Þjóðviljinn - 12.11.1980, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 12. nóvember 1980. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3
Aldrei meira á einni vertíð
af suðurlandssíld
210 þús. tiinnur
þegar saltaðar
Söltun á þessari vertið komst i
fyrrakvöld uppfyrir 210 þúsund
tunnur síldar og er það meira en
nokkru sinnihefur veriö saltaö af
suðurlandssild á einni vertið, að
þvier Einar Benediktsson fulltrúi
hjá Sildarútvegsnefnd sagði
Þjóðviljanum.
Þótt sildin hafi að þessu sinni
aðallega veiðst fyrir Austurlandi
er hún af sama stofni og kenndur
hefur verið við Suðurlandið eöa
Suðausturlandið. Samið hefur
verið um sölu á 230 þúsund tunn-
um sem samsvarar uþb. 32 þús-
und tonnum hráeínis uppúr sjó,
en leyfður kvóti er 50 þúsund
tonn.
Aður hafa mest verið saltaðar
af suðurlandssildinni 191 þúsund
tunnur á einni vertið.en mörg ár
eru siöan. —vh
ÍOGT og ÍUT:
Veröld án vímu
tslenskir ungtemplarar og
þingstúkur IOGT I Reykjavlk og
Hafnarfirði eru um þessar mund-
ir að hefja framkvæmd á stóru
verkefni, sem fengið hefur nafnið
„Veröld án vimu” og verður I
gangi á Stór-Reykjavikursvæðinu
næstu tvö ár.
Hér er um að ræöa fræöslu- og
kynningarstarf sem ætlað er að
efla starfsemi IOGT og ÍUT.
Helstu starfsþættirnir eru:
fræðsla i skólum, viðhorfanám-
skeið, vinnustaðafundir, fjöl-
skyldufundir, gestakvöld, um-
ræðufundir, ráðstefnur og kynn-
ing á breiöum grundvelli i fjöl-
miölum. Miðstöð starfsins veröur
i Templarahöllinni viö Eiriksgötu
og er opið þar alla virka daga kl.
16-19. Þar verður opið" hús alla
fimmtudaga i vetur kl. 17-19.
Sérstök framkvæmdanefnd
hefur verið skipuð til að vinna aö
þessu verkefni, og er Einar
Hannesson formaður hennar.
Norræna góðtemplararáöiö og
Norræna ungtemplarasambandið
styrkja starfið með fjárframlög-
um og eiga fulltrúa i fram-
kvæmdanefndinni.
— ih
Frá borgarstjórn:
Pælt í unglingum, skól-
og kynlífsfræðslu
unum
Á siðasta fundi borgarstjórnar
var samþykkt að veita tveggja
miljón króna styrk til sýninga á
unglingaleikriti Alþýðuleikhtiss-
ins, Pæld’i’öf, en I þvi er fjallað
um kynþroska, kynlif og
getnaðarvarnir.
Sigurjón Pétursson flutti tillög-
una um styrkinn og sagði aö þetta
væriathyglisverð sýning um mál-
efni, sem legiö hefði i þagnar-
gildi. Ég er sannfæröur um að
engum einum kennara hefði tek-
ist að vekja athygli og áhuga
unglinganna á sama hátt og þessi
sýning geröi, sagði Sigurjón, og
ég er sannfærður um að það situr
meira eftir af þvi sem þau eiga að
læra eftir þessa fræðslu en venju-
lega kennslustund.
Albert Guðmundsson var á
móti styrkveitingunni og sagöi aö
hann teldi kennaramenntað fólk
betur til þess fallið að flytja
námsefni inn i skólana en leikara.
Davfð Oddsson sagði að styrk-
beiönir ættu að koma svo
snemma fram aö hægt væri aö af-
greiöa þær viö gerð fjárhagsáætl-
ana. Hann sagðist ekki setja sig
gegn þvi aö þessi sýning færi inn f
skólana utan skólatima en sú
varð niðurstaöa fræösluráðs, þar
sem Davið á sæti. Hann sagðist
telja nauðsynlegt að foreldrar
gætu haft atbeina aö þvi hvort
börn þeirra sæju þessa sýningu og
aðþeir gætu farið með þeim. Sýn-
ingar utan skólatima væru háðar
ákvöröun skólastjóranna og þeg-
ar hefðu tveir skólar ákveðið að
taka leikritið ekki. Hins vegar
væri honum ekki kunnugt um að
neinn skóli heföi óskað eftir leik-
ritinu, þannig að ekki væri vitað
hvað væri veriö aö greiöa niöur
með þessum styrk. Ég vil þó ekki
leggja stein i götu þessa máls,
sagði Davið aö lokum og mun þvi
sitja hjá. Þess má geta að Davið
Oddsson greiddi styrkbeiðninni
atkvæði i fræðsluráði.
Kristján Benedjjttsson, sem er
formaður fræðslifráðs sagði aö
ráðiö hefðif fjallaö itarlega um
sýninguna og flestir ef ekki aliir
ráðsmenn séð hana. Það heföi
veriö samdóma álit manna aö
sýningin væri mjög athyglisverö
og margt gott i henni þó meining-
arheföu veriö deildar um einstök
og fá atriði. í heild er þetta góð
sýning, sagöi Kristján, en
fræösluráð vildi þó ekki að hún
yrði beint kennsluefni heldur aö
sýningar yröu utan skóiatima og
opnaður möguleiki á þvi að for-
eldrar gætu séð hana. Ég tel að
þetta leikrit fylli dálitið upp i
eyöu, sem verið hefur i skóla-
starfinu hjá okkur, þaö er fengur
aöþvi, þaðer skemmtilegt og nær
tökum á unglingunum. Ég tel þvi
fyllilega réttlætanlegt fyrir
borgarfulltrúa að greiða tillög-
unni atkvæði, sagöi hann.
Sigurjón Fjeldsted, skólastjóri
Hólabrekkuskóla er varaborgar-
fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, og
tók hann næstur til máls. Hann
sagöi að skólamenn hefðu verið
að velta þvl fyrir sér upp á sið-
kastiö hvernig haga ætti þessum
málum. Leikfélag Reykjavikur
værinúmeösýningar I skólunum,
sem styrktar væru af borginni,
Alþýðuleikhúsið óskaði nú eftir
styrk og hann væri sannfærður
um aö fleiri leikhópar væru á leiö-
inni. Þetta þýðir aö gera þarf upp
á milli leiksýninganna, því varla
er hægt að styrkja allar sýningar
og alla leikhópa, sagöi Sigurjón
Fjeldsted. Hann sagði að þaö væri
mjög gott i kennslu að geta komiö
efni á framfæri á þennan hátt, og
áhugi barnanna væri meiri þegar
vel tækist til.
Hins vegar var Sigurjón and-
snúinn þvi aö sýningar á Pæld’I’öi
væru styrktar, og sagöi að i líf-
fræöikennslunni væri veitt kyn-
fræðsla. Þá sagði hann að fjöl-
mörg önnur mál yrðu útundan I
kennslu I skólunum og áreiðan-
lega vildu ýmsir þiggja styrki til
aö koma sinum áhugamálum á
framfæri. Þó rætt hefði verið um
að skólarnir sinntu þessum mála-
flokki ekki, hefði engin könnun
farið fram á þvi atriði. Að lokum
vék hann að foreldravaldinu og
sagði að þessi sýning væri um-
deild meöal foreldra og stór hóp-
ur þeirra vildi sjá sjálfir um kyn-
fræðslu barna sinna.
Sigurjón Fjeldsted og Albert
Guömundsson voru þeir einu sem
greiddu atkvæði gegn tillögunni
Davlö Oddsson, Ólafur B. Thors
og Páll Glslason sátu hjá en Birg-
ir Isl. Gunnarsson EUn Pálma-
dóttir og borgarfulltrúar meiri-
hlutans greiddu atkvæði meö til-
lögunni.
Fangelsi eöa
Herra ráðherra. Ég leyfi mér
að skrifa yöur opið bréf, I von
um skilning og að ráöuneyti yð-
ar svari beiðni minni um hæii á
tslandi.
Tilgangur bréfsins er að fá
svar við eftirfarandi:
a) Er brottvisun min frá íslandi
ennþá ákveðin 2. desember, eða
hefur henni verið aflétt?
b) Ef þér úrskuröiö aö ég eigi
ekki rétt á aö búa hér og starfa,
eigi ekki tilkall til þeirra per-
sónuskilrikja sem frönsk stjóm-
völd neita mér um, til að gera
mér ókleift að lifa löglega i út-
legð — þá þætti mér betra aö
vita það strax.
Þar sem ég hef áður orðið
fyr'ir dapurlegri reynslu af
starfsmönnum yöar, kysi ég
heldur að hún endurtæki sig
Opið bréf frá
Patrick
Gervasoni til
Friðjóns
Þórðarsonar
dómsmála-
ráðherra
ekki, þannig að 2. desember yröi
ég afhentur lögreglu útlend-
ingaeftirlitsins og færður út á
flugvöll án þess að hafa haft svo
frelsi?
mikiö sem tækifæri til aö pakka.
Þótt ég eigi viðbrögöum stórs
hluta Islensku þjóðarinnar að
þakka timabundiö frelsi mitt,
þáhljótið þéraðfallastá, aöþað
er bæði erfitt og ógnvekjandi að
lifa og starfa án þess að vita
hvort I næstu framtið biöur
manns fangelsi eöa frelsi.
Herra ráöherra, hver er
ákvörðun yðar: fangelsi eöa
frelsi? Ég fullvissa yður um að
ég er reiðubúinn að beygja mig
fyrirákvörðun yöar, en uni ekki
lengur stööugu óöryggi og ótta.
Siðan 8. mal, 1980 biö ég svars
frá yöur. Biðin er að veröa
óbærileg og ég væri yöur þakk-
látur ef þér gerðuö mér kunn-
uga ákvöröun yðar.
Reykjavík, 11. nóvember, 1980.
Patrick Gervasoni.
Þrymskviða
sýnd í
Portúgal
Teiknimyndin um Þryms-
kvíöu, sem frumsýnd var I
júnl I sumar, og er fyrsta Is-
lenska teiknimyndin gerð
hér á landi, veröur sýnd á
teiknimy ndahátlð sem
stendur yfir I Portúgal dag-
ana 19.—23. nóv, Internation-
al Animated film Festival
CI.ÍNANIMA 80.
Höfundur Þrymskviðu er
Siguröur Orn Brynjólfsson.
Kvikmyndun og klippingu
önnuöust Öli Orn Andreassen
og Sigurður Orn Brynjðlfs-
son. Hljóösetningu Þorsteinn
OJ Björnsson og Sigurður
örn Brynjólfsson, ásamt
ýrnsum öðrum. Lesari er
Etlingur Gislason leikari.
iÞrymskviða var sýnd viða
um landiö i sumar, ásamt
heimildamyndinni Mörg eru
dags augu. Teiknimyndin
hefur verið boðin sjón-
varpinu til sýningar, en ekki
hefur verið tekin ákvörðun
um hvort hún verður sýnd
þar.
Herjólfur
í slipp
Feröir Ms. Herjólfs milli
lands og Eyja liggja niöri um
þessar mundir. Skipið er i
slipp vegna botnhreinsunar
og athugunar á skrúfunni.
Ferðir hef jast að nýju upp úr
næstu helgi.
— Ká.
Þjóðleikhúsið:
Frumsýn-
ingu frestað
vegna
aðsóknar
Vegna mikillar aösóknar I
Þjóöleikhúsinu aö undan-
förnu hefur oröiö aö færa til
sýningar, þannig m.a. aö
frumsýning á NÓTT OG
DEGI eftir Tom Stoppard
veröur föstudaginn 28.
nóvember.
Aösókn að Smalastúlkunni
og útlögunum hefur veriö
góð I allt haust og Snjórhefur
sótt sig m jög upp á siökastið,
en fáar sýningar eru nú eftir
á þessu nýjasta leikriti
Kjartans Ragnarssonar.
Hætta varð sýningum á
leikriti Jökuls Jakobssonar i
ÖRUGGRI BORG fyrir fullu
húsi, þrátt fyrir fjölda auka-
sýninga og er sýnt að reyna
verður að koma á sýningum
siðar og þá væntanlega með
breyttri hlutverkaskipan,
þareðÞorsteinn Gunnarsson
hverfur nú aö störfum fyrir
Leikfélag Reykjavikur, en
hann hefur nú i haust leikið
þar sitt gamla hlutverk með
góöfúslegu leyfi Leikfélags-
ins.