Þjóðviljinn - 13.11.1980, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 13.11.1980, Blaðsíða 4
4 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 13. nóvember 1980. UOBVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýds- hreyfingar og þjóöfrelsis Útgefandi: (Jtgáfufélag ÞjóBviljans. Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann. Hitstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ó'.sfsson. Auglýsingastjóri: Þorgeir Ólafsson. Umsjónarmaöur sunnudagsblaös: Guöjón Friörikssoii. Afgreiösiustjóri: Valþór Hlööversson. Blaöamenn: Alfheiöur Ingadóttir, Einar Orn Stefánsson, Ingi- björg Haraldsdóttir, Kristin Astgeirsdóttir, Magnús H. Gislason, Sigurdór Sigurdórsson. tþróttafréttamaöur: Ingólfur Hannesson. Otlit og hönnun: Guöjón Sveinbjörnsson, Sævar Guöbjörnsson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Elisson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar. Safnvöröur: Eyjólfur Arnason. Auglýsingar: Svanhildur Bjarnadóttir. Skrifstofa: Guörún Guövaröardóttir, Jóhannes Haröarson. Afgreiösia: Kristín Pétursdóttir, Bára Halldórsdóttir, Bára Siguröardóttir. S'mavarsla: Clöf Halldórsdóttir, Sigriöur Kristjánsdóttir. Bflstjóri: Sigrún Báröardóttir. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. (Jtkeyrsla, afgreiösla og auglýsingar: Slöumúla 6, Keykjavik, slmi 8 13 33. Prentun: Blaöaprent hf. A Imannatryggingar # Fyrir tæpri viku undirritaði Svavar Gestsson félags- málaráðherra reglugerð um hækkun bóta almanna- trygginga frá 1. nóv. s.i.. • Þessar hækkanir nú eru í samræmi við niðurstöður kjarasamninga, sem undirritaðir voru í lok okótber- mánaðar. #Tekjutrygging aldraðra og öryrkja hækkar nú frá 1. nóv. um 10%, en aðrar bætur almannatrygginga um 8,5%. #Eftir þessa hækkun nemur greiðsla almannatrygging- anna til einstaklinga, sem njóta fullrar tekjutryggingar og búa einir sér, kr. 251.305,- á mánuði. Hjón, sem njóta fullrar tekjutryggingar, fá hins vegar frá almanna- tryggingunum kr. 373.876,- á mánuði. #Auk þessarar hækkunar kemur til framkvæmda á þessu og næsta ári sérstök 10% hækkun til aldraðra og öryrkja, sem njóta tekjutryggingar, samkvæmt ákvæði í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar, en það ákvæði er einnig tekið upp í yf irlýsinguna, sem ríkisstjórnin gaf út í tengslum við nýgerða kjarasamninga. #Af þeirri sérstöku 10% hækkun komu 5% til fram- kvæmda 1. júlís.l. en önnur 5% bætast svo við þann 1. júlí á næsta ári. #Flestum sem eiga að lifa á greiðslum almannatrygg- inganna þykja þessar upphæðir lágar, og þarf engan að undra. Þeim mun furðulegra er til þess að hugsa, að fyrir aðeins 10 árum sfðan var kaupmáttur þessa lág- markslífeyris hinna verst settu þegna okkar vel- megunarþjóðfélgs aðeins lítið brot af því sem hann þó er nú. Fyrir aðeins 10 árum námu lágmarkstekjur lífeyris- þega að raungildi innan við 40% þess lífeyris með tekju- tryggingu, sem greiddur var á síðasta ári. Svona stóðu málin þegar viðreisnarstjórnin hrökklaðist frá völdum í byrjun þess áratugar sem nú er að Ijúka, en þá hafði Alþýðuflokkurinn farið með mál aldraðra og öryrkja í ríkisstjórn í 15ár samfellt. Hans smán mun lengi uppi. k. Lífeyrissjóðir #i yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá 27. október s.l. er boðað að samfelldu lífeyriskerfi fyrir alla landsmenn verði komið á eigi síðar en 1982. Þar segir einnig að sú endurskoðun sem nauðsynleg er með tilliti til þessa skuli hafa það að meginmarkmiði „að lífeyriskerfið tryggi öllu fólki á vinnumarkaði sömu lifeyrisréttindi óháð því hjá hverjum það starfar #Opinberir starfsmenn .hafa um langt skeið búið að verðtryggðum lífeyrissjóði, og þannig notið ákveðinna sérréttinda, þar sem ríkissjóður hefur að verulegu leyti staðið undir verðtryggingunni. Með kjarasamningi ríkis- ins og B.S.R.B. fyrr á þessu ári var dregið verulega úr skuldbindingum ríkissjóðs í þessum efnum og þar með úr réttindum ríkisstarfsmanna umfram aðra. #( yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar í tengslum við almennu kjarasamningana í lok október er svo boðið upp á að létta af atvinnuleysistryggingasjóði upphæð sem svarar 1850 miljónum króna á næsta ári vegna greiðslu fæðingarorlofs. A móti þessu er þar gert ráð f yrir að at- vinnuleysistryggingasjóður standi á næsta ári undir út- gjöldum að upphæð 820 miljónir króna til að hækka lifeyrisgreiðslur hjá almennum lífeyrissjóðum verka- fólks innan A.S.I., — en þeirri kvöð verði síðan léft af, sjóðnum I áföngum. # Þeir sem nú njóta lifeyris samkvæmt lögum um ef tir- laun til aldraðra eru nú um 4000 manns. Og svo tekið sé dæmi, sem mun nálægt meðaltali af einhleypingi með 15 stiga lífeyrisréttindi.þá mun lífeyrisgreiðsla til hans utan almannatryggingakerfisins hækka alls um nálægt 30% vegna kjarasamninganna og yfiriýsingar ríkis- stjórnarinnar í tengsium við þá — auk verðbótahækkana. Hér kemur til um 10% hækkun til samræmis við hækkun grunnlauna og svo þriggja stiga hækkun lífeyrisréttinda i samræmi við yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. Mikilvægt er að í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er tekið fram að hækkuð greiðsla úr lífeyrissjóði sem þessu svarar skuli yfirleitt ekki valda skerðingu tekjutryggingar viðkomandi hjá almannatryggingunum. k. klippt I Stéttskiptar Idyggðir Þaö er stundum talaö um þaö, J aö nú á timum lifi fólk I þjóö- I félagi kröfugeröarinnar og lifs- I gæöakapphlaupsins. Rikjandi * andi sé sá aö heimta meira og J meira af „öörum” og af „þjóö- I félaginu”, en hins vegar geri I menn ekki aö sama skapi ' miklar kröfur til sjálfs sin. I' Þessi kenning getur veriö hentug þegar veriö er aö mót- mæla launakröfum og viöleitni J verkafólks til aö búa vel I hag- ■ inn fyrir sig, og hafa hægri I sinnar, formælendur atvinnu- I rekenda og dyggöalifernis J þeirra, iöulega beitt henni i • sinum málflutningi. Hins vegar I er þaö mála sannast, aö hvergi I gætir kröfugeröar um óhófs- , lifnaö og innantómt lifsgæöa- ■ kapphlaup meira en meöal yfir- I stéttar I þeim þjóöfélögum þar I sem verkalýöshreyfingunni , hefur tekist verr en hér á tslandi ■ viö aö bæta almenn Hfskjör og I tryggja skaplegan jöfnuö I I tekjum. 1 þessu sambandi mætti , lita til engilsaxneskra landa, ■ Bretlands og Bandarikjanna. I Sáttfysi við tómleikann Þessi mikla misskipting lifs- ■ gæöanna eftir stéttum setur I svip sinn á obbann af þvi efni I sem islenska sjónvarpiö aflar úr , engiisaxneskum löndum. i' Stundum eru þessi einkenni bein I og milliliöalaus: myndirnar j sýna berlega eymd lágstéttanna , andspænis glæsileik há- i stéttanna, en oftar en ekki gætir I stéttaskiptingarinnar meö I óbeinum hætti: sjónvarpsefniö , er gert til afþreyingar fyrir þá ■ lágstétt sem ekki hefur lært aö gera kröfur. Rusliö er taliö [ fjandans nógu gott i lýöinn! , Hástéttin hefur hvort eö er aö- ■ stöðu til aö eyöa sinum tlma i utan fjölmiölunar og forheimsk- unnar. Sterkasta aflið gegn ■ þessari kröfugeröarsnauöu fjöl- Imiölun Engilsaxa er sókn sósialiskra stjórnmála- hreyfinga til lifskjarajöfnunar , og vaxandi hlutdeildar hins Ivinnandi manns I lifsgæöum. Auövitaö er alltaf aö verki til- hneiging sáttfýsinnar viö þaö , semer.sættasigviöþaöoggera Iekki kröfur um betra og inni- haldsrikara lif. Þetta þekkir verkalýöshreyfingin vel, en ■ hreyfingin sú er þó aöeins til aö Ihún sigrist á þessu lögmáli sljó- leikans. ■ Að lœkka stað- | alinn til vinstri • Kröfugerö á hendur þjóö- Ifélagsins er reyndar aldrei ein- vöröungu fólgin I kröfum á aöra, heldur einnig á sjálfan þann Isem kröfur gerir og á hans nán- ustu. Þvi öil erum viö hlutar heildarinnar. Ein mesta van- « rækslan I kröfugerö um betra lif Ier vissulega sú aö gleyma aö gera strangar kröfur til þeirra sem eru aö vinna (eöa segjast ■ vinna) meö manni aö göfugum Imarkmiöum. Gagnrýni og sjálfsgagnrýni hefur réttilega fylgt sósialistum frá öndveröu. ■ En hér hafa menn misstigiö sig Iillilega sem má æ til varnaöar veröa: Um skeiö vanræktu sósialistar og kommúnistar • Vesturlanda aö gera réttmætar Isósialiskar kröfur til stjórnenda Sovétrikjanna, geröu aörar og minni kröfur til siögæöis þeirra • og stjórnaraögeröa en til I auövaldsins. Sem betur fer er til nein heimspeki ekki nein sjálfstæð hugsun í Hrssii lanrii mmm Guöbergur Bergsson sagöi I viötalinu, aö hann heföi I bókum sinum leitast viö aö minna þjóöina á uppruna sinn. „Þaö fer i taugarnar á þjóðinni”. þetta liöin tiö, og sanngjarn samanburöur á Pentagon og Kreml er siöarnefndu ekki i vil. En þaö veikir ekki sósialiska kröfugerö. Að hreinsa sjálfan sig Þetta er eins konar menn- I ingarfyrirbrigöi sem gengur I aftur, þessi kvennabarátta.... Ungir rithöfundar láta J hégómlyndi sitt leiöa sig i þessa I gildru. Þeir biöa ekki þar til þeir I hafa skapaö sér undirstööu, for- * tiö tii aö byggja á, og eru orönir J heilir gagnvart sjálfum sér.... Bókmenntaframleiösla hér- I lendis siöustu árin er beint J smjaöur.. fyrir konunni. 1 . þessum bókum er ekkert heil- | brigt viöhorf til kynjánna, sem | hafa búiö saman frá þvi maöur- inn varö til og þeirri sambúö veröur ekki breytt. Þessar bók- menntir eru stilaöar á mark- aöinn. Ég velti mér uppúr þvi hvaö karlmenn hafa verið vondir viö konur, og þegar ég stig uppúr þessu, þá er ég hreinn. Þetta er eins konar hreinsun. Slökunarstefna í samfélagi róttækra? I þjóöfélagi bókmenntanna, þvi sem löngum hefur veriö hér á tslandi, eru rithöfundar kröfu- geröarmenn. Ekki endilega um efnalega umbun sér til handa, heldur varöandi gildi eigin verka og hluts þeirra i þvi aö gera þjóöfélagiö menningar- lega lifvænlegt. Þetta er rauöi þráöurinn i bókmenntalegri kröfugerö i landinu um langan aldur, frá rithöfundum komin og beinist aö þeim sjálfum og lesendum þeirra. Aö visu hefur á siðustu timum litillega gætt sjónarmiös slökunarstefnu i þessum efnum, en ekki er llk- legtaö þaö megi sin mikils gegn rikri hefö. Einmitt róttæku höfundarnir hafa alið fylgj- endur sina upp viö strangar kröfur, og þaö væru mikil um- skipti ef þaö eitt ætti aö nægja ritmanni til brautargengis aö hann segist vera róttækur. Annað hvort hægri eða vinstri Guöbergur Bergsson er einn af hinum róttæku rithöfundum kröfugeröarinnar sem segir m.a. svo I nýlegu viötali viö Morgunblaöiö: „Viö lifum mikla krepputima á andlega sviöinu, ekki bara i bókmenntum, heldur i stjórn- málum og alls staöar”. Þeir halda sumir það sé hægt aö lækna raunveruleikann með raunsæi! En þaö er imyndunar- afliö eitt, sem er meöaliö. I þessum löndum, þar sem imyndunarafliö nýtur sinekki, svo sem i Sovét, þar er allt á leiöinni i hundana. Þar eru menn aöeins frjálsir á ránnsóknarstofum. Og núorðið er reyndar allt imyndunarafl heimsins á rannsóknarstofum, annars staöar er maöurinn ekki frjáls. Frjálsræöiö hérlendis, ‘þaö er gervifrjálsræði. Þaö er augljóst, aö allt er aö færast aö miöju. Efnahags- ástandiö hefur veriö þaö gott I heiminum undanfariö, aö þaö hafa ekki mótast neinar and- stæöur.... Og maöur sér hana alls staðar I þjóöfélaginu, þessa miöju- hyggju. En fyrr eöa siöar, þá fer heimurinn annaöhvort til hægri eða vinstri, og þá fer fólk aö hugsa. Játningar smekkleysisins Þaö er svo einkennilegt, aö þegar ég var ungur, þá kölluð- ust þessar bókmenntir „True Confessions”ogþóttu afskaplega iélegar bókmenntir. Þetta var birt I amriskum blööum og enginn leit viö þessu. Nú allt I einu eru þetta miklar bók- menntir, snilldarverk. Þá sér maöur hvaö smekkurinn er kominn langt niöur. Og þaö er lika skritiö aö þessar,,True Con- fessions” voru dæmigeröar fyrir amrikana, en nú koma vinstri menn hér, menn sem þykjastá móti amrikananum og kapitaliskri menningu, þeir koma meö þetta og þá er þetta dubbaö upp sem miklar bók- menntir, mikil list. Hugmyndafrœði í mjólkurhyrnu Staöreyndin er sú aö alla heimsmenningu vantar I þetta land. Þaö vantar hámenningu. Þaö er búiö aö drepa alþýöu- menninguna og nú er til miöju- menning, en þaö hefur ekki veriö sköpuö nein hámenning. Þaö er ekki til nein heimspeki, ekki nein sjálfstæö hugsun i þessu landi.... Og stefnuskrá flokkanna fylgir ekki neinni ákveöinni hugmyndafræöi. Þaö er engin hugmyndafræöi sem heillar. Og þaö er afar sjaidan sem islenskur stjórnmálamaöur reynir aö koma hugmyndum sinum um þjóöfélagsmál á blaö. Þaö er allt bundiö þvi, hvort mjólkurhyrnan kostar 210 krónur eöa 310 krónur, og fólkiö kýs samkvæmt þvi.” Að vanda sig við flökunina „Um leiö og bókin hefur fariö frá þér, þá veröur hún þér fjar- læg. Rithöfundinum má likja viö snigil, sem safnar á sig kuöung... Um leiö og rithöfund- urinn hefur skrifað bókina, þá er hún eftir einhvern annan. Og verkiö sjálft sem hann vinnur aö, hans næsta verk, skiptir höfuömáli. Bara verkiö, vinnan. Listamaöurinn leiöir ekki hug- ann ab þvi, hvort þetta verk lesi verkamenn umfram aöra, ellegar bændur. Hann vinnur þetta verk i eins konar blindni. Alveg á sama hátt og þú flakar fisk i frystihúsi: Þú vandar þig viö flökunina... oa shorið

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.