Þjóðviljinn - 26.09.1980, Page 9

Þjóðviljinn - 26.09.1980, Page 9
Sérrit Þjóóviljans um húsnædis- og skipulagsmál 9 Þau eru mjög falleg húsin við Miöstræti, en það reistuiegasta er án efa þetta stórhýsi, sem var byggt af miklum efnum liklega árið 1907, og þá sem gistihús. Nú hafa allar ibúðahæðirnar verið seldar, og á efstu hæðinni sem Jón Arnarr festi kaup á fyrir tveimur árum hefur verið unnið af fullum krafti viö að endurbyggja og bæta. A sama stað I sitthvorri ibúöinni i sama húsinu við Þingholtsstræti I Reykjavik. — Húsið brann illa i eldsvoða fyrir tæpu ári siöan. Ungir eigendur að efri hæðinni, hafa komið ibúöinni i sem upprunalegast horf. Furuklætt loft og gólf. og ioftlistar og veggir hvitmálaðir. A neðri hæðinni sem byggingarmeistari keypti og er nú til sölu, hafa veriö lagðar spónaplötur i loftið, á veggina og á gólfiö. Gluggar heilir. Engin gereft viö glugga og spónarplata I gluggakistunni. Að öðru leyti tala myndirnar sinu máli. ekki nógu vakandi fyrir þvi að leita ráðgjafar hjá þeim sem eiga þó að heita menntaðir á þessu sviði. Er hægt að segja að það sé rikj- andi einhver ákveöin stefna eða stiil I hibýlum manna á íslandi I dag? „Ég held ég megi segja að yngra fólk sé að verða meira opið fyrir einföldum og stilhreinum hlutum, en áður. Eins hefur notk- un á náttúrulegum efnum stór- aukist á 2-3 árum t.d. ekta massffum viði en ekki spónlögð- um., náttúrulegum gólfefn- um—timbri og korki. Þá hefur orðið mikil breyting i sambandi við litaval. Fyrir tiu árum byrj- uðu skæru litirnir að riðja sér til rúms. Menn voru orðnir hundleið- ir á hvitum, gráum og beingulum veggjum og fóru að mála i grænu, rauðu og brúnu. Nú virðast hins vegar ljósu litirnir vera að koma aftur og i staðinn eru það hús- gögnin, málverk og aðrir hlutir sem gefa litinn i herbergjunum. Er hægt að tala um eitthvað sérislenskt i ibúðum? „Það er mjög rikt i islendingum að eiga þetta dæmigerða sófasett. Tveggja sæta eða þriggja sæta sófi, stólar og borð. Þetta er mjög áberandi, en hvort þaö er eitthvaö sérislenskt veit ég ekki. Yngra fólk er þó farið að hafa meiri til- finningu fyrir þessum gömlu hlut- um og pússar upp kommóðuna og stólinn sem amma átti I kjall- aranum hjá sér og nýtir að nýju. „Þetta er það sem fólkið vill ” Það sem hér hefur fundist einna furðulegast viö allar nýbyggingar er hvað menn eru ákafir i að hafa borðkrók, þó svo aö borðstofan sé jafnvel viö hliðina á honum. Það virðist vera ógjörningur að útrýma þessum borðkrók sem kostar kannski fleiri milljónir. Hvað kostar ekki að hafa borð- stofu uppá 20-30 ferm sem er kannski notuö i mesta lagi einu sinni i viku? „Almenningur sækir mikið af hugmyndum i blöð og timarit t.d. BoBedr.iog önnur álika. Menn sjá eitt hér og annað þar. En það þarf að vera einhver ákveðin stefna i þvi sem menn vilja, svo þeir sitji ekki uppi meö hluti sem engann veginn eiga saman. Hugmyndir sækir fólk einnig einfaldlega I húsgaganverslanir og þær hafa að minu mati ráðið ákaflega miklu um það hvernig islensk heimili eru. Hver kannast ekki við setningar eins og „Þetta erþað sem fólkið vill” eða „Þetta er voða mikið tekið i dag”. Margt af þvi sem þessar verslanir hafa upp á að bjóða eru svo hreinar eftirlikingar sóttar héðan og það- an m.a. frá Norðurlöndum. Hús- gagnaframleiðendur hér heima hafa ekki lagt neina áherslu á að hanna sérislensk húsgögn, nema þá Gamla Kompaniið sem hefur haft samstarf við Pétur Lúthers- son með mjög góðum árangri. önnur fyrirtæki hafa ekki talið sig þurfa á hönnuði að halda, heldur taka þau hugmynair upp úr blöðum og flytja jafnvel inn stóla og borð og kópiera siðan til framleiöslu. Sumir segja orsök- ina fyrir þessu þá, að framleið- endur telji hönnuði sérvitringa og dýran vinnukraft. Að minu mati hefur sú samvinna sem Gamla Kompaniiö hefur haft uppi I þess- um efnum afsannaö þá bábilju. Það hefur nokkuð verið rætt um svokölluð Spánarhverfi á tslandi á siðustu árum? Þarna koma fram áhrif frá sólarlandaferöum landans. Hús- gagnaverslanir bjóöa upp á þessi dökku þungu húsgöng og innrétt- ingar tiskublöðin fylgja svo á eftir og draga upp þá mynd að þetta sé svo flott og yfirstéttarlegt. Húsa- blööin kikja inn hjá fólki og sýna almenningi skrautmyndir úr þessum ofboðslega „flottu” hús- um. Þetta brenglar allt gildismat, og einstakt dæmi, sem að visu kemur Spáni ekkert við, er þegar allir vildu eiga „eins og hjá Hildi”. Svipað á sér stað viða erlendis t.d. i Danmörku þar sem útgefendur Bo Bedre, sem á að ná til allra, eru farnir að gefa út nýtt blað sem á aö höföa til svokallaðs finna fólks, þeirra sem eiga rokkoko og fina antik. Nú dvaldir þú nokkurn tima i Noregi. Hver er helsi munur á kröfum okkar og Norömanna til híbýlishátta? „Hérna gildir sú regla aö vera i útliti rikari en nágranninn og finni i háttum. Það ber ekki eins á þessu i Noregi. Við gerum miklu meiri kröfur til húsnæðis hér. Ég held að Islendingar hafi orðið kol- vitlausir upp úr strlðinu og ekki náð sér almennilega enn. Verð- bólgan hefur einnig mikið aö segja i þessum efnum, þvi fólk er algjörlega búið að missa allt verðskyn. Þú getur þess vegna keypt þér ómerkilegan stól i dag fyrir 260 þúsundir og borgað hann án þess að blikna. íslendingar mættu gjarnan hugsa meira að hagkvæmni á heimilum sinum en skrauti og hafa þá til hliðsjónar slagorð eitt norskt „Hjemme skal du trives, det er jo der du bor”. —Ig.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.