Þjóðviljinn - 09.10.1980, Blaðsíða 10
10 SIDA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 9. október 1980
Keflavík —
skrifstofustarf
Laust er starf ritara i hálfu starfi frá og
með 20. október n.k. (afleysingarstarf, en
hugsanlegt að um framtiðastarf verði að
ræða).
Umsóknir ásamt upplýsingum um
menntun og fyrri störf óskast sendar
undirrituðum fyrir 15. október n.k..
Bæjarfógetinn i Keflavik,
Njarðvik og Grindavik.
Sýslumaðurinn í Gullbringusýslu,
Vatnsnesvegi 33, Keflavik.
Starfsfólk banka
og sparisjóða
Allsherjaratkvæðagreiðsla vegna ný-
gerðra kjarasamninga fer fram á vinnu-
stöðum dagana 14. og 15. okt. n.k..
Fundir til kynningar á samningunum
verða sem hér segir:
Fimmtudagur 9. október:
Hótel Stykkishólmur kl. 20.00 fyrir Snæ-
fellsnes og Búðardal.
Fimmtudagur 9. október:
1 sal Landsbanka íslands á Selfossi kl.
20.00 fyrir Suðurland.
Föstudagur 10. október:
1 Sjómannastofunni á ísafirði kl. 18.00 fyr-
ir Vestfirði
Laugardagur 11. október:
1 sal Landsbanka íslands á Akureyri kl.
14.00 fyrir Norðurland.
Laugardagur 11. október:
í sal verkalýðsfélaganna að Hafnargötu 80
, Keflavik kl. 14.00 fyrir Suðurnes.
Sunnudagur 12. október:
1 Valaskjálf á Egilsstöðum kl. 15.00 fyrir
Austurland
Sunnudagur 12. október:
í sal Landsbankans á Akranesi kl. 14.30
fyrir Akranes og Borgarnes.
Félagar f jölmennið á fundina og takið þátt
í atkvæðagreiðslunni.
Samband íslenskra bankamanna.
Geðhjálp
Aðalfundur Geðhjálpar verður haldinn i
kvöld 9. okt. kl. 20.30 i nýju geðdeildinni á
Landspítalalóðinni.
Hjartans þakkir færum viö öllum þeim, sem sýndu okkur
vináttu og samúö viö andlát og útför elskulegs eigin-
manns, fööur, tengdafööur og afa,
Magnúsar Jónssonar
fyrrverandi tollvaröar
Stórholti 14.
Eva Svanlaugsdóttir
Svanlaugur Magnússon
Ragnheiöur Magnúsdóttir Friögeir Hallgrlmsson
Eva Friögeirsdóttir
Hailgrlmur Friögeirsson
Sesselja Friögeirsdóttir
Marteinn M. Skaftfells
Er þetta hægt?
Þannig er oft spurt, þegar
eitthvað er gert, sem ekki er unnt
að finna neina afsökun eöa rök.
Eitthvaö mjög fráleitt.
Þessi spurning á vel við alla af-
stöðu, baráttu og banntilraunir
lyfjavaldsins gegn innflutningi og
sölu vitamina, utan apoteka.
Þaö nálgast nú 30 ár, slöan
apotekarar geröu fyrstu tilraun-
ina til að banna vitamin —
nema — i apótekum. Þeir vildu
helga sér einokunarrétt á sölu
þeirra. Og rökin voru þau, að efni
þeirra væru á lyfjaskrá. En meö
þeim rökum gátu þeir alveg eins
heimtaö einkasölu á t.d. kjöti og
fiski. Og gulls ígildi hefði þaö
veriö að helga sér vatnið þar sem
það er á lyfjaskrá. En ekki mun
þetta hafa vakaö fyrir Hippo-
kratesi, fööur læknisfræðinnar, er
hann sagði, aö lyfin ættu aö vera
okkar fæöa, og fæöan okkur lyf,
heldur það, að fæöan ætti að
innihalda nauösynleg næringar-
efni til heilbrigði.
Hann skildi, fyrir um 2400 árum
siðan, þaö sem þeir, er skipu-
leggja nám lækna, — væntanlega
leiöandi læknar — skilja ekki enn
i dag. Ella væri næringarfræöin
meöal höfuögreina læknis-
fræöinnar, en ekki hornreka. Og
ekki skipar hún hærri sess I námi
lyfjafræðinga.
Afskipti leiöandi manna,
beggja þessara stétta, af
vitaminum og steinefnum, lífs-
nauðsynlegum næringarþáttum,
eru þvi næsta furöuleg.
Þekking eda
blekking?
Blygöunarlaust hefur þvi verið
haldiö fram, að þessi næringar-
efni séu lyf, sem eigi ekki heima
utan apoteka. Og tilraun eftir til-
raun veriö gerö til aö banna þau
utan aþoteka. 1 apotekið átti
húsmóðirnin aö sækja þessa lifs-
nauösynlegu næringarþætti,
handa fjölskyldunni, — eöa vera
án þeirra. Og af þvi heföi leitt,
fleiri erindi i apotekiö eftír lyfj-
um.
I staö spurningar um þekkingu
eöa blekkingu, mátti eins segja:
„Blásið á staöreyndir”, þvi aö
bannstefnumönnum er vel
kunnugt, aö lyf eru efni, sem
ÆTLUÐ eru til lækninga, osfrv.
En þau vitamin, sem þeir
kappkosta að BANNA, eru
framleidd og se!d sem fæöubóta-
efni, til aö mæta þeirri staöreynd,
að þau vantar að meira eða
minna leyti i dagiega fæðu. Og af
þeirri vöntun leiöir, að áöur en við
vitum af, eru mörg okkar kominn
inn i vitahring vanheilsu — og
lyfja sem oftar en ekki auka
kvillasemina, i stað þess að
lækna.
Visindi eda
skottuvisindi?
(Sbr. skottulækningar)
Er nyju lyfjalögin tóku gildi, 1.
jan. 1979, var fjöldi fæðubótaefna
GERÐUR aö lyfjum, og færöur
apotekurum aö gjöf. En þeir þáöu
ekki gjöfina. Enda aldrei haft
áhuga fyrir náttúrlegum efnum,
— n e m a til aö BANNA þau. —
Ekki þó allir.
Innflutningur á miklum fjölda
teg. var bannaöur, en leyft, utan
apoteka, það sem var innan svo-
kallaðra dagskammta-marka.
Lögin veittu, I rikum mæli,
geöþóttavald til að banna. Og
listinn yfir banntegundirnar tek-
ur af allan vafa um, hvernig þvi
valdi hefur veriö beitt.
Aö bannlistanum standa æðstu
menn lyfjamáia. — Hann ætti þvi
að hafa vísindalegt yfirbragð.
En hann vitnar um svo óvisinda-
leg og handahófsleg vinnubrögð,
aö halda mætti, að skopisti eins
og Flosi ólafsson heföi tekiö
hann saman til að henda gaman
aö mótsagnakenndri baráttu
lvfjavaldsins gegn náttúrlegum
vitaminum. Og raunar ste/nefn-
um lika, sem, eins og vitaminin,
eru hverju mannsbar/ii nauðsyn-
leg.
I lögunum er ekki minnst á
steinefni. En samt bönnuöu þeir
nýlega bæöi „Minalka” og
„Scanalka”, vegna þess, aö i
þeim er „kóbolt”, snefilefni, sem
bannendur viðurkenna, aö sé öll-
um nauðsyn. Svo og, aö þaö sé
innan hættumarka.
Hvemig vilt þú svo, lesandi
góöur, ráöa þessa banngátu?
Báöar teg. bannaöar, vegna þess
aö i þeim er hollefnið „kóbolt”.
Ég þykist vita, að þú strandir.
Entaktu þaö ekki nærri þér. Eng-
um hefur tekist að ráöa gátuna.
Enda veröur hún ekki ráöin með
beitingu skynsemi. Ráðningin er
nefnilega óralangt utan marka
skynsemi. — Mér var sögö lausn-
in: Kóbolt er reseptskylt.
Á svona einfaldan hátt geta
þeir, sem fara meö lyfjavaldiö,
beitt reseptinu bæöi til aö ávisa
lyfjum, og til að BANNFÆRA
hollefni.
A þennan snotra hátt var
„CardaetUr” og „Gerogin” o.fl.
bannað.
„Cardartár” og
„Gerogin”
Báðar teg. höfðu veriö fluttar
inn I mörg ár, en eru nú bannaðar
vegna vissra B-vitamina, inositol
og niasin, sem gerö hafa verið
reseptskyld.
I blaði Heiisuhringsins:
„Hollefni og heilsurækt”, 2 tbl.
1979, segir Ingibjörg Danieisd. frá
reynslu af „CardartSr”. Hún
sagöi: „Ég hafði veriö meö
þrautir I öxl vegna bólgu I liðpoka
ogslits i liðnum. Og haföi gengið
I sprautur og gert æfingar... En
samt leiö mér óþægilega i öxl-
inni... Ég þekkti tvo menn, sem
þjáðust af kölkun i mjöðmum, og
áttu erfitt með svefn, vegna
þrauta, þrátt fyrir stöðuga notkun
„Indocid”. Einhver benti þeim á
„CardartSr”, sem stórbætti liðan
þeirra... Ég reyndi töflurnar. Og
eftir 3—4 vikur var heilsan oröin
önnur og betri. Fann sjaldan til i
öxlinni. Tök þó aðeins 6 töflur á
dag, I stað 9 sem ráölagt er i
leiöarvisi.”
En nú er henni, þeim og öðrum,
bannaðaðlina þjáningar og bæta
heilsu sina, meö Cardartár. Hér
er um alvarlega misbeitingu
valds og brot á mannréttindum
aö ræöa. Og dæmin eru mörg.
I,,Cardartar”eru80mg niasin,
og lOmginositol. „GEROGIN” er
vaxiö upp úr rannsóknum viö
sænska háskóla á öldrun. Og
frumkvæöið átti framleiðandi
beggja þessara teg. Ahugamaöur
um heilsurækt, eftir náttúrlegum
leiðum, I samvinnu viö visinda-
menn.
Athyglisvert er að bæði inositol
og niasin eru notuö og ráðlögð I
hunuraða mg skömmtum, af
læknum og visindamönnum, en
hér gerð reseptskyld, „óháð
magni”.
Hér er ekki rúm dæma, þvi aö
greinin y röi þá of löng. En ég mun
i annarri grein geta dæma og
heimilda.
En hvaö i ósköpunum veldur
þvi, aöhér eru þessi vitamin gerð
reseptskyld, „ÓHÁÐ MAGNI”?
Sem sagt i hversu litlu magni sem
er. En það bendir til, aö þau hljóti
að vera stórhættuleg.
En hver er hættan? Og hvers
vegna er hún ekki skýrð og fólk
varað við henni?
Séu þessi efni numin úr töflun-
um, þá má flytja þær inn og selja.
Telja bannfærendur þessara
efna það æskilegt?
Hvers vegna leyfir sænska
heilbrigðisvaldið þessa „skað-
legu” framleiöslu, og aðrar þjóöir
innflutning þeirra og sölu? Stafar
það af fávisi eða hirðuleysi, eða
hvoru tveggja?
Er sú ástæðan, að það vekur
undrun erlendis, þegar spurt er,
hvort ofangreind efni séu resept-
skyld, og tegundirnar bannaöar?
Eða þegar spurt er, hvort
vitaminpappira þurfi að stimpla i
lyfjaeftirliti til að fá þá afgreidda
i tolli? Þaö er horft á mann
spyrjandi augum, þvi aö menn
eiga erfiti með aö trúa, aö i alvöru
sé spurt.
Þaö er þvi miöur margföld
ástæöa til að spyrja, hvort bann-
stefnan hvili á visindum — eða
skottuvisindum?
Marteinn M. Skaftfells
Félag starfs-
fólks í veit-
ingahúsum
5 OOO &>
W
hefur ákveðið að viðhafa allsherjar-
atkvæðagreiðslu við kjör fulltrúa á 34.
þing Alþýðusambandsins.
Kjósa skal 6 fulltrúa og 6 til vara.
Tillögum skal skila á skrifstofu félagsins
Hverfisgötu 42 fyrir kl. 12 laugardaginn
11. október ásamt 65 meðmælendum.
Stjórnin
Deildarstjóri
óskast nú þegar
Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri i
sima 95-5270.
Sjúkrahús Skagfirðinga
Sauðárkróki