Þjóðviljinn - 09.10.1980, Side 15
Fimmtudagur 9. október 198»ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 15
Hringið í síma 81333 kl. 9-5 alla virka
daga, eða skrifið Þjóðviljanum,
Síðumúla 6.
Strákarnir komnir!
Hilmar vinsæll
Þið munið kannski eftir
því, að þegar við aug-
lýstum siðast eftir um-
sjónarmönnum í Barna-
hornið spurðum við
hversvegna engir strákar
hefðu gefið sig fram,
þetta væru eintómar
stelpur! Það stóð ekki á
svörum frá strákunum:
þrír hressir strákar úr
Melaskóla hafa nú tekið
að sér að sjá um Barna-
hornið næstu daga.
Þið sjáið þá hér á
myndinni, sem var tekin
þegar þeir komu með
fulla stílabók af
skemmtilegu efni. Þeir
heita Þorsteinn örn
Andrésson 10 ára, Gísli
Þór Magússon 10 ára og
Bjarni Þórður Bjarnason
11 ára.
Á morgun birtum við
svo fyrsta skammtinn f rá
þeim félögum, og nú ætti
næsti hópur að fara að
undirbúa sig, til þess að
vera tilbúinn með efni
þegar stílabókinni lýkur!
Haf ið samband við okkur
ísíma8 13 33 milli kl. 9 og
5 alla virka daga, eða
komið til okkar að Síðu-
múla 6. Og svo getið þið
líka skrifað okkur.
Utanáskriftin er:
Þjóðviljinn
(Barnahornic^
Magnúshringdi og vildi koma
á framfæri þakklæti til Irigvars
Gislasonar menntamálaráB-
herra fyrir aö skipa Hilmar
Ingólfsson skólastjóra I Garöa-
bæ. Magnús sagði aö Hilmar
væri feikilega vinsæll I bænum
og fyrst örfáir öfgamenn heföu
verið aö skrifa á móti skipun
hans i skólastjórastööuna væri
nauösynlegt aö frá öörum
heyröist. Magnús sagðist sjálfur
eiga börn i skólanum og kvaöst
þess fullviss aö „Hilmar ætti
alla krakkana”, eins og hann
oröaöi þaö. Garöbæingar heföu
fengiö góöan og vinsælan skóla-
stjóra þar sem hann væri.
Hilmar „á alla krakkana”.
Húrra
fyrir
Ernu!
Þýskur
pennavinur
Hér eru strákarnir sem veröa umsjónarmenn Barnahornsins frá og
meö morgundeginum. Þorsteinn örn er lengst til vinstri, GIsli I miöiö
og Bjarni Þóröur til hægri. — Ljósm.: —gel—
Arrisull hringdi:
— Ég er einn af aðdáendum
Morgunpóstsins, einkum slöan
Erna Indriöadóttir tók þar til
sta'rfa, og nú langar mig aö
koma á framfæri þakklæti til
Ernu fyrir spurningarnar sem
hún lagöi fyrir Benedikt Grön-
dal s.l. þriöjudagsmorgun. Þær
voru dásamlegar.
Svona viötal kemur manni I
gott skap sem endist allan dag-
inn. Ég var enn aö hlæja aö
krataforingjanum um hádegis
biliö á þriöjudag, og hitti marga
sem höföu sömu sögu aö segja.
Þaö er einmitt þetta sem gildir:
að spyrja sakleysislegra spurn-
Okkur hefur borist bréf frá
Austur-Þjóðverja, sem hefur
áhuga á aö eignast pennavini á
Islandi. Hann segist safna póst-
kortum frá okkar „fallega
landi” einsog hann oröar þaö,
og vilja skrifast á viö ungt fólk á
þýsku eöa ensku. Hann á heima
i Auerbach, sem er lftill bær i
suöurhluta Þýskalands. Utaná-
skriftin er:
inga, sem byggðar eru á heil-
brigöri skynsemi. Þá komast
þessir atvinnuhræsnarar I
vandræöi. Meira af sllku, Erna!
Ralf Mothes
Eigenheim 9 / 103-15
x-9700 Auerbach
DDR
lesendum
Útvarp
%/|p kl. 19.35
Sigmar og
Ásta á
vettvangi
Arftaki Vlösjár, þátturinn A
vettvangi, hefur nú byrjaö
göngu sina I útvarpinu I umsjá
þeirra Sigmars B. Haukssonar
og Astu Ragnheiöar Jó-
hannesdóttur.
t hverjum þætti verða þrjú-
fjögur atriöi og er ætlunin aö
koma viöa viö og leita fanga
hjá ýmsum mönnum um efni I
þáttinn. Þættir einsog þessir
tlökast víöa erlensis, og hafa
veriö nefndir fréttamagasin.
Efniö sem tekið er fyrir er oft-
ast á einhvern hátt tengt
fréttum, þvi sem er aö gerast
á vettvangi þóölifsins, en tekiö
fyrir á annan hátt en I beinum
fréttatimum.
Óþarfi er, að kynna Sigmar
og Astu Ragnheiöi, svo kunn
eru þau af störfum sinum fyrir
útvarpiö. Þá er ekki annaö aö
gera en bjóða þau velkomin til
starfa á þessum nýja vett-
vangi. —ih
• Útvarp
kl. 21.15
/
Isfirskar
raddir
Leikarar úr Litla leik-
klúbbnum á tsafiröi flytja
fimmtudagsleikrit útvarpsins
aö þessu sinni. Baldvin
Halldórsson stjórnar leik-
ritinu, sem heitir Djöflakriki
(The Devil’s Elbow) og er
eftir John Tarrant. Ásthildur
Egilson þýddi.
Meö stærstu hlutverkin fara
Guömundur R. Heiöarsson,
Snorri Grímsson, Ellsabet
Þorgeirsdóttir, Kristján
Viggósson og Reynir Sigurðs-
son. Flutningstlmi er 54
minútur. Tæknimaöur:
Siguröur Ingólfsson.
BIll fer út af veginum hjá
Djöflakrika þar sem er ill-
ræmd blindbeygja. Prestur
staöarins er fyrstur á vett-
vang og tilkynnir lögreglunni
um slysiö, en þaö kemur I ljós
aö sá látni var eitt af sóknar-
Baldvin Halldórsson
leikstjóri.
börnum hans. Hann haföi
mikiö yndi af hraöskreiöum
bilum og sinnti i engu
viövörunum konu sinnar.
John Tarrant er Breti, fædd-
ur áriö 1928. Eftir 20 ára her-
þjónustu erlendis sneri hann
heim og fór aö skrifa saka-
málaleikrit fyrir útvarp.
„Djöflakriki” er annaö verk
hans sem útvarpiö flytur. Hitt
var „Flótti til fjalla”, flutt i
september á s.l. ári.
Frá kvennaráöstefnu SÞ I Kaupmannahöfn I sumar.
Af kvennaráðstefnu
#Útvarp
kl. 22.35
í kvöld veröur útvarpaö
fyrri þættinum af tveimur um
ráöstefnu Sameinuöu þjóö-
anna i Kaupmannahöfn i
sumar. Sigriöur Thorlacius,
Vilborg Haröardóttir, Guörún
Erlendsdóttir og Berglind
Asgeirsdóttir sjá um þessa
þætti, en þær voru allar i is-
lensku sendinefndinni á ráö-
stefnunni.
Sagt veröur frá tilhögun
ráöstefnunnar og þeim vinnu-
brögöum sem þar voru viö-
höfö. A ráöstefnunni var m.a.
rædd og samþykkt starfs-
áætlun fyrir þau fimm ár sem
eftir eru af „kvennaára-
tugnum”, og veröur sú áætlun
kynnt I þáttunum.
Meöan á ráöstefnunni stóö
var allmikiö fjallaö um hana I
fjölmiðlum, en margt af þvl
sem þá var sagt og ritað ein-
kenndist af æsingafrétta
mennsku. Minna hefur verið
sagt frá þvi jákvæöa sem
geröist á ráöstefnunni og þeim
merku ákvöröunum, sem þar
voru teknar, og er ætlunin aö
bæta úr þvi meö þessum
þáttum. —ih