Þjóðviljinn - 08.08.1980, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 08.08.1980, Blaðsíða 11
Föstudagur 8. ágúst 1980. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 11 íþróttir Skinfaxi nefnist málgagn Ungmennafélags islands. Ein merkasta félags- málahreyfing landsins undanfarna áratugi er vafalitið Ungmennafélag Islands. Félagið var stofnað á Þingvöllum árið 1907. Af baráttumálum félagsins má nefna sjálf- stæðismál/ málvernd/ ja f nréttismá I/ íþróttir, Frábært afrek hástökkvarans í gærkvöidi uröu islenskir sjón- varpsáhorfendur (væntanlega) vitni að æsispennandi keppni i hástökki á olympiuleikunum i Moskvu. Þegar upp var staðiö hafði nær óþekktur Austur-Þjóð- verji Gerd Wessig sett heimsmet, 2.36 m og þykir það hreint ótrú- legt afrek þegar þess er gætt að hann hafði stokkið hæst 2.27 m fyrir ol. — Ég var aldrei vitund taugaó- styrkur meðan á keppninni stóð og þegar ég hafði stokkiö 2.33 m hugsaöi ég ekki um annað en að bæta heimsmetið, sagði Wessing að keppninni lokinni. Hástökk er ekki eina greinin þar sem Gerd Wessig þykir lið- tækur. Hann hefur hlaupið 400 m undir 50 sek, stokkið 7.40 i lang- stökki og hlaupið 100 m á 10.6 sek. Yfír 200 keppendur í Kalott- skógrækt, bindindismál, félags- og fræðslumál og uppeldismál. Jafnan er það svo að UMFl er ekki mikiö I sviðsljósi fjölmiðl- anna, enda beinist starf þess öllu meir „innávið” en „útáviö”. 1 ljósi þessa þykir Þjv.ekki úr vegi aö fræða lesendur sína örlitið um það hvað sé á döfinni hjá UMFl þessa dagana. Viö hittum aö máli framkvæmdastjóra félagsins, Sigurð Geirdal, einn hinna ötulu manna sem hafa helgað ung- mennafélagshreyfingunni starfs- krafta sina. Hvaða verkefnum sinnið þið á skrifstofu UMFl þessa dagana? — Á sumrin erum við litiö I framkvæmdum sjálfir. Mestur timi fer I reddingar fyrir Pétur og Pál úti á landi. Þar þurfum við að sinna öllu á milli himins og jaröar, jafnvel að leita aö mönnum I höfuöborginni og kaupa landbúnaðartæki. Aðallega er þó verið að redda Iþrótta- tækjum fyrir félögin. Nú erlend samskipti eru alltaf á dagskránni hjá okkur á sumrin og nú eru t.d. Islenskir krakkar úti á vegum NSU (norrænu ungmennafélaga- hreyfingunnar). Einnig má nefna Skinfaxa sem kemur reglulega út. — A haustin tryllist allt, ef svo má aö orði komast. Þá eru þing og ráöstefnur út um allt land og þessi læti haldast mestan part vetrar. Þú getur séö að það er nóg aö starfa, þegar þess er gætt að það eru að meðaltali 4 aðalfundir ungmennafélaga I viku hverri á veturna og marga þessa fundi sækjum við frá UMFl. Nú, við förum I gang með félagsmála- námskeiðin á haustin og vorum t.d. með 50 slik s.l. vetur. Hefur verið jöfn aukning starfs UMFl á siðustu árum? —Það má segja að 1969 hafi komiö nokkuö stórt stökk, eða stuttu eftir að Hafsteinn Þor- valdsson tók við sem formaöur félagsins. Ég get nefnt sem dæmi að fyrsta mánuöinn I minu starfi fékk ég einungis 3 bréf, en á einni viku 1973 fékk ég 43bréf. Arið 1969 voru 9000 félagar I UMFl, en nú eru þeir orðnir 23000 og það segir ekki svo litla sögu. Reyndar tölum viö alltaf um félagsmenn, en ekki iðkendur eins og ISl, sem er allt annar handleggur. Er eitthvert stórverkefni á döf- inni hjá UMFl á næstu misser- um? — Eftir að okkur tókst aö kaupa húsnæöi fyrir starfsemina hér I Mjölnisholti eru allar likur á að við ráðumst I að bæta aöstööuna I Þrastarskógi, en þar á UMFl 45 ha. lands. Draumurinn er að þar risi fullkomin þjónustumiðstöð, sagði Sigurður Geirdal, fram- kvæmdastjóri UMFl að lokum. —IngH. Gerd Wessig setur heimsmet sitt á ol I Moskvu. Eins og sjá má er hann vel yfir ránni. 8 nýjar keppnís greinar á næstu olympíuleikum A olympiuleikunum 1 Los Angeles 1984 mun verða keppt f 8 nýjum keppnisgreinum, samkvæmt ákvörðun þings Alþjóðaolympfunefndarinnar I Moskvu. Konur munu keppa i hjólreiðum og verður þar um að ræða langa vegalengd, 50 til 70 km. Þá verður bætt viö 2 greinum I frjálslþrótta- keppni kvenna, 3000 m hlaupi og 400 m grindahlaupi. A þinginu spunnust miklar umræöur um það hvort konur skyldu keppa I maraþonhlaupi á ol, en tillaga þar að lútandi var felld, þrátt fyrir jákvæða umsögn læknaráös nefndarinnar. Ort vaxandi vinsældir siglinga á seglborðum eða „windsurfing” hafa orðið þess valdandi að þessi Iþrótt verður meö á ol-keppninni I Los Angeles. Reykvlkingar áttu þess kost að berja sllka siglingu augum fyrir skömmu þegar Frakki nokkur lék listir slnar á Nauthólsvlkinni. 1 sundinu er bætt inn nýjum vegalengdum I skriösundi hjá körlum og konum og I fimleikum verður rytmysk tvikeppni á dag- skrá. Loks má geta þess að á næstu vetrarol. I Sarajevo I Júgóslaviu 1984 munu konur keppa I 20 km skiðagöngu. -IngH. keppninni Kalott-keppnin i frjáisum iþróttum veröur haldin á Laugar- dalsvellinum um næstu helgi og mæta 190 skandinaviskir kepp- endur til leiks. Islensku kepp- endurnir eru 50 og starfsmenn um 70 talsins, þannig að yfir 300 manns verða viðriðnir þetta stærsta frjálsiþróttamót sumars- ins. Keppnin hefst kl. 2 á laugardag og stendur til kl. 5. A sunnudeg- inum byrja kringlukastarar og sleggjukastarar um hádegisbilið að kasta tólum sinum, en aðrir hefja keppni kl. 1.30. Finnar hafa oftast boriö sigur úr býtum i Kalott-keppninni, en íslendingar hafa einu sinni sigrað. Það var árið 19751 Tromsö 1 Noregi. Oddur Sigurðsson fær væntanlega harða keppni i spretthlaupunum. A / ■ íþróttir g) iþróttir „Verkefnin eru óþrj ótandi” Rabbað við Sigurð Geirdal, fram- kvæmdastjóra Ungmennafélags Islands Hinn 88 ára gamli Nick Paul með fánann á lofti. Sá gamli með flaggið Mikla athygli vakti á setningar- hátfð olympfuleikanna i Moskvu aö bandariskur karl, Nick Paul, hóf að veifa þjóðfána sinum I grið og erg. Paul þessi er 88 ára gamalt og hefur verið á öllum ol-leikum frá 1896, að tveimur undanskildum. Arið 1936 fór hann ekki til Ber- llnar vegna andúðar á Hitler og hans hyski og árið 1964 komst hann ekki til Tokyo vegna aura- leysis. Finnar ætla sér sigurinn Akaflega litlar upplýsingar hafa fengist um finnsku Iþrótta- mennina, sem keppa á Kalott- keppninni um næstu helgi. Finnar hafa þann háttinn á að láta vita lítið um árangur sinna manna fyrirfram, en mæta siðan ævin- lega til leiks. Þó er vitað að i finnska liðinu nú er spretthlaup- ari, Rusanen sem á 21.3 I 200 m og 47.3 I 400 m. Þar fær Oddur Sig- urðsson væntanlega verðugan keppinaut. Þá er þar að finna 'stangarstökkvara með þvi skemmtilega nafni Happalatti, en hann hefur stokkið yfir 5 m. Loks ber að nefna stúlku sem er finnskur meistari I fimmtarþraut og mun hún keppa I mörgum greinum hér. Helstu skrautfjaðrir norska liösins eru stelpa sem hefur hlaupiö 100 m á 11.89 og 200 m á 23.60 sek og kringlukastari sem hefur kastað yfir 59 m. Svlarnir tefla m.a. fram lands- liösmanni I spjótkasti, Leif Lund- mark, en hann á best um 84 m. —IngH.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.