Þjóðviljinn - 09.10.1980, Qupperneq 9

Þjóðviljinn - 09.10.1980, Qupperneq 9
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 9. október 1980 Fimmtudagur 9. oktdber 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 ÖRTÖLVU- BYLTINGIN 3hefti m m "" Rccur ÖRTÖLUU BVLTinein Réttur jjallar um afleiðingar hennar og viðfangsefni verkalýðshreyfing- arinnar á næstu 20 árum Þættir úr sögu rafeindatækn- innar . Lampar og viðnám voru mikiivægustu hlutar rafeinda- tækja fram til 1960. Laust fyrir 1960 fóru smárarnir að leysa lampana af hólmi. 1963 komu fyrstu samrásirnar á markaðinn. Samrásirnar frá 1980 leysa verk- efni, þar sem áður heföi þurft þúsundir, jafnvel tugþúsundir, lampa og viðnáma. Timaritið „Réttur” fjallar i ný- útkomnu hefti (3. 1980) um ör- tölvubyltinguna, undir yfirskrift- inni Gullöld fristunda eða óöld at- vinnuleysis? 1 heftinu er framar venju fjallaö um framtiðarviðhorf og viðfangsefni verkalýðshreyf- ingarinnar á næstu 20 árum, — um „Þriðju iðnbyltinguna”, sem þegar er kölluð svo — um ger- breytingu þá sem örtölvan mun valda i þjóðlifinu. Birtist i Rétti bæði visindaleg skýring á fyrir- brigði þessu og umfjöllun um þjóðféiagslegar afleiðingar þess. Páll Theódórsson eðlis- fræðingur skrifar i Rétt itarlega grein um örtölvutæknina, þróun hennar, verksviö og möguleika. Þar segir i upphafi að örtölvan sé rafeindarás i örlitilli kisilsneið, sem er á stærð við stórt O. Hún getur leyst svo flókin og marg- breytileg verkefni að þvi er spáð að hún muni valda byltingar- kenndum breytingum hjá tækni- væddum þjóðum. t inngangi lýsir Páll nokkuð þróun i gerö sam- rása, en að öðru leyti gefa kafla- heiti nokkra hugmynd um við- fangsefni þessarar merku greinar: Vélbyltingin og örtölv- urnar, örtölvan og fylgirásir hennar, örtölvukerfi, örtöivu- tæknin I fslensku þjóðlifi og ör- tölvan og einstaklingurinn. „Gullöld fristundanna” er yfir- skrift bókarkafla eftir André Gorz, sem birtur er i Rétti. André Gorz er kunnur rithöfundur um þjóðfélagsmál, austurriskur að ætterni en nú franskur rikis- borgari. Hann hefur ritað bók sem út kom hjá franska útgáfu- félaginu Editions galiée á þessu ári. Fjallar hún um „Þriöju iðn- byltinguna”, gerbreytingu þá er örtölvan veldur á atvinnu- og þjóðlifi og nefnist bókin á frönsk- unni „Adieu au proletariat” (öreigalýðurinn kvaddur). André Gorz lýsir afleiðingum þessarar „þriðju iðnbyltingar” (gufuaflið gerði þá fyrstu, raf- magnið næstu). Að mati Gorz krefst sú umbylting þjóðfélags- ins, sem af örtölvutækninni leiðir, nýsköpunar pólitisks hugmynda- heims, máske djúptækari og rótt- ækari en flestir vinstrimenn hafa hugsað sér. Gorz lýsir framtiðar- viðhorfum sliks róttæks endur- mats í þjóðfélagsmálum. Sá kafli bókar hans, sem sér- staklega fjallar um afleiöingar „þriðju iðnbyltingarinnar” birtist i Rétti nokkuð styttur i þýðingu Hauks Helgasonar hagfræðings ogber heitiö „Gullöld fritimans”. „Það er rétt að undirstrika” — segir i inngangi aö bókarkafl- anum frá ritstjóra' Réttar — „ekki síst meö tilliti til þess aö i helstu iönvæddu auðvalds- löndunum eru nú meir en 17 milj- ónir manna atvinnulausar, að nú er aðeins um tvo kosti að velja: Ef auðvaldiö fær áfram að ráða skapar örtölvubyltingin þvi til handa „gullöld atvinnuleysisins”. Ef vinnandi stéttir handa og heila hins vegar skilja sinn vitjunar- tima og taka til sin völdin i þjóð- félaginu, leggja þær meö örtölvu- byltingunni grundvöll að „gullöld fristunda og frelsis af þræidómi”. 1 Rétti eru einnig greinar tengdar meginefninu um nýsköpun islensks þjóðfélags á næstu 20 árum á grundvelli ör- tölvubyltingarinnar, og draum- sjón Karls Marx. Meðal annars efnis i Rétti er kvæði eftir Vitu Anderson i þýð- ingu Ninu Bjarkar Arnadóttur, tvö ljóð eftir Eyvind Eiriksson, ljóö af Norðurhara, umfjöllun um forsetakosningarnar, innlend og erlend viðsjá o.fl. Ritsjóri Réttar er Einar Olgeirsson. —ekh Lystræning j ar róa á lostamið liystræninginn/ bók- menntarit og djassrit með meiru, hefur nú komið út í méira en fjögur ár. Sext- ánda hefti hans flytur meðal annars viðtal við danska kontrabassa- snillinginn Niels-Henning, sögur eftir Aðalstein Ás- berg Sigurðsson, Þorstein Antonsson og Allan Sillitoe ogi grein eftir Sigurgeir Þorgrímsson um kenn- ingar Einars Pálssonar. Auk þess Ijóð eftir mörg urjg skáld, jjekkt, pínulítið þekkt og áður óþekkt. Lystræningjar hafa staðið I bókaútgáfu og nú hafa þeir byrjaö aðgefa út flokk ritlinga sem heita „Lostafulli ræninginn” sem á að flytja kynlifsbókmenntir. Gunnar Gunnarsson skrifar um fyrstu kynlifsreynsluna og Henry Miller sömuleiðis. Lostasögur eru birtar, nokkuö hlálegar sumar úr Þús- und og einni nótt, sem er I reynd hvergi nærri eins saklaust rit og flestir halda. Sigurður Jóhanns- scp skrifar í ritiö reynslusögu. Einnig er birt unaöarsaga eftir Anais Nin, sem fræg er fyrir dag- bafekur sinar. Á frum- sýriingu í Hólabrekku skóla Það er ekki á hverjum degi sem skólabörnin fá aðhorfaá lifandi leikhús, enda fylgdust sum með af alvöruþunga. bak við og i textanum er farið með visur. Það er ekki i verkahring blaða- manns að fella dóma, en undir- rituð skemmti sér hiö besta. Þetta framtak Leikfélagsins nýtur styrks frá Reykjavikurborg og auðvitað er verið að hugsa um það að skemmta börnunum og að ala upp nýja kynslóð leikhúsunn- enda. — ká Krakkarnir fylgdust spennt með rás viöburða og létu ýmsar athugasemdir fjúka. Skinnasalinn vondi og Hlynur hittast I skóginum. Yngstu krakkarnir í Hólabrekkuskóla voru í gær viðstödd frumsýningu á barnaleikritinu „Hlynur og svanurinn á Heljar- fljóti" eftir Christina Andersson sem Leikfélag Reykjavíkur ætlar að sýna i grunnskólum borgarinnar á næstunni. Þarna er um nýjung að ræða í starfsemi Leikfélagsins og það er ekki á hverjum degi sem skólabörnum borgarinnar býðst að horfa á ævintýri frá fjarlægum slóðum. Salurinn i skólanum var fullur af börnum sem tóku virkan þátt i sýningunni með þvi að benda per- sónunum á að láta nú ekki plata sig og þau sögðu þeim óspart hvert aðrar persónur hefðu farið. Leikurinn fjallar um strák sem lendir i klónum á vondum karli sem vill hann feigan og leggur fyrir hann mikla þraut, að ná i fjöður af svaninum á Heljarfljóti. Þó að mennirnir séu vondir á stundum, þá reynast dýrin vel og þau koma stráknum óspart til hjálpar. Mikla kátinu vakti viður- eign Hlyns við risa nokkurn, en það má auðvitað alls ekki segja hvernig Hlyni tókst að sleppa frá honum. Það varð ekki annað séð en að krakkarnir skemmtu sér hiö besta, aö visu rak forvitnin þau oft á fætur til að sjá betur og einn litiil strákur sem sat framan við blaðamann sagði i kvörtunartón: „þessir litlu krakkar skilja ekki neitt. Þetta er sko ævintýri”. I sýnmgunni er ljósum beitt á skemmtilegan hátt og þau varpa ævintýrablæ á sviöið, allt eftir þvi hvort við sjáum djúpt inn i skóg- inn, eöa stöndum á bökkum Heljarfljóts. Tónlist hljómar á á dagskrá Vilji Alþingi reka slyðruorðið af r Islendingum er ekki seinna vœnna að auka fjárframlög til þróunaraðstoðar Björn Þorsteinsson, skólafulltrúi: Enn um Sfðasti áratugur hefur í æ rfkari mæli en timabilin á undan ein- kennst af harðnandi deilum á alþjóðavettvangi milli iönrikja vesturlanda og þróunarlanna — þriöja heimsins. Þessar deilur hafa m.a. snúist um þá kröfu þróunarlandanna aö fá meiri hlutdeild eða stærri hluta af heimskökunni ef svo má aö orði komast. Það hefur eflaust ekki farið fram hjá neinum sem á annað borð fylgist eitthvaö meö að minni hluti ibúa heimsins, ibúar vesturlanda, hafa lifað I vel- lystingum praktuglega miðað við meiri hluta heimsins, ibúa þróunarlandanna. Það þarf vart að tiunda það hér aö ibúar þróunarlandanna, 70% mannkynsins, lifir við bág kjörað ekki sé meira sagt. Ótaldar miljónir þjást af hungri og van- næringu, miljónir manna ganga atvinnulausar, aðrar miljónir eru ólæsar og alls kyns sjúkdómar hrjá miljónir. En þrátt fyrir þess- ar óhugnanlegu tölur virðist litið hafa þokast á betri veg. Og það sem verra er, við Ibúar Vestur- landa viröumst vera orðnir ónæmir fyrir þessum staðreynd- um. Alla vega virðist bilið milli hins rika minni hluta og hins fátæka meiri hluta fremur breikka heldur en hitt. Ein af kröfum þróunarland- anna hefur verið aukin þróunar- aðstoð frá iðnrikjunum til að byggja upp og auka möguleika ibúa þróunarlandanna til að geta séö sér og sinum farborða sóma- samlega. Siendurteknar samþykktir S.Þ. erlendar bækur Conrad Ferdinand Meyer: SUmtloche Werke. Band 1-11. Deutscher Taschen- buch Verlag 1976. dtv hefur gefið út I dtv bibliothek talsvert af verkum sigildra þýskra höfunda, þ.e. höfunda sem teljast til þýsks menningarsvæðis. Meöal þeirra eru verk Conrads Ferdinands Meyers, bæöi i lausu og bundnu máli. Meyer var meðal fyrstu þýsku skáldsagna sem notaði sér tækni symbolistanna, sbr. kvæði hans, sem hér birtast. Hann er einnig kunnur fyrir bailöður sinar, en efniö sótti hann gjarnan til atburða iiðinna alda. Sögur hans eru margar sögulegar skáldsögur, efniö einkum sótt I atburöi endurreisnartimabilsins. Margar sögur hans viröast vera raunsæjar, en oft er inntak þeirra háspekilegt. Þessi útgáfa verka Meyers er endurprentun Winklers-útgáf- unnar, smekkleg og vönduð. Erwin Laaths skrifar eftirmdla. The Portable Oscar Wilde. Selected and Edited by Richard Aldington. Penguin Bokks 1979. þróunaraðstoð aö iðnrikin láti ákveðna prósentu af þjóöartekjum sinum (nú 0.7%) renna til þróunaraðstoöar viröast litt hafa stoðað. Þó hafa nokkur riki hlýtt þessu kalli og eru Noröurlöndin, aðallega Sviþjóð, Noregur og Danmörk,þar fremst i flokki, en aðstoö þessara landa hefur undanfarið numið frá 0.7%—1.0% af þjóðartekjunum. Islendingar sem teljast til hins rika minni hluta hafa aftur á móti ekki staðið sig jafn vel. Þróunar- aðstoð okkar hefur undanfariö numið um 0.05—0.06% af þjóð- artekjunum. Viö eigum þvi langt i land i þessum efnum. Island hefur eins og mörg önnur riki komið á fót stofnun með lög- um sem er ætlað aö sjá um og skipuleggja þróunaraöstoð. Lögin um Aðstoð Islands við þróunarlöndin voru sett vorið 1971 og er stofnunin þvi rúmlega 9 ára. Það hefur veriö tiundað áður aö þessi stofnun hefur þrátt fyrir stoö ilögum átt ærið erfitt uppdráttar. Fjárframlög hafa alla tið verið af skornum skammti og þvi ekki aö vænta að hún gæti sinnt hlutverki sinu eins og til hefur verið ætlast. Nú þegar Alþingi Islendinga kemur saman verður aö vona að lögð verði fyrir það breyting á lögum um Aöstoö tslands við þróunarlöndin, sem stjórn stofn- unarinnar gerði tillögur um til utanrikisráðuneytisins fyrir sið- asta þing. Með þessum breytingum á lög- um um Aðstoðina er ætlunin að gera hana betur i stakk búna til að sinna þeim verkefnum sem lögin ætlast til. Aftur á móti verö- ur aö segja hverja sögu eins og hún er. Ef áhugi háttvirtra alþingismanna á málefnum þróunarlandanna er sá sami nú og verið hefur undanfarin ár er ekki aö vænta skjótrar afgreiðslu á þessu máli. Þvi miður er það svo að sum mál sem fyrir alþingi koma daga þar uppi og/eða eru aö velkjast i þinginu ár eftir ár. Fari svo að ekki verði gerð breyt- ing á lögunum um Aðstoö tslands við þróunarlöndin á þinginu sem nú er að hef jast er full ástæða til að ihuga hvort ekki eigi að leggja stofnunina niöur. Það hlýtur öll- um að vera ljóst að enginn til- gangur er i aö setja lög sem hvorki er hægt aö framfylgja né vilji er fyrir að framfylgja. Slik lagasetning á i rauninni engan rétt á sér. Annað atriöi hefur lika staöið Aöstoð Islands við þróunarlöndin fyrir þrifum, en það eru fjármál- in. Alþingi veitir stofnuninni fé á fjárlögum hvert ár. Ennþá hefur það fjárframlag ekki verið meira en svo að rétt hefur nægt til aö standa viö þær skuldbindinar, sem tsland hefur gefiö um þróun- araðstoö annars vegar i Austur- Afriku og hins vegar á Cap-Verde eyjum. Vilji Alþingi reka slyðruorðið af Islendingum er ekki seinna vænna að auka fjárframlög til þróunaraðstoðar það myndarlega að öllum sé ljóst aö vilji sé fyrir hendi til að nálgast það mark, sem Sameinuöu þjóðirnar hafa samþykkt að hinar rikari þjóðir láti af hendi til þróunaraöstoðar. Björn Þorsteinsson Oscar Wilde Endurprentun úr Viking Porta- ble Library. Otgefandinn var kunnur sem skáld fyrir og eftir fyrri heimsstyrjöldina sem fram- úrstefnumaður meöal skáida. Hann hefur skrifað nokkrar ævi- sögur,sem hafa verið umdeildar, m.a. „Wellington...” og „Lawrence of Arabia”. Oscar Wilde er sá enskra höfunda, sem allir kannast við, ekki sist vegna örlaga hans. Fáir hafa oröiö að kenna jafn grimmdariega á enskum smá- borgarahætti og hræsni og þessi snilldarpenni. Leikrit hans eru leikin og þótt öld sé liöin þá eiga þau fullt erindi til nútima manna. Þessar Viking útgáfur frá Penguin eru það viöamiklar aö verk höfundanna, sem þar eru birt, eru mun meira en úrdráttur úr verkum þeirra, flestra. Alfred Kubin Zeichner, Schriftsteller und Philosoph. Hans Bisanz. Mit 64 Tafeln und 20 Abbildungen in Text. Deutscher Taschenbuch Verlag 1980. dtv er nú að gefa út ýmsar þær bækur sem Kubin hefur mynd- skreytt og þvi er þessi stúdia um Kubin og verk hans gefin út. Höfundurinn, sem starfar 1 Vinarborg sem safnvörður skrifar hér um ævi Kubins og fjallar jafnframt um verk hans, gott safn mynda er prentað sér og einnig i texta. Kubin sá umhverfið á sinn sér- staka hátt og tjáði það öðruvisi en aðrir; hann er mjög sérstæöur sem myndlistarmaður og still hans i myndskreytingu ýmissa bókmenntaverka á sér engar hliðstæðurhvað varðar frumleika ogsanna tjáningu efnisins. Kubin fæddist 1877 og lést 1959. Hann stundaöi nám I listum i Salzburg og Múnchen. Feröaðist um Sviss, Frakkland og ttaliu og bjó lengst af á landsetrinu Zwickledt. Verk hans eru lifandi af fantasiu-, oft er heimsmynd hans fremur dökk, en þaö er þó fjarri þvi aö vera ein- kenni listar hans, aö dómi höfundar. tmyndunarafl hansvar með eindæmum frjótt og innlifun hans i þau verk sem hann mynd- skreytti er slik, að manni finnst eitthvaö vanta ef þau fylgja ekki textanum. Þessi galdramaður snjallrar myndskreytingar skrifaði einnig symbólska skáldsögu „Die andere Seite” sem kom fyrst út 1909; eftir hann liggja einnig önnur rit. Hugrenningar hans um manninn og tilveruna eru frum- legar eins og öll verk hans. Nýrri rit myndskreytt af Kubin I flokki rita dtv útgáfunnar bibliothek Kubin eru: Hans Christian Andersen: Drei MUrchen. Die Nachtigali — Die kleine Meerjungfrau— Der Wander- gefahrte. Mit 32 Zeichnungen von Alfred Kubin. Gérard de Nerval: Aurelia oder Der Traum und das Leben. Mit 57 Zeichnungen von Alfred Kubin. Báðar þessar bækur komu út i október 1979.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.