kaup á dráttarvél, og ákvaö aö kaupa OrsUs, sem auglýstur var á 2.700.000 krónur hjá Vélaborg I Reykjavík. Þegar ég hringdi til aö panta tækiö var veröið komiö í 2,8 miljónir, og átti ég aö greiöa 60% inn á, sem ég geröi. Meöan ég beiö eftir dráttarvélinni fékk ég sendan verölista frá Véla- borg, þar sem veröiö var komiö I 2,9 miljónir. Þá haföi ég aftur samband viö fyrirtækiö og fékk þá skýringu, aö „þetta væri alltaf aö hækka”, en aö þetta nýja verö, þ.e. 2,9 miljónir,væri endanlegt. Þaö kom svo í ljós aö endan- legt verö var 2.958.000 krónur. Þaö er ekki nema von aö verö- bólga sé f landinu, ef innflytj- endur geta bara hækkaö vöruna einsog þeim sýnist, væntanlega I þeirri fullvissu aö viöskipta- vinirnir borgi þegjandi og hljóðalaust. Ég sá þessa úrsus - dráttarvél auglýsta á 2,7 milj- ónir eftir aö ég pantaöi hana. Ljósm. —-gel. Eftir hverju er hún aö biöa Fimmtudagur 24. júlf 1980 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15 Læknir fyrir rétti tJtvarpsIeikritiö I kvöid er endurtekið, einsog flest efni útvarpsins viröist vera um þessar mundir. Þaö heitir „Tveggja manna tal kvöldiö fyrir réttarhöldin” og er eftir Oldrich Danek. Þýöandi er Asthildur Egilson og leikstjóri Benedikt Arnason. 1 hlutverkum eru Rúrik Haraldsson, Þorsteinn O. Stephensen og Helga Jónsdóttir. Leikritiö er tæp klukkustund f flutningi. Þaö var áöur á dagskrá I útvarpinu 1969. Fyrir dyrum standa réttar- höld yfir þekktum lækni, sem ákæröur er fyrir aö hafa orðið manni aö bana viö nýrnaflutn- ing. Kvöldiö áöur en réttar- höldin eiga aö fara fram, heimsækir ákærandinn lækn- inn á sjúkrahús hans. Hann langar aö kynnast honum nán- ar. En samtalib veröur ekki alveg eins og hann átti von á. Oldrich Danek er fæddur i Ostrava i Tékkóslóvakiu áriö 1927. Hann hefur verið leik- stjóri og skrifaö skáldsögur og leikrit þar sem gamalt sögu- legt efni er oft tekið til meö- ferðar og þaö skoðað i ljósi nú- timans. 1 „Fjörtiu skúrkar og eitt fórnarlamb” fjallar hann t.d. um fjöldamorð á grund- velli barnamorba Heródesar, sem segir frá i bibliunni. • Útvarp kl. 21. 15 Islensk tónlist A dagskrá útvarps í dag er allmikiö um islenska tónlist. 1 morgunútvarpinu fáum viö aö heyra Rögnvald Sigurjónsson leika Pianósónötu eftir Leif Þórarinsson, og einnig syngur Elisabet Erlingsdóttir lög eftir Sigfús Einarsson, Emil Thoroddsen og Þórarin Jóns- son; Kristinn Gestsson leikur á píanó og Guöný Guömunds- dóttir á fiölu. A sumarvökunni í kvöld syngur önnur Islensk söng- kona, Inga Maria Eyjólfs- dóttir. Hún syngur Islensk lög viö undirleik Guörúnar Kristinsdóttur. Útvarp Röngvaldur Sigurjónsson leikur sónötu eftir Leif Þórarinsson. b a r nah o rni ð~n Svör við gátum: 1. Hann hljóp yfir læk með staf í hendi. 2. Hafliði. 3. Gestur. Bréf frá Egilsstöðum Nú hafa okkur borist bréf frá tveimur stelpum á Egilsstöðum. Katrín M.M., 10 ára, Sólvöllum 8, sendir okk- ur þessar skrýtlur: 1. Bjössi: Hvað var kóngurinn að gera til þín, Valdi? Valdi: Hvaða vitleysa er í þér? Bjössi: Það er engin vitleysa. Hér stendur: Hann kom til valda árið eftir. Kristin Guðmunds- dóttir, 9 ára, Lagarási 16, sendir okkur tvær gátur. Þær eru svona: 1. Hvað er það sem er einsog spurningarmerki í framan? 2. Hvað er það sem hoppar og skoppar yfir heljarbrú með maga- pínu í maganum og gettu nú? Svör á morgun! Kristín sendir okkur lika þessa fallegu teikn- ingu, sem skreytir barnahornið í dag. Verst er að geta ekki prentað hana í litum, því hún er fagurlega lituð hjá Kristínu. 2. Siggi: Fór hann pabbi ekki að veiða tóf- ur í morgun? Mamma: Jú, barnið mitt. Siggi: Af hverju er hann að því? Mamma: Af því að þær drepa kindurnar. Siggi: Hver á þá að veiða hann Guðmund, sem slátraði hjá okkur í haust?

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.