Þjóðviljinn - 09.10.1980, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 09.10.1980, Qupperneq 7
Fimmtudagur 9. október 1980 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7 sem þar er og hefur töluvert veriö keyrð, hefur veriö notað á þann hluta kerfis sem i notkun er kom- inn. Þannig að mjög óraunveru- legt er að bera það saman á jafn- réttisgrundvelli og heldur ekki timabært ennþá. Verð út úr veitunni er pólitisk ákvörðun og hefur ekkert með raunkostnaðaðgera. Eins er það, að verð raforku á Vestfjörðum er það hæsta i landinu svo að 90% af þvi getur þess vegna verið um og yfir 100% hér. • • Onnur atriöi Fram kemur i grein Viðars að stöðvarhús metur hann nú á 75—80 Mkr eða um 90% hækkun frá þvi i febrúar. Hræddur er ég um að hann hafi gleymt að marg- falda þessa upphæð a.m.k. meö tveimur a.m.k. ef miða á við Seyðisfjörð. Hefur þá áætlun Viðars á nær alislensku fyrirbæri þ.e. steyptu stöðvarhúsi klikkað um hvorki meira né minna en 333% umfram verðbólgu; ef þetta eru vönduð vinnubrögð þá má flokka ansi margt þar. Hvernig er þá áætlunin yfir hina hlutina? Eftirmáli öllum landslýð sem þessar greinar les, má nú vera ljóst að fjarvarmaveitur eru ekki hag- kvæmar, hvorki fyrir þann sem tengist henni né þann sem rekur þær (þ.e. bæjarfélag og Rarik). Og þaðan af siður fyrir þjóð- félagið i heild. Ég hef hér sýnt fram á að einungis reiknað meö eigin tölum og eigin forsendum reiknimeistara fjarvarmaveitna að grundvöllur þeirra er brostinn. Að þvi töldu eru ótal liðir eftir, sem hver og einn getur koll- varpað fyrirbærinu. Má þar nefna t.d. 1) Samanburð vatnshitaöra og þilofnahitaöra húsa á Stöðar- firði, Norðfirði og Egilsstöö- um. 2) Verð svartolíu i framtið. 3) Verð rafhitunartaxta fylgi ekki almennu verölagi i landinu. (Hann verður örugglega látinn fylgja almennu verðlagi, ef af veitunni verður). 4) Rangar forsendur fyrir fjar- varmaveitum. 5) Rangar kostnaðaráætianir (það á rót að rekja til, að verð orku er ákveðið fyrst 80—90% af rafhitunartaxta, siðan hefst af turábakútreikningur). Ég tel þegar ljóst, að þessu fyrirbæri megi þegar fleygja fyrir borð. Of miklu fé hefur þegar verið variö til rannsókna á þvi og hefði þvi betur verið varið til nýtilegri hluta t.d. virkjunar- rannsókna á miðlungsvirkjunum þ.e. af stærðargráðu 20—80 MW, virkjunum sem við sjálfir ráðum við að byggja, án erlendrar ihlut- unar; á ég þá við stóriðju. Virkjunarkostnaður við virkjun Fjarðarár i Seyðisfirði, sem Viðar telur vera 16000 Mkr. er skot út i loftið. Samkvæmt þvi ætti kostnaður aö vera 800 þús/kW, en útreikningar fyrir Fljótsdalsvirkjun á verðlagi sept. ’79 gáfu fyrir þá virkjun 293,1 þús/kW, og framreiknað til núverandi verðlags ca 420 þús/kW. Þannig að óhætt ætti að vera að endurreikna þær full- yrðingar. Það liggur i augum uppi að virkjun sem kemur alfarið inn á almennan markað og er tiltölu- lega litil miðuð við markaðinn, getur borgað hlutfallslega fast að helmingi hærri fjármagns- kostnað en stórvirkjun sem nánast gefur helming orku sinnar til stóriðju og hinn helmingurinn gengur seint út á almennan markað vegna stærðar. Hins vegarer samanlagður kostnaður staðanna sex, sem ég sló á i minni grein um 6000 Mkr.; samkvæmt áætlanadeild Rarik, er sá kostnaður ca 8000 Mkr. Raun- kostnaður gæti þess vegna verið mun hærri, svo að ekki þarf að vera svo langt frá þvi að sú upphæð dugi fyrir þessari virkjun. Lokaorð Af framansögðu má nú þegar sjá að fjarvarmaveita i Neskaup- stað á ekkert erindi á þann stað. Framhald á bls. 13 LANDSRAÐSTEFNA SHA A AKUREYRI: Fjölmennum herstöðva- URNAT0 HERINNBURT — Akureyri hefur verið valin sem fundarstaður fyrir landsráð stefnu herstöðvaandstæðinga. Hvers vegna? — Tii þessa hafa landsráö- stefnur Samtaka herstöðvaand- stæðinga verið haldnar i Reykja- vik eða næsta nágrenni. Oft hefur verið bryddað upp á þeirri hug- mynd að halda landsráðstefnuna úti á landi , ekki sist til þess að undirstrika að þetta eru lands- samtök herstöövaandstæðinga. Ennfremur er hugmyndin aö auðvelda fólki i dreifbýlinu aö taka þátt i landsráðstefnunni. Akureyri hentar vel fyrir fólk á Norðausturlandi og Austurlandi, og auk þess eru samgöngur þangað greiöar frá- allflestum öörum landshlutum. Þess má einnig geta að deild Samtaka her- stöðvaandstæðinga á Akureyri hefur verið mjög virk siöastliöiö ár. — Ener ekki liklegt aö þátttaka fólks sem býr á mesta þéttbýlis- svæöinu, suðvesturhorni lands- ins, verði minni vegna kostnaðar? — Nei, þátttaka fólks frá þeim landshluta ætti ekki að verða minni, þvi að efnt veröur til hóp- ferða og verður ferðakostnaður ótrúlega lágur. Aö auki munu Samtök herstöðvaandstæðinga létta undir þeim sem minna mega sin. Boðið verður upp á hópferðir frá Suðvesturlandi. Farið með rútu mun kosta um 10 þúsund krónur á mann, en menn geta einnig fariö með flugvél fyrir rúmlega 30 þúsund krónur. — Hvað um feröakostnað þeirra sem langt eiga að sækja til Akureyrar frá öðrum stöðum en Suövesturlandi? Eins og á fyrri ráðstefnum, andstæðingar! Rætt við Guðmund Georgsson, formann miðnefndar Samtaka herstöðvaandstæðinga um undir- búning landsráðstefnu SHA, sem í fyrsta skipti fer fram á Akureyri, 17. og 18. október næstkomandi munu samtökin taka þátt i ferða- kostnaöi þeirra sem lengst koma að. — En fæði og gisting? — Gisting ætti að verða öllum að kostnaðarlausu. Þeir sem ekki fá inni hjá kunningjum, eiga kost á svefnpokaplássi. Allar likur eru á þvi að fæöiskostnaður verði litill sem enginn, þvi að undirbúnings- nefndin á Akureyri mun leitast við að fá herstöðvaandstæðinga þar til að taka gesti i mat. — Hverskonar undirbúningur hefur farið fram fyrir landsráð- stefnuhaldið sjálft? — Undirbúningsstarfiö mæðir aö sjálfsögðu mest á herstöðva- andstæðingum á Akureyri. En að auki hefur miðnefnd Samtaka herstöðvaandstæðinga gengið frá umræðuplöggum sem hafa verið póstlögð til hópa og einstaklinga um land allt. Herstöðvaand- stæðingar geta þvi áöur en ráö- stefnan hefst fjallað heima i héraði um helstu mál sem á dag- skrá verða á landsráðstefnunni sjálfri. Erindrekstur um Austurland og Norðausturland i september hefur ekki hvaö sist ýtt undir starf að undirbúningi ráöstefn- unnar. Miðnefnd leggur mikla áherslu á að menn ræði þau gögn sem send hafa verið út fyrir ráðstefn- una, og að sem flest héruö sendi sem flesta menn til að fylgja skoðunum sinum eftir á landsráö- stefnunni á Akureyri. — Hvað er aö frétta af undir- búningi landsráðstefnunnar i Reykjavik og nágrenni? — 1 Reykjavik verður haldinn liðsmannafundur i Félagsstofnun stúdenta við Hringbraut, næst- komandi laugardag klukkan tvö eftir hádegi. Þar veröa kynnt og rædd helstu mál landsráöstefn- unnar. Umræðugöngin hafa einnig veriö send hópum I nágrenni Reykjavikur og er þaö eindregin ósk miðnefndar að þeir efni til funda um landsráðstefnuna. Miö- nefnd Samtaka herstöðvaand- stæðinga er reiðubúin að senda menn úr sinum hópi á þessháttar fundi. — Hvernig má að öðru leyti nýta tfmann sem eftir er fram að ráöstefnuhaldinu 17. og 18. októ- ber? — Vegna skipulagningar og vegna fjárhagsáætlunar er mjög nauðsynlegt að menn skrái sig sem fyrst til þátttöku. Raunar eru menn þegar byrjaöir aö skrá sig. Hægt er að tilkynna þátttöku til skrifstofunnar að Tryggvagötu 10. I Reykjavik (simi 17966 eða til Guömundar Sæmundssonar, Helgamagrastræti 45. Akureyri (slmi 96-25745). — Guömundur, er þetta ekki bara afgreiðsluráðstefna? — Þvi fer fjarri. Landráðstefna Samtaka herstöövaandstæðinga fer með æðsta vald samtakanna á henni eru teknar ákvaröanir um framtiðina og lagt mat á for- tiöina, Ég tel mikilvægt aö menn horfi fram á við og móti samtökunum markvissa áætlun fyrir næsta starfsár, —jás Guðmundur Georgsson, for- maður SHA Mörkuð baráttuleið og starfs- aðferðir mótaðar Samtök herstöðvaandstæðinga efna til landráðstefnu dagana 18. og 19. október, á Akureyri. Land» ráðstefna er haldin árlega og fer hún með æðsta ákvörðunarvald samtakanna. Þar verður kosin ný miðnefnd og starfsáætlun næsta árs mótuö og samþykkt. Meginmál ráöstefnunnar verður að marka þeim baráttu- leið og huga jafnframt að þvi skipulagi og starfaðferðum sem best mæftu duga til að koma henni i framkvæmd. Allir félagar samtakanna eru kjörgengir og atkvæðisbærir á landsráðstefnu. I* ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I i ■ I ■ I ■ a ■ i Ot 1 E» Af fiski og veiöistöng Fyrsta hvatningin, sem lifn- aði foröum i sama mund og Rauði krossinn varö til á vig- völlum Heljarslóöar, var: ,,Við erum allir bræður — tutti fra- telli”. Hinn rauöi kross á auð- vitað rætur að rekja til hins helga tákns kristinna manna, en þær hugmyndir bræðralags, sem eru kveikja Rauöa kross hreyfingarinnar og afl, eru al- gild og ná út fyrir kristna trú og veröa þannig einnig einkunnar- orö hins Rauða hálfmána, bræörafélags okkar innan hreyf ingarinnar, sem eru annarrar trúar. Fyrir okkur eru það fánýt hugðarefni aö bollaleggja um það, hvort einn ibúa þess staðar, sem nefndur hefur veriö geim- skipið jörð, sé bróðir okkar, en aðrir mismunandi nánir frændur (og misjafnlega verðir bræöralagsins?) Og nú fréttist enn af ógnun og hörmungum, sem dynja yfir milljónir manna i öðrum hluta heims og eru ægi- legri en orö og upphrópanir fá lýst. Enn er knúið á okkar dyr og spurt hvort við séum reiöu- búinað rétta fram hjálparhönd. Einhverjum kann að virðast, aö oft sé nú knúiö. En er það ekki einungis endurspeglun á þeirri tálsýn, að heimurinn okkar eigi að vera oröinn aö sælureit vegna þess að við sjálf höfum búið viö vaxandi gnótt og vel- megun? Hið gagnstæða viröist Ávarp Ólafs Mixa formanns RKÍ vegna Afríkusöfnunar 1980 þó vera raunin, þegar litið er út yfir lóðamörk iönaöar- og vel- megunarþjóöa. Sumir telja jafnvel, aðannaö leiði af hinu og þá kemur það okkur öllum við. Ólafur Mixa, formaöur Rauða Kross Islands Vissulega eigum við sjálf eftir að taka rækilega til I ýmsum skúmaskotum okkar, þar sem blasa við mannleg neyð, þján- ing, heilsubrestur og yfirleitt skorturá mannúð. En það mætti hreinlega kalla það lúxus að geta beint kröftum sinum aö slikum viðfangsefnum, ef við- miðunin er sú ólýsanlega eymd, sem um ræöir nú t.d. I Austur- Afrfku. Nú kann e.t.v. einhver að spyrja, eins og móöir Teresa var spurð i blaöaviðtali: Er ekki einungis verið að draga neyö þessa fólks á langinn og fresta örlögum þess með þvi að gefa þvi aö borða I staö þess aö efla sjálfsbjörg þess? Þvi svaraði friöarverðlaunahafinn eitthvað á þá leið, að sá sem er oröinn sljór og kraftlaus af hungri þarfnist fyrst og fremst fisks til að borða til að ná nægilegum þrótti og hugarelju. Seinna geti hann mundaö veiðistöng sem þá gæti vissulega orðið að gagni. Rauði krossinn hefur i dag formlega söfnun til hjálpar hungrandi þjóðum Afriku. öll Rauða kross félög noröurlanda hafa sameinast um þetta átak. Alþjóða hreyfing Rauöa kross- ins leggur sérstaka áherslu á aö skipuleggja jöfnum höndum að gefa fisk og búa til veiðistöng- ina. Fyrsti sendifulltrúi okkar á þessum slóðir, Pálmi Hlöðves- son, fær einmitt það hlutverk i hendur að aðstoða við þá tvö- földu framkvæmd. Reynt verður á þessum tima með ýmsum aðgerðum og kynn- ingu, með hjálp ýmissa aðilja einsog félagssamtakanna Lif og land, kennara, skólabarna og fyrirtækja, að vekja til þekk- ingar, umhugsunar og umræðu um hungur I heimi og þær raunir, sem meðbræður okkar verða fyrir rétt handan við lim- gerðið okkar. Hugsun hvers og eins er hans fyrsta framlag. En meira þarf til. Móöir Teresa var ekki aö skafa utan af hlutunum varðandi þá skyldu okkar allra að hjálpa nauðstöddum, þegar hún sagðist vænta þess af góð- viljuðu fólki, aö þaö gefi þar til undan sviði. Sagt er að á svæöum Amazon- fljóts sé eftirfarandi liking dregin upp af mismuni heljar og himins: Þú ert leiddur f sal þar sem fólk situr við fulla kjöt- katla. Fólkið þjáist og engist sundur og saman af hungri og vansæld vegna þess að það hefurihöndum svo langa gaffla, að það getur ekki stungið upp I sig fæðunni. Þetta er helviti. I öðrum sal eru lika kjötkatlar. Við þá situr fólk með jafnlanga gaffla og i fyrra skiptið. En þaö er glatt og vel nært. Þetta er himnariki. Vegna þess að fólkiö hefur lært að mata hvert annað.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.