Þjóðviljinn - 13.11.1980, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 13.11.1980, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 13. nóvember 1980. Viðtalid Andlegt þjóðráö Bahá-Ia á is- landi efndi til blaðamanna- fundar s.l. föstudag til að vekja athygli á ofsóknum sem Bahá- iar i' íran eru beittir og færast stöðugt i vöxt. Bahá-i trúin er upprunnin i tran um miðja siöustu öld, og eru Bahá-iar nú stærsti minni- hlutatrúarhópur þar i landi (um 450.000 talsins). Þetta fólk hefur verið ofsótt frá þvi söfnuðurinn leit fyrst dagsins ljós, og leið- togar þess fangelsaðir og lif- látnir. En eftir febrúar-bylting- una 1979 færðist aukin harka i ofsóknirnar, og er ástandið nú mjög alvarlegt, að sögn islensku Bahá-ianna. í ágúst s.l. var Andlegt þjóö- ráö Bahá-Ia i Iran (niu einstakl- ingar) og tveir aðrir Bahá-Iar Eövarð T. Jónsson (t.v.), Halldór Þorgeirsson og Svana Einarsdóttir, fulltrúar Andlegs þjóöráðs Baháia á tslandi. Hvenær fer Lilli aðtala íslensku ístaðinn fyrir þetta barnamál? Sælir eru hógværir „Mér er gefin snilligáfan”. Guðmundur Danielsson rithöfundur i sjónvarpinu Miðaldra táningur Annar hlutinn gerist nokkrum árum siðar en sá fyrri og er Regan (Linda Blair) nú orðin táningur á miðjum aldri. Kvikmyndagagnrýni I Helgarpóstinum. Hvernig fer ekki íhaldið með hann Denna Framsókn I Afganistan Fyrirsögn IMogganum. Sáuði hvernig ég tók hann, piltar? i, Sovétmenn voru heppnir að ná j sigri gegn Islandi. Fyrirsögn I Timanum Hinn islenski Hamleter fundinn Var ég á flokksþingi Demókrata I New York eða var ég þar ekki? GIsli Jónsson i Mbl. Því verr þeim mun betra Ég held að vondir listamenn, helst margir, séu nauösynleg forsenda góöra listamanna. SamiiMbl. Það borgar sig ekki að móðga BSRB-menn I 108. grein hegningarlaga segir svo: „Hver sem hefur I frammi skammai^yröi, aðrar móðganir I oröum eða athöfnum eöa ærumeiðandi aödróttanir viö opinberan starfsmann þegar hann er aö gegna skyldustarfi sinu, eða viö hann eða um hann út af þvi, skal sæta sektum, varðhaldi eöa fangelsi allt aö þremur árum.” Molar Hjáleiga „Þau bönd, er tengja skuldug lönd viö fjármálamiðstöövar heims eru svipuð hinu eilifa ósjálfstæði háleigubóndans gagnvart stórjaröareigendun- um eöa okraranum.” Harry Magdoff Hreinskilni „Það er oft auöveldara aö berjast fyrir hugsjónum en að lifa samkvæmt þeim.” Adlai Stevenson, 27. ág. 1952 Bahá’íar í Iran ofsóttir — Hvað er Ku-Klux-Klan? — Þaö er einskonar Lions- klúbbur, bara miklu skemmti- legri. handteknir og fluttir i óþekkt fangelsi, og hefur ekkert spurst til þeirra siðan.8. september s.l. voru sjö Bahá-iar teknir af lifi án dóms og laga. Núverandi valdhafar I Iran hafa þá yfirlýstu stefnu að þurrka út Bahá-ia trúna i land- inu. Þessu marki ætla þeir aö ná meö þvi að gera eignir Bahá-i samfélagsins upptækar og lif- láta leiðtoga þess. Einn helsti ayatollah þjóðarinnar hefur auk þess lýst þvi yfir aö Bahá’Iar njóti ekki almennrar lög- verndar og séu réttdræpir hvar sem til þeirra næst. En hversvegna er múhameðs- trúarmönnum svo mjög I nöp viö Bahá’ia? Þessari spurningu svöruðu islensku Bahá’iarnir á þá leið, að þessi nýi siður boðaði félagslegar breytingar sem brytu I bága viö kreddur mú- hameðstrúarinnar. Sem dæmi nefndu þau jafnrétti kynjanna, sem væri mjög á dagskrá Bahá’ia. Fyrsta konan I íran sem felldi blæjuna var Bahá’i- trúar. — Bahá’iar eru notaðir I Iran sem skotmark, til að sameina þjóðina, á svipaðan hátt og nas- istar notuðu Gyðinga, — sagöi Svana Einarsdóttir, fulltrúi I Andlega þjóðráðinu. — En nú er þetta gert á friðartimum, fyrir augum alheimsins, og þessar ofsóknir eru lögverndaðar i íran. Ýmsir hafa orðiö til að tala máli irönsku Bahá’ianna viða um heim, og t.d. samþykkti kanadiska þingiö ályktun um að málið yrði lagt fyrir mann- réttindanefnd Sameinuðu þjóð- anna. Hér á landi hafa Bahá’Iar lagt málið fyrir ólaf Jóhannes- son og Pétur Thorsteinsson og fengið góðar viðtökur og vilyrði fyrir stuðningi ef málið verður tekið upp á alþjóölegum vett- vangi. — ih Náttúrulegar snyrtivörur Nýlega var opnuð verslun að Laugavegi 66 sem selur snyrti- vörur. Það sem einkennir þessa verslun er aö allar vörur eru unnar úr náttúrulegum efnum og þegar búið er að klára það sem keypt var er hægt að fara meö ilátiö og fá fylit á aftur. Verslunin nefnist Body Shop — Melkorka S.F. og er I eigu þeirra Þórunnar Skaptaddttur og Sigur- bjargar Einarsdóttur. Þær eru i tengslum viö verslunarhring I Englandi sem ber sama heiti og er i eigu enskrar konu sem hóf framleiðslu á þessum ndttúru- vörum fyrir fjórum árum. Eigendur verslunarinnar bentu blaðamönnum d að t.d. væri ekki notað hvalalýsi við framleiðsl- una en hvalfriðunarmenn hafa einmitt barist gegn notkun þess I snyrtivöruiönaöi. Þá er kostn- aðinum haldið niöri með þvi aö nota umbúðirnar hvað eftir annað. Verslunin býöur upp á flest það sem varöar hriðingu lik- amans og meðal þess sem þar er að finna eru sdpur sem kenndar eru við Elisabetu 1. Englands- drottningu og eru aö sögn unnar eftir eldgömlum uppskriftum. —ká Eigendur verslunarinnar Body Shop, Sigurbjörg Einarsdóttir og Þórunn Skaptadóttir. Þær bjóða upp á snyrtivörur úr náttúruleg- um efnum. — Ljósm: gel. Komdu hingað gamla Gamla hvað? Þokkalegt aö kalla mömmu þaö. v----------------- Hver kallar á mömmu? Ert þú aö reyna að vera ungleg?

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.