Þjóðviljinn - 08.08.1980, Blaðsíða 5
Föstudagur 8. ágúst 1980. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 5
Luis Garcia Meza, forsprakki
herforingjakliku þeirrar er ný-
verið rændi völdum i Bolivlu, gaf I
lok slðustu viku út tilskipun um
„skvIduvinnu I þágu föðurlands-
ins,” að sögn fréttastofunnar AP.
t tilskipuninni segir, að heimilt
skuli að kalla hvern Bóliviumann
tii þess að vinna fyrir rlkið allt
að tveimur árum og hverja þá
vinnu er rlkinu þöknist. Reyni
einhver að skorast undan þegn-
skylduvinnu þessari, skal hægt að
dæma hann til fangelsisvistar allt
aö tveimur árum.
Erlendir sendiráösmenn i höf-
uöborginni La Paz telja aö til-
skipun þessi veröi notuö til aö
setja I þrælkunarvinnu andstæö-
inga herforingjastjórnarinnar og
aöra þá, sem hún kann aö hafa ill-
an bifur á. Aöur hefur veriö til-
kynnt af hálfu valdaræningjanna
aö þeir muni senda pólitlska
fanga i vegavinnu i austurhluta
landsins. Þar er heldur láglent og
frumskógar og llfskilyröi erfiö.
Argentínustjórn með í ráð-
um
Hugo Banzer, hinn hægrisinn-
aöi einræöisherra er rikti yfir
landinu mestan hluta áttunda
áratugsins innleiddi þegnskyldu-
vinnu af þessu tagi 1974 og notaöi
hana til aö þrælka pólitiska and-
stæöinga sina. Sækja sálufélagar
Banzers, sem nú eru viö völd,
fyrirmyndina trúlega til hans.
Allmargir námuverkamenn,
sem mótmæltu þrælkunarvinnu
Banzers, voru fangelsaöir.
Frá valdaráninu IBolivIu — skriðdreki við stúdentagarð háskólans I La Pa*
„Þegnskylduvinna” í Bólivíu
Yfir þúsund sporlaust horfnir
Valdaræningjarnir hafa látiö
handtaka þúsundir manna og er
enn ekkert vitaö um örlög yfir
þúsund þeirra. Herforingjarnir
neita aö gefa nokkrar upplýsing-
ar um fanga þessa og hand-
tökurnar halda áfram.
Óttast er aö herforingjaklikan
hafi þegar látiö myröa margt af
þessu fólki og ætli sér aö láta þaö
hverfa sporlaust, samkvæmt
fyrirmyndum frá Chile og Argen-
tinu. Bólivisku valdaræningjarnir
eru sérstaklega sagöir taka her-
foringjastjórnina i Argentínu sér
til fyrirmyndar og hefur raunar
heyrst, aö argentinsku hershöfö-
ingjarnir hafi hvatt til valdaráns-
ins og stutt kollega sina i Bóliviu
til þess. Er sú saga trúleg, þvi aö
varla hefur þeim herforingja-
dólgum, sem rikja i Argentinu,
litist vel á þaö aö fá lýöræöislega
stjórn, og hana meira aö segja
vinstrisinnaöa, til valda I riki viö
landamæri sin.
Atta hafa viðurkennt
Fréttastofan UPI segir aö
margir prestar og starfsmenn
kaþólsku kirkjunnar séu meöal
þeirra, sem handteknir hafa veriö
i Bóliviu upp á siökastiö. Þá hafi
hermenn hvaö eftir annaö ráöist
á kirkjur og byggingar sem heyra
kirkjunni til.
Fæst riki hafa ennþá viöur-
kennt stjórn valdaræningjanna,
enda hefur ofbeldi þeirra víöast
hvar vakiö reiöi og hneykslun. Aö
sögn frönsku fréttastofunnar
AFP hafa þó átta riki veitt dólg-
um þessum viöurkenningu og eru
fjögur þeirra Suöur-Amerikuriki
undir stjórn hægrisinnaöra her-
foringja (Argentina, Paragvæ,
Brasilia, Orúgvæ) og þrjú eins-
konar „utangarösmenn” I
alþjóöasamskiptum (Israel, Suö-
ur-Afrika, Taivan). Hiö áttunda
er Egyptaland.
dþ.
Járnbrautarstöðin I Bologna var full af fóiki er sprengingin varð, enda eru sumarfri fólks, sem vinnur I
iönaðinum nýbyrjuö. Allmargir útlendingar voru meðal þeirra, sem fórust og slösuðust, enda er Bol-
ogna eista háskólaborg Evrópu og fjölsóttur fcrðamannastaöur.,
Fasismínn að verki
Sprengjutilræðið á járnbraut-
arstöðinni I Bologna á laugardag-
inn er mannskæðasta hryðjuverk
I Evrópu frá lokum siöari heims-
styrjaldar. Hryðjuverk pólitlskra .
öfgamanna ásamt með öðru of-
beldi I þjóðlifinu, ekki slst af völd-
um sikileysku Maflunnar og ann-
arra állka glæpaflokka, hefur
óneitanlega lengi sett talsverðan
svip á sögu ttaliu. Um skeiö voru
mest i hryðjuverkafréttum þaðan
Rauðu brigöðurnar, sem munu
telja sig vinstrisinnaða byltingar-
menn, en nú kveður enn á ný mest
að hægriöfgamönnum. Þeim er
kennt tilræðið I Bologna.
Cossiga forsætisráöherra Italiu
komst svo aö oröi eftir tilræöiö, aö
varla þyrfti aö efa aö hægriöfga-
menn heföu veriö þar aö verki.
Vinstrisinnaöir hryöjuverka-
menn færu ööruvisi aö, þeir
beindu árásum sinum aö „hjarta
rikisins,” þaö er aö segja hátt-
settum mönnum eins og dómur-
um og stjórnmálaleiötogum
(samanber rániö og moröiö á
Aldo Moro). Hryöjuverkamenn
fasista eru miklu blóöþyrstari
viröast helst sækjast eftir aö
drepa og limlesta sem flesta og
láta sér oft á sama standa hverjir
fyrir tilræöunum veröa. Rauöir
brigööuliöar og aörir slikir beita
hvaö oftast byssum, fasistar
sprengjum, sem þeir koma helst
fyrir þar sem búast má viö sem
flestu fólki.
Fyrri sprengingar
Mannskæöasta hryöjuverk á
Itallu eftir siöari heimsstyrjöld,
aö frátöldu tilræöinu I Bologna,
var einnig framiö af hægriöfga-
mönnum. Þar var um aö ræöa
sprengjutilræöi I banka I Milanó
1969, er 16 manns fórust. (I
sprengingunni I Bologna fórust,
eins og kunnugt mun af fréttum,
um 80 manns, en hátt i 200 munu
hafa særst meira eöa minna, þar
af margir hlotiö ævilöng örkuml.)
Ofan á hryöjuverkiö I Milanó
bættist réttarhneyksli. Anarkisti
aö nafni Petro Valpreda var hafö-
ur fyrir sökinni og sat I fangelsi i
nokkur ár, og var þaö ekki fyrr en
1974 aö yfirvöld viöurkenndu aö
fasistar heföu veriö hér aö verki.
Hryöjuverkahópar fasista voru
sérstaklega athafnasamir undir
lok sjöunda áratugsins og fyrri
helming þess áttunda. Þá beind-
ust illvirki þeirra helst aö járn-
brautarlestum. Hiö alvarlegasta
af slikum tilræöum var framiö
1974, er 12 manns fórust I spreng-
ingu I lest skammt sunnan viö
Bologna. Dagginn fyrir hryöju-
verkiö mikla á laugardaginn
haföi dómstóll i Bologna ákært
átta fasista fyrir hlutdeild aö til-
ræöinu I lestinni, og eru nú uppi
getgátur um aö sprengingin á
járnbrautarstööinni standi i ein-
hverju sambandi viö þaö.
i krossferð gegn
„kommúnismanum"
Onnur ástæöa getur einnig legiö
til þess, aö hryöjuverkamennirnir
völdu Bologna sem vettvang til-
ræöisins. Þessi fornfræga iönaö-
ar- og háskólaborg (háskólinn þar
er sá elsti I Evrópu, stofnaöur
1088) hefur lengi veriö eitt sterk-
asta vigi kommúnista á ítallu.
Þeir hafa þótt stjórna þeirri borg
og fleirum tiltölulega vel, og þyk-
ir áberandi aö spilling og óráösia
sé stórum meiri i þeim borgum,
þar sem hægri menn fara meö
stjórn. ttalskir fasistar eru aö
sjálfsögöu eins og aörir hægri-
öfgamenn I eilifri krossferö á
hendur „kommúnismanum” og
er þvi ekki útilokaö aö þeir hafi
hugsaö sér sprenginguna á járn-
brautarstööinni sem einskonar
táknræna árás á hjartastaö
italska kommúnismans.
Fjórði stærsti flokkur
landsins
öfgamennirnir til hægri hafa aö
likindum öllu meiri stuöning I
bakiö en Rauöu brigööurnar.
Hinn opinberi fasistaflokkur íta-
liu, þekktur undir skammstöfun-
inni MSI, er fjóröi fylgismesti
flokkur landsins (á eftir kristileg-
um demókrötum, kommúnistum
og sósialistum), hefur 30 þingsæti
af 630 I fulltrúadeildinni og 13 af
315-1 öldungadeildinni. Fasisminn
er þó svo illa þokkaöur meöal alls
þorra manna aö enginn annar
flokkur vill um sig láta spyrjast
aö hann hafi nokkurt samstarf viö
MSI. Ekki er örgrannt um aö eitt-
hvaö af leyniþráöum liggi á milli
fasista annarsvegar og hinsvegar
hægri arms kristilegra demó-
krata og þó liklega enn frekar
vissra aöila i lögreglu, og her.
Vist er um þaö aö lögreglan, sem
sjaldan hefur dregiö af sér gegn
grunuöum eöa raunverulegum
hryöjuverkamönnum af vinstri
kanti, hefur átt þaö til aö horfa i
aöra átt þegar glæpahyski af
hægri kanti hefur átt i hlut. Fas-
isk öfl meö sambönd I hernum
hafa og veriö staöin aö samsæri i
þeim tilgangi aö fremja valda-
rán.
Hægriöfgamenn þeir er hryöju-
verkin stunda segjast yfirleitt til-
heyra ýmsum hópum meö nöfn-
um eins og Vopnaöi byltingar-
kjarninn, Svarta reglan o.fl. Hinn
opinberi fasistaflokkur sver jafn-
an fyrir öll sambönd viö þessa
hópa, enda hryöjuverk þeirra
varla til þess fallin aö auka vin-
sældir flokksins.
Kraftlausar ríkisstjórnir
Hryöjuverkaóöldin á ltaliu á
sér sumpart djúplægar orsakir,
en núverandi kreppuástand, sem
kemur meö haröara móti niöur á
Italíu, á þar áreiöanlega stóran
hlut aö máli. A timum samdrátt-
ar og vandræöa i efnahagsmálum
er þaö hér sem viöar aö meira eöa
minna öfgafull hægrisamtök
magnast vegna óánægju og
hræöslu vissra þjóöfélagshópa.
Tiltölulega miklar andstæöur I
þjóöfélaginu gera ástandiö i heild
eldfimara. Þar er um aö ræöa
andstæöur milli Noröur-ltaliu,
þar sem menn búa viö svipaöan
hag og i löndunum noröan Alpa,
og fátæktar-héraöa Suöur-ttallu.
Pólitiskt er ttalia klofin niöur I rót
og hefur veriö þaö frá lokum slö-
ari heimsstyrjaldar. Veldur
mestu um þaö sú þráhyggja aöal-
flokksins tii hægri, kristilegra
demókrata, og kaþólsku kirkj-
unnar aö halda kommúnista-
flokknum, sem hefur fylgi þriöj-
ungs Itala, sem mest utan viö
landsmál. Drjúgan þátt i þvl hafa
átt Bandarikin, sem ekki hafa
sparaö hótanirnar viö Itali ef lik-
ur virtust á aö út af þessari reglu
yröi brugöiö. Ef afleiöingin hefur
oröiö sú aö ttalia hefur siöustu 35
árin búiö viö kraftlitlar rikis-
stjórnir, sem falliö hafa hver um
aöra þvera og reynst til litils nýt-
ar. Þaö ástand veröur enn alvar-
legra meö vaxandi kreppu og
yfirgangi öfgaafla.
dþ.