Þjóðviljinn - 09.10.1980, Qupperneq 2

Þjóðviljinn - 09.10.1980, Qupperneq 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 9. október 1980 Ráðstefna um neytendamál Bandalag kvenna i Reykjavik efnir til ráöstefnu um neytenda- mál fyrir aöildarféiög sin laugardaginn 11. október I Kristalssal Hótel Loftleiöa og hefst hún kl. 9. Fluttir veröa fyrirlestrar og hópumræöur fara fram aö þeim loknum. Rauðsokkar styðja Gervasoni Rauösokkahreyfingin hefur sent frá sér eftirfarandi ályktun: „Arsfjóröungsfundur Rauösokkahreyfingarinnar haldinn i Reykjavik 25. sept. ’80 fagnar ákvöröun dómsmálaráöherra um aö framlengja landvistarleyfi Patricks Gervasoni fram i desem- ber. Fundurinn átelur harölega fljótfærnisleg og ómannúðleg vinnubrögð dómsmálaráöuneytisins viö athugun á umsókn P.G. um landvistarleyfi hér. Ljóst viröist aö ef P.G yrði sendur til Danmerkur jafngilti þaö þvi að senda hann til fangelsisvistar i Frakklandi. Rök dóms- málaráöuneytisins i málinu eru óskiljanleg og vekja fleiri spurn- ingar en svör. Viðbrögð almennings viö synjun ráðuneytisins á landvistarleyfi til handa P.G. sýna aö almennur vilji er til þess aö veita P.G. langþráö tækifæri til aö taka upp eölilegt liferni eftir margra ára hrakninga, sem leitt hafa af þvi aö hann neitar að gegna herþjónustu. Fundurinn skorar á rikisstjórnina að veita Patrick Gervasoni ótakmarkaö leyfi til dvalar og starfa hér á landi nú þegar.” Bilnúmerahappé ættið qf stað Þessa dagana stendur yfir útsending á happdrættismiöum i hinu árlega bilnúmerahappdrætti Styrktarfélags vangefinna. Vinningar eru alls 10 talsins og heildarverömæti um 42 milljóinir króna. 1. vinningur er Volvo 345 GL árgerö 1981 og 2. vinningur Dat- sun Cherry GL, árgerö 1981, en 3,—10. vinningar bifreiö aö eigin vali, hver að upphæö kr. 3.4 milljónir. Vinningarnir eru skattfrjálsir. öllum ágóöa happdrættisins verður variö til áframhaldandi uppbyggingar viö stofnanir fyrir vangefna, en um þessar mundir er félagiö einmitt aö taka i notk- un sambýli hér i borginni, sem rúma mun 12—14 einstaklinga. Þá hefurfélagiðeinniglsmiöum dagvistarheimili, sem ætlað er um 30manns og standa vonir til aöhægt veröi aö taka þaö i notkun á næsta ári. Bent er á i fréttatilkynningu, aö bileigendur, sem ekki hafa fengið senda heim miöa, en vilja styöja félagiö geta haft sam- band viö skrifstofu þess. Fjórir sjálfboöaliöar Kvennadeildar RKl aö störfum I sölubúö deildarinnar á Borgarspitala I Reykjavík. KvennadeUdinn gqf 3 mUjónir Kvennadeild Reykjavikurdeildar Rauöa Kross Islands hefur gefiö 3 milljónir króna i sjóð Afrikuhjálparinnar. Formaöur deildarinnar afhenti gjöfina á aöalskrifstofu Rauöa Kross Is- lands I dag. Á verkefnaskrá Kvennadeildarinnar er m.a. rekstur sölubúöa á sjúkrahúsum, og starfa konurnar þar i sjálfboðavinnu. Þá hafa þær tekið aö sér aö aka meö mat til þeirra, sem ekki geta dregiö björg i bú sjálfir, og fleira mætti nefna af mannúðar- málum innanlands. Nú leggja þær fram fé handa bágstöddum i fjarlægum heims- hluta. Formaöur deildarinnar, Helga Einarsdóttir, sagöi konurnar vilja sýna hug sinn i verki meö þessari gjöf. 1 frétt frá framkvæmdanefnd Afrikuhjálpar 1980 er lýst þakk- læti fyrir þetta fyrirmyndarframlag og von um aö þaö geti oröiö til eftirbreytni. Guðspekifélagið kynnir starfið Fréttatilkynning frá Guöspekifélagi tslands. Sunnudaginn 12. okt. kl. 20,30 veröur Guöspekifélag Islands með kynningarfund i Norræna húsinu. Efnifundarinser: Kynning á eöli og starfi félagsins hér. Spurningum svaraö um Guöspekifélagiö. Umræður um hugleiðingu: tveir menn veröa fyrir svörum. Aögangur er öllum heimill og endurgjaldslaus. íslenska mannréttindahreyfingin íslenska mannréttindahreyfingin var stofnuö i Reykjavik snemma i september. Aö henni standa „ungir menn úr lýöræðis- flokkunum þremur”. Hlutverk hreyfingarinnar verður að upp- lýsa fólk um mannréttindamál og að hafa áhrif á islensk stjórn- völd, svo að þau láti mannréttindamál til sin taka á alþjóðavett- vangi. Hreyfingin ætlar að vekja athygli á mannréttindabrotum hvar sem er I heiminum, en einnig mun hún láta innlend málefni til sin taka ein og „það hróplega ranglæti sem felst I úreltri og rang- látri kjördæmaskipan”, segir i bréfi hreyfingarinnar. 1 stjórn Islensku mannréttindahreyfingarinnar eru: Anders Hansen blaöamaður, formaður, Jónas M. Guömundsson, verslunarmaöur, ritari, Arni Sigfússon, kennaranemi, féhiröir, Halldór Halldórsson, framkvæmdastjóri, meöstjórnandi, og Sveinn Guöjónsson, blaöamaöur, meöstjórnandi. Guömundur Sveinsson skólameistari fyrir utan Fjolbrautaskólann I Breiöholti, sem nú ætlar ao hæta fulloröinsfræöslu viö starfsemina. í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti eftir áramót: • • Oldungadeild og fullorðinsfræðsla Milli 250 og 300 manns voru á fundi i Fjölbrautaskólanum i Breiðholti I fyrrakvöld er kynnt var ný starfsemi á vegum skólans, öldungadeild og full- oröinsfræösla, sem hefst eftir áramótin. Var mikill áhugi rikj- andi á fundinum, margs spurt og umræöur fram eftir kvöldi. 1 fulloröinsfræöslu getur veriö um þrennt aö ræöa. Aö ljúka þeirri frumfræöslu sem ekki var kostur aö tileinka sér áöur, svo sem fyrr segir, fá möguleika til endurmenntunar, þ.e. endurnýja og bæta fyrra nám, og loks býr fulloröinsfræöslan yfir tæki- færum simenntunar, stööugri viö- bót viö fyrra nám eftir þvi sem aðstæöur hafa breyst og kröfur til færni og þekkingar aukist. Aö sögn Guömundar Sveins- sonar skólameistara Fjölbrauta- skólans er greinilega bæöi mikill áhugi meöal almennings á slikri menntun og þörf fyrir hana og hefur skólinn gefiö út sérstakan kynningarbækling um þennan nýja þátt I starfinu. 1 öldungadeild Fjölbrauta- skólans i Breiöholti er ætlunin að bjóöa fram sérstaklega nám á þrem námssviöum, tæknisviöi, þ.e. iönfræöslusviöi, viöskipta- sviöi og listasviöi. Aö loknum inn- gangi skólameistara sem á fund- inum fjallaöi almennt um full- oröinsfræösluna og gildi hennar kynntu þeir námiö hver á sinu sviði Pálmar Olafsson aðstoðar- skólameistari tæknisviðið, Pétur Björn Pétursson deildarstjóri viðskiptasviðið og Gunnsteinn Gislason deildarstjóri listasviðiö. Gunnar Baldvinsson form. skóla- félagsins sagöi frá skólanum og tengslum hans viö atvinnulifiö. 1 upphafi verður um aö ræöa nám á styttri námsbrautum um- ræddra sviða. Þannig veröur eftir áramót boöið fram nám á svo- kölluðum grunnnámsbrautum iönfræöslunnar, þ.e. málmiöna- braut, rafiönabraut og tréiöna- braut. Hér er fyrst og fremst um verklegt nám að ræöa, en Fjöl- brautaskólinn i Breiðholti hefur mjög fullkomin verkstæöi I þessum þrem iöngreinahópum og veröa þau hagnýtt viö kennsluna. Til samanburðar má geta þess aö hér veröur um aö ræöa nám er svarar til fyrsta og annars áfanga iðnfræðsiu og er þá veigamiklum þáttum til undirbúnings sveins- prófs lokið. Aformaö er aö bjóða upp á framhaldsbrautir iðn- fræðslu næsta haust, frá upphafi september 1981. Á viöskiptasviöi veröur einnig i fyrstu um aö ræöa nám til al- menns verslunarprófs, en þaö er tveggja vetra nám. Um fjórar námsbrautir veröur þar aö ræða: Verslunar- og sölufræöibrautsem ætluð er til undirbúnings búöar- störfum og til forstööu á þvi sviöi. Má segja aö hér sé um búöar- fólksskóla aö ræöa, en á slíku námi hefur veriö brýn vöntun i landi okkar, versluninni til óbæt- anlegs tjóns. önnur námsbrautin veröur: Skrifstofu-o^stjórnunar- braut, ætluö starfsfólki viöskipta- lifsins er hyggst leggja fyrir sig skrifstofu- og stjórnunarstörf og er þar boðið fram heföbundiö verslunarnám. Þá eru loks tvær nýjar brautirhérá landi: Nefnist önnur samskipta- og málabraut er veitir þekkingu á þeim þáttum sem nú eru mjög aö eflast, sam- skiptaþættinum er hagnýtir tölvutækni og aöra þá möguleika er nútiminn einkennist af. Hin nefist læknaritarabraut, en tveggja ára námiö er ekki sjálf- stætt heldur fjögurra ára nám er lýkur með stúdentsprófi og starfsþjálfun á sjúkrastofnunum. Viöskiptasvið Fjölbrautaskólans I Breiðholti býöur siðar framhalds- brautir til sérhæfös verslunar- prófs og stúdentsprófs. A listasviöinu veröur i fyrstu um aö ræöa tvær tveggja ára brautir i myndmenntum og hand- menntum. Hér er um nám aö ræöa er skapar skilyröi til sjálfs- tjáningar og sköpunarhæfni. Fjölbrautaskólinn I Breiöholti. mun búa best aö listnámi allra skóla á landinu, ekki sist á tveggja ára brautum sinum sem eru i senn sjálfstæöur áfangi, en einnig undirbúningur til lengra náms sem lokiö getur með sér- hæfðu listnámi og stúdentsprófi. Þau þrjú námssviö Fjölbrauta- skólans i Breiöholti sem bjóða fram nám i öldungadeild eftir áramót tengjast aö sjálfsögöu öll almennu bóknámi sem er veiga- mesti þáttur menntastofnunar- innar. Hiö almenna bóknám verður af þessum sökum snar þáttur fulloröinsfræöslunnar I Breiöholti. 1 fulloröinsfræöslunni veröa þannig allir skylduþættir til stúd- entsprófs og skapar nefndri fræöslu kjölfestu og veitir nem- endum sinum sérstaka möguleika og sérstök tækifæri. • Kynningarbæklinginn með ná- kvæmari upplýsingum um öll sviö fulloröinsfræöslunnar og mögu- leikana sem hún veitir má fá á skrifstofu skólans. Dansk-islenski sellómeistar- inn Erling Blöndal Bengts- son. Nýtt starfsár Sinfóníusveitarinnar Erling Bl. Bengtsson á fyrstu tónleikunum Erling Blöndal Bengtsson verður einleikari með Sin- fóniuhljómsveit Islands á fyrstu áskriftartónleikum hennar á nýbyrjuðu starfs- ári, sem verða i kvöld I Há- skólabiói. Stjórnandi er Jean-Pierre Jacquillat, sem ráöinn hefur veriö aöal- hljómsveitarstjóri Sinfóniu- sveitarinnar til næstu þriggja ára. Erling Blöndal mun leika sellókonsert Haydns i D-dúr en önnur verk á efnisskránni eru Sinfónia i D-dúr eftir Bach og önnur sinfónia Brahms. — vh Þing ASA: Dagvistunarheimílí allt árid A þingi Alþýöusambands Austurlands á Egilsstööum 3.-5. október, var samþykkt ályktun um dagvistunarmál, þar sem lögö er áhersla á nauösyn þess aö I sem flestum byggðarlögum veröi dagvistarheimili opin allt áriö og allir hafa jafnan aögang að þeim fyrir viöráöanlegt og sanngjarnt verö. —eös

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.