Þjóðviljinn - 12.11.1980, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 12.11.1980, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 12. nóvember 1980. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11 a| iþróttir 2 i' þróttír 1 ■ Umsjón: Ingólfur Hannesson. V T. \ íþróttir Gróska í handknattleiknum Eftir mörg mögur ár | ,/Höllin beinlínis nötraði af hrópum | áhorfenda... æsispenn- andi ,leikur... I áhorfendur, sem troð- 5 fylltu íþróttahúsið í I Hafnarfirði skemmtu sér konunglega... Það fer ekki á milli mála að hér ■ eru stórstjörnur á upp- ■ leið... markvarsla beggja liða var stórkostleg, hreinlega á heimsmæli- | kvarða... þrúguð spenna ■ og gífurleg barátta..." Lýsingar i þessum dúr hefur ■ mátt lesa á iþróttasiðum dag- blaðanna undanfarnar vikur. Hér er fjallað um handboltaleiki ■ og er greinilegt á þeirri umfjöll- un allri, að handknattleikurinn er á hraðri uppleið eftir mögur I ár undanfarið. Það er þvi ekki ■ úr vegi að aðgæta örlitiö nánar orsakir þessa. ■ Gullöldin var sannarlega 5 gullöld Undirritaöur hefur fylgst J mjög náið með þróun hand- knattleiksins hér á landi frá þvi ■ árið 1970. A árunum þar á eftir Z var mikil gróska i iþróttinni, „gullöld handboltans”. ■ Þá var Höllin troðfull af | áhorfendum kvöld eftir kvöld og ■ fjölmörgum leikjum lýst beint. ■ Margar útvarpslýsingar Jóns J Asgeirssonar eru, þeim sem á ■ hlustuðu, ógleymanlegar. S , „Burt meö minnimáttar- ■ kenndina, vinnum Danina”, Stóð I Þjóöviljanum 1971 og við unnumDanina 15-12. Þarna voru Ólafur H. Jónsson, Geir Hall- ■ steinsson, Viðar Simonarson, I Jón Hjaltalin Magnússon og ■ Ólafur Benediktsson i aðalhlut- ■ verkum. Reyndar var Óli Ben m að leika sinn fyrsta landsleik. A ■ næstu árum komu kappar eins og Björvin Björvinsson, Axel Axelsson og Einar Magnússon mikið við sögu. Landsliðið gerði jafntefli viö sjálfa heimsmeist- arana Rúmena, 14-14. Gullöld- ina var sannarlega gullöld. Geir Hallsteinsson hélt til Vestur-Þýskalands árið 1973 og lék næstu 2 árin meö Frisch auf Göppingen. 1 kjölfarið fylgdu siöan Axel Axelsson, Ólafur H Jónsson, Einar Magnússon og fleiri. Aðsókn að handboltaleikj- um hér heima fór minnkandi, Höllin fylltist vart nema þegar landsleikir voru. Stórskytturnar voru horfnar úr islenskum handbolta, meðalmennskan rikjandi og á næstu árum fóru leikkerfin að skipa æ stærri sess. Slikum breytingum eiga áhorfendur erfitt með að kyngja. Teikn á lofti I fyrravetur voru greinileg teikn á lofti þess efnis að úr væri að rætast. Þar ber hæst glæsileg frammistaöa landsliðsins U-21 árs á Heimsmeistaramótinu I Danmörku, en þar hafnaöi liöið i 7. sæti. í sliku liöi hljóta að vera margir landsliösmanna fram- tiðarinnar. Það hefur reyndar komið á daginn að strákarnir uppfylla flestar kröfur, sem með sanngirni má gera til þeirra. Sigurður Sveinsson, Páll Ólafsson, Alfreö Gislason, Kristján Arason, Atli Hilmars- son o.fl. hafa blómstrað með liöum sinum og þess verður vart aö biða uns þeir ná að sýna svipaða getu i landsliðinu. 1 sumar hafa sfðan gamlir jaxlar snúið heim úr útlegöinni, en það eru þeir Axel Axelsson, Björvin Björvinsson og Gunnar Einarsson, Ólafur H. Jónsson kom heim fyrir rúmu ári. Viö fáum góða blöndu þessara kappa og hinna ungu, efnilegu stráka og útkoman hlýtur að verða góð. Magn og gæði þjálfunar hafa aukist Það sem þó skiptir mestu máli i þróun handboltans er hve þjálfuninni hefur vaxiö fiskur um hrygg, bæði hvað snertir gæöi og magn. Siðustu 2- 3 árin hafa flest 1. deildarliðin æft 3-5 sinnum i viku og undir- búiö sig af kostgæfni á sumrin. Sllk ástundun hefur gefiö vel af sér. Unglingaflokkum og kvenna- ■ I i ■ I ■ I i ■ I i ■ flokkum hefur ekki verið nægi- | lega vel sinnt undanfarin ár en nú er að rætast þar úr. Stel'purn- ar I handboltalandsliöinu hafa I sett stefnuna á þátttöku I B- ■ keppni. Sllkt markmiö á örugg- I lega eftir að hleypa nýju blóði I m kvennaboltann. Þegar fram I ■ sækir á fræðslustarfsemi HSl ■ eftir aö skila sér I þvl, að enn betri leiöbeinendur fást til þess I að starfa meö unglingunum. A ■ vettvangi fræðslu og útbreiðslu | hefur nokkuð verið unniö allra- ■ siðustu árin og mikið starf er | framundan. Koma pólska þjálfarans Janusz Czerwinsky hleypti nýju I blóöi i íþróttina þótt skamm- Jjj timaárangur yröi ekki eins mik- ill og vonast var til. Slðan hafa ■ þeir þjálfarar sem hér hafa I starfað verið með nýjustu og væntanlega bestu aðferðir sem þekkjast i heiminum idag. A þvi er enginn vafi. Allir í Höllina Af framansögöu má sjá að hér f er enginn tilviljun á feröinni. | Starfið er markvisst og árangurinn ótviræður þ.e. betri og skemmtilegri handbolti en I áöur. Þið, handboltaáhuga- “ menn, sem hafiö ekki farið á leik I nokkur ár, ættuð að drifa ■ ykkur i Höllina eöa iþróttahúsiö I i Hafnarfirði og dæma um það a hvort fullyrðingar undirritaðs ■ standast eða ekki! m ■ j Tvelr með 11 rétta Kínverji til Hamburger Hamburg SV krækti nýlega I einn fremsta knattspyrnumann Kinverja, Gu Na-min, 27 ára náunga, sem hefur leikið á hægri kantinum i kínverska landsliðinu. Knattspyrnusamband Kina hefur lagt blessun slna yfir ráöahag- inn... • • Onglað saman í fargjald Stelpurnar i handboltalandslið- inu eru þessa dagana að hleypa af stokkunum happdrætti til þess að þær fái farareyri á B-keppni I handknattleiknum. Þátttaka iandsliðsins þar var bundin þvi skilyrði af hálfu HSl að stelpurnar öngluðu saman fyrir fargjaldinu, en það er upphæð sem samsvarar 500 þús. á hvern þátttakenda. Vonandi taka iþróttaunnendur vel á móti sölumönnum svo að hægt verði að tryggja ferð liösins. —IngH Fram sigraði Fram sigraði Skallagrim I 1. deild körfuboltans i Borgarnesi um siðustu helgi, 93-84. Staðan I hálfleik var 46-45 fyrir Fram. Val skoraði 20stig fyrir Fram, Simon 20, Þorvaldur 16, Viðar 13, og Ómar 12. Gunnar Jónsson átti frábæran leik i liöi Skallagrims og skoraöi 30 stig. Webster skoraði 29 stig. HB/IngH Manfred Freisler Næstkomandi föstudag og sunnudag leikur islenska hand- boltalandsliðið 2 leiki gegn heimsmeisturum Vestur-Þjóð- verja. Er óhætt að fullyröa að hér er i vændum hápunkturinn á iþróttalifinu hér á landi I ár, þvi það er heldur fátitt að islenskir iþróttamenn bjóöi sjálfum heims- meisturunum byrginn meö það fyrir augum að sigra þá. I liði Þjóöverjanna eru margir þeirra leikmanna, sem sigruðu I Heimsmeistarakeppninni 1978. Þar skal fyrstan nefna Horst Spengler, sem hefur leikið 136 landsleiki. Þá eru i hópnum Arno Ehret, Manfred Freisler, Erhard Wffnderlich, og Peter Meisinger, allt fræg nöfn sem handbolta- áhugamenn þekkja vel. Þeir Meisinger og Freisler kenndu Peter Meisinger Valsmönnum áö leika handbolta i fyrravetur þegar Valur lék til úr- slita i Evrópukeppninni, en þeir félagamir eru i Grosswallstadt. Tveir islenskir handboltamenn sem leikið hafa i Vestur-Þýska- landi, Geir Hallsteinsson og Ólaf- ur H. Jónsson, hafa látið þau orð falla, að handknattleiksunnendur Islenskir fái nú gott tækifæri til þess aö sjá handbolta eins og hann gerist bestur I heiminum i dag. Þeir félagarnir eru rejyjdar sammála um, að íslenska liöiö eigi nokkra möguleika á sigri. Til þess aö svo fari þá verði að fara saman góður leikur og öflugur stuðningur áhorfenda... I þjv. á morgun og föstudag munum við fjalla nánar um hina væntanlegu viðureign. —IngH 1 12. leikviku Getrauna komu fram 2 raðir með 11 réttum og var vinningur fyrir hvora röð kr. 3.957.500.- Fyrir hverja röð meö 10 rétta leiki koma kr. 121.100. - en raðir meö 2. vinningi voru 28 alls. Eins og röðin leit út, 8 jafntefli og þar af 5 i röö, og aðeins 2 heima- sigrar, var ekki gert ráð fyrir Sigur Margrétar Þráinsdóttur I stúlknaflokki á Opna skandi- naviska meistaramótinu i júdó fyrir skömmu sannaði enn einu sinni hinar gífurlegu framfarir sem oröiö hafa I þessari iþrótta- grein á undanförnum árum. Reyndarhafa islenskir júdómenn undantekningarlaust staðið sig vel I keppni á eriendri grund og er skemmst aö minnast frábærs árangurs Halldórs Guðbjörnsson- ar og Bjarna Friörikssonar i ólympíuleikunum i Moskvu sl, sumar. Frammistaða Margrétar á Opna skandinaviska mótinu er einkum athyglisverð vegna þess að hingað til hefur lítiö borið á júdókonum I keppni. Ekki siður er það frásagnarvert að hún er ein- ungis 15 ára og i keppninni á opn- um flokki hafnaöi hún i fimmta sæti þráttfyrir að allir keppinaut- ar hennar væru töluvert eldri og þyngri. Sem áður sagöi er Margrét 15 ára og stundar nám i Mennta- skólanum i Hamrahlfð. Aðspurð sagði hún að sér hefði þótt mjög mörgum seölum meö 10 rétta, hvað þá með 11 rétta, en annar seðillinn með 11 rétta er einnig meö 10 rétta I 4 röðum, og nemur vinningur fyrir seðilinn þvi alls kr. 4.442.000.- sem er næst hæsti vinningur, sem komið hefur hjá Getraunum. gaman að hafa tekið þátt I mótinu og að það hafi verið stórkostleg reynsla að vera með i opna flokknum þar sem harkan var öllu meiri en hún hefur hingað til átt að venjast. Sagði hún einnig aðsérhafi virst finnsku stúlkurn- ar sterkastar á mótinu en það var einmitt finnsk stúlka sem sigraði I opna flokknum. Þétta mót var fyrsta stórmótið sem Margrét tekur þátt i og ekki er annað hægt aö segja en að byrjunin hafi verið einkar glæsi- leg og óhætt er að gera að þvi skóna að hún muni skipa sér i fremstu röð á Norðurlandamót- inu sem haldið verður I Drammen i Noregi I vetur. Þessmá geta að Margrét hefur aðeins æft Júdó i tvö ár og er hún núverandi Islandsmeistari i greininni. Hún æfir bæði með stúlknaflokki og meistaraflokki karla hjá Júdódeild Armanns og æfirhúnalltaðsexdaga vikunnar auk þess sem hún tekur strangari „kúrsa” ef stærri mót eru fram- undan og ef aö likum lætur verða þau mörg á næstu árum. Heimsmeistarar leika í Laugardalshöllinni Skrautfjöður í hatt judómanna

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.