Þjóðviljinn - 13.11.1980, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 13. nóvember 1980. ÞJóÐVILJINN — SIÐA 13
Staða fulltrúa
á tæknideild Kópavogskaupstaðar er laus
til umsóknar.
Laun samkvæmt 14. launaflokki BSRB.
Umsóknum skal skila til undirritaðs fyrir
18. nóv. n.k.
Bæjarverkfræðingur.
Auglýsing
um námskeið
fyrir þá sem
hætta vilja
reykingum
Reykingavarnanefnd auglýsir nám-
skeið fyrir þá, sem hætta vilja að reykja.
Námskeiðið verður haldið dagana 16. til
20. nóvember, hvert kvöld og hefst kl. 20 í
stofu 101 i Lögbergi, húsi Lagadeildar, á
lóð Háskóla íslands. Námskeiðið er þátt-
takendum að kostnaðarlausu.
Leiðbeinendur og fyrirlesarar verða:
Jón H. Jónsson frá íslenska bindindisfé-
iaginu og læknarnir Auðólfur Gunnarsson,
Hjalti Þórarinsson, Kjartan Jóhannsson,
Sigurður Björnsson og Sigurgeir
Kjartansson.
Þátttaka tiikynnist i sima 82531 milli kl.
13-17 fimmtudag til og með sunnudags og i
sima 36655 utan þess tima.
Fólk er eindregið hvatt til þess að nota
þetta tækifæri til þess að losna úr viðjum
vanans og stuðla að bættu heilsufari.
Við tilkynnum
aðsc-mrsskipti
og nýtt símanúmer: 8 59 55
m
u
Mcð stórbættri aðsttiðu gctum við bcxóið
stórbætta bjónustu,því cnn höfum við
harðsníiið lið,scm brcgður skjótt við !
Nú Parf enginn aó bíða lengi
eftir viögeröamanninum.
Þú hrinair og hann er kominn
;ka
innan skamms.
Einnig önnumst vió nýlagnir
og gerum tilboð.ef óskaö er.
L5
•RAFAFL
framleiöslusamvinnu-
félag iðnaðarmanna
SMIÐSHÖFÐA 6 - SÍMI: 8 59 55
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför
eiginmanns mins, föður okkar, tengdaföður, afa og bróður
Sigurhans V. Hjartarsonar
Helga Guðmundsdóttir
Guðmundur Sigurhansson Ásta Stefánsdóttir
Sævar Sigurhansson Arnþrúður Björnsdóttir
Helga Sigurhansdóttir Brynjólfur Magnússon
Sigurrós Sigurhansdóttir Guðmundur Erlingsson
Hrund Sigurhansdóttir
barnabörn og systkini
Flugleidir
Framhald af bls. 1
sem tekin yrði ákvörðun um á
fundinum.
Arnarflug
Samþykkt er að hafnar verði
viöræður fulltrúa Flugleiða viö
fulltrúa Starfsmannafélags Arn-
arflugs um sölu hlutabréfa
Flugleiöa i Arnarflugi. Samhliöa
teim viörasöum vill stjórn Flug-
leiða að rætt veröi um önnur at-
riði, sem þessu máli tengjast,
,,t.d. innlausn Arnarflugs hf. á
varahlutum þeim, sem Flugleiðir
hf. hafa keypt fyrir fleiri hundruð
miljónir króna vegna viöhalds
flugvéla Arnarflugs hf. ein-
göngu,” eins og segir i svari
stjórnar Flugleiöa. Stjórn Flug-
leiða telur sig nú ekkert geta
ákveöið um sölu hlutabréfa
félagsins i Arnarflugi, nema
leggja málið fyrir hluthafafund.
Samþykkt er að rikisstjórnin
fái ársfjórðungslega yfirlit yfif
þróun og horfur i rekstri fyrir-
tækisins. Einnig er samþykkt að
Noröur-Atlantshafsflugið verði
fjárhagslega og reikningslega
greint frá öðrum rekstri félagsins
svo sem kostur er.
„Það liggur alveg fyrir, að
Flugleiðir hafa óskaö eftir aðstoð
til að halda Noröur-Atlantshafs-
fluginu áfram,” sagði Steingrim-
ur Hermannsson samgönguráð-
herra. „Þvi verður haldið áfram
út þetta ár, en næsta skrefið þar
er aö skoða áframhaldandi
grundvöll þess flugs, eins og mikil
áhersla var lögð á á fundunum i
Luxemborg.”
Þögn um vantraust
örn Ó. Johnson stjórnarfor-
maöur Flugleiða sagöi i samtali
viö blaðiö i gær, að hann mundi
ekki greina frá öörum umræöum
á stjómarfundinum i fyrradag.
Þannig svaraði hann spurningu
blaösins um það, hvort lögð heföi
verið fram vantrauststillaga á
Sigurð Helgason forstjóra félags-
ins á stjórnarfundinum. Eins og
sagt var frá i Þjóöviljanum I gær,
hefur blaðið það eftir áreiðanleg-
um heimildum, að Alfreð Ellas-
son hafi lagt fram vantrauststil-
lögu á Sigurö. Stjórnarmenn
Flugleiða hafa ekki neitaö þvi, en
vilja ekki ræöa málið.
—eös
Leiðtogi
Framhald af bls. 5
hefur Foot mildast nokkuð með
árunum.
Hann var ráðherra i stjórn
Wilsons 1974 og forseti þingsins
frá 1976. Margir eru á þvi, að það
hafi einkum verið hann sem hélt á
floti stjórn James Callaghans
eftir að hún i nokkrum auka-
kosningum hafði misst meirihluta
á þingi. A þingi mynduðust þjóð-
sögur um hvassyrta, hvithærða
manninn með stafinn sem skaut
upp koili á fundum skoskra,
velskra og Irskra minnihluta-
þingmanna rétt fyrir mikilvægar
atkvæðagreiðslur á þinginu.
Haldandiþrumuræðurum vonsku
Ihaldsins og vinnandi á sitt band
þessa þingmenn — með þeim af-
leiðingum að stjórnin hélt velli.
Það er svo önnur saga hvort
Michael Foot gengur jafnvel að
halda saman eigin flokki.
össur
ENDURSKINS-
MERKI ERU
NAUÐSYNLEG
FYRIR ALLA
Umferðarráð
Tilboð rætt í deilu
b ókager ðar manna
Bókagerðarmenn og prent-
smiðjueigendur voru á fundi hjá
rikissáttasemjara I gær..Fund-
urinn hófst kl. 4 og var ekki lokiö
tegar blaðið fór i prentun um
miönætti. I gærkvöldi tóku
fulltrúar bókagerðarmanna sér
hlé til að ræða um tillögu, sem
prentsmiöjueigendur höfðu lagt
fram. Fundur hófst siöan aftur
um niuleytið.
Var svo að skilja i gær að tónn-
inn I prentsmiðjueigendum hefði
mildast nokkuð og mun eitthvað
vera að þokast i samkomulagsátt.
Annasamt var hjá sáttasemj-
ara i gær. Þar voru á fundi bil-
stjórafélögin á Selfossi, I
Rangárvallasýslu, Vik i Mýrdal
og Borgarnesi. Einnig voru þar á
fundum Hrauneyjarfossmenn frá
Verkalýðsfélaginu Rangæingi og
koma aftur á fund I dag, flug-
freyjur sömuleiðis. Lögð var
fram tillaga frá atvinnurekend-
um gagnvart bilstjórafélaginti
Sleipni og Rafiðnaðarsam-
bandinu og var fundum frestað
meöan undirnefndir athuga til-
lögurnar. I gær lögðu farskipa-
eigendur einnig fram tillögu
varðandi launalið i deilu far-
manna og var fundum þeirra
frestað fram yfir helgi. —eös
íþróttir
Framhald af bls. 11.
hægt væri aö sigra heimsmeist-
arana. Heimavöllur og góður
stuöningur áhorfenda á aö gefa
okkur 2—3 mörk i plús”.
Gengi þýska landsliðsins hefur
verið heldur skrykkjótt það sem
af er árinu. Fyrir skömmu tók
þaö þátt I móti i Sviss og urðu úr-
slitin þar eftirfarandi:
Þ — Ungverjaland..........17:17
Þ —Sviss..................12:11
Þ — Sovét.................15:27
Nokkur hvellur varð I þýsku
blöðunum vegna úrslitanna gegn
Sovétmönnum. Þar var staðan
7—7 þegar þýska liöið hreinlega
sprakk og nú er úthaldsleysi
helsti skaðvaldurinn i vestur-
þýskum handbolta!!
Þess skal getið að næsta heims-
meistarakeppni fer fram i Vest-
ur-Þýskalandi áriö 1982 og er þvi
ljóst aö heimamenn ætla að verja
titil sinn með kjafti og klóm.
Leikirnir hér á landi eru liður i
áætlunum Þjóðverjanna og minn-
ugir ófaranna frá 1977 (sjá hér að
neöan) ætla þeir sér vafalitiö sig-
ur og hann stóran. —IngH
Verðbólgan
Framhald af bls. 1
Þann 1. ágúst s.l. haföi fram-
færslukostnaöurinn hækkað um
57,7% næstu 12 mánuði á undari.
Og nú þann 1. nóvember var
hækkunin eins og áður sagði
50,9% undanfarna 12 mánuði.
Þótt skrefin séu ekki mjög stór,
þá hafa mál tvimælalaust þróast
til réttrar áttar undanfarna mán-
uði hvað veröbólguna varöar.
1 fréttatilkynningu frá rikis-
stjórninni segir, aö rikisstjórnin
muni vinna að áframhaldandi
hjöönun veröbólgu á næstu miss-
erum og stuðla að þvi aö tryggja
sem best kaupmátt launafólks.
k.
ALÞYÐUBAN DALAGIÐ
Til félagsmanna i Aiþýðubandalaginu i Reykjavik.
Enn er það allt of algengt að félagsmenn hafi ekkigreitt útsend félags-
gjöld. Stjórn félagsins hvetur þvi þá sem enn skulda aö geí-a upp við
félagið nú um mánaöamótin. og styðja meö þvi hina margþættu og
nauðsynlegu starfsemi félagsins. — Stjórn ABR.
Alþýðubandalagið i Hafnarfirði
Fundur i bæjarmálaráði.
Alþýðubandalagið i Hafnarfirði boöar til fundar i bæjarmálaráði
mánudaginn 17. nóvember kl. 20.30 i Skálanum.
Dagskrá:
1. Kosning stjórnar.
2. önnur mál.
Allir félagar velkomnir.
Stjórnin.
FÉLAGSFUNDUR
Alþýðubandalag Fljótsdalshéraðs heldur almennan félagsfund föstu-
daginn 14.11. kl. 20.30 i hreppsskrifstofu Egiisstaða.
Dagskrá:
Undirbúningur landsfundar.
Stjórnin
Kjördæmisráö
AB i Reykjanesi
Geir
Benedikt
KJÖRDÆMISRAÐ AB í REYKJANESI
kemur saman kl. 13.30 sunnudaginn 16. nóv. n.k. i Þinghóli
Hamraborg 11, Kópavogi.
DAGSKRÁ
1. Benedikt Daviðsson gerir grein fyrir stööu verkalýðs-
hreyfingarinnar m.a. i ljósi nýgerðra samninga.
2. Geir Gunnarsson alþm. ræðir pólitiska stöðu AB i núverandi
rikisstjórnarsamstarfi og horfurnar framundan.
' 3. Undirbúningur undir Landsfund og val tveggja fulltrúa I upp-
stillingu til miðstjórnar.
Stjórn kjördæmisráðs