Þjóðviljinn - 09.10.1980, Side 5
Fimmtudagur 9. október 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5
Strauss meO heiðursverði i M&nchen: Hann mun ekki láta sér nægja
Bæjaraland.
Schmidt og Höffner kardináli: Kirkjan gerði kansalarnum ýmsar
skráveifur i kosningabaráttunni, en unga fólkið kom til liös við
hann.
Eftir kosningarnar í Vestur-Þýskalandi:
Ætlar Strauss ad koma
á íjögurra flokka kerfi?
Það er ekki aðeins á
islandi að mönnum tekst
að túlka jafnvel hin
óhagstæðustu kosninga-
úrslit einsog þeim best
líkar. Gott dæmi eru
Springerblöðin vestur-
þýsku, sem að sjálfsögðu
höfðu eftir föngum lagt
lið Franz Jósef Strauss í
hans kosningabáráttu.
Þegar úrslit voru kunn
hugguðu þau lesendur
sina með því, að þrátt
fyrir allt hefðu fleiri
kosið Strauss en Helmut
Schmidt, kanslara sósía!
demókrata. Þess vegna
hefði Strauss unnið
kosningarnar ,,frá mann-
legu sjónarmiði" skoðað.
Enda þótt að flokkasam-
steypan CDU/CSU, sem hann
Helmingur ungra
kjósenda studdi
Helmut Schmidt
átti að sigra fyrir, hafi ekki
fengið minni stuðning en nú
allar götur siðan 1949.
Eins og menn muna af frétt-
um var það samstarfsflokkur
sósialdemokrata, Frjálsir
demókratar, sem einir sóttu á i
kosningunum svo um munaði.
Þeir fengu nú 10,6% atkvæöa en
höfðu 7,9% I fyrstu atrennu
sýndist mönnum, að þessi sigur
stafaði einfaldlega af þvi, að
hægrikjósendur, óánægðir með
gifuryrðin og ofstækið i Strauss,
hefðu hallað sér að miðju. En
Infas, Stofnun um hagnýta
félagsfræði, i Bonn kemst
reyndar að annarri niðurstöðu.
Hægrimenn sátu heima
Infas segir, að fylgisaukning
Frjálsra demókrata hafi aö
verulegu leyti komið frá kjós-
endum Sósialdemókrata svo
undarlega sem það nú hljómar.
Astæðan sé sú, að þeir hafi
viljað að stjórnarsamstarfi
fiokkanna tveggja yrði haldiö
áfram, en bæði viljaö tryggja að
Frjálsir demókratar dyttu ekki
út af þingi (fyrir nokkrum mán-
uðum gat svo sýnst sem þeir
kynnu jafnvel að fara undir 5%
lágmarkið sem flokkur þarf að
fá til að fara á þing). Og einnig
vildu þeir ekki að Sósialdemó-
kratar fengju hreinan meiri-
hluta á þingi.
Samkvæmt þessu eru úrslit
kosninganna mjög eindreginn
miðjusigur. Timinn ætti að vera
glaður.
En af hverju tapaði flokka-
samsteypan sem bauð Strauss
fram svona miklu? Jú, segja
þeir hjá Infa, það stafaði blátt
áfram af þvi, að svo margir
þeirra sem kjósa kristilegu
flokkana sátu heima — vegna
óánægju með Strauss.
Semsagt „leiftursókn hins
sterka manns” var hafnað
— með heimasetum.
Æskan studdi Schmidt
En hvað þá um SPD, flokk
sósialdemókrata? Ef aö þeir
misstu allmarga kjósendur til
miðju, hvernig tókst þeim að
bæta fylgi sitt, að visu ekki
mikið, en samt um 0,7% ?
Við þvi gefur Infas svör, sem
Helmut Schmidt og hans flokkur
geta, þrátt fyrir allt, veriö mjög
ánægðir með. Það var unga
fólkið sem bætti sósialdemó-
krötum upp þaö sem þá vantaði.
Meira en helmingur kjósenda
sem komu nú á kjörstað i fyrsta
skipti (á aldrinum 18-21 árs)
kaus sósialdemókrata. Aðeins
um 30% af ungu fólki kaus
borgaraflokkana. Hinir grænu,
umhverfisverndarmenn, kom-
ust ekki yfir 5% hindrunina sem
er I vegi þeirra til þingsetu. Þeir
fengu aðeins tvö prósent at-
kvæða. En þeirfengu fimm pró-
Fréttaskýring
sent af atkvæðum ungs fólks og I
geta, eins og sósialdemókratar, |
reiknað það sér til framtiðar- .
innistæðu.
Aform Strauss
I upphafi þessa máls var um
það talaö, að Springerblöðin
lýstu Strauss „mannlegan”
sigurvegara kosninganna. Aðrir
mundu álita að Strauss væri úr
leik sem pólitiskur leiðtogi.
Hann yrði að láta sér nægja
áfram hlutverk forsætisráð-
herra Bæjaralands, en þar
stjórnar hann bræðraflokki
Kristilegra demókrata, CSU.
Það er þó ekki vist. Strauss
hefur fengið tækifæri til að viðra
sig um allt land, og þykir ólik-
legt að hann láti þar við sitja.
I Vestur-Þýskalandi er
þriggja flokka kerfi: sósial-
demókratar, frjálsir demó-
kratar, kristilega blökkin. En
nú hefur vikublaðið Spiegel náð
I skjal þar sem komið er upp um
áform Strauss og hans liðs-
manna I Bæjaralandi, um að
smiða fjögurra flokka kerfi I
landinu, og stefna til valda I þvi.
Flokkur Strauss, CSU, starfar
aðeins I Bæjaralandi — og á móti
kemur að stóri bróðir, CDU,
starfar I öllum sambands-
löndum. Vestur-Þýskalands
nemaþar. Að sögn Spiegel eru
áformin þau, að stofna CSU
deildir um allt land. Sá flokkur
reyndi aö soga til sin alla hægri-
krafta og gera bræðraflokkinn
að miðsæknum, frjálslyndum
flokki, sem gæti brotið á bak
aftur bandamenn sósialdemó-
krata i flokki Frjálsra demó-
krata.
Saman mundu CSU og CDU,
eftir þessum áformum, geta
fengið þann meirihluta sem
dygði til að stjórna. A innan-
flokkspappirum þeim frá CSU,
sem Spiegel hefur krækt sér i er
sagt að sllk flokksmyndun sem
áðan var rakin sé „algjör sögu-
leg nauðsyn”. CSU og CDU eiga
að „marséra hvor i sinu lagi og
berja frá sér I sameiningu”.
Enn er, semsagt, von á tiðind-
um af Fransi Jósef hinum bæ-
verska og hinu háværa erki-
ihaldi sem vill veg hans sem
mestan. áb.
I
■
I
■
I
■
I
■
I
■
I
■
■
■
I
i
■
I
■
I
■
I
■
I
■
I
■
I
■
I
■
I
■
I
■
I
■
I
■
I
■
I
■
I
■
I
■
I
■
I
*1
Indira beitir
aukinni hörku
Ný lög um handtökur, án dóms og
laga, vekja ugg stjórnarandstæðinga
Indira Gandhi hefur gef-
ið út lög sem vekja ugg.
Þau gera ráð fyrir því að
hægtsé að handtaka menn
án dóms og laga ef þeir
haf i gert eitthvað það sem
sé „með einhverjum hætti
andstætt vörnum og öryqqi
Indlands".
Talsmenn stjórnarinnar leggja
mjög mikla áherslu á það, að
þessum lögum verði beitt mjög
varlega, að þau séu nauðsynleg til
að kljást við „andfélagsleg öfl”
og ýmisleg sigild indversk vanda-
mál — ofbeldi gagnvart minni-
hlutum, átök milli erfðastétta og
þar fram eftir götum. En
stjórnarandstöðunni er ekki rótt.
Henni finnst, sem vonlegt er, að
orðalag sé allt mjög svipað og
þegar Indira Gandhi beitti svo-
nefndum „lögum um innra
öryggi” gegn andstæðingum sin-
um, áður en hún valt úr valdastóli
1977. En á þeim árum notfærði
hún sér það „neyðarástand” sem
hún lýsti landið i til að setja i
fangelsi um 150 þúsundir and-
stæöinga sinna.
Hin nýju lög sem verða staðfest
á þingi I nóvember (flokkur
Indiru Gandhi hefur þar um tvo
þriðju sæta) gerir ráð fyrir þvi,
að sá sem handtekinn er fái að
vita innan fimm daga fyrir hvað
hann er ákværður — en ekki endi-
lega þegar hann er tekinn fastur.
Þriggja manna nefnd á að fara
yfir hvert mál sem upp kemur
með þessum hætti, og lögin gera
ekki ráð fyrir þvl að halda megi
mönnum i fangelsi lengur en tólf
mánuði.
Allt í sama fari
Það eru ekki nema iiokkrir
mánuðir siðan Indira Gandhi kom
aftur til valda með glæsilegum
kosningasigri. Helsta vigorð
hennar var að menn skyldu kjósa
yfir sig stjórn sem væri starfhæf;
helsti bandamaður hennar var sú
mikla sundrung sem tvistraði
andstæðingum hennar I ráðlausu
Janatabandalagi. En nú má hún
sæta vaxandi gagnrýni og
óánægju. Stjórn hennar er ekki
frekar „starfhæf” en stjórn
Desais var. Verðhækkanir siðan i
janúar hafa numið um 30%, iðn-
aðinum vegnar illa, vöruskortur ei
mikill. Verst viðureignar hafa
verið þau þjóðaátök sem einkum
hafa gert mönnum ólíft I rikinu
Assam, sem er I norðausturhorni
Indlands. Þar hafa heimamenn
leitað beiskjú sinni útrásar með
fjandskap við aðflutta Bengali og
flóttafólk frá Bangladesh, sem
þeim finnst að taki frá sér bæði
störf og jarðnæði. Þessi átök hafa
kostað eitt þúsund manns lifiö og i
lengri tima stöðvað oliutöku I
Barið á métmælendum: t siöustu lotu fóru 150 þúsundir I fangelsi.
Assam, en þaðan kemur veruleg-
ur hluti þeirrar oliu sem Indverj-
ar geta sjálfir dælt upp af sinu
landi.
Sonardýrkun
Svo mikil völd hafa safnast á
hendur Indiru Gandhi sjálfrar, að
umræðan snýst fyrr eða siðar um
stjórnarhæfni hennar sjálfrar.
Fyrir þrem mánuöum lést sonur
hennar og liklegur arftaki,
Sanjay i flugslysi, og mönnum
þykir Indiru mjög brugðiö siöan.
Kongressflokkur hennar hefur
brugöist svo viö, aö tekin er upp
gifurleg persónudýrkun á synin-
um, sem var reyndar viöriöinn
mörg ljósfælin mál á fyrri valda-
ferli móður sinnar. Honum er
óspart llkt viö Krist, Búddha og
Mahatma Gandhi, hann er kall-
aður „verndari fátækra og
kúgaðra” eins og innanrikisráð-
herrann hefur látið sér um munn
fara. Götur, háskólar, fyrirtæki
og sjúkrahús eru heitin eftir „hin-
um elskaða og ógleymanlega
leiðtoga”.
Ráðleysi
En öll þessi persónudýrkun ber
vott um tómleika og ráðleysi
þeirra sem treystu á þaö valda-
kerfi sem Sanjay Gandhi var aö
byggja upp I flokki móöur sinnar.
Sá flokkur vann aö sönnu mikinn
sigur i kosningum i vetur leið, en
sá sigur var ekki allur þar sem
hann var séður. Indira gat þá
fengið I lið með sér sæg þeirra
sem eru fljótir til að elta þann
sem þeim sýnist fara með sterkt
vald. En I raun er Kongressflokk-
ur hennar nú reistur á þrengri
grunni en Kongressflokkurinn
gamli, sem spannaði allstóran
hluta hins pólitiska litrófs. Eftir
eru hinir spilltu sérgæöingar, sem
litt er á aö treysta, hvenær sem á
móti blæs.
Og þvi eru nú rýmkaðar
heimildir til aö handtaka menn án
dóms og laga á Indlandi. — áb